Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976
Vortónleikar
Samkórs
Vestmannaeyja
SAMKÓR Vcstmannaeyja
hefur á sfðustu vikum haldið 8
tónleika I Eyjum við mikla að-
sókn og mjög góðar móttökur.
Margir Eyjabúar hafa farið
oftar en einu sinni á tónleikana
og oftar en tvisvar. Um 40
söngvarar cru f kórnum, en
stjórnandi er Sigurður Rúnar
Jónsson. A efnisskrá kórsins á
þessum vortónleikum er mjög
fjölskrúðugt lagaval á bilinu
milli flutnings gamanvfsna og
atriðis úr óperunni Amahl og
næturgestirnir.
Hljómsveit félaga úr Lúðra-
sveit Vestmannaeyja og dans-
hljómsveitinni Logum léku
með Samkórnum í siðari hluta
efnisskrárinnar, en undirleik-
ari á píanó í hluta efnisskrár-
innar var Guðmundur Guðjóns-
son.
Samkór Vestmannaeyja
hefur á að skipa mjög söng-
glöðu fólki sem hlotið hefur
góða þjálfun í söng, enda lætur
því vel að taka að sér erfiðar
útsetningar og veigameiri söng-
atriði.
Á efnisskrá vortónleikanna
eru Eyjalög eftir Oddgeir og
Ása og Brynjúlf Sigfússon,
sprang
Eftír
Arna Johnsett
negrasöngvar, bátssöngurinn
úr Ævintýri Hoffmanns, lag
eftir Burt Bacharach við texta
Sigurgeirs Jónssonar i Vest-
mannaeyjum, Neikvæða, tvær
setningar fyrir kór eftir Sigurð
Rúnar og m.a. má nefna
flutning fangakórsins úr óper-
unni Nabucco eftir Verdi og
kvartett og kór úr óperunni
Amahal og næturgestirnir eftir
Menotti.
Fyrri hluti söngskrárinnar
var tónlist af rólegra tagi en
síðari hlutinn og sýndi kórinn
vel þar hve hann getur færst
mikið í fang og skilað vönduð-
um söng. Sérstaklega var
áhugavert að heyra flutninginn
úr Amahal og næturgestirnir
og útsetning Magnúsar Ingi-
marssonar á Heima, lagi Odd-
geirs Kristjánssonar var mjög i
anda lagsins, en ég minnist þess
þegar Oddgeir ræddi um tónlist
Hljómsveit skipuð félögum úr Lúðrasveit Vestmannaeyja og hljómsveitinn Logar aðstoðuðu Samkór-
inn á tónleikunum og gerðu góða hluti. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
sína að hann taldi það sitt bezta
!ag. Eyjalögin sem þarna voru
flutt féllu vel inn í söngskrána
og sönnuðu aðeins enn einu
sinni að þar er um sigild verk
að ræða. Reyndar er vart hægt
að hugsa sér vestmanneyskan
kór halda söngskemmtun án
þess að flytja eitthvað af þeim
fjölmörgu lögum Eyjamanna,
sem til staðar eru.
Á tónleikunum sungu ein-
söng: Þorvaldur Halldórsson,
Valgerður Kristjánsdóttir,
dúett sungu Birna Ólafsdóttir
°g
Á tónleikunum sungu
einsöng: Þorvaldur Halldórs-
son, Valgerður Kristjánsdóttir,
duett sungu Birna Ólafsdóttir
og Kristin Georgsdóttir og í
Amahl sungu Þórhildur
Óskarsdóttir, Þorvaldur
Halldórsson, Geir Jón Þórisson
og Reynir Guðsteinsson auk
kórsins. Skiluðu allir hlutverk-
um sínum af stakri prýði og
sama er að segja um tónleikana
i heild undir stjórn Sigurðar
Runars. Það var góð stemmning
í salnum, kórinn hljóðfæra-
leikarar og áheyrendur
hljómuðu saman og menn fóru
heim að loknum tónleikum með
hugann við næsta viðfangsefni
Samkórsins.
Sr. Bernharð Guðmundsson — Addis Abeba
Safari
Það er stundum sagt að
frændur séu frændum verstir.
en það á ekki við um frænda
minn Jóhannes Jensson, sem ég
hef nýverið uppgötvað að hýr
hér svo til á ruesta bæ, í ná-
grannalandinu Kenya.
Hér i álfu er ekki til þess
tekið, þótt menn ferðist nokkur
hundruð kólómetra til að hitta
menn að máli. Við höfðum not-
ið gistivináttu Jóhannesar og
konu hans Jóhönnu Heiðdal og
við ákváðum að fara saman i
safarí og líta á villidýrin.
Medal villidýra
I Kenya er mergð af þjóð-
görðum, þar sem dýr eru friðuð
og lifa í stórum hjörðum. í
grennd við heimili þeirra hjóna
er Masaigarðurinn, sem er hvað
stærstur og býr yfir ríkustu
dýralífi þessara garða. Þar er
líka aðsetur meginhluta hinna
frægu hirðingja Masaimanna.
Við komum í náttstaðinn f.vr-
ir myrkur. Það var í grennd við
vatnsból og þangað hópast dýr-
in við sólarupprás og er þá út-
sýnið bezt. Við tjölduðum og
kynntum bál mikið. Slíkt ku
halda dýrunum frá, meðan
ferðalangar sofa. Ymsir buðust
til að sofa i bílunum. Kannski
varð þeim hugsað til nash.vrn-
ingsins sem við ókum fram hjá
skömmu áður.
Það var enginn hörgull á
krassandi sögum þarna við bál-
ið. Sagt var frá filum sem tróðu
niður tjöld, frá slöngum sem
svávu til fóta hjá ferðamönn-
um, frá nashyrningnum sem
rak hornið undir jeppa og í
gegnum sæti svo að konan sem
sat þar rófubeinsbrotnaði. Hún
var hinsvegar svo þakklát f.vrir
að bensíntankurinn siapp.
Menn sváfu misvel um nótt-
ina. Hitabeltisnóttin hefur
margskonar hljóð, sem kynda
undir ímyndunaraflið.
Bara gíraffar.
I birtingu var farið á fætur,
þá var Jóhannes kominn á stjá.
Hann hafði farið ofan til að
stugga burtu vísundahjörð, sem
stefndi beint á tjöldin. Þeir
breyttu um stefnu. Sagan segir
ekki hvað olli því.
Við ókum af stað. Undrunar
og hrifningar óp kváðu við í
sífellu. Zebrahestar hér, strút-
ar þar. Fílahjörð upp við fjallið,
antilópur og gazellur á spretti
og gtraffar. Þeir hyljast vel í
landslaginu. En komi maður
auga á einn, koma fleiri í Ijós
allt um kring, og ferðalangur er
steinhissa á að þeir skuli hafa
hulizt sjónum.
Gíraffar hafa einkennilega
þokkafullar hreyfingar. Þeir
eru svo háir að það tekur
nokkra stund fyrir hverja
hreyfingu fótanna að ná upp til
höfuðsins. Rétt eins og hre.vf-
ingun flæði upp líkamann.
Samtímis eru þeir kyndugir út-
lits. Smátt og smátt dvína hrifn-
ingarópin. dýrin eru allt um
kring og verða venjuleg. Ein
spurning er endurtekin. Ætlum
við ekki að sjá nein ljón?
Haukfrán augu okkar skima
eftir sérhverri hreyfingu, sérí-
lagi þar sem grasið er hávaxið.
Ljónin i Tarzan-bókunum
leyndust ævinlega í slíku um-
hverfi. Þarna er eitt — er hróp-
að sigri hrósandi, en augnabliki
síðar bætír sami maður við af-
sakandi — það var víst bara
gíraffi.
Eftir nokkurra klukkustunda
akstur veitir ferðalangurinn
þessum frægu dýrum og sjald-
séðu ekki meiri athygli en
hrossum og fé við þjóðvegina
heima jafnvel minni, því að
heima þykist maður dómbær á
byggingu og útlit gripanna og
lítur því til þeirra með nokk-
urri athygli. En hver hefur vit á
útliti fila?
Neftóbakskarl
En það er alltaf jafngaman að
virða fyrir sér Masaifólkið,
þetta fallega stolta hjarðfólk,
sem leyfir ekki að það sé Ijós-
mvndað. Það ber marglita
perluskildi um háls og arma.
Eyrun eru stórgötuð og bera
mikið skraut. Við stönsuðum
eitt sinn til þess að hjálpa fólki
sem átti i basli með bíl sinn.
Þar sat ungur, mikið skreyttur
Masaipiltur og horfði á þegar
við sveittumst kringum bilaðan
bílinn. Þegar vandkvæðin voru
hvað mest, brosti hann til okkar
með umburðarlyndi, fékk sér í
nefið og hallaði sér makinda-
lega upp að trjástofninum.
Ólíkt hvíta manninum, var
hann herra yfir aðstæðum sín-
um.
Að finna
hamingju
Masaimenn eiga miklar kúa-
hjarðir. Þeir þurfa ekki að
kvíða komandi degi, því að þeir
reka matarforðabúrið á undan
sér. Þeir tappa blóði af kúnum
og blanda saman við mjólkina
og drekka síðan og verður aug-
sýnilega vel af.
Töluvert hefur verið gert að
því að reyna að mennta Masai-
menn, en gengið treglega. Þeir
eru ófúsir að yfirgefa hópinn
sinn. Undantekningar eru til.
Ungur Masai las lög í Nairobi
og fór síðan til framhaldsnáms í
Lundúnum og lauk þar meist-
aragráðu í lögum.
Blaðamaður hafði viðtal við
hann nýverið og spurði hann
hvort hann langaði ekki stund-
um að hverfa til ..menningar-
innar"? — Það er auðvitað
margt, sem ég sakna — var
svarið — en mér varð það ljóst i
London og ég veit það ennþá
betur núna að hamingjuna
finnur Masai aðeins meðal sins
fólks.
Ráðstefna Æskulýðs-
ráða Norðurlanda
DAGANA II,—13. júní var
haldin að Hótel Sögu ráðstefna
æskulýðsráða Norðurlanda. Ráð-
stefnuna sóttu fulltrúar Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar, 4 frá hverju landi.
Æskulýðsráð ríkisins annaðist
undirbúning ráðstefnunnar að
þessu sinni, en fyrirhugað er að
slíkar ráðstefnur verði haldnar
árlega, sú fyrsta var haldin f Oslo
á s.l. ári, en á næsta ári verður
hún f Stokkhólmi. Fundarstjórar
ráðstefnunnar að Hótel Sögu voru
Reynir G. Karlsson æskulýðsfull-
trúi og Unnar Stefánsson fulltrúi
Sambands tsl. sveitarfélaga I
æskulýðsráði.
Helztu umræðuefni á ráðstefn-
unni voru norræn samvinna á
sviði æskulýðsmála, menntun
leiðbeinenda og félagsforystu-
manna í æskulýðsstarfi og sam-
nýting skólahúsnæðis og annarra
opinberra bygginga til fræðslu og
tómstundastarfa. Framsögumenn
af hálfu íslenzku þátttakendanna
voru Reynir G. Karlsson og Unnar
Stefánsson, en sérstök erindi um
þessi mál fluttu Helge Kolstad frá
Noregi, Stig Malmqvist frá
Svíþjóð og Jens Clausager og Carl
Nissen báðir frá Danmörku. Á
ráðstefnunni kom greinilega fram
að æskulýðsmál á Norðurlöndum
standa nú að ýmsu leyti á merk-
um tímamótum. Tilhögun af-
skipta ríkisins og annarra opin-
berra aðila af æskulýðsmálum er
nú víðast í gagngerri endurskoð-
un, og er hlutdeild opinberra
aðila í stuðningi við æskulýðs-
starfið mjög vaxandi. Mikil
áherzla hefur verið lögð á mennt-
un æskulýðsleiðtoga og leiðbein-
enda og tilraunir fara nú fram
m.a. í Svíþjóð, með mun nánara
samstarf með skólum og æsku-
lýðsfélögum en áður hefur
þekkzt. Áherzla hefur einnig ver-
ið lögð á norrænt samstarf og
aukin tengsl ungmenna með veru-
legum stuðningi við ferðir þeirra
á milli landanna.
Að lokinni ráðstefnunni að
Hótel Sögu höfðu hinir norrænu
gestir tækifæri til þess að skoða
sig nokkuð um, og flugu þeir m.a.
til Vestmannaeyja, skoðuðu
eyjarnar og þáðu kaffiboð bæjar-
stjórnar. Þá fóru þeir einnig í
hringferð um Þingvelli, Geysi og
Gullfoss og þáðu í Þrastalundi
veitingar í boði U.M.F.Í
1 1
I •y >
Þátttakendur í æskulýðsmálaráðstefnunni staddir I Eden I Hveragerði
Ljósm. Georg Michelsen.