Morgunblaðið - 11.06.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.06.1976, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976 16 fttwgtiitlrlfifetít Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri1 Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Málefni hindraðra IMorgunblaöinu síðast- liðinn laugardag birtist grein eftir Braga Ásgeirs- son listmálara þar sem hann fjallaði um „ríkjandi vanmat á starfshæfni þeirra er vegna áfalla af völdum sjúkdóma og slysa hafa misst skilningarvit eða skaðast á einn eða ann- an hátt en halda þó fullum gáfum og andlegu atgervi“, eins og höfundur kemst að orði. 1 grein þessari fjallar Bragi Ásgeirsson um aðstöðu hindraðra hér og segir: „Að lokum vil ég víkja að því, að í Stokk- hólmsdvöl minni sumarið 1973, vakti það sérstaka athygli mína hve rík tillit- semi við hindraða kom þar víða fram við aðgang að hvers konar opinberum söfnum jafnframt hagræð- ingu fyrir þá til að njóta safnanna sem bezt — og til jafns við aðra safngesti. Samanburður í þessu efni í heimahögum, þ.e. um tillit- semi og hagræðingu t.d. varðandi aðgang og skoðun Þjóðminja- og Listasafns íslands, virðist mér harla óhagstæður okkur, þar sem hið gagnstæða kemur fram — já því miður stöndum við hér höllum fæti og verðum að viðurkenna rangstöðu okkar, því fávís- legt væri að ætla, að hindraðir hafi minni áhuga á listum en fólk almennt, og um rétt þeirra verður ekki deilt — en hér er víð tækt svið, sem einungis verður gerð tilraun til að opna til aukins skilnings og umhugsunar. Opinn hugur og fordómaleysi er það þroskastig samfélagsins, sem í ríkum mæli getur veitt hindruðum lífsfyll- ingu, sem virkum þjóð- félagsþegnum, til allra dáða og að þeirri þróun* mála ber heilshugar að keppa“. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á þessari grein Braga Ásgeirssonar einmitt nú, þegar yfir stendur í Reykjavík þing bandalags fatlaðra á Norðurlöndum og er það í fyrsta skipti, sem slíkt þing er haldið á íslandi. Þing þetta er haldið í húsakynn- um Hótels Loftleiða og af því tilefni voru gerðar ýmsar breytingar á hús- næöi hótelsins til þess að auðvelda fötluðum afnot af því. Þannig var fimm íbúð- um hótelsins breytt í þessu skyni m.a. með því að breikka dyr og rennibraut- ir voru settar við innganga hótelsins og eru þessar breytingar allar ætlaðar til frambúðar. í viðtölum við nokkra er- lenda þátttakendur á þessu þingi, sem birtust í Morg- unblaðinu í gær, koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar og sjónarmið, sem bæði geta komið okkur íslendingum að gagni og orðið okkur nokkurt um- hugsunarefni. Þannig seg- ir formaður landssam- bands fatlaðra í Danmörku í viðtali við Morgunblaðið, að „vandamálin eru ekki ólík hér og í Danmörku. Við rekumst hvarvetna á of þröngar dyr s.s. á salern- um, en síðan 1970 hafa verið í gildi lög í Dan- mörku, sem kveða á um, að allar dyr skuli að lágmarki vera 75 cm á breidd. Stærsta vandamálið fyrir fatlaða er í flestum tilvik- um að geta fært sig milli staða“. Og ennfremur segir þessi sami maður: „En það er sama hvort við erum að tala um atvinnumál fatl- aðra eða málefni þeirra al- mennt, við mætum alls staðar tröppum, tröppum, sem hindra, að fólk í hjóla- stólum geti komizt leiðar sinnar.“ Einn sænsku fulltrúanna segir í viðtali við Morgun- blaðið, að í Svíþjóð séu að taka gildi lög, sem gera kröfu til þess að húsnæði verði byggt þannig, að fatlaðir geti kömizt um það á eigin spýtur og bæði í Noregi og Svíþjóð mun það almenn skoðun, að rétt sé að fötluð börn gangi í skóla með heilbrigðum börnum, en sæki ekki sérskóla nema um alvarlega fötlun sé að ræða. Allt má þetta verða Bersýnilegt er, að í fiskibæjunum í Bret- landi hafa menn þungar áhyggjur af afleiðingum þeirra samninga, sem Bretar gerðu við okkur ís- lendinga á dögunum. Sam- kvæmt nýjustu fréttum er það mat samtaka brezkra togaraeigenda, að þær veiðitakmarkanir, sem i samningunum felist, muni draga úr afla brezkra togara, sérstaklega þó þorskafla, sem nemur um 100 þúsund tonnum á ári. Þessar fréttir og aðrar, sem berast frá Bretlandi okkur íslendingum til eftirbreytni. Að vísu hefur almenningur á síðustu ár- um smátt og smátt verið að vakna til vitundar um hlut- skipti hindraðra í okkar þjóðfélagi, en samt sem áður er mikið ógert til þess að auðvelda hindruðu fólki fulla þátttöku í okkar sam- félagi. Þar þarf fyrst og fremst til að koma almenn hugarfarsbreyting en í kjölfar hennar mun það þykja sjálfsagt og eðlilegt, að byggingar og margvís- leg opinber þjónusta verði við það miðuð, að hindraðir geti notið hennar ekki síður en aðrir. Það hlýtur að verða eitt helzta félags- lega viðfangsefni okkar á næstu árum að auðvelda þeim þjóðfélagsþegnum sem á einhvern hátt eru hindraðir að lifa eðlilegu lifi. eru staðfesting á því, hve hagkvæmir þeir samningar eru, sem gerðir voru í Osló, fyrir okkur Islendinga. Bretar standa nú frammi fyrir því að verða að gjör- breyta allri skipan út- gerðarmála sinna. Við Is- lendingar hins vegar hljót- um að leggja áherzlu á að ná nú fullkominni stjórn á fiskveiðum innan 200 mílna lögsögunnar með það markmið fyrir augum að tryggja verndun fisk- stofnanna og endurupp- byggingu þorskstofnsins. Aflatap Breta Dunganon ÉG verð að játa það, að mér leist ekki á blikuna, þegar ég frétti, að til stæði að setja saman sýningu á þeim arfi, er hertoginn af St. Kilda lét eftir sig og ánafnaði íslenska ríkinu. Mér fannst eins og verið væri að gera gys að listahátíð og list- snobbi þjóðarinnar. En eftir að hafa séð þessa sýningu í Boga- salnum, verð ég einnig að játa, að mér þótti hún bæði skemmti- leg og forvitnileg, já, jafnvel merkileg á köflum. í mynda- seríunni ORACLES bregður fyrir ómetanlegum sprettum, en það er þó augljóst, að hér er á ferð óvenjulegt skáld og kleif- hugi. 1 rauninni er þessi sýning að hluta til engu ómerkilegri en sýning þess heimsfræga á loft- inu fyrir ofan. Myndlist er að- eitts einn þáttur sýningarinnar. Þar úir og grúir af alls konar forkostulegum skjölum og skáldskap; hljómlist og upplest- ur meistarans heyrist þar af böndum. Ljósmyndir og blaða- úrklippur úr lífi hins viðreista sérvitrings og leiðbeinanda i ýmsum vanda auðtrúa fólks um víða veröld er þarna einnig að finna. Það er alger ósvinna að fara að tína hér til allt það, sem þarna er til sýnis, og ég tek því til þeirra ráða að ráðleggja lesendum mínum að heimsækja sýningu þessa, ef þeir vilja skemmta sér svolitla stund á annan veg en venjulega. Eitt ættu þeir þó að gera áður, en það er að lesa tvær af dýrð- legustu smásögum Halldórs Laxness: Völuspá á hebresku og Corda Atiantica. Þar er ef til vill að finna ýmislegt um hertogann af St. Kilda. Aðra heimild um ævi meistarans kann ég ekki að nefna, en þeim mönnum, er kynni höfðu af Karli Einarssyni, ber saman um, að hann hafi verið einstæð- ur sérvitringur, afburða skemmtilegur. Björn Th. Björnsson var nýlega spurður í útvarpsviðtali? Hver var eigin- lega Dunganon? Björn svaraði: „Ja, ef einhver gæti nú svarað því.“ En Björn Th. var í mikl- um vinskap við hertogann og hafði manna mestar mætur á Son Altesse Le Duc de St. Kilda, Dunganon. Það er ógerningur að gera litríkri ævi þessa furðumanns af Austurlandi nokkur skil hér, en gerð hefur verið sýningar- skrá í vegabréfslíki, sem gefur nokkrar upplýsingar um meist- arann. Það er skemmtilegur pési, og ég skora á fólk að lesa þær merku bókmenntir. Poet, hertogi og doktor voru titlar, sem gamla manninum voru nærtækir, eftjir þvi sem á stóð. Hann var hressBegur og glað- lyndur, uppátækjasamur og elskulegur í það eina skipti, sem fundum okkar bar saman, en það var, er hann hélt sýningu á nokkrum mynda sinna hjá Guðmundi Árnasyni við Bergstaðastræti hérna á árunum. Ég man það eitt af okkar samræðu, að hann leit alvörugefinn á mig og sagði: ,,Þú ert alvarlegur í framan, eins og allir listamenn á þessu landi. Það virðist vera bannað með lögum að brosa hér. En það er nú svona með lögin. Líttu bara á hann Guðmund. Það er nú maður, sem kann að vera brosleitur." Þetta voru einustu kynni mín af Karli Einarssyni. Ekki bauð hann mér Nóbels- verðlaun eða sálarmaka, hvað þá prestakall upp á 10 prósent, en ekki gleymi ég samt furðu- fuglinum Dr. Anakananda. Sú sýning, er þeir Björn Th. Björnsson og Steindór Sigurðs- son hafa sett saman úr því mikla efni, sem Karl ánafnaði íslenska ríkinu eftir sinn dag, er í stuttu máli sagt furðuleg, og hún kemur skemmtilega á óvart. Ég efast ekki um, að margur, sem skoðar og kynnir sér feril og ævi hertogans, mun undrast og spyrja: Hvernig stendur á því, að fólk kann ekki að meta skemmtilega sérvitr- inga úr hópi samferðamanna sinna á lífsleiðinni? Eða eru þeir allir að hverfa? Hvers vegna eru engir furðuspeking- ar á torgum og strætum, sem boða okkur óveraldlega lífs- speki í blóra við raunvísindi velferðarþjóðfélagsins, sem virðast vera orðin svo þrúgandi hjá sumum þjóðum, að klám og ofbeldi virðist orðið meðal dægrastyttingar aímennings. Má ég heldur biðja um einn hertoga, doktor og prófessor, engum háskóla tengdur, sem var stoð og stytta þeirra, er voru það óspilltir, að þeir trúðu honum til að fást við veraldar- vanda sinn. Bros við heimsins hrekkjum, meðlæti og mótlæti er sú viska, sem blífur. Eftir þeirri reglu lifði Dunganon greifi, hertogi m.m. Hvers vegna getum við ekki lengur gengið á vit skrímslafræðinga .1 USTAHÁTÍÐ eftir VALTÝ PÉTURSSON og alheimsdoktora, sem leið- beina um allt, er varðar mann- lega náttúru og skýra tilgang og nærveru manneskjunnar í þessum heimi. Karl Einarsson gerði sér t.d. lj'tið fyrir og gabbaði sjálfan Adolf heitinn Hitler, þegar hann á stríðsárun- um seinustu las fréttir á færeysku inn á plötur í Berlín, fór síðan til Hafnar og hlustaði á sínar eigin fréttir þar. Þannig ættu fréttir að vera. Ekki ætti að þurfa að bíða eftir þeim, heldur gæti hugmyndaríkur spekingur búið þær til fyrir fjölmiðla fyrirfram hvern mánuð. Hertoginn lék sér að þessu, og það á stríðstíma, sem réð örlögum milljóna manna. Þetta er aðeins eitt dæmið um framtakssemi og hugmynda- flug þessa sérstæða persónu- leika. Hver veit nema Karl Einars- son Dunganon eigi eftir að verða heimsfrægur í grafreit sínum, eins og Dr. Anakananda í Bruxelles forðum, þegar sú var tíðin, að sérstök áhersla var lögð á að leiðbeina svíum um ástamál og auðlegð. Þá var heimurinn fullur af húman- isma, sem var ódýr og aðgengi- legur fyrir alla. Launin voru þau ein að halda líftórunni í Dr. Professor Enarsson. Nefndur professor og hertogi er nú all- ur, og íslenska ríkið hefur eign- ast alla hans spekt, sem nú er að hluta til sýnis í Bogasalnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.