Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1976 27 Trilluvél fót- braut mann Akureyri 22. júnf. ALDRAÐUR maður hlaut opið fótbrot um borð í trillu á Eyja- firði í dag. Maðurinn heitir Guð- mundur Hjálmarsson í Ási í Gler- árhverfi og verður hann áttræður á þessu ári. Hann var á rauðmaga- netum við annan mann norður af Skjaldarvík kl. rúmlega 2 í dag þegar buxnaskálm hans festist með einhverjum hætti í flansi sem tengir vél og öxul. Skrúfbolti á flansinum greip skálmina og ekki var að sökum að spyrja, slys- ið varð á sekúndubroti og Guð- mundur hlaut slæmt opið fótbrot rétt fyrir ofan ökla. Félagi hans, Sigurður Kristjánsson á Hrauni, tók þegar stefnu til lands og lenti við Sandgerðisbót stundarfjórð- ungi síðar. Þá voru hafðar hraðar hendur við að koma Guðmundi i sjúkrahús. —Sv.P. Kópavogsbrúin: Opnun á niilli aðalbrauta Vegagerðin vinnur nú að þvf að opna akgrein á milli aðalbraut- anna norðan f Kópavogsbrúnni svokölluðu, en þessi opnun á milli aðalbrautanna er gerð til þess að unnt sé að beina umferð af annarri brautinni I einu þegar unnið er við malbikun eða annað viðhald á götunum. Reiknað er með að frágangi á akbrautunum á Kópavogsbrúnni Ijúki algjörlega I sumar. Nýr dómari í Hearstmálinu San Francisco 22. júnf—Reuter. SKIPAÐUR hefur verið nýr dóm- ari f bankaránsmáli Patriciu Hearst eftir að Oliver Carter, dómari, lézt f sfðustu viku úr hjartaslagi. Hinn nýi dómari heit- ir William Orrick. Hann getur krafizt nýrra réttarhalda, en búizt er við að hann muni taka til við málið, þar sem frá var horfið. Carter hafði kveðið upp dóm til bráðabirgða, sem kveður á um 35 ára fangelsisvist en fyrirskipað geð- og læknisrannsókn, sem höfð yrði hliðsjón af við endanlega dómsuppkvaðningu. Ekki er talið að dómurinn verði kveðinn upp fyrr en um miðjan næsta mánuð, og jafnvel mun sfðar. r Islandsmet í grindahlaupi Ingunn Einarsdóttir í ÍR setti i gærkvöldi Islandsmet í 100 m grindahlaupi kvenna á frjáls- íþróttamóti á Laugardalsvellin- um. Hljóp hún á 14,3 sek. — Nessie Framhald af bls. 1 ir myndatöku I gruggugu vatni en hin fylgist gaumgæfilega með geislum sólarinnar í vatn- inu og smellir sjálfkrafa af um leið og eitthvað ber í milli sól- arljóssins og linsunnar. — Trúnaðarmál Framhald af bls. 1 skjala stjórnarinnar og fundar- gerða. Callaghan hefur fyrir- skipað rahnsókn vegna upplýs- ingaleka, sem uppvíst varð um í síðustu viku, en þar var um að ræða efni áætlunar um skatta- ivilnanir vegna barna, sem ríkis- stjórn Verkamannaflokksins hafnaði. Þá sagði forsætisráðherrann, að árin 1971, 1972 og 1973 hefðu upplýsingar um öryggismál ríkis- ins lekið út, og hefði þetta átt sér stað bæði í tið stjórnar Verka- mannaflokksins og thaldsflokks- ins. — Giscard Framhald af bls. 1 Hundurinn er þrautþjaltaður til veiða og er af frægri ætt Labra- dorhunda sem ræktuð hefur verið í Sandringham, sveitasetri drottn- ingar í Norfolk, í mörg ár. Giscard gaf drottningu í staðinn hvitt og gyllt matarstell úr fágætu postulíni og eiginmanni hennar, Filipusi prins, gaf hann kopar- stungu eftir Joseph Vernet. — 7% bati Framhald af bls. 28 muni aukast um 2—5% og bú- izt er við 10—11% aukningu iðnaðarútflutnings. 0 Áætlað er, að þjóðarútgjöld muni dragast saman um 5,5% á þessu ári. 0 Þar af er búizt við 8% sam- drætti f fjármunamvndun, 2% samdrætti f einkaneyzlu en að samneyzla muni standa nokk- urn veginn í stað. 0 Þjóðarframleiðslan i ár er tal- in munu minnka um 2—3% frá því í fyrra en vegna batn- andi viðskiptakjara eru þjóð- artekjur taldar minnka mun minna eða um ‘A%—l‘A%. 0 I ársbyrjun var talið, að kaupmáttur kauptaxta hefði rýrnað um 3% frá meðaltali sl. árs en gert er ráð fyrir, að kauptaxtar muni hækka um 28% frá upphafi til loka árs- ins. 0 Greiðslubyrði erlendra skulda hefur aukizt verulega. Hún var að meðaltali um 11% af út- flutningstekjum 1970—1974, jókst i 14,8% 1975 og stefnir í 18—19% á þessu ári. 0 Nú er gert ráð fyrir, að verð- bólgan á þessu ári muni nema 25—29%. — Síbrotapiltur Framhald af bls. 2 um að eðlilegt sé að viðkomandi sé fluttur þangað inn. Fársjúk- ir hljóta að sitja fyrir þeim sem ef til vill eiga ekki heima á slíkri deild, en þar verður at- hugun að skera úr um, en í sambandi við umrætt tilfelli vorum við tilbúnir til að taka strax við manninum á göngu- deild.“ — 36 afbrotamál Framhald af bls. 28 Þar sem uppkveðnir dómar eru opinber plögg, aflaði Morg- unblaðið sér I gær upplýsinga hjá sakadómi Reykjavíkur um dóma uppkveðna hjá stofnun- inni yfir þessum tveimur mönn- um, sem báðir eru um tvítugt, Sá mannanna, sem hafði á sinni skrá 23 afbrotamál, hafði hlotið 3 dóma. Fyrst var hann dæmd- ur 16. april 1975 og annan dóm hlaut hann 18. apríl 1975. 1 bæði skiptin var dómsákvörðun frestað skilorðsbundið. 4. febrúar 1976 var þessi maður svo dæmdur i 6 mánaða fang- elsi skilorðsbundið, þrátt fyrir að hann hefði brotið af sér eftir að fyrri skilorðsbundnu dóm- arnir höfðu verið kveðnir upp. Hinn maðurinn hafði hlotið 4 dóma. Fyrst hlaut hann tvo dóma í apríl 1975, sömu daga og hinn maðurinn, og eins og hjá hinum fyrri var dómsákvörðun frestað skilorðsbundið. Þrátt fyrir þetta hlaut maðurinn skil- orðsbundinn dóm 19. desember 1975, og hljóðaði hann upp á 3 mánuði. Hinn 9. marz 1976 var maðurinn enn dæmdur og i þetta sinn í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Mennirnir tveir hafa að baki sér samtals 59 skráð afbrotamál og hafa til samans hlotið 15 mánaða fang- elsi. Venjan er sú, að skilorðs- bundnir dómar koma ekki til framkvæmda, ef viðkomandi brýtur ekki af sér næstu 3 ár eftir að þeir eru uppkveðnir. Umræddir tveir menn hafa ekki afplánað neitt af fangelsis- dómum sínum þrátt fyrir fyrr- nefndan fjölda afbrota, sem eru mestmegnis þjófnaðir og ávisanafalsanir. Þá fékk Mbl. einnig í gær upplýsingar um annan ungan mann um tvitugt. Hann hefur frá árinu 1972 bókuð á sig 48 afbrotamál, mest þjófnaði og svikamál. Hann var fyrst dæmdur í 4 mánaða fangelsi skilorðsbundið 10. apríl 1973, og var dómurinn skilorðsbund- in i 3 ár. Næst var hann dæmdur 28. ágúst 1974, einnig í skilorðs- bundið fangelsi, 5 mánuði. Hinn 28. april 1975 var sami maður dæmdur í 15 mánaða fangelsi, og nú óskilorðsbundið. 30. október sama ár var hann dæmdur í 3. mánaða hefningar- auka fyrir afbrot á meðan hann beið eftir dómi og 15. desember sama ár var hann enn dæmdur i fangelsi i einn mánuð fyrir af- brot sín. Báðir þessir dómar voru óskilorðsbundnir. Aftur á móti eru inn á milli tekin fyrir afbrotamál hjá þessum sama manni, fyrst 16. apríl 1975, og þá „ekki gerð sérstök refsing" og aftur 4. júlí 1975, og þá „ekki gerð sérstök refsing". I fyrra tilfellinu var um að ræða ávís- anafals en í seinna tilfellinu þjófnaði og umferðarlagabrot. — Böðunarmál Framhald af bls. 28 unar að Ytri-Löngumýri á veg- um embættis yðar þrátt fyrir æðri dóma. Er þess sérstaklega krafizt að rannsakað sé ætlað brot Jóns ísbergs sýslumanns á 130. grein samanber 135. grein almennra hegningarlaga, enda geti það varðað hann skerðingu á æru og embættisheiðri. f.h. Björns Pálssonar bónda Ytri-Löngumýri Jón E. Ragnarsson hrl. Björn Pálsson bóndi á Ytri- Löngumýri sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að hann myndi á þessu stigi ekki tjá sig um málavexti, málið væri af sinni hálfu i höndum lögfræð- ings. Aðspurður um, hvort hér væru í uppsiglingu málaferli i likingu við Löngumýrarskjónu- málið, sagði Björn: „Þetta verða ævintýralega skemmtileg málaferli og eiga eftir að taka mörg ár. Ég hef gaman af því að vera í málaferlum við heldri menn. Sýslumaður byrjaði á að kæra vini mína úri á Skaga- strönd. Þessi málaferli verða miklu skemmtilegri heldur en Skjónumálið." Jón Isberg sýslumaður í Húnavatnssýslu sagði það rétt að sér hefði borizt kæra frá lögfræðingi Björns á Ytri- Löngumýri. Sagðist Jón hafa tekið þá ákvörðun á víkja úr saeti dómara og hefði hann sent kæruna áfram til dómsmála- ráðuneytisins með ósk um að það skipaði dómara i málinu. Um kæru sína á hendur þeim mönnum sem stöðvuðu böðun á fé Ííjörns, sagði Jón: „Ég bað um hlutlausa rannsókn á lög- mæti þeirra athafna Björns Pálssonar að safna saman mönnum til að hindra löglega lögregluaðgerð. Þetta mál er í höndum sérskipaðs dómara og hafa aðilar málsins verið kall- aðir fyrir. Svar Björns við þess- ari kæru minni var að kæra mig fyrir brot á hegningarlögum vegna árásar á heimili sitt. Ég var beðinn um að baða féð og það gerði ég. Það sakar ekki að benda á að Hæstiréttur gerði því skóna að þessi aðgerð mín og lögreglunnar væri lögleg þegar hann felldi úr gildi úr- skurð minn sem sakadómara, en i úrskurðinum segir að þetta mál falli undir mig sem lög- reglustjóra í héraðinu en ekki héraðsdómara.“ — Dagheimili Framhatd af bls. 3 þar sem börn einstæðra forgldra biða að meðaltali 52 daga, börn háskólastúdenta 316 daga, börn annarra námsmanna 200 daga, börn vistuð vegna erfiðra heimil- isaðstæðna 28 daga og börn giftra fóstra 10 daga. En á dagheimilun- um voru 69,16% börn einstæðra foreldra, 18.30%háskólastúdenta, 9,45% annarra námsmanna, 1,72% vegna erfiðra heimilisað- stæðna og 1,35% voru börn giftra fóstra. Þrýstingurinn er mismikill í borginni, og mestur í vesturbæn- um, austurbæ og Breiðholti. Eru forgangsflokkar á dagheimilum. en ekki í leikskólum. 1 yfirliti yfir biðlista á leikskól- ana kemur fram, ef athugaðir eru biðlistar í sambandi við barna- fjölda og skólarými i hverju hverfi, að hlutfall barna á biðlista miðað við heildarfjölda barna í hverfunum en 14,03% og hlutfall leikskóla miðað við heildarfjölda barna í hverfi er 19,29%, en þar eru teknir með í dæmið árgangar fæddir 1974, þ.e. börn á öðru ári og börn fædd 1973, 1972, 1971 og 1970 eða 5 árgangar. — Minning Magnús Framhald af bls. 19 námsárum okkar og seint verður fullþökkuð. Maðurinn sjálfur var þess eðlis, að hann var um margt holl fyrirmynd, og með okkur fór alltaf vel, þótt áhugasvið okkar væru annars flest nokkurn veg- inn eins ójík og hugsazt gat. Sá eiginleiki Magnúsar, sem mér er minnisstæðastur nú að leiðarlokum, er einstakt jafnlyndi hans og góðlyndi. Hann gat vissu- lega verið fastur fyrir, og I við- skiptalífinu er mér sagt, að hann hafi verið sanngjarn, en jafn- framt ákveðinn og harður í horn að taka, ef honum þótti á rétt sinn gengið. Hann var einstaklings- hyggjumaður að reynslu og upp- lagi, og í samræmi við það fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum fast að málum. Sjálfur hafði hann brotizt áfram til góðra efna fyrir eigin tilstyrk, og það var sannfæring hans, að menn ættu jafnan að fá að njóta hæfileika sinna. Jafn- framt þessu var hann gæddur hóf- samri skapgerð, sem vóg og mat hvert tilvik og lagði ekki á dóma, fyrr en að vel íhuguðu máli. Ég minnist þess naumast að ifa orðið vitni að því, að hann sl pti skapi, og jafnvel þegar illa blés á móti, virtist honum eðlislægt að bregðast við með launfyndinni glettni. Honum var mjög ótamt að tala um eigið andstreymi og erfið- leika, og hugtakið sjálfsvorkunn- seim var eKKi m í nans oroaDOK. Þá var hann einnig trúmaður, sem sótti kirkju og lét sig safnaðarstarf varða. Ahugamál hans voru margvis- leg. Meðal annars sótti hann leik- hús og tónleika sér til mikillar ánægju og hafði yndi af ferðalög- um. Þá var hann virkur félagi í Frimúrarareglunni um áratuga skeið og sýndi málefnum hennar mikinn áhuga. Sérstaklega er mér þó minnis- stæð umhyggjusemi hans fyrir barnabörnum sínum, og nutu dætur mínar hennar óskiptrar. Mér er ánægja að því, að ein sein- asta minning mín um hann er einmitt af þvf taginu. Síðasta skiptið, sem við hittumst, stjórn- aði hann leik tveggja barnabarna sinna — dóttur minnar ársgamall- ar og sonarsonar síns tveggja ára. Þau þreyttu kapp um það I sófan- um í stofunni heima hjá mér, hvort þeirra gæti hoppað hærra upp í loftið. Afi þeirra stóð hjá, örvaði og hvatti, en gætti þess þó vandlega, að ekki yrði mein af. Ánægjan skein af andlitum þeirra allra þriggja, og kann ég satt að segja ekki að dæma um, hvert þeirra skemmti sér bezt. Þessi fátæklegu orð mín eru til þess skrifuð að kveðja góðan vin og greiða þakkarskuld, sem kannski var mest þess eðlis, sem sjaldnast berst í tal í daglegum viðræðum, en kemur því ákveðn- ar upp á yfirborðið,, þegar sam- ræðna er ekki lenguV kostur. Fjöl- skylda hans kveður umhyggju- saman eiginmann, föður og afa. nja peim mun. minningin um hann lifa. Eysteinn Sigurðsson. Þáttaskil köllum við, þegar lífið gefur til kynna, að við eigum braut að baki, og framundan er að aðlaðast annarri óhjákvæmilegri, þau eru margvisleg — óendan- lega margvísleg. Við tölum um forlög, um örlög, og vefjum hug- blæ minninganna þétt saman, svo við fáum staðist, því oftast fylgja þeim sviptingar, er jafnvel geta hrakið oss til allra átta. Þegar ég heyrði lát Magnúsar Guðbjartssonar, reikaði hugur minn ósjálfrátt til baka og ég fann fyrir þessum þáttaskilum dýpra og á annan hátt en hin ytri mynd gaf ástæðu til. Andlát hans bar þannig að, að mér finnst, eftir að hafa heyrt frá því sagt, að fyrir augu mín hafi borið fagurt sólar- lag, sem blæbrigði og litaskipti í höndum hins alvalda geta ein búið til úr samruna dags og næt- ur. Haustdag 1939 réðst ég til vetursetu á heimili Magnúsar, en þá um vorið hafði hann gengið að eiga Sigríði Benónýsdóttur, sem nú lifir mann sinn, ásamt tveim börnum þeirra, Elfsabetu og Gylfa Þór. Það var að Garði við Skerjafjörð. Fyrr hafði ég ekki dvalið utan Dýrafjarðar, og mér fannst ég vera komin óralangan veg í burtu. Þetta voru þáttaskil fyrir mig, og lítt reyndur ung- lingshugur minn nam hverja mynd með spurn og eftir- væntingu. Sigríður var þriðja kona Magnúsar. Fyrstu konu sína, Kristbjörgu Sveinbjörnsdóttur, missti hann við fæðingu fyrsta barns þeirra, sonar, er lifir og heitir Kristberg. Aðra konu sfna, Sveinsínu Jónsdóttur, missti hann einnig eftir að hún fæddi þeirra fyrsta barn, stúlku, sem lifir og heitir Sveinsina Magnea. Hér verður ekki rakinn æviferill Magnúsar. Ég fann fljótt, að þessi þungbæra reynsla hafði skapað undirtón i lífsviðhorfi hans. Ég fann lika hvað hún stækkaði óum- ræðilega mikið hlutverk Sigríðar, og ekki síst er mér minnisstætt frá þeirri stundu og æ síðan hversu fullkomlega hún reyndist þessum vanda vaxin. Það er fyrst og fremst aðdáun, sem mér er efst i huga nú. Ég fullyrði að aldrei á lífsleiðinni hef ég orðið vitni að því, sem tekur þessu heimili, sem þarna var að rísa af grunni, fram, að þvf er varðar uppbyggingu hinna and- legu og veraldlegu gæða. Magnús var atorkumaður, sem gerði sér snemma grein fyrir því, að jafnvel hinir sterkustu og bestu eðlisþættir fólks geta farist i þessum heimi, skorti þá hinn ytri ramma, sem við oft köllum þann, er mölur og ryð fái grandað. Ég álít að hann hafi verið mjög sannur þeirri lífsskoðun sinni, að bregðumst við kærleikanum i okkur sjálfum, þá höfum við brot- ið þá brú að baki, sem engin önnur komi í staðinn fyrir. Þá innri reisn, sem einlæg trú veitir, átti Magnús, og sú reisn var ekkert hjóm, hún einkenndi allt hans yfirbragð og framkomu, svo að eftirtekt vakti hvar sem hann fór. Þrátt fyrir alvörunnar undirtón, lék Magnús mjög gjarn- an á als oddi, átti gott skopskyn og beitti því af smekkvisi, sem gerði samræður við hann eftirminnileg- ar, enda maður vel að sér. Skoðan- ir sinar byggði hann upp í stuðningi við lifsreynslu sína og hvikaði eigi frá þeim. Magnús hlaut lífsförunaut, sem hann dáði og unni til æviloka. Eftir að heilsu hans tók að hnigna, vakti eiginkonan yfir vel- ferð hans alla stund. Það er endurminningin um fyrstu dvöl mína við Skerja- fjörðinn, sem vekur löngun hjá mér til að þakka hinum látna og votta konu hans, börnum og öll- um, er sakna hans, innilega sam- úð. Nú finnst mér ekki lengur langt til Dýrafjarðar, og ekki heldur framandi að koma í Skerjafjörð. Hugblærinn er sterkur frá þessari minni fyrstu göngu, og ég finn, að þá voru þáttaskil. Ég hiaut það veganesti frá þessu heimili, sem er eins og svo margt á vegi manns, að við þekkjum ekki styrkleikann fyrr en við finnum þráðinn slitna. Aðstandendur sina hafði Magnús búið vel undir skilnaðar- stund þessa. Hann vildi ávallt vera viðbúinn. Verði þeim, er eftir lifa, huggun og styrkur að Þvi. Nína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.