Morgunblaðið - 11.06.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.06.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976 15 Þann 6. júní voru 8 ár liðin frá því að Robert Kennedy var ráðinn af dögum. Þennan dag safnaðist nánasta fjölskylda hins látna saman við gröf hans í Arlington-grafreitnum í Washington. Á myndinni er ekkja Kennedys ásamt börnum sínum (talið frá vinstri): Douglas, Rory, Ethel Kennedy, Robert, Kathleen, Christopher, Maxwell og Miehael. AP mynd Stofna milljarðasjóð til aðstoðar snauðum Róm, 10. júní — AP. t DAG HÓFST t Kóm alþjóðaráð- stefna á vegum Sameinuðu þjóð- anna, þar sem unnið er að stofnun sjóðs til að efla landbúnað f van- þróuðum rfkjum. Fyrirhugað er að sjóðurinn nemi einum millj- arði dollara, og að olfuútflutn- ingsrfkin innan OPEC leggi fram 400 milljónir dollara, en iðn- væddu rfkin 600 milljónir. Olfu- ríkin hafa þegar heitið sfnu fram- lagi, en iðnaðarrfkin hafa enn sem komið er aðeins heitið 550 milljónum dollara. Búizt er við meiri framlögum fljótlega svo unnt verði að stofna þennan sjóð, sem hlýtur nafnið Alþjóðasjóður fyrir þróun landbúnaðar, eða IFAD. Bandarfkin hafa þegar Morris Plains, New Jersey, 10. júní — AP. KAREN Anne Quinlan var flutt milli sjúkrahúsa f New Jersey í Bandarfkjunum f nótt undir ströngu eftirliti. Var hún flutt f sjúkrabifreið í Morris View- heilsuhælið, og fylgdu tveir lög- reglubflar bifreiðinni, en for- eldrar Karenar óku á undan. Um 25 lögreglumenn voru við heilsu- hælið til að halda fréttamönnum f hæfilegri fjarlægð. heitið þriðjungi heildarframlags iðnrfkjanna, eða 200 milljónum dollara. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna setti ráðstefnuna i Róm í dag, og fór miklum lofsorðum um þá sam- vinnu, sem sjóðsstofnunin væri byggð á. „Þegar vandamálin eru ekki bundin innan neinna landamæra, er lausnina aðeins unnt að finna með sameiginlegu átaki,“ sagði Waldheim. „Þessi sjóður er öflug og á viss- an hátt nýstárleg lausn á alþjóða vandamáli, byggð á alþjóða sam- vinnu.“ Hann bar sérstakt lof á olíuútflutningsrikin, OPEC, fyrir það frumkvæði þeirra að bjóða Karen Anne Quinlan er 22 ára, og hefur verið rænulaus í rúmt ár. Hafa foreldrar hennar barizt fyrir þvi að hún fengi að deyja drottni sínum á eðlilegan hátt, og úrskurðaði hæstiréttur New Jersey 31. marz að heimilt væri að hætta að reyna að halda lífi í henni með öndunarvélum og öðr- um tækjum. Karen Anne hefur orðið fyrir óbætanlegum heilaskemmdum, og veit ekkert hvað fram fer kringum hana. fram aðstoð við sjóðstofnun til að fyrirbyggja að sú spá rætist að árið 1980 muni þriðja heiminn svonefnda skorta 100 milljónir tonna af kornvöru. Waldheim benti á að í flestum þróunarríkjunum lifði mikill meirihluti þjóðanna á land- búnaði, og ef ekki þar yrði um stórlegar umbætur að ræða, yröi efnahagur þessara þjóða jafnan í hættu. Hugmyndin um IFAD fæddist á fyrstu alþjóða matvælaráðstefn- unni árið 1974. Er ætlunin að sjóðurinn standi undir meiri- háttar framkvæmdum til aukn- ingar á matvælaframleiðslu fátæku rikjanna. Forseti nýja sjóðsins var kjör- inn ítalinn Giuseppe Medici, sem var forseti alþjóða matvælaráð- stefnunnar 1974. Auk hans var svo ákveðið að kjósa átta varafor- seta, og verða þeir frá Banda- ríkjunum, Costa Rica, Ghana, íran, Japan, Nfgeríu, Filipseyjum og Venezúela, eða með öðrum orðum frá olíuríkjunum, iðnríkj- unum og fátæku ríkjunum. Bandarikin leggja fram mestu fjárhæðina til sjóðsins, næst koma svo oliurikin íran og Saudi Arabia, hvort með 100 milljónir dollara Vestur-Þýzkaland og Kanada verða með 50 milljónir hvort, en Frakkland og ítalía með 25 milljónir hvort. Karen Anne flutt Bretland: Hert verði á eftirliti með ryksugutogurum Rússa SKÝRT hefur verið frá þvl í brezkum blöðum að togaraskip- stjórar þar í landi, sem hafi nú miklar áhyggjur af framtfð siuni „eftir uppgjöf við Islendinga f þorskastrfðinu" hafi lagt aukið kapp á að skráðir verði allir hinir geysistóru rússnesku togarar sem ausa upp fiskinum á miðunum umhverfis Bretland. Eftirlit úr lofti er einnig haft með togurun- um sem veiða á þessu svæði, en það myndi faila undir brezka lög- sögu, ef 200 mflna reglan öðlast alþjóðlegt gildi á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna f Ncw York. Sovétríkin eiga stærstan úthafs- flota í heimi og hafa sovézk skip óspart stundað veiðar á þeim svæðum, sem munu falla undir lögsögu Efnahagsbandalagsins, svo og á svæðum sem falla undir 200 mílna lögsögu Bandaríkjanna og Kanada. Segir I blöðum að þetta gæti leitt til mjög harðvít- ugra samningaviðræðna um „hefðarrétt" þegar fiskveiðilög- sagan verði stækkuð. Bretar kunni til að mynda að þurfa að gera verulegar tilslakanir gagn- vart Rússum til að fá á móti að stunda áfram þorskveiðar í Hvíta- hafi norður af Sovétríkjunum og Noregi. Rússneskir og pólskir tog- arar sem hafa stundað veiðar út af strönd Cornwall svo og suður af írlandi hafa veitt fimm sinnum meira en brezkir sjómenn og 17 sinnum meira en írskir sjómenn á siðustu mánuðum. Þá segir að það sé mikið vanda- mál að leysa úr því ástandi sem muni nú skapast vegna samn- inganna við lsland. Efnahags- bandalagið hafi ^ert að tillögu sinni að sjómenn fari á eftirlaun 55 ára gamlir og að fyrirtækjum verði greiddar bætur fyrir gömul skip. Brezkir sjómenn sem stunda veiðar á heimamiðum óttast að úthafssjómenn muni nú færa sig nær ströndunum og þetta geti þvi bitnað á heimamiðaveiðunum all harkalega. Þess sé og að gæta að kvóti hafi verið settur á allmargar fiskveiðitégundir. Þrátt fyrir það óttist margir að þessir kvótar séu of rúmir. Á ár- um áður hafi Danir og íslending- ar átt mikinn þátt í því að rýra svo Norðursjávarsíldina að hún sé nú í mikilli hættu og ástand hennar aldrei verið verra en nú. Bretar veiði langmest til manneldis af rikjum Efnahagsbandalagsins, enda þótt Danir veiði meira magn. Bretar beri þá röksemd meðal annars fram að Efnahags- bandalagið eigi að gefa þeim for- gang, sem leggi áherzlu á að veiða til manneldis, fremur en þeim sem vinna fiskinn i skepnufóður. Kanada treystir á samninga um veiðar Ottawa, 10. júni. AP. KANADA mun frekar treysta á alþjóðlega samninga en eftirlit til að tryggja að veiðar verði ekki stundaðar f óleyfi f fyrirhugaðri 200 mflna fiskveiðilögsögu að sögn Allan MacEaehen utanrfk- isráðherra. MacEachen var spurður um þetta á þingi og sagði að um væri samið að erlend fiskiskip fengju leyfi til'veiða við Kanada þegar útfærslan tæki gildi 1. janúar 1977. „Við teljum eftirlit skipta miklu máli en ekki jafnmiklu og samþykki annarra ríkja," sagði MacEachen. „Mér sýnist að svipting veiði- leyfa ætti að geta orðið mjög sterk vörn gegn brotum á kanadiskum reglugerðum og ég tel að með slíku fyrirkomulagi takist bezt að framfylgja kanadískum lögum." Skotinn á götu úti Basauri, Spáni, 10. júni, AP. FORMAÐUR flokks- deildar falangista í Basauri, skammt frá Bilbao á Spáni, var skotinn til bana á götu úti í gær, og segir lögreglan að frelsis- samtök Baska, ETA, hafi staðið fyrir morðinu. Morðingjarnir komust undan, en hafin er vfðtæk leit að þeim f Baskahéruð- unum. Sá myrti hét Luis Carlos Albo Llamosas. Hann var fimmtugur og starfandi lögfræðingur. Er hann annar stjórnmálamaðurinn, sem myrtur er í Baskahéruðunum frá því Juan Carlos konungur tók við völdum að Franco látnum fyrir hálfu ári. Lögreglan segir að þrír menn hafi skotið Llamosas út um glugga bifreiðar. Er þeirra leitað í norðurhéruðunum, og sérstakur vörður er við frönsku landamær- in. ETA-samtökin berjast fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna þriggja, Vizcaya, Guipuzcoa og Alava. Vantraust- ið fellt London, 10. júní — AP. EINS og spáð hafði verið var vantrauststillaga íhaldsmanna á ríkisstjórn Verkamannaflokksins felld í Neðri málstofu brezka þingsins i gærkvöld. Greiddu 290 þingmenn tillögunni atkvæði, en 309 voru á móti. Alls eiga 635 þingmenn sæti i Neðri málstofunni. Það var Margaret Thatcher, for maður íhaldsflokksins, sem bar fram vantrauststillöguna og fylgdi henni úr hlaði Réðst hún harkalega á efnahags- stefnu rikissttórnarinnar, sem hún sagði að væri reikul og rotin, og byggðist á skuldasöfnun Ljóst var fyrirfram að tillagan næði ekki fram að ganga, þvi þingmenn Frjálslynda flokksins 13 að tölu. til- kynntu að þeir ætluðu að sitja hjá Tillagan hlaut atkvæði 14 þingmanna þjóðernissinna i Skotlandi og Wales, en talið er að nokkrir þingmenn Sameininyarflokksins á Norður írlandi hafi greitt atkvæði gegn henni Tónllst Á LISTAHÁ TÍÐ eftir JÓN ÁSGEIRSSON Mik- tónlistarmaður og ætlunin væri að gera sýninguna grænlenzkari en hún nú er. Það má skipta þessari sýningu I tvær andstæður; græn- lenzk þjóðlög, sem eru mjög sér- kennileg, og danskættaða söngva í fjórrödduðum „þýzkum kóral- stíl" og dansa eins og trommu- dansinn andspænis „skandina- vískum" göngu- og pardönsum. í heild er þessi sýning skemmtileg vegna frjálslegrar framkomu Grænlendinganna, en þau atriði, sem gefa sýningunni lit, eru trommudansarnir og grænlenzku þjóðlögin. söngflokkurinn ÞAÐ tekur árþúsundir fyrir þjóðir að skapa sér menningu en ekki nema nokkra mannsaldra að eyða eða spilla henni svo, að það er eins og allri mannlegri reisn hafi verið útbyggt. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan við íslend- ingar nærri þurrkuðum út alla inn- lenda tónlist I ákafa okkar að ger- ast hlutgengir til jafns við erlendar þjóðir. Frá þeim tíma eigum við stórt safn dansk þýzkra söngva, sem enn » dag eru manna á meðal nefndir ísl. alþýðusöngvar. Gleymd þjóðlög okkar hafa á sið- ari árum verið endurlærð fyrir til stilli manna, sem trúa því, að í þeim felist grókraftur sem tón- menningu þjóðarinnar sé nauð- synleg. Á tónleikunum Mik- songf lokksins, sem skipaður er ungum grænlenzkum námsmönn- um í Danmorku voru þessi skil, milli innlendrar og innfluttrar tón- listar mjög greinileg. Kynnir kórs- ins tjáði undirrituðum að I fyrstu hefði flokkurinn að mestu haft á efnisskrá sinni danskættaða söngva sem væru aðallega um hönd hafðir í stærri bæjarsamfé- lögum á Grænlandi. Nú væri tek- inn við stjóminni grænlenzkur Undirritaður vill hvetja alla til að sjá þessa sýningu, sem á erindi til okkar íslendinga, því enn er unnið að því kappsamlega að út- rýma fornum minnum úr þjóðlífi okkar svo rækilega að tónmál og tungutak íslenzkrar æsku er að verða alerlend poppstæling og illa gerð eftiröpun verzlunartónlistar. Þar fara fremst í flokki Ríkisút varpið og Sjónvarpið, sem beinlín is eru að skapa sér þá stöðu í íslenzkri menningarsögu að hafa stutt við allt sem er erlent, en jafnframt forðazt eins og heitan eldinn allt, sem á einhvern hátt gæti talizt smitað af ísl. einkenn- um. Á sama tima og allar þjóðir leggja mikla áherzlu á verndun menningarverðmæta, sjáum við ekki nein vandamál heima fyrir til að fjalla um og sækjum þau til Norðurlanda eða Grænlands. Við sýnum i leikformi vandamál Grænlendinga en á þessari sýn- ingu sjáum við að við erum ekki hótinu betur staddir en þeir, nema hvað þeir eiga undan danskri menningu að sækja, en við erum að ánetjast verzlunarmenningu nútimans og höfum þegar skaðazt mjög illa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.