Morgunblaðið - 26.06.1976, Side 18

Morgunblaðið - 26.06.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976 Landbúnaður og byggðaþróun á Norðurlandi Ráðstefnu Fjórðungssambands Norðlendinga á Blönduósi sóttu um 160 þátttakendur. Ljósm. Mbl. t.g. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norðlendinga gekkst dag- ana 21. og 22. júní sl. fyrir ráðstefnu um landbúnað og byggðaþróun á Norðurlandi. Ráðstefnuna sóttu um 160 þátttakendur og voru þeir úr hópi bænda og forsvarsmanna framleiðslufyrirtækja landbúnaðar- ins á Norðurlandi auk fulltrúa frá ýmsum stofnun- um landbúnaðarins. Að lokinni setningarræðu Að- albjörns Benediktssonar, formanns landbúnaðar- nefndar Fjórðungssambandsins, flutti landbúnað- arráóherra, Halldór E. Sigurðsson, ávarp og fjallaði um hinar ýmsu hliðar landbúnaðarmála þjóðarinn- ar. Þessu næst voru flutt framsöguerindi og voru þau alls sjö. Hér í blaðinu í dag verður gerð grein fyrir tveimur af þessum erindum en á næstu dögum verður nánar greint frá ráðstefnunni. Egill Bjarnaspn: Hraðbraut- ir fá 36% af vegafénu eru rúmlega 7% af lengd vegakerfisins FÉLAGSLEG aðstaða til búsetu I sveitum var yfirskrift á erindi, sem Egill Bjarnason, ráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Skagafjarðar, hélt á ráð- stefnunni. Fjallaði Egill einkum um vegamál, símaþjónustu og raf- magnsmál. í erindi sinu lagði Egill á það áherzlu að snúa yrði við þeirri þróun síðustu ára að leggja allt kapp á lagningu hraðbrauta en láta þjóðbrautir og landsbrautir eða þá vegi sem mestu skipta hvað snertir samgöngur í strjálbýl inu sitja á hakanum E^MI tók í upphafi fram að ef lengd vegakerfisins á Norðurlandi væri skoðuð kæmi í Ijós að hrað brautir væru innan við 10% af lengd vegakerfisins en samtals er lengd ríkisvega i fjórðungnum tæp lega 2 400 km Rúmlega 90% vega í fjórðungnum tilheyra þjóð og landsbrautum, þ.e.a.s. 34% tilheyra þjóðbrautum en 66% landsbraut um Þá vék Egill að lengd og flokkun sýsluvega og gæðum þeirra I N Þmgeyjarsýslu er ástand sýsluvega lakast en þar eru 39,4 km af sýslu vegakerfinu taldir óakfærir eða um fjórðungur sýsluveganna en aðeins 27,5% eru lagðir vegir í S-Þing er um 48% af sýsluvegunum aðeins ruddir vegir og 44% lagðir en 8% óakfærir í Eyjafirði eru 80% af vegum lagðir en hinn hlutinn rudd ur 66% af vegum í Skagafirði eru lagðir en 28% ruddir í A-Hún er 81% veganna lagðir vegir en 17% ruddir Lagðir vegir í V- Húnavatnssýslu eru 62%, 13% eru ruddir vegir og 23% af vegum í sýslunni eru vegir að eyðibýlum, sjúkraflugvöllum og fjallvegir til af- rétta og beitilanda I umfjöllun Egils um fjárveitingar ti! vega á Norðurlandi kom fram að á árinu 19 75 hefði verið frestað vega framkvæmdum á Norðurlandi fyrir 29 milljónir króna en í heild nam frestun vegaframkvæmda á öllu landinu 61 milljón króna Til hrað- brauta á Norðurlandi var á sl. ári varið 152,7 milljónum eða 36,1% af heildarfjármagni til vegagerðar í fjórðungnum en hraðbrautir eru aðeins 7,85% af ríkisvegakerfi fjórðungsins Til þjóðbrauta var var- ið 7,6% af fé vegaáætlunar til vega- gerðar á Norðurlandi og auk þess því fé, sem notað er til nýbygginga vega skv Norðurlandsáætlun Egill sagði að þannig mætti áætla að 43,8% af fé til nýbygginga vega í fjórðungnum hefði farið til þjóð Egill Bjarnason brauta en þær væru '32% af vega- kerfinu Til landsbrauta var varið 85 milljónum eða 20% af vegafénu þrátt fyrir að lengd landsbrauta sé 60,15% af lengd ríkisveganna á Norðurlandi. Hvað snertir fjárveit- ingar á árinu 1976 hefur heldur sigið á ógæfuhliðina fyrir lands- brautirnar. Egill gagnrýndi að fé til brúar- gerðar væri tekið af fjármagni til vegagerðar og gæti þetta komið mjög niður á uppbyggingu vega í þeim sýslum, þar sem mikið væri um brúarframkvæmdir. Þessu næst gerði Egill nokkurn samanburð á skiptingu vegafjárins 1975 og 1976 og hlutfallslegri lengd vegakerfisins á Norðurlandi eftir sýslum Hlutfallslega mestu fjármagni er varið til vega í Eyja- fjarðarsýslu Árið 1 975 er unnið þar fyrir 30% af vegafénu á Norðurlandi og samkvæmt áætlun ársins 1 9 76 á að verja um 20% fjármagnsins i Eyjafirði Þar er hins vegar aðeins 16,7% af lengd vegakerfis fjórð- ungsins* Næst í röðinni verður A- Húnavatnssýsla með 2 1 % 1 9 75 og tæp 18% 1976 á móti 13 6% af lengd vegakerfisins. Hlutfallslega minnstar eru fjárveitingarnar til vega í Skagafjarðarsýslu þessi ár eða 15,38% 1975 ogaðeins 11,59% 1976 en þar er 21,3% af vegakerf- inu Egill benti á að hvað snerti vegagerð i Skagafirði, þá væru brú- arframkvæmdir fjármagnaðar með fé af Norðurlandsáætlun og kæmi Framhald á bls. 31. MYND III: Hundraðstala símnotenda í sveitum á Norðurlandi eftir sýslum og þeim tima, sem sími er opinn hvern virkan dag 1 976. Talsímasamband, klst á virkum degi. Sýslur 4—5 6—7 œ I co 10— 1 1 1 2 (24 sjálfv ) V Hún 12 4 23 2 56 5 7.9 A-Hún 10 3 40 8 16 0 32 9 Skagafj 20 4 40 3 1 16 12 2 1 5.5 Eyjaf| 10 0 37 8 13 2 24 0 1 5.0 S Þmg 8 1 52 0 5.4 13 6 20 9 N Þing 27 28 9 40 9 2 7 Samtals 12 0 29 8 11.7 18 6 1 1 2 16 9 Jóhannes Sigvaldason: Lítil fjölgun nautgripa og sauðfjár en hrossum hefur fjölgað verulega ÁSTAND og þróun landbúnaðar á Norðurlandi nefndist framsögu- erindi, sem Jóhannes Sigvalda son, framkvæmdastjóri Ræktunar- félags Norðurlands, flutti á ráð- stefnunni. í erindi sínu gerði hann grein fyrir niðurstöðum upplýs inga, sem ráðupautar í fjórðungn um höfðu safnað á sl. vetri um hvernig búskap væri háttað á Norðurlandi. Fyrst gerði Jóhannes grein fyrir eignarhaldi á jörðum á Norðurlandi og kom þar fram að af 1 488 jörðum eru 85% í eigu bænda sjálfra, 6% í eigu aðila utan hrepps eða innan, sem ekki búa á jörðunum, 7% eru i eigu rikisins og 2% í eigu opinberra sjóða í sjálfseign eru flestar jarðir í A-Húnavatnssýslu eða 94% en i V Húnavatnssýslu eru flestar jarðir í einni sýslu norðanlands í eigu manna utan hrepps eða 1 2% Ríkis- jarðir eru flestar i N-Þingeyjarsýslu eða 10% af jörðum í sýslunni. Búrekstrarform á jörðum á Norðurlandi er að mestum hluta einyrkjabúskapur en á 78% jarða er stundaður einyrkjabúskapur, á 12% jarða búa foreldrar og barn, fjöl- skyldubú systkina er við lýði á 8% jarðanna og félagsbú með öðrum skyldleika en upp hefur verið talinn er á 2% jarðanna MYND II: Samanburður á tekjum þriggja bænda, sem allir hafa bústæróina 20 k<r og fá 60 krónur fyrir hvern mjólkurlítrann. lióndi Afurdir Lrsinn- Ársinn- Brúttó- Þar af N'ettó af hvorri ! IPRK í tckjur aukinn tekjur Ari kú ( Itr. ! 3000 tr. millj. kr. B «g I) umfram A fóðurk. B og D umfram A Björn 4000 1.2 0.35 850.000 I)a\íó 50(K) G.O 2.4 0.70 1.900.000 Hjá Jóhannesi kom fram, að kúa- búin eru stór í Eyjafirði en smá í N Þingeyjarsýslu. í Eyjafjarðarsýslu eru fimm hreppar með bú sem hafa meira en 1 5 kýr á ábúanda en í N-Þingeyjarsýslu eru fjórir hreppar með bú, sem hafa færri en tvær kýr á ábúanda Yfir 50% býla á Norður- landi eru með bústærðina 5 til 10 mjólkurkýr Hvað snertir sauðfjár- búin, þá eru þau stærst í Húnavatns- sýslum og Norður-Þingeyjarsýslu í yfirliti Jóhannesar um fjölgun búfjár á Norðurlandi hin síðustu ár kom m.a. fram að kúm hefur fækkað í V-Húnavatnssýslu og Norður- Þingeyjarsýslu, þrátt fyrir nokkuð góð skilyrði til kúabúskapar a m.k í V-Húnavatnssýslu. Kúm hefur fjölgað mest í Eyjarfjarðarsýslu, um 4 70 kýr, og í Skagafjarðarsýslu um 373 og er þá miðað við tímabilið frá 1 965 til 1 975 Sauðfé hefur fjölgað verulega í fjórðungnum, einkum í A-Hún og S Þing og sagði Jóhannes að vera yrði vel á verði gagnvart því að hagar reyndust nægir handa öllu þessu fé Hrossum hefur fjölgað verulega í Skagafirði og Eyjafjarðarsýslu en einnig hefur þeim fjölgað hlutfallslega í Þing- eyjarsýslum Jóhannes tók fram að í Eyjafirðinum stafaði þessi fjölgun fyrst og fremst af aukinni hrossaeign þéttbýlisbúa en í heild sinni væri hér um að ræða vandamál, sem finna yrði lausn á Tekjur af hrossum eru nú sáralitlar og benti Jóhannes á að þau dægju úr afurðum af öðru búfé Þessu næst vék Jóhannes að bú fjárfjölgun á Norðurlandi í heild og bar hana saman við fjölgunina á öllu landinu Sjá mynd I Við athugun kemur í Ijós að fjölg- un nautgripa og sauðfjár á öllu land- mu var mjög mikil áratuginn 1955—1965 Hms vegar fækkaði hrossum það tímabil en er þó senni- lega farið að fjölga aftur 1965 því fæst urðu þau einhvern tíma um 1 960. í heild er fjölgun nautgripa og sauðfjár 1965 til 1975 tiltölu lega lítil yfir landið en fjölgun hrossa Fratnhald á bls. 31. Jóhannes Sigvaldason MYND I: Samanburður á fjölda búfjár 1955, 1965 og 1975 á öllu landinu og Norðurlandi. 1955 1965 1975 Fjölgun 1955-65 Fjölgun 1965-75 Nautgripir á N.l. 14.598 21.118 22.235 6.520 1.117 “ áölluland. % á Norðurl. 45.501 32,1 59.543 35.5 61.785 36.0 14.043 2.242 Sauöfé á N.l. 244.434 266.563 292.229 22.129 25.666 “ áölluland. % á Norðurl. 657.572 37.2 846.674 31.5 860.778 34.0 189.102 14.104 Hross á N.l. 14.885 13.579 17.212 - 1.306 3.633 “ áölluland. % á Norðurl. 35.217 42.3 34.083 39.8 46.925 36.7 - 1.134 12.842

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.