Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 40
METSÖLUBÆKUR
Á ENSKU í
VASABROTI
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1976
Falli bókun 6 úr
gíldi má fresta
samningunum
EF SV'O færi að Bretar hefðu rétt
fyrir sér og unnt verrti að fella
bókun 6 úr Rildi eftir 1. desem-
ber. þ.e. þegar samningur um
fiskveiðiréttindi Breta á Islands-
mióum rennur út — geta þá ís-
lendingar frestað gildi samning-
anna. er þeir gerðu við Vestur-
Þjóðverja?
Morgunblaðið bar þessa
spurningu undir Hans G. Ander-
sen sendiherra. Hann sagði, að
íslendingar gætu það eftir sem
áður vegna þess að i samningnum
við Þjóðverja stendur. að
íslendingar megi hvenær sem er
eftir að 5 mánuðir eru liðnir frá
gerð samningsins fresta fram-
kvæmd hans. Geta íslendingar
því frestað gildi samningsins
hvenær sem þeim sýnist, svo
framarlega sem bókun 6 er ekki i
gildi.
Hans G. Andersen sagði að allt
það tal, sem verið hefði um bókun
6 og ákvæðin í samkomulaginu
vegna þess, væri meira eða minna
óraunhæft, vegna þess að jafnvel
þótt bókunin væri i gildi allan
tímann og við neituðum siðan öll-
um samningum um gagnkvæm
réttindi, gætu þessar þjóðir
fundið upp á einhverju öðru til
þess að valda Islendingum erfið-
leikum.
11% hækkun rafmagns?
Á FtlNDI borgarráðs í gær 3. júní
var samþykkt samhljóða af full-
trúum allra flokka hækkun á
gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Þetta er þó háð samþykki
Framkvæmdanefnd EBE:
Bókun sex
taki gildi
1. júlí
„FRAMKVÆMDANEFND
Efnahagshandalagsins lagði í
dag til við ráðherranefndina,
að hókun sex um tollalækkanir
á innfiutningi fslendinga til
aðildarrfkjanna tæki gildi
hinn I. júlí næstkomandi,"
sagði fulltrúi Efnahagsbanda-
lagsins þegar Mbl. hafði sam-
band við hann í gær. Hann
sagði enn ekki Ijóst, hvort
ákvörðun ráðherranefndarinn-
ar vrði tekin á fundi hennar f
júní-lok eða hvort ráðherrarn-
ir tækju afstöðu til málsins
skriflega, en taldi þó síðari
kostinn Ifklegri, enda mundi
slfk málsmeðferð stuðla að
fljótari afgreiðslu.
ríkisstjörnarinnar. Ef samþvkki
fæst tekur hækkunin gildi I. júlí
næstkomandi og er hún 11%.
Ástæðan fyrir hækkuninni er, að
rfkisstjórnin hefur nú þegar
heimilað 15 % hækkun á heild-
söluverði rafmagns til Rafmagns-
veitunnar frá Landsvirkjun.
Megin orsökin liggur þó i að
mikið gengistap hefur orðið bæði
á afborgunum og vaxtagreiðslum
erlendra lána. Ef hækkunin
dregst er talið að fjárhagsstaða
RR komist á slæmt stig, en þess
ber að geta að nú þegar hefur
fjárhagsáætlun RR hækkað um
150 milljónir króna. Um það hef-
ur verið gerð lausleg athugun.
Tollverðir hafa fengið
áfengi á laun fyrir af-
greiœlu millilandaskipa
22 Bretar að
veiðum í gær
BREZKIR togarar nýttu ekki i
gær þá heimild, sem þeir hafa
hlotið til þess áð hafa 24 togara að
veiðum á dag innan fiskveiðilög-
sögu Islands. Fjöldi togaranna
var í gær 22 og voru felstir úti af
Vestfjörðum alldreifðir. Þar var i
gær komin bræla, 6 til 7 vindstig
og því óhægt um veiðar. Þá voru
brezkir togarar einnig við suð-
austurströndina, alldreifðir einn-
ig-
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar voru einnig 17
Vestur-Þjóðverjar á veiðum inn-
an 200 mílna markanna sam-
kvæmt heimild í samningi íslands
og Sambandslýðveldisins Þýzka-
lands. Einnig voru 3 færeyskir
togarar að veiðum við ísland.
Segja þetta alþjóðlega hefð — Yfirmenn
tollgæzlunnar kannast ekki við slíka hefð
TOLLVERÐIR, sem hafa verið
kallaðir til yfirheyrslu að undan-
förnu vegna rannsóknar tollmáls-
ins svonefnda, hafa skýrt frá því
að það hafi verið venja að þeir
hafi þegir að gjöf eina og eina
áfengisflösku, þegar þeir hafi
lokið við að tollafgreiða milli-
landaskip. Hafi þetta viðgengizt
hjá tollgæzlumönnum f áratugi,
enda sé um að ræða alþjóðlega
hefð og hafi ekki fylgt þessum
gjöfum neinar kvaðir. Þessar
upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá
Haraldi Henrýssvni sakadómara,
sem hefur stjórnað rannsókn toll-
málsins. Sagði Haraldur að þarna
gæti verið um að ræða tugi eða
hundruð áfengisflaskna til ein-
stakra tollvarða og væri þessi
þáttur tollmálsins nú f frekari
rannsókn svo og fleiri þættir.
STJÓRNENDÚM
TOLLGÆZLÚNNAR
ÓKÚNNÚGTÚM
MÁLIÐ
Björn Hermannsson tollstjóri
og Kristinn Ölafsson tollgæzlu-
stjóri skýrðu Morgunblaðinu frá
því í gær að þeir könnuðust ekki
við neina alþjóða hefð af þessu
tagi og kváðust ekki hafa haft
vitneskju um að slíkt tiðkaðist hjá
íslenzku tollgæzlunni. Voru þeir
báðir sammála um að þetta sam-
rýmdist alls ekki störfum toll-
varða og hefðu þeir strax tekið
fyrir slikar gjafir, ef þeir hefðu
fengið vitneskju um þær. Tók
Kristinn það sérstaklega fram, að
i Tollskólanum væri það kennt að
slíkar gjafir mætti ekki þiggja,
því það byði heim hættu á þvi að
tollverðir yrðu gefendunum háð-
ir. Sagði Kristinn að þetta hefði
verið sett fram til öryggis en alls
ekki vegna gruns um að slíkt ætti
sér stað innan íslenzku tollgæzl-
unnar. Sögðu þeir Björn og Krist-
inn að þeir biðu eftir að fá afrit af
vitnaleiðslum, og væri ekkert
frekar um málið að segja.
SUMIR KÖNNÚÐUST
ÚKKI VIÐ
MÁLIÐ
Skipverji sá, sem handtekinn
var við upphaf tollmálsins, mun
hafa skýrt frá því, að slíkar gjafir
hafi viðgengizt, og hefði hann
sjálfur gefið tollvörðum margar
áfengisflöskur. Vegna þessa
framburðar skipverjans voru all-
margir tollverðir kallaðir fyrir og
viðurkenndu sumir að þetta væri
rétt, en aðrir kváðust ekkert við
þetta kannast.
Framhald á bls. 22
Lögfræði-
skrifstofu
var lokað
vegna sölu-
skatts-
vanskila
SÁ ÓVENJULEGI atburður
gerðist á þriðjudaginn sfðasta, að
dyr lögfræðiskrifstofu einnar í
borginni voru innsiglaðar vegna
vanskila á söluskatti.
Lögfræðiskrifstofur eru ekki
söluskattsskyldar en samkvæmt
upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá
tollstjóraembættinu, var gripið til
þessarrar óvenjulegu aðgerðar
vegna söluskattsvanskila lög-
fræðingsins sem stofnuna rekur,
en hann er með atvinnurekstur á
eigin nafni m.a. úti á landi og
hefur sjálfur söluskattsnúmer. Er
starfsemin að hluta rekin frá um-
ræddri lögfræðiskrifstofu. Sölu-
skattsskuldin nemur að sögn toll-
stjóraembættisins nokkur
hundruð þúsund krónum. Var
skuldin ógreidd í gær.
Þess skal að lokum getið, að
innsigli var aðeins sett á aðaldyr
lögfræðisstofunnar, en hægt er að
komast inn i hana í gegnum bak-
dyr.
Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins:
Dregið
í kvöld
I KVÖLD verður dregið i
landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins — hinu mikla ferða-
happdrætti, þvi að þessu sinni
eru vinningar 14, þ.e.a.s. 28
ferðir fram og til baka — til
eftirsóknarverðra staða til
skoðunar eða hressingar, s.s.
Kanaríeyja, Lundúna,
Mallorka, Kaupmannahafnar,
Ibiza, New Vork. Hér er um
skemmtilega vinninga að ræða
og má ætla, að margir vilji eiga
kost á að hreppa svo sem einn
slíkan, en þess ber að gæta, að
einmitt í dag eru síðustu for-
vöð að tryggja sér miða. Drætti
verður ekki frestað og eru
þeir, sem enn eiga ógerð skil,
hvattir til að gera það nú
þegar.
Skrifstofa happdrættisins f
Sjálfstæðishúsinu að Bolholti
7 er opin til kl. 22. f kvöld.
Sfminn er 82900 — og geta
þeir, sem ekki eiga heiman-
gengt hringt f þann sfma óski
þeir eftir að láta sækja
greiðslu á miðum, sem hafa
borist. Munið: það verður
dregið f kvöld.
Hundabanninu
vísað frá
ÍSLENZKUM stjórnvöldum hefur
borizt bréf frá ritara mann-
réttindanefndarinnar, þar sem
skýrt er frá því, að kæru Ásgeirs
H. Eiríkssonar vegna hunda-
bannsmálsins hafi verið vísað frá.
Sem kunnugt er kærði Asgeir
fyrir mannréttindadómstólnum á
þeirri forsendu, að það væri brot
á mannréttindum að svipta menn
sjálfdæmi um það hvort þeir
vildu halda hund eða ekki.