Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 38

Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JIJNl 1976 Ljmr 25 tonn- um í hvem vikn GUÐMUNDUR Sigurðsson Ivftingakappi úr Armanni er einn þeirra sem trvggt hefur sér þátttöku á Ólvmpíuleikunum í Montreal í sumar, en Guúmundur Ivfti samtals 335 kflóum á lyftingamóti í vetur, snaraói 145 kg, jafnhattaói 190 kg. Þeir íþróttamenn íslenzkir sem ekki hafa náó ólvmpfulágmörkunum, en eiga möguleika á þeim, æfa mjög stfft um þessar mundir. Þeir hinir sem svo gott sem hafa fengið farseðlana í hendurnar draga heldur hvergi af sór og Guómundur Sigurðsson æfir til að mynda 4—5 sinnum í viku og Ivftir jafnvel 25 tonnum samanlagt í hverri viku. — Ég gat ekki æft eins reglu- hundið síðastliðinn vetur eins og ég hefði viljað, en æfði þó mjög kerfisbundið, sagði Guð- mundur í viðtali við Morgun- blaðið i vikunni. — A Evrópu- meistaramótinu í vor fékk ég mikið og mjög gott æfingakerfi frá norska landsliðsþjálfaran- um og æfi eftir því núna. Það krefst lyftinga 4—5 sinnum í viku, auk annarra a'finga, svo sem hlaups og sunds. Ég syndi alltaf þegar lyftingarnar eru ekki mjög stífar en þær geta tekið 3—4 tíma á hverjum degi. Eg hef hins vegar lítið gert af þvi að hlaupa úti vegna þess hreinlega að ég hef ekki tíma og úthald í það. Ég vinn mína vinnu við að keyra Vífilsstaða- rútuna, á mína fjölskyldu og er nú reyndar bara áhugamaður í íþróttinni. — Kerfi þetta, sem Norð- maðurinn sagði mér að æfa eftir, er búið til eftir búlgarskri fyrirmynd, en Búlgarar virðast hreinlega vera að verða algjör toppur í lyftingunum. Það er alveg yfirgengilegt hversu miklar framfarir þeirra í íþrótt- inni eru. Bæting um 10 kg í lyftingum er ábyggilega ekki lakari bæting en 7—8 sm hjá hástökkvara. SETUR SÉR 350 KG LAGMARK AÓL Ármenningar halda sitt meistaramót í lyftingum aðra helgi og þá ætlar Guðmundur sér að sýna sjálfum sér og öðr- um að hann er öruggur með 350 samanlagt i lyftingunum. — Ég hef æft það mikið undanfarið að ég hef ekki mátt vera að þvi að lytia eins og gert er í keppni. A Armannsmótinu ætla ég mér hins vegar að lyfta 350 kg að minnsta kosti, ég veit að ég get það og vil heizt vera öruggur með þá þyngd þegar að Olympíuleikunum kemur. Ég hef ekki áhuga á að fara til Montreal til þess eins að láta vorkenna mér. Með því að lyfta 350 kg þar ætti ég að eiga nokkra möguleika á að verða í 6.—8. sæti og það ætti að teljast nokkuð gott og gefur stig, sagði Guðmundur að lokum. Guðmundur tók þátt í Evrópumeistaramótinu í lyft- ingum í lok apríl, en gekk ekki sem skyldi. Hann hafði lyft 140 kg í snörun á æfingu nokkrum dögum áður og þó það væri hans bezti árangur byrjaði hann á þeirri þyngd. En þetta var ekki dagurinn hans Guðmundar og lóðin vildu ekki alla leið upp og þar með lauk keppninni hjá eina íslendingn- um sem þátt tók í keppninni. Sigurvegarinn i þyngdarflokki Guðmundar varð Sovétmaður, sem er yfirburðarmaður í milli- þungavigtinni, og má telja full- víst að hann sigri einnig í keppninni á Ólympíuleikunum. Sá sem varð i öðru sæti á Evrópumeistaramótinu lyfti 360 kg og 370 kg í Montreal sem ætti að vera nægilegt til að ná í vcrðlaun Auk Guðmundar hefur KR- ingurinn Gústaf Agnarsson náð Olympíulágmarkinu og æfir hann eins og Guðmundur af fullum krafti. Með þeim köpp- unum er líklegt að Brynjar Gunnarsson formaður Lyft- ingasambandsins fari til Montreal sem liðsstjóri og aðstoðarmaður. „ Þessi bið er alveg óþolmdi” — segir Sigurður Jónsson formaður HSÍ en hefur trú á að pólskur þjálfari komi HANDKNATTLEIKSMENNIRN- IR, flestir hverjir, taka lífinu með ró þessa dagana og fást lítið við æfingar. Landsliðsmennirnir eru þó undantekning frá þessu því fimm sinnum f viku hverri mæta þeir á æfingar undir stjórn Jóhannesar Sæmundssonar og landsliðsnefndarinnar. Stjórnar- menn í IISÍ eru farnir að undir- búa ársþing sitt, sem verður 18. og 19. júní og auk þess vinna þeir að þvf að fá hingað pólska lands- liðsþjálfarann í handknattleik. Reyndar hefur það starf staðið 1 meira en þrjá mánuði, en enn þá hefur ekkert ákveðið svar horizt frá Pólverjum. Sagt er að kerfið sé svo þungt í vöfum hjá þeim þarna fvrir austan að það sé ekki að marka þetta, sá pólski muni koma, þeir þurfi bara sinn tfma til að kippa málunum f liðinn. í íslenzkum blöðum hefur mik- ið verið skrifað um komu þessa pólska þjálfara, meira en um nokkurn annan væntanlegan iandsliðsþjálfara fyrr og síðar. HSl-menn virðast hafa mikla þol- inmæði og einstaka biðlund í þessu máli. Viku eftir viku hafa þeir samþykkt að bíða endanlegs svars i nokkra daga í viðbót, en ekkert bólar á þeim pólska. Er stjórn HSI ekki að láta draga sig á asnaeyrunum í þessu máli? Væri ekki réttast að afskrifa pólska „galdramanninn", eins og ein- hver nefndi hann, og snúa sér annað? Morgunblaðið sneri sér til Sig- urðar Jónassonar formanns Handknattleikssambands íslands í gær og innti hann eftir því hvort HSÍ hyggðist halda því til streitu að fá þennan pólska þjálfara, Cer- vinsk.v að nafni, hingað til lands þrátt fyrir alla óvissuna í þessu máli. — Við ætlum okkur að fá hing- að pólskan þjálfara, sagði Sigurð- ur. — Komi landsliðsþjálfarinn Cervinsky ekki eins og okkur hafði verið lofað, þá hljótum við að fá annan toppþjálfara frá Pól- landi. Þjálfarar þar eru mjög vel menntaðir og við viljum fá hingað toppþjálfara og ekkert annað. Að fara að snúa sér til Vestur- Þýzkalands t.d. tel ég tóma vit- leysu, ég tel þarlenda þjálfara ekki geta gefið iandsliðinu meira heldur en okkar eigin þjálfarar. — Annars er þessi bið alveg óþolandi hélt Sigurður áfram, en við erum sannfærðir um að við fáum hingað færan þjálfara frá Pólverjum. Við höfðum samband við þá í gær og þá var okkur sagt að innan 10 daga yrðum við búnir að fá endanlegt svar. — Landsliðið æfir af fullum krafti þessa dagana og hefur aldrei æft meira. Þrekæfingar eru þrisvar sinnum í viku og æf- ingar með bolta þrfvegis í viku þannig að það er langt í frá að iandsliðsmennirnir sitji auðum höndum. Um miðjan ágúst ætlum við að vera búnir að fá hingað toppþjálfara, ekki hvaða skussa sem er, heldur mann frá A- Evrópu, sem hefur góð meðmæli og hefur sannað ágæti sitt, sagði Sigurður að lokum. —áij Undirbúningur tyrir HM er n**t á dagskrá Pólskur „galdramaöur hefur áhuga á að koma og taka aö sér landsliöiö fram yfir forkeppnina Uni ekki vl^^d- og glappastefnn "Eins og hnefahögg í andlitið á mér" Mynd af nokkrum fyrirsögnum úr dagblöðunum á tíma- bilinu frá 8. marz til 2. júní þar sem fjallað er um þjálfaramál Handknattleikssambandsins. Deildaskipting tekin upp ífrjálsum íþróttum íEvrópu í stað riðlaskiptingarinnar? FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Evrópu hélt nýlega ársfund sinn í Luxemborg. Var þar ákveðið að keppni í riðlum þeim sem ísland keppir í i Evrópubikarkeppninni fyrir bæði karla og konur fari fram í Ðanmörku í lok júní á næsta ári. Ekki er ólíklegt að þetta verði í síðasta skipti, sem slík Evrópubikarkeppni verði haldin, því tillaga frá Norðurlöndunum um deildaskiptingu í frjálsum iþróttum, eins og verið er að taka upp í handknattleiknum, var lögð fram á fundinum og þykir líklegt að hún verði samþykkt. í riðli með íslenzku stúlkunum í riðlinum í Danmörku verða Grikkland, Noregur og Portúgal. í piltakeppninni verða Danir, irar, Luxemborgarar og Portúgalir með islendingum í riðli. Dönsku stúlkurnar þurfa ekki að taka þátt í riðlakeppninni næsta ár vegna góðs árangurs þeirra í fyrra. Fara þær beint í undanúr- slitin í Dublin. Það kostar Danina talsvert að halda þessi mót næsta sumar, en þeir sáu sér fært að sjá um fram- kvæmdina er Evrópusambandið tilkynnti þeim að fyrir mótin fengju þeir rúmar tvær milljónir íslenzkra króna. Mótið fer senni- lega fram á nýuppgerðum velli í Söllerud — Nærum, en þar hafa verið lögð gerviefni á allar braut- ir. Er íslendingar á sínum tima sýndu áhuga á að fá mót sem þau er haldin verða í Danmörku, til- kynnti Evrópusambandið frjáls- íþróttaforystunni, að það væri ekki hægt þar sem íslenzku vell- irnir væru ófullnægjandi. Gervi- efni væru ekki á hlaupabrautum og þess háttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.