Morgunblaðið - 11.06.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976
3
Karfaverð hækkað um 46% til að
beina sókn togskipa frá þorskveiðum
Ríkisstjórnin ábyrgist greiðslugetu Verðjöfnunarsjóðs
RlKISSTJÓRNlN hefur ábvrgst,
að Verðjöfnunarsjóður fisk-
iðnaðarins geti staðið undir
greiðslum úr sjóðnum, sem
kunna að leiða af hinni miklu
hækkun karfaverðs, en hún var
sem kunnugt er ákveðin i fvrra-
dag 46%. Er þessi hækkun fyrst
og fremst gerð til að beina sókn
togskipa frá þorskveiðum að
karfaveiðum. Að sögn Þórðar
Ásgeirssonar skrifstofustjóra 1
sjávarútvegsráðuneytinu er á
þessu stigi ekki hægt að spá
neinu um það hvort Verðjöfn-
unarsjóður þurfi á fyrirgreiðslu
að halda vegna karfahækkunar-
innar, þar sem margir óvissuþætt-
ir eru í dæminu. Sagði Þórður að
ef til þess kæmi, myndi ríkis-
stjórnin ábyrgjast fyrirgreiðslu
til sjóðsins, en ekki yrði um að
ræða neina ríkisstyrki.
Sjávarútvegsráðuneytið lét í
gær frá sér fara fréttatilkynningu
um þetta mál, birtist hún orðrétt
hér á eftir:
Fram hefur komið í fréttum, að
Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákvað á fundi sínum í gær nýtt
lágmarksverð á karfa 500 gr. og
stærri. Samkvæmt þvi verður
verðið á timabilinu 8. júni til 31.
desember 1976 36 kr. fyrir hvert
kg. og er hér um 46% hækkun að
ræóa.
Vegna þessa vill ráðuneytið
upplýsa, að til þess að beina sókn
togskipa frá þorskveiðum að
karfaveiðum og til þess að styrkja
rekstrarstöðu togaraútgerðar-
innar og auka atvinnu og fram-
leiðsluverðmæti í frystihúsum, þá
beitti sjávarútvegsráðherra sér
fyrir því, með samþykki ríkis-
stjórnarinnar, að stjórn Verðjöfn-
unarsjóðs fiskiðnaðarins sam-
þykkti að hækka viðmiðunarverð
karfaafurða frá 8. júní.s.l. að telja
til n.k. áramóta. Á þessum grund-
velli samþykkti Verðlagsráð
sjávarútvegsins fyrrgreinda
hækkun á karfaverðinu.
Sjávarútvegsráðuneytið leggur
mikla áherslu á, í sambandi við
þessar ákvarðanir, að veiðiferðir
togveiðiskipa á karfaveiðum
standi eigi í lengri tíma en 13
daga til þess að tryggt verði gott
hráefni í framleiðslu karfaflaka
fyrir Bandaríkjamarkað, sem
skila á miklum verðmætisauka.
í ljósi alls þessa samþykkti
rikisstjórnin að ábyrgjast getu
Verðjöfnunarsjóðs til þess að rísa
undir greiðslum úr sjóðnum, sem
kunna að leiða af hækkun viðmið-
unarverðsins á sömu forsendum
og gert var um ábyrgð rikissjóðs
til Verðjöfnunarsjóðsins á s.l. ári.
Sjávarútvegsráðuneytið,
10. júni 1976.
TONSMTOJAN endur-
tekin vegna vinsælda
Nafji mannsins
MAÐURINN, sem fannst lát-
inn í fjörunni við Keflavík s.l.
miðvikudag, hét Einar Hjálm-
týsson. Hann var 45 ára
gamall, einhleypur og bjó í
Keflavík.
TÓNSMIÐJA Gunnars
Walkare reyndist svo vin-
sæl á Kjarvalsstöðum um
síðustu helgi, að listahátíð
hefur fengið hann og sam-
starfsmenn hans til að vera
þar aftur næsta sunnudag,
að því er Hrafn Gunnlaugs-
son framkvæmdastjóri
listahátíðar tjáði blaðinu.
Þegar fólk hafði áttað sig á
hvað þarna var á ferð, komu full-
orðnir til að skoða og fá að smíða
sér hljóðfæri og börnin tromm-
uðu á ásláttarhljóðfæri af hjart-
ans list. Verður þetta aftur í aust-
urenda hússins kl. 1.30 — 4 á
sunnudag. En í vesturendanum
Eru
þeir að
fá 'ann
Og þá má nú segja að slagur-
inn sé hafinn af krafti. í gær
hófst veiði f Elliðaánum, Laxá í
Kjós og Laxá í Aðaldal til við-
bótar við Norðurá, Laxá á Ás-
um og Miðfjarðará, sem veiði
var byrjuð í. Um 15. opna svo
flestar hinna ánna og þann 20.
verður laxveiðitfminn kominn f
algleyming.
EUiðaárnar
Borgarstjóri og nokkrir af
starfsmönnum borgarinnar
opnuðu Elliðaárnar í morgun
að venju, en nú brá áin út af
venju og var fastheldin á sína
fiska og um hádegið hafði að-
eins 1 fiskur komið á land, 8
punda' hrygna, sem Haukur
Pálmason hjá Rafmagnsveitun-
um fékk. Elliðaárnar eru æði
vatnsmiklar og kaldar og ekki
vel að marka þennan fyrsta
dag. 18 laxar voru komnir í
gegnum teljarann í morgun.
Laxá í Kjós
Jón Erlendsson veiðivörður
sagði okkur að 15 laxar hefðu
komið á land í morgun, 9—15
pund á 8 stengur. Laxá er eitt
beljandi fljót og því erfitt að
eiga við íaxinn. Nokkur fylla er
í henni þar sem unnið hefur
verið með jarðýtum í uppánni
til að laga skemmdir, sem urðu
í vetur er áin ruddi sig með
ógnarkrafti. Þá er hún einnig
köld, en Jón sagði að veiði-
mennirnir væru ánægðir með
morguninn.
Laxá í Aðaldal
Veiði hófst í Laxá i gærmorg-
un fyrir neðan fossa og eru
leyfðar þrjár stangir fram til
20. er uppáin opnar og þá veitt
með 12 stöngum á veiðisvæði
Laxárfélagsins. 5 laxar fengust
fyrir hádegi, sá stærsti 12 pund,
en veiðimenn sögðu að selur
væri i ósnum og hann gerir
laxinn alveg óðan. Ætluðu
menn að reyna að vinna selinn í
gær.
Norðurá
Ingibjörg Ingimundardóttir í
veiðihúsinu við Norðurá sagði
okkur að heldur væri að glaðna
yfir veiðimönnum enda áin öll
að koma til. í morgun komu 19
laxar á land og 12 eftir hádegi i
gær á 10 stengur og eru þá
komnir um 90 laxar á land frá
opnun 1. júní. Er vatn nú
minnkandi i ánni og auðveldara
að eiga við veiðarnar.
Miðfjarðará
Ragnheiður Kolbeins i veiði-
húsinu Laxahvammi við Mið-
fjarðará sagði okkur að þar
hefði heldur verið tregt, en áin
vatnsmikil og köld. 16 laxar
voru komnir á land á hádegi í
gær á 6 stangir frá 5. júní. Eru
þetta vænir fiskar.
Laxá á Ásum
Veiðin í Laxá á Ásum, sem
líklega er mestá laxveiðiá
heims, 1900 laxar á 2 stengur á
sl. ári, hefur gengið sæmilega
undanfarið og við fréttum að í
gær hefðu fengizt þar 9 laxar.
Hún opnaði 1. júní og fyrstu 2
dagana fengust 4 laXar.
—ihj.
lesa skáldin upp i vestursal um
leið eða kl. 2.
Fyrir löngu var uppselt á tón-
leika Bennys Goodmans í Laugar-
dalshöll, en menn hafa liklega
hamstrað full mikið, því enn
liggja um 100 ósóttar pantanir.
Ekki verður beðið með þær leng-
ur og verða þær seldar í dag.
Hugleiðir
greiða ekki
tekjuskatt
ÞRÁTT fyrir 512 milljón króna
hagnað, er afskriftir hafa verið
dregnar frá, greiða Flugleiðir h.f.
engan tekjuskatt. Opinber gjöld
svo sem aðstöðugjald og launa-
tengd gjöld, eru færð til gjalda á
rekstursreikningi félagsins, en
þrátt fyrir hagnað 1975, mun fé-
lagið ekki greiða tekjuskatt 1976
vegna heimildar til frádráttar á
töpum fyrri ára. Ójöfnuð töp fyrri
ára í árslok 1975, sem heimilt er
að flytja áfram samkvæmt skatta-
lögum. nema um 1.245 milljónum
króna og hefur hagnaður ársins
1975 þá verið færður til lækkunar
á yfirfærðum töpum. Hagnaður af
reglulegri starfsemi félagsins
nam 205 milljónum króna. Sölu-
hagnaður og tjónabætur námu
307 milljónum króna.
Stórstúka
r
Islands styð-
ur Kristján
Pétursson
FRAMKVÆMDANEFND Stór-
stúku Islands hefur beðið Mbl. að
birta eftirfarandi, sem samþykkt
var á fundi nefndarinnar ný-
verið:
Tillaga:
Framkvæmdanefnd Stórstúku ís-
lands lýsir stuðningi sínum við
Kristján Pétursson deildarstjóra í
baráttu hans gegn smygli á áfengi
og eiturlyfjum.
Álvktun:
Framkvæmdanefnd Stórstúku
íslands (I.O.G.T.) fagnarþeim að-
gerðum menntamálaráðherra að
afnema vínveitingar í Edduhótel-
unum, því með þvi séstigið heilla-
drjúgt spor í átt til minnkaðrar
áfengisneyzlu og einnig megi
þessar aðgerðir ráðherrans vera
öðrum til hvatningar og fyrir-
myndar til þess að stemma stigu
við vinveitingar þar sem þeir eiga
ráð á.
30 milljónir manna
horfa á sjónvarps-
þættina hennar...
Anneliese Rothenberger
sagði okkur að því miður gæti
ekki orðið af þvf að hún sæi sig
um á tslandi i þetta sinn, er
fréttamaður blaðsins hitti hana
snöggvast í hádeginu í gær.
Hún hafði verið á æfingu í IIá-
skólabíói um morguninn og átti
von á að þurfa að fara í reynslu-
töku fvrir hljóðnema og sjón-
varpsvélar, og daginn, sem hún
hefur hljómleika, kvaðst hún
aldrei fara út, bara hvíla sig.
En hún vonaði að þetta vrði
ekki í síðasta skiptið. sem hún
kæmi Til íslands. Til þess hefði
hana alltaf langað frá því hún
sem lítil telpa hevrði sagt frá
landinu, eldfjöllunum og ts-
lendingasögunum, sagði hún.
En hún kvartaði ekki. Þekkir
það af reynslu að maður verður
að gefa sér tima til fyrir upp-
tökuvélarnar. Hún kvaðst hafa
eigin sjónvarpsþætti í Þýzka-
landi. Hefur tvö prógröm á ári,
90 mínútur i hvert sinn, og á þá
horfa um 30 milljónir manna,
fyrst í öllu Þýzkalandi, og svo
áfram í Þýzkumælandi löndum,
Austurríki, Sviss og loks fara
þættirnir um alla Evrópu.
— Ég var einmitt nýlega
komin heim til Sviss frá upp-
töku i Vínarborg, sagði hún. Ég
hefi alltaf um 10 mínútur tekn-
ar úti, í Salzburg, Nizza, Tene-
rife eða eins og nú í Vinarborg.
Viðtal við Anne-
liese Rothenberg-
er sem syngur á
Listahátíð í kvöld
I þessum þáttum syng ég auk
ljóða og óperuaría líka lög úr
söngleikjum og óperettum, því
svo langur þáttur verður að
hafa tilbreytingu. Fólk hefur
líka misjafnan smekk, og þeir
sem vilja léttari tónlist, eiga
líka rétt á að fá eitthvað við sitt
hæfi. Illa við að syngja í sjón-
varpi? Nei, alls ekki. Eg syng
aldrei framan i vélar, heldur
beint til áhorfenda. Eg á létt
með að hafa þá i huga. Raunar
hefi ég alltaf einhverja áhorf-
endur í salnum. Og eitt enn.
Sjónvarpsflutningur, er mjög
hagkvæmur. Maður nær til svo
miklu fleiri áheyrenda í einu.
Það tæki 100 ár að syngja fyrir
30 — 40 milljónir manna, ef
maður gerði það í litlum hljóm-
leikasölum.
Annars kvaðst Anneliese
Rothenberger ekki
syngja lengur óperett-
ur eða söngleiki á
sviði, ekki nema Leður-
Framhald á bls. 18
Söngkonan Anneliese Rothenberger með manni sín
um, Gerd W. Dieteritz, og undirleikaranum, prófess
or Weissenborn.