Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976
19
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR JÓN GUÐMUNDSSON.
fyrrverandi bóksali.
andaðist að Elliheimilinu Grund 21 þ m
Ingibjorg Halldórsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson.
Júlíus Halldórsson, Sigríður Sigurðardóttir.
og barnaböm.
Maðurinn minn. faðir okkar. tengdafaðir og afi.
ERLING LANG-JENSEN,
lyfsali,
Ruds — Vedby,
Sjálandi, Danmörku,
andaðíst 3. júní 1976 Útförin hefur farið fram.
Hrefna Lang-Jensen,
Birgit, Torsten. Leif,
tengdabörn og barnaböm.
Móðir okkar.
KIRSTEN POULSEN,
andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1 9 júni
Edith Moller.
Esther Munro,
Frida Thorup.
Móðir okkar,
HANNESÍNA RUT ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Vesturgötu 51 C,
lézt að Vifilsstaðaspitala 20 júni 1976
Börnin.
t
Eiginkona mín
RAGNA BJÖRNSDÓTTIR
Nökkvavog 1.
andaðist í Landspitalanum 21. júní.
Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna
Bergþór N. Magnússon.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
ÞÓRÐUR GUÐNI MAGNUSSON
Nönnugötu 1 b
sem lést 18 júni, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavik
fimmtudaginn 24 júni kl 13 30. „ ...
Sigriður Sveinsdóttir
Rannveig Þórðardóttir
Guðmundur Arason.
+ Utför föður okkar, tengdaföður og afa,
BJÖRNS M. BJORNSSONAR
bókbindara, Njálsgötu 28,
Raykjavik,
verður gerð frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 24 . júni kl 1 3.30 Blóm
vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélagið
Margrét Bjömsdóttir, Sigurgeir Jónasson,
Bima Bjömsdóttir, Skúli Kristmundsson,
Ástráður Bjömsson, Laufey Jónsdóttir,
Bjöm H. Bjömsson, Áróra B. Champlain, Jóhanna Sigfúsdóttir,
Jónfna B. Domminick, Henry Domminick,
Oddný B. Regan. James Regan
og barnaböm.
+
Þökkum innilega samúð og vináttu viðfráfall og útför,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR.
Grænuvöllum 6, Selfossi
Sigriður Ólafsdóttir. Ása Ólafsdóttir,
Baldur Sigurðsson, Ingibjörg Heiðdal,
Guðmundur Sigurðsson, Ásta Hjálmtýsdóttir,
Ástríður Sigurðardóttir,
Hlíf Sigurðardóttir, Guðmundur Á. Böðvarsson,
Ólafur Sigurðsson,
Páll Sigurðsson, Ingigerður Þorsteinsdóttir,
Geirmundur Sigurðsson, Fanney Ófeigsdóttir,
Garðar Sigurðsson, Inga Benediktsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðjón Karlsson.
Sólrún Sigurðardóttir, Sigurður E. Ásbjörnsson,
Raldur Geirmundsson, Ulla Hillers.
barnabörn og barnabarnabörn.
Magnús G. Guð-
bjartsson fyrrv.
vélstjóri—Minning
Fæddur 17. marz 1899
Dáinn 14. júnf 1976
Þaö var einn sólbjartasta dag-
inn, sem komið hefur á sumrinu,
að hringt var til mín og mér til-
kynnt, að tengdafaðir minn,
Magnús G. Guðbjartsson, hefði
orðið bráðkvaddur að heimili sínu
þá um morguninn. Mér brá illi-
lega — slíkar fregnir sækja jafn-
an of snemma að. Þó vissi ég eins
vel og aðrir, að hann hafði um
nær tveggja áratuga skeið lifað
við kransæðasjúkdóm, sem gerði,
að búast mátti við kallinu fyrir-
varalaust.
Magnús Guðmundur Guðbjarts:
son fæddist að Gemlufalli í Dýra-
firði 17. marz 1899, sonur hjón-
anna Sigríðar Magnúsdóttur og
Guðbjartar Björnssonar bónda á
Læk og síðar Höfða í Dýrafirði.
Magnús átti eina alsystur, Guð-
rúnu, og sjö hálfsystkini af fyrra
hjónabandi föður hans, Ásgeir,
Pál, Guðrúnu, Þórarin, Sigríði,
Valgerði og Guðbjart. Þau eru öll
látin.
+
KJARTAN
GUÐMUNDSSON.
bifreiðastjóri,
Suðurgötu 45. HafnarfirSi,
andaðist í St Jósefsspitala
mánudaginn 21 júní
Jarðarförin ákveðin síðar.
Helgi Guðmundsson,
Vlglundur Guðmundsson,
Eyrún Eiriksdóttir,
Jófriður Jóhannesdóttir,
Guðmundur Bentsson.
Magnús missti móður sína árs-
gamall og ólst eftir það upp með
föður sínum. Hann stundaði nám
í járnsmfði á ísafirði og í vél-
smiðjunni Hamri í Reykjavík.
Eftir það fór hann I Vélskólann,
þaðan sem hann lauk vélstjóra-
prófi árið 1922. Næstu árin var
hann vélstjóri á togurum. Bróðir
hans, Guðbjartur, síðar fyrsti
heiðursfélagi Vélstjórafélags
Islands, var einn fyrsti Islending-
urinn hérlendis sem lagði stund á
gæzlu gufuvéla, og áhugasamur
um málefni stéttar sinnar. Er
ekki ósennilegt að það hafi verið
fyrir áhrif hans að næstu árin tók
Magnús mikinn þátt í félagsmál-
um vélstjóra. Hann átti sæti I
samninganefndum um kaup og
kjör af hálfu Vélstjórafélagsins,
og í stjórn þess sat hann árin
1936—38.
Árin 1929 — 33 var hann síðan
vélstjóri á varðskipunum Öðni og
Þór, en eftir það á strandferða-
skipinu Esju, þar til hún var seld.
Gerðist hann þá vélstjóri á varð-
skipinu Ægi.
Arið 1941 urðu straumhvörf I
lífi hans, er hann fór i land og
fluttist til Vestmannaeyja. Næstu
sjö árin átti hann og rak þar
frystihúsið Fiskur og ís hf. Það
voru mestu umsvifaárin í lífi
hans, og minntist hann þeirra
jafnan siðan með ótvíræðri
ánægju, en þó einnig nokkrum
söknuði. Frystihús hans starfaði
innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og var eitt af vinnslu-
hæstu húsunum þar. Það starfar
enn og nefnist nú Vinnslustöðin
hf. Þá var Magnús einn af stofn-
endum skipafélagsins Jöklar, hf.,
og siðustu ár var hann endur-
skoðandi þess félags.
+
Eiginmaður minn
GUNNAR GUÐMUNDSSON.
fyrrv. útgerðarmaður,
Vesturgotu 52,
andaðist í Landspítalanum 21 júní Fyrir hönd barna og annarra
vandamanna
Jakobína Guðmundsdóttir.
Móðir okkar
ÞÓRUNN HALLDÓRSDÓTTIR •
er lést að Sólvangi Hafnarfirði, verður jarðsungin fimmtudaginn 24. júni frá Háteigskirkju kl. 3. Fyrir hönd systkina hinnar látnu, tengda-
barna og barnabarna
Ólafía Þorvaldsdóttir Sigurður Halldórsson
Hafsteinn Þorvaldsson Haukur Þorvaldsson
Ólafur Þorvaldsson Laufey Þorvaldsdóttir
+
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa
MAGNÚSAR G. GUÐBJARTSSONAR
fyrrv. vélstjóra
StigahllS 49
fer fram frá Háteigskirkju, i dag, miðvikudaginn 23. júni, kl 1 3 30.
Þeim, sem vildu minnast hans. er vinsamlega bent á liknarstofnanir.
Sigriður Benónýsdóttir
Gylfi Þór Magnússon, Sigriður Dóra Jóhannsdóttir,
Elisabet S. Magnúsdóttir, Eysteinn SigurSsson,
Magnea S. Magnúsdóttir. Guðni Ólafsson.
Kristberg Magnússon, Ragna Ágústsdóttir
og barnaböm.
+
Þökkum af alhug öllum þeim er vottað hafa okkur samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför
GUÐLÍNAR GUNNARSDÓTTIR,
Strandgötu 21. ÓlafsfirSi.
Guð blessi ykkur öll.
ísleifur Valtýsson,
Valtýr ísleifsson, J6n Gunnar Ingvason,
Jóna Arthúrsdóttir, Gunnar Guðlaugsson,
ValgerSur Gunnarsdóttir. Fanney Gunnarsdóttir,
Arthúr Gunnarsson,
Halldóra Skúladóttir, Jón GuSmundsson.
Ymissa ástæðna vegna afréð
hann þó að hætta rekstrinum i
Eyjum, og fluttist hann til
Reykjavikur 1948, þar sem hann
bjó síðan. Gerðist hann forstjóri
Olíuhreinsunarstöðvarinnar hf.
við Sætún, og frá 1958 rak hann
Smurstöðina að Sætúni 4, þar til
fyrir tveimur árum. Lifði hann
eftir það í hægri elli og sinnti
mest ýmsum áhugamálum sínum.
Magnús var þríkvæntur. Fyrstu
konu sína, Kristbjörgu Svein-
björnsdóttur, missti hann eftir
rúmlega eins árs sambúð árið
1927. Sonur þeirra er Kristberg
vélstjóri, sem starfar hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna. Hann er
kvæntur Rögnu Ágústsdóttur
meinatækni, og eiga þau þrjú
börn uppkomin: Elísabetu Maríu,
Halldóru og Magnús Guðbjart.
Önnur kona Magnúsar var
Sveinsína Jónsdóttir. Hann missti
hana einnig eftir tæplega eins árs
sambúð árið 1932. Dóttir þeirra er
Magnea Sveinsína, gift Guðna
Ólafssyni fyrsta vélstjóra á ms.
Hofsjökli. Þau eiga einn son á
unglingsaldri Jakob Þór.
Eftirlifandi kona Magnúsar er
Sigriður Benónýsdóttir, ættuð úr
Dýrafirði. Þau voru gefin saman í
hjónaband 8. april 1939. Börn
þeirra eru tvö. Dóttir þeirra er
Elísabet Sigríður manneldisfræð-
ingur. Hún er gift þeim er þetta
ritar, og eiga þau tvær dætur,
Sigriði Erlu og Þóru Björk. Sonur
þeirra er Gylfi Þór viðskiptafræð-
ingur og framkvæmdastjóri hjá
Sölustofnun lagmetis. Hann er
kvæntur Sigríði Dóru Jóhanns-
dóttur hárgreiðslumeistara, og
eiga þau ungan son, Magnús Þór.
Fyrir röskum áratug reistu þau
Magnús og Sigríður sér mynd-
arlegt íbúðarhús að Stigahlið
49 hér í borg. Tókst þeim þar,
sem og annars staðar, er þau
bjuggu, að skapa sér vistlegt
og vinalegt heimili, þar sem
smekkvísi og listrænn áhugi
blöstu við hvarvetna. Hygg ég,
að á engan sé hallað, þótt ég
telji, að þar hafi öruggur smekk-
ur frú Sigríðar ekki hvað
sizt komið til skjalanna. Hún er
frábærlega reglusöm og sam-
vizkusöm i húsmóðurstörfum sin-
um, eins og hinir fjölmörgu vinir
þeirra hjóna, sem notið hafa gest-
risni þeirra á umliðnum árum,
geta bezt borið vitni um. Á
heimili þeirra Magnúsar og Sig-
ríðar var gott að koma, og þar
ríkti sá hlýleiki og það kærleiks-
ríka viðmót, sem lengi yljar í
minningum. Áttu þar báðir hús-
bændur óskiptan hlut. Mér er
einnig í sérstöku minni sú mikla
umhyggja, sem Sigríður sýndi
manni sínum seinni árin, eftir að
heilsa hans var farin að bila. Má
segja, að hún hafi í einu og öllu
hagað lífi sínu eftir því, sem
heilsa hans útheimti. Milli þeirra
hjóna lágu þvilik bönd, sem mega
verða ýmsum okkar, sem yngri
erum, holl fyrirmynd.
Ég var naumast af mótunar-
skeiði, er ég fyrst kynntist
Magnúsi, og rúmlega tvítugur
varð ég tengdasonur hans. Eins
og gefur að skilja höfðum við
mikil kynni og samskipti allar
götur síðan. Mér er það síður en
svo nokkurt launungarmál, að ég
tel þessi kynni hafa orðið mér á
margan hátt til gæfu. Með því á
ég ekki einungis við þá margvís-
legu aðstoð sem hann og þau hjón
bæði veittu mér og konu minni á
Framhald á bls. 27