Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JU\I 1976
INNLENT
Hann ereini áverki stúlkunnar eftir árekstur
á 70km hraða — oghann hverfur á örtáumdögum.
Bílbeltid bjargaði lif/ hennar.
Veist þú að árekstur á 70 km hraða
jafngikiir falli af sjöundu hæð, beint niður á götu.
UinfcnVirráð
Myndin sýnir veggspjaldið, sem hvetur fólk til að nota bílbelti.
Mestislysa-
tími í umferð-
inni nálgast
NU fer sá tfmi i hönd sem
umferð um þjóðvegina og
hættan á umferðarslysum
eykst, en samkvæmt slysa-
skýrslum undanfarinna ára
verða flest umferðarslys í
dreifbýli í júlí og ágúst.
Umferðarráð hefur kapp-
kostað að beita sér fyrir
fræðslustarfi um akstur á þjóð-
vegum og í því sambandi er
fyrirhugað að birta auglýsingar
i dagblöðum þar sem verður að
finna fróðleik og ráðleggingar
um akstur á þjóðvegum. í kjöl-
far þessara auglýsinga verður
getraun í dagblöðunum sem
byggist á þessum auglýsingum
og eru vinningar að verðmæti
400 þús. króna.
Þá verða umferðarmál á
dagskrá í útvarpinu og má þar
m.a. nefna nýjan þátt, sem
verður á laugardögum, og
nefnist „Ut og suður".
Þá mun umferðarráð að
venju hvetja fólk til að nota
bílbelti og verður prentað vegg-
spjald, sem dreift verður út um
allt land.
Minnisvarði um Odd-
geir Eyjatónskáld
Hugmyndasamkeppni um minnisvarða
KIRKJU-
DAGURí
KÁLFA-
TJARNAR-
KIRKJU
Á MORGUN, sunnudaginn
27. júní, verður hinn árlegi
Kirkjudagur Kálfatjarnar-
kirkju. Guðþjónusta hefst í
kirkjunni kl. 2 síðd. Þar
prédikar séra Ólafur Odd-
ur Jónsson, sóknarprestur
í Keflavík, en prestur sókn-
arinnar, séra Bragi Frið-
riksson, þjónar fyrir altari.
Tveir einsöngvarar
syngja með kirkjukórnum,
þau Margrét Matthíasdótt-
ir og Hjálmtýr Hjálmtýs-
son. Að lokinni kirkjuat-
höfn fara kirkjugestir til
samkomuhússins Glað-
heima í Vogum, en þar
hafa konur i Kvenfélaginu
Fjólu kaffiveitingar og
rennur allur ágóði af veit-
ingasölunni til Kirkjusjóðs
kvenfélagsins.
Formaður sóknarnefndar
Kálfatjarnarsóknar, Jón Guð-
brandsson mun flytja ávarp og
minnast safnaðarstarfsins á síð-
asta ári. Hann mun og þakka og
minnast við það tækifæri hinna
fjölmörgu góðu gjafa sem Kálfa-
tjarnarkirkju hafa borizt. Þær
hafa verulega auðveldað kostnað-
arsama endurbyggingu hinnar
fögru kirkju á Kálfatjörn. Hefur
þessu verki miðað svo vel, að nú
er kirkjan að mestu fullfrágengin
hið ytra.
Sóknarbörn Kálfatjarnarkirkju
og hinn mikli fjöldi velunnara
kirkjunnar hér á höfuðborgar-
svæðinu hafa ávallt fjölmennt til
kirkjudagsins í Kálfatjarnar-
kirkju, og dagurinn skipað sinn
sess i hugum kirkjugesta, ungra
sem aldinna og orðið lyftistöng
fyrir kirkju og safnaðarlif.
J.G.
Taktu eftir
marbiettmum
Börnunum er kennd
íslenzka í sumarbúð-
um við Winnipegvatn
I AGUSTMANUÐI verður haldið
við YVinnipegvatn í Kanada nám-
skeið fyrir börn í Kanada í þeim
tilgangi að vekja áhuga þeirra á
íslenzkri tungu og veita þeim
tækifæri tikað tala hana í sínum
hópi, svo þeim aukist öryggi bæði
í framburði orða og skilningi, svo
og að vekja þau til meðvitundar
um vestur-íslenzka menningu vf-
irleitt, að því er segir í frétt í
Lögbergi-Heimskringlu.
Slík námskeið hafa áður verið
haldin yfir sumarleyfistímann og
gefizt vel og notið vaxandi vin-
sælda. Börn úr vesturfylkjum
Kanada koma saman í 10 daga
dvöl við vatnið, tala íslenzku við
kennara og sín á milli, fræðast um
ísland og islenzkt þjóðerni,
stunda listir, iðngreinar og íþrótt-
ir, og fá meira að segja tilsögn i að
framreiða íslenzka rétti.
Sumarbúðirnar eru nokkuð
skammt fyrir norðan Gimli við
vatnið. Um skipulagningu sér
Lorna Tegelsen, en islenzkukenn-
arar verða Sigrid Johnson, bóka-
vörður við íslenzka safnið á Mani-
tobaháskóla, Elva Jónasson frá
Gimli, Melvin Mc Ginnis frá
Brandan, Kristín Perlmutter,
Cameron Arnason og Janice
Arnason frá Winnipeg. Þetta
verkefni er stutt af menningar-
málaaðilum Kanada og Manitoba-
fylkis og ennfremur nýtur það
stuðnings íslenzkra samtaka
vestra og einstaklinga.
„BJARTAR vonir vakna“, “Ship
ohoj“, „Ég veit þú kemur“, allt
eru þetta lög sem allir þekkja
eftir Oddgeir Kristjánsson tón-
skáld frá Vestmannaeyjum, en
lög þau sem hann gerði um langt
árabil fyrir Þjóðhátíð Vest-
mannaevja urðu flest landskunn,
en i eftirfarandi fréttatil-
kynningu segir frá ákvörðun
Eyjamanna um að reisa Oddgeiri
minnisvarða á Stakkagerðistúni í
Eyjum, þar sem hann stjórnaði
svo oft Lúðrasveit Vestmanna-
eyja á hátfðisdögum sem hvers-
dagslegum góðviðrisdögum:
A fundi í Rótaryklúbbi Vest-
mannaeyja á s.l. hausti kom fram
sú hugmynd, að reisa Oddgeiri
heit. Kristjánssyni, tónskáld,
minnisvarða hér í Eyjum. Færi
vel á, að hrinda þessari hugmynd
í framkvæmd nú á árinu 1976, þvi
að í ár eru 10 ár liðinn frá því
hann iést.
Stjórn klúbbsins hafði þegar
samband við nokkur félög hér í
Nefnd þessi hefur þegar haldið
nokkra fundi um þetta mál,
einnig hefur verið haft samráð
við ekkju Oddgeirs, frú Svövu
Guðjónsd. svo og dóttur þeirra
hjóna Hrefnu Oddgeirsdóttur.
Hafa þessar umræður nú leitt til
þess, að hleypt hefur verið af
stokkunum hugmyndasamkeppni
um gerð minnisvarðans.
Áætlað er að varðanum verði
valinn staður á Stakkagerðis-
túninu sem nú er verið að skipu-
leggja sem útivistarsvæði fyrir
Eyjarnar. Verðlaun verða veitt
fyrir beztu hugmyndina að mati
nefndarinnar og eru 50.000,— kr.
í boði fyrir hana. Skilafrestur er
ákveðinn til 1. ágúst n.k.
Tillögum, merktum „Hug-
myndasamkeppni", ber að skila í
Box 114 í Vestmannaeyjum fyrir
1. ágúst n.k.
Allar nánari upplýsingar
varðandi þetta mál, er hægt að fá
hjá Stefáni Runólfssyni i símum
1402 og 1845 og svo hjá Jóhanni
Björnssyni í símum 1189 og 1131 í
Vestmannaeyjum.
Ætlun nefndarinnar er svo að
kynna þá beztu hugmynd er fram
kemur fyrir bæjarbúum og leita
síðan til þeirra um fjárstuðning
við þetta fyrirtæki, þannig að
þessu ástsæla tónskáld okkar
Eyjaskeggja verði reistur hér
verðugur minnisvarði, sem ofur-
títill þakklætisvottur fyrir þá auð-
legð er hann arfleiddi okkur að.
Fréttatilkynning frá nefndinni.
„Ekki það versta...”
Oddgeir Kristjánsson tónskáld
Eyjum, sem Oddgeir starfaði i, og
fór fram á að þau kysu einn mann
í undirbúningsnefnd til að hrinda
þessari hugmynd í framkvæmd.
Brugðust þessi félög fljótt og vel
við og tilnefndu eftirtalda menn í
nefndina: Sigurjón Sigurðsson
frá Bílastöðinni Einar M. Erlends-
son frá Lúðrasveitinni, Eirík
Guðnason frá Akóges og svo
Þórarinn Magnússon kennara, frá
Bæjarstjórn Vestmannaeyja, auk
þessara manna situr stjórn
Rotarýklúbbsins í nefndinni.
ráðamanna fyrirtækisins hefur
Ríó slegið öll sölumet hjá fyrir-
tækinu með alls um 40 þús. ein-
tök. Að sögn Halldórs Ástvalds-
sonar verzlunarstjóra hjá Fálkan-
um hefur nýja platan nú þegar
fengið góðar viðtökur og mun
fyrsta upplagið vera í þann
veginn að seljast upp.
Ríó sendir frá sér nýja hljómplötu
— „ÞRÁTT fyrir nafnið getum
við fullyrt að hér er ekki um að
ræða það versta af öllu sem við
höfum sent frá okkur“ — sögðu
þeir Rfó-félagar um útkomu
nýjustu plötu þeirra „Verst af
öllu...“ Er þetta sjöunda breið-
skífan sem Ríó sendir frá sér og
svipar henni mjög til hinna fyrri,
með léttu yfirbragði og smellnum
textum Jónasar Friðriks. Ólafur
Þórðarson er þó ekki með að
þessu sinni, en hann mun nú vera
önnum kafinn við gerð eigin
hljómplötu með frumsömdu efni.
Á plötunni eru tólf lög, tíu er-
lend með textum eftir Jónas Frið-
rik og þeir Gunnar Þórðarson og
Ágúst Atlason eiga sitt lagið
hvort. Hljóðritun plötunnar fór
fram I London í marz sl. og stjórn-
aði Gunnar Þórðarson upp-
tökunni auk þess sem hann á
verulegarr þátt í hljóðfæraslætti
og söng á þessari plötu. Reyndar
varð Gunnar fullgildur félagi í
Ríó fyrir nokkrum árum er hann
hóf afskipti af hljómplötugerð
þeirra félaga og hann ferðaðist
líka með þeim um Ameríku þvera
og endilanga hérna um árið.
Utgefandi plötunnar er sem
fyrr Fálkinn h/f en að sögn for-