Morgunblaðið - 11.06.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 11.06.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976 17 FLUGLEWIR EIGA 7 FYRIRTÆKI OG HLUTDEILD í 6 FLUGLEIÐIR h.f. reka umfangs- mikla starfsemi. svo sem alkunna er. Félagið á nú alla hluti f þrem- ur fyrirtækjum, sem nefnd eru dótturfyrirtæki félagsins f árs- skýrslu þess. Auk þess á félagið fjögur önnur dótturfyrirtæki, sem mynduð hafa verið um sölu- skrifstofur félagsins erlendis, vegna lagafyrirmæla f við- komandi fandi. t sex fyrirtækjum eiga Flugleiðir hlutdeild og eru þau fyrirtækl f skýrslunni nefnd hlutdeildarfvrirtæki. Dótturfyrirtæki Flugleiða h.f. eru: International Air Bahama Ltd., sem heldur uppi flugi á milli Luxemburgar og Nassau á Bahamaeyjum. Er fyrirtækið skráð í Nassau og velti á árinu 1975 2,5 milljörðum fslenzkra króna og hafði veltan aukizt um 20,8% frá fyrra ári; Hekla Holdings Ltd., er í eigu Loftleiða og skráð á Bahamaeyjum. I eigu þess eru hlutabréf IAB Ltd. og leigði fyrirtækið DC-8 þotu IAB, en eftir að Flugleiðir keyptu hana 1. júlí 1975 er enginn rekstur á vegum fyrirtækisins: Hótel Esja er að fullu eign Flugleiða. Velta Hótel Esju var á árinu 1975 195,2 milljónir króna, en árið áður 110,9 milljónir. önnur dóttur- fyrirtæki Flugleiða eru: Icelandic Airlines Inc., New York, Icelandic De Colombia Ltd., Bogota, Loftleiðir Icelandic Airlines, S.A., Luxemburg og Loftleiðir Icelandic Airlines, S.A.R.L., Paris. Hlutdeildarfyrirtæki Flugleiða h.f. eru: Cargolux Airlines International S.A., sem er að þriðja hluta eign Loftleiða h.f. Sænskir aðilar eiga síðan þriðjung og ýmsir aðilar i Luxem- burg þriðjung. Ársvelta fyrir- tækisins 1975 nam 6,8 milljörðum islenzkra króna og hjá því unnu 350 manns, þar af um 100 tslendingar. Flugfélag íslands á 49,5% í Ferðaskrifstofunni Urval. Hefur starfsemi fyrirtækisins far- ið ört vaxandi, en starfsmenn þar eru 11. í fyrirtækinu Kynnis- ferðir ferðaskrifstofanna s.f. eiga Flugleiðir 45%, en fyrirtækið sér um kynnisferðir innanlands. Veltan 1975 nam 54 milljónum króna og hafði aukizt frá fyrra ári um 160%. Starfsmenn voru í árs- lok 3. í Flugfélagi Norðurlands eiga Flugleiðir 35% af hlutafénu, sem er 5,7 milljónir. Veltan 9 mánuði 1975 nam 22 milljónum króna og i árslok voru starfsmenn 7. í vor eignaðist félagið Twin Otter-200. i Hótel Húsavík eiga Flugleiðir 16,7% hlutafjár, sem er 36 milljónir króna. Veruleg veltuaukning varð á árinu hjá þessu fyrirtæki, starfsmenn eru 33. Loftleiðir eiga 20% hlutafjár f Hótel Aerogolf S.A. í Luxemburg. Velta hótelsins 1975 var um 252 milljónir króna. Starfsmenn eru 85. Fyrsti aðalfundur Flugleiða í gœr: Hagnaður 512 milljónir eftir 295 milljón króna afskriftir HAGNAÐUR af rekstri Flugleiða h.f. á árinu 1975 nam 512 milljón- um króna, er afskriftir félagsins hafa verið dregnar frá en þær námu 295 milljónum. Sölu- hagnaður og tjónabætur, sem félagið fékk á árinu, m.a. vegna brunans á Reykjavíkurflugvelli, námu 307 milljónum króna og þvf er hagnaður af reglulegri starf- semi félagsins, er afskriftir hafa verið dregnar frá, 205 milljónir króna. Hér hafa mjög skipazt veður f lofti frá árinu áður, en þá varð tap af rekstri félagsins 425 milljónir króna, en þá námu afskriftir 278 milljónum króna. Samþykkt var að greiða 2.95% arð af hlutaf járeign. Aðalfundur Flugleiða h.f. var haldinn í gær í Kristalsal Hótel Loftleiða. Þetta var fyrsti aðal- fundur félagsins érá stofnun, en samkvæmt samkomulagsgrund- velli, sem samþykktur var af aðal- Versnandi nýting hótela og bílaleiga I SAMBANDI við aðalfund Flug- leiða h.f. kom fram, að herbergja- nýting á tveimur hótelum félags- ins, Hótel Loftleiðum og Hótel Esju, varð 59,9% á hinu fyrr- nefnda, en 63,0% á hinu sfðara. Hafði hebergjanýting batnað frá árinu áður, sérstaklega þó á Hótel Esju, en sé hún borin saman við árið þar á undan hefur hún versn- að talsvert. Á Hótel Esju eru samtals 351 herbergi með 698 rúmum . Þar af eru 217 herbergi á Hótel Loftleið- u, en 134 herbergi á Hótel Esju. Auk þess eru salir f báðum hótel- um, sem samanlagt rúma 2.300 manns f sæti. Bílaleiga Loftleiða rak samtals 74 bifreiða sumarið 1975. Nýting bflaleigunnar, þ.e. hlutfall milli seldra daga og framboðinna var 67,1% árið 1975, 72,4% árið 1974 og 76,8% árið 1973. Samdráttar í komu erlendra ferðamanna gætir f starfsemi þessara þjónustu- greina segir f ársskýrslu Flug- leiða h.f. fundum Flugfélags Islands h.f. og Loftleiða h.f. hinn 28. júní 1973, var stjórnum félagana veitt um- boð til að ganga frá stofnun hluta- félags er skyldi sameina undir eina yfirstjórn allar eignir félag- anna og rekstur þeirra. Þá var einnig samþykkt á þessum fund- um að stjórnir félaganna beggja skyldu skipa sameiginlega stjórn í nýja félaginu.Flugleiðum h.f., til aðalfundar þess árið 1976. Á aðai- fundinum í gær var því i raun fjallað um rekstur Flugleiða h.f. fyrstu þrjú starfsár þess, svo og dótturfyrirtækja. Fundarstjóri á aðalfundinum í gær var Björgvin Sigurðsson og fundarritari var Geir Zoega. Á fundinum fluttu skýrslur stjórnar þeir Örn O. Johnson, aðalfor- stjóri, Kristján Guðlaugsson, for- maður stjórnar Flugleiða h.f., Al- freð Elíasson, forstjóri, og Sigurð- ur Helgason, forstjóri. Heildartekjur Flugleiða h.f. á árinu 1975 urðu 12.109 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækisins árið 1975 varð 205 milljónir króna, og hefur þá verið tekið tillit til afskrifta og fjármagnskostnaðar. Sölu- hagnaður og tjónabætur námu á árinu 307 milljónum króna, og eru af lið, sem ekki tilheyrir reglulegri starfsemi. Nemur því afgangur til ráðstöfunar sam- kvæmt rekstursreikningi samtals 512 milljónum króna. Heildareignir Flugleiða h.f. í árslok voru 8.339 milljónir króna, en skuldir námu 6.860 milljónum króna. Framangreindar niður- stöður ná til reksturs Flugleiða h.f. annars en dótturfyrírtækj- anna, International Air Bahama Ltd., Hekla Holdings Ltd. og Hötel Esju h.f., sem eru gerð upp sérstaklega. Árið 1975 voru að meðtöldum leiguflugsfarþegum fluttir 682.204 farþegar með flug- vélum félagsins. Starfsmanna- fjöldi i árslok var 1.550, þar af 466 erlendis. Yfir háannatímann á sumrin er starfsmannafjöldinn öllu meiri. Svo sem áður hefur komið fram fór fram mat á eignum flugfélag- anna Flugfélags Islands og Loft- leiða. Matsnefnd komst að raun um að hlutur Flugfélagsins væri 45,99445%, en Loftleiða 54.00555%. Hafa nú hlutabréf i félögunum tveimur verið innköll- uð og i stað þeirra gefin út hluta- bréf í Flugleiðum h.f. Við sameiningu félaganna hefur hleðslunýting batnað. Árið 1973 Flugleiðir ætla að auka flugflotann 1 SKVRSLU stjórnar Flugleiða h.f. á aðalfundi félagsins í gær, kom fram að á næstunni væri tfmabært að hefja undirbúning að aukningu flugflota felagsins og að ekki vrdi komizt hjá aukn- ingu fyrir sumarið 1977. Flugflotinn er nú fullnýttur og aukningar á flutningum von, ef hagvöxtur heldur áfram í ná- grannalöndunum, svo sem verið hefur. I þessu sambandi Var rætt um, hvort og hvenær aukning á hlutafé'félagsins væri timabær. 1 fréttatilkynningu frá Flugleiðutn um aðalfundinn er þess ekki get- ið, hvaða flugvélar yrðu fyrir val- inu, ef fjölgað yrði í flugflota félagsins. var hún 66%, árið 1974 72% og árið 1975 71,9%. Á sama tima hefur heildarfragtflutningur dregizt saman um 29,1% reiknað í tonn/km. Póstflutningar hafa haldið áfram að aukast, en hægar en áður. Farþegaflutningur flug- félaganna þriggja, Flugfélags íslands, Loftleiða og International Air Bahama voru 685.475 árið 1974, en þessi tala lækkaði um 5% i 651.151 árið 1975. Flugstarfsemi Flugleiða skipt- ist í 5 aðalþætti. Farþegaflutning- ar samkvæmt þeirri skiptingu ár- ið 1975 voru sem hér'segir: Norð- ur-Atlantshafsflug 243.362 far- þegar, innanlandsflug 205.176 farþegar, Evrópuflug 130.677 far- þegar, Bahamaflug 71.936 farþeg- ar og ieiguflug 31.053 farþegar. Á Norður-Atlantshafsflugleiðinni var sætanýting 75,9%, á Evrópu- flugleiðum 62,4% og í innan- landsflugi 63,7%. Á leiðum Inter- national Air Bahama var sætanýt- ing 73,1 %. Hluthafar í Flugleiðum h.f. eru 1.900. í stjórn og varastjórn Flugleiða voru fram að aðalfundi: í aðal- stjórn Alfreð Elíasson, Bergur G. Gíslason, Birgir Kjaran, Dagfinn- ur Stefánsson, Einar Árnason, E. Kristinn Ólsen, Jakob Frimanns- son, Kristján Guðlaugsson, Öttarr Möller, Sigurður Helgason, Svan- björn Frímannsson og Örn O. Johnson. I varastjórn voru Axel Einarsson, Einar Helgason, Jóhannes Einarsson, Jóhannes Markússon, Ölafur Ó. Johnson og Thor R. Thors. Á aðalfundinum átti að kjósa 7 menn í aðalstjórn, en eins og af ofanskráðu er ljóst voru 12 i Framhald á bls. 18 Ljðsmynd ÓI.K.M. Steindór Steindórsson frá Hlöðum og dóttursonur Grondajs, Benedikt Þ Gröndal, ásamt konu hans. Halldóru Gröndal, með eintak af bókinni dýru. pýrflst® ÁjslflQ^ bók „Náttúrufræðingurinn Gröndal gleymist ekki” „ÞETTA er stærsti dagur I tiu ára sögu fyrirtækisins," sagði Öriygur Hálfdánarson bókaútgefandi, er hann kynnti fyrir blaðamönnum útkomu bókarinnar Dýraríki ís- lands eftir Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðing. Gröndal hóf verk sitt á árunum 1874—75 og hélt þvi ótrauður áfram i 30 ár og er bókin nú gefin út eins og hann gekk frá henni með teikningum, formála og registri. Myndasíður eru alls 100 en myndafjoldinn á öðru þúsundi, allt litmyndir af spendýrum, fuglum, fiskum og miklum fjölda hryggleysingja. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ritar eftirmála við bókina, þar sem hann fjallar um Gröndal sem náttúrufræðing og framlag hans til íslenzkra náttúruvísinda. Bókin er gefin út í 1500 tölusettum eintökum og verður aðeins seld hjá forlaginu „Erni og Örlygi" en um þriðjungur hennar mun nú þegar vera seldur. Utgáfa bókarmnar er afar kostnaðarsöm enda mun hún vera dýrasta bók, í krónutölu, sem komtð hefur út hér á landt, en Örlygur bætti því við, að ef miðað væri víð kýrverð. væri Guðbrandsbiblía lik- lega dýrari Þá tæki rikið sinn skerf, um 10 þús krónur á eintak i sölu- skatt, eða alls 15 millj króna í útsölu mun bókin kosta um 60 þús krónur Eftirmáli Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum um Benedikt Gröndal sem náttúrufræðmg er fyrsta úttekt á Gröndal sem slik. en Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.