Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976
23
Minning:
Sigurlína Sch.
Hallgrímsdó ttir
Ég ætla að minnast tengda-
móður minnar Sigurlínu Sch.
Hallgrímsdóttur, en hún lést að
morgni 18. júní síðástliðins. Hún
fæddist 7. apríl 1911, dóttir hjón-
anna Önnu Jónsdóttur og
Hallgríms Sch. Hanssonar, sem
ættuð voru af Kjalárnesi. Sigur-
lina var fædd að Bergstaðastræti
22 hér í borg og'var því fædd
Reykvikingur. Hér ól hún allan
sinn aldur.
Ung að árumgiftist hún Kristni
Mariusi Þorkelssyni, eða hinn 9.
maí 1931, og átti því 45 ára hjú-
skaparafmæli í vor. Fyrstu bú-
skaparár þeirra var ekki ein-
tómur dans á rósum, er þau giftu
sig var kreppan að komast í al-
gleyming, en með ráðdeildarsemi
og sparnaði komust þau í gegnum
þau erfiðu ár. Kristinn var svo
heppinn að hafa fasta vinnu hjá
Kol og salt þar starfaði hann þar
til það var lagt niður. Siðan hefur
hann starfað hjá Rikisskip og
starfar enn. Þeim hjónum var það
mikið lán að eignast gott heimili
og börn.
Börn þeirra eru þessi: Sigþóra,
gift Jóni Guðnasyni, Margrét, gift
Ingólfi H. Jökulssyni, Þorkell E.
kvæntur Svövu Ölafsdóttur, Anna
J., var gift Herði Ólafssyni en þau
slitu samvistum. Hulda I.. gift
Snæbirni Kristjánssyni,
Hallgrímur, sem enn er í foreldra-
húsum og Haukur sem dó barn að
aldri. Auk þess ólu þau upp dótt-
urdóttur sína sem sitt sigið barn,
Sigurlínu Kristínu, gifta Jóni Elt-
onssyni.
Nýtt
félagatal
FlS með
vöruflokka-
skrá
Á heimili þeirra áttu börn og þó
sérstaklega afa- og ömmubörn
gott athvarf. Ég held að heimili
þeirra hafi ávallt verið opið vin-
um þeirra og annarra vanda-
manna enda var öllum tekið sér-
lega vel. Ég dáðist oft að þvf hve
Lína, en svo var hún kölluð af
vinum og vandamönnum. var
greiðvikin og hjálpfús. Og alltaf
hafði hún nógan tíma. Nú að
leiðarlokum vil ég sérstaklega
þakka henni fyrir góða við-
kynningu og bfð henni góðrar
heimkomu og flyt manni hennar.
börnum og öðrum vandamönnum
minar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingólfur 11. Jökulsson
Félag íslenzkra stórkaup-
manna hefur gefið út fé-
lagatal með vöruflokka-
skrá.
í vöruflokkaskránni er
að finna lista yfir flestar
tegundir vöruflokka og
neðan við heiti hvers vöru-
flokks er vísað til númers
félaga í félagaskrá, sem
hafa með þessa vöruflokka
að gera.
Á eftir vöruflokka-
skránni er að finna félaga-
tal F.Í.S. með ýmsum upp-
lýsingum um félaga s.s. að-
setur, forstjóra eða fram-
kvæmdastjóra og vöru-
flokka.
í bæklingnum segir að
tilgangur félagsins sé að
efla samvinnu meðal stór-
kaupmanna, umboðssala
innflytjenda og að gæta
hagsmuna félagsmanna á
allan hátt og einnig að
stuðla að því að verzlunin í
landinu sé rekin á frjálsum
og heilbrigðum grundvelli
og í því sambandi veitir
félagið félagsmönnum, er-
lendum aðilum og opinber-
um stofnunum sem fyllstar
upplýsingar um það, sem
getur komið þeim að gagni
við starfsemi þeirra.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Biblían segir, að allt samverki okkur til góðs. En þvf
trúi ég ekki, þegar ég hugsa um það, sem gerist 1
heiminum og (Iffi sjálfs mfns.
Biblian hefur aldrei lofað, að allt samverki okkur
til góðs. Loforð Guðs í orði hans er þetta, að „þeim,
sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim, sem
kallaðir eru samkvæmt fyrirhugun" (Rómv. 8.28).
Þetta erjreyndar eitt dásamlegasta fyrirheit Biblí-
unnar. En því fylgir skilyrði: Við verðum að elska
Guð og reyna að gera vilja hans. Þegar vió elskum
hann af hjarta, þá komumst við að raun um, að allt
samverkar okkur til góðs. Það táknar, að jafnvel
sjúkdómur og sorg, erfiðleikar, ástvinamissir, gleði
eða skortur, aðstæður þær, sem við búum við — allt
verður okkur til góðs. Þér spyrjið kannski, hvernig
þetta megi verða. Almáttugur Guð, sem allt þekkir,
hið liðna, líðandi stund og framtíðina, hann stjórnar
svo tilvikum lífs okkar, að allt verður til að efla heill
okkar, hvað svo sem það er. Hugsum okkur, að Guð
tæki frá yður barn, sem þér unnið hugástum og
bindið miklar vonir við. Guð vissi betur en þér, af því
að hann sér framtíðina. Nú er barni yðar borgið hjá
honum og svo mun verða um eilífð. Hugsum okkur
að þér yrðuð veikir. Guð hefur leyft það í kærleika
sínum. Ef til vill verður sú reynsla til þess, að þér
nemið staðar og farið að hugsa um hann og lærið að
nýju að lesa Bibliuna yðar og biðja. Munið aðeins að
elska hann og treysta honum fullkomlega. Þá fer
aldrei illa, séð frá sjónarmiði Guðs.
— Ársskýrsla
Landsbankans
Framhald af bls. 19
til lækkunar á lausaskuldum við
bankann, 177 m.kr. til 2ja ára, til
greiðslu annarra lausaskulda.
Auk þess breytti bankinn 52 m.kr.
af skammtfma lánum í lán til
nokkurra ára. Hagdeild Lands-
bankans gerði þann veg athugun
á 264 fyrirtækjum í sjávarútvegi.
REKSTUR OG
HAGUR BANKANS
Lausafjárstaða bankans batnaði
verulega. I byrjun árs var hún
neikvæð um 2915 m.kr. í lok árs-
ins var hún jákvæð um 297 m.kr.
og hafði því batnað skv. reikning-
um bankans um 3.212 m.kr. Þessi
bætta staða stafaði m.a. af sér-
stökum samningi við Seðla-
bankann, þar sem 1250 m.kr.
skammtimaláni var breytt i
fjögurra ára lán. Auk þess notaði
Landsbankinn 980 m.kr. skulda-
bréf, sem hann eignaðist við
skuldabreytingar í sjávarútvegi,
til þess að greiða niður lausa-
skuldir við Seðlabankann. Nettó-
inneign bankans erlendis nam
899 m.kr. i árslok 1975 og hafði
aukizt um 454 m.kr. á árinu.
Afkoma bankans varð mun
betri á árinu 1975 en árið áður.
Stafaði þetta bæði 'af aukningu
starfseminnar og vaxtahækkun-
um á árinu 1974. Tekjuafgangur,
auk vaxta af eigin fé, varð 250
m.kr. (83 m.kr. árið áður). A
árinu tókst að halda i horfinu með
eigið fé bankans, sem nam 1744
m.kr. i árslok 1975 og hafði því
aukizt um 387 m.kr. á árinu. Eigið
fé nemur nú 10% af innlánum
bankans.
UTIBU bankans.
1 Reykjavik eru nú 6 útibú
Landsbankans. Heildarvelta aðal-
bankans í Reykjavik með úti-
búum þar og í nágrenni borgar-
innar varð 2049 milljarðar króna
á árinu 1975 og hafði aukizt um
59% frá árinu áður. Afgreiðslur
urðu 7.6 milljónir talsins og hafði
fjölgað um 8%. Innlán hækkuðu
um 2705 m.kr. eða 30%. Utlán um
2796 m.kr. eða23%.
Bankinn rekur nú 12 útibú utan
Reykjavíkur, auk 7 afgreiðslu-
staða í tengslum við þau. Heildar-
velta útibúanna nam 374 milljörð-
um króna, hafði aukizt um 47%.
Afgreiðslufjöldi í útibúunum
jókst um 15%. Heildarinnlán úti-
búa úti á landi jókst um 1360
m.kr. eða 31%. Heildarútlán
hækkuðu um 1454 m.kr. eða 18%.
Staða' útibúa gagnvart aðal-
bankanum batnaði mikið á árinu.
útfaraskreyllngar
btómouot
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770
Minning:
Magnús Steinþórsson
frá Stykkishólmi
Fyrir fáum dögum barst mér á
öldum ljósvakans frétt um að
Magnús Steinþórsson væri látinn.
Magnús hefi ég ekki séð síðas-
liðin 50 ár, en þó hefur hann
furðu oft komið í hug mér. Það er
ekki vegna afreka hans á opinber-
um vettvangi, né að um hann hafi
verið rætt í fjölmiðlum, og engan
samgang eða kunningsskap hefi
ég haft við fólk hans, nei, það er
ein bernskuminning er ég geymi
er veldur, og nú skal greint frá.
Það var einu sinni sem oftar, að
sýna átti „Kómediu" í Hólminum,
en það var eitt af því dásamleg-
asta er við stelpurnar vissum.
Ég mun hafa verið 10—11 ára
er þetta var. Nú var það, að bæði
þótti óþarfi að krakkar færu
nema einu sinni á vetri að sjá
dýrðina, og ef einu sinni var búið
að neita um éitthvað þá var það
útrætt mál. Vinstúlku mína og
mig langaði óstjórnlega að sjá það
sem leika átti, en mig minnir að
það væri „Happið". Vinstúlka
mín var 2 árum eldri, og ekki á
því að gefast upp. Við hugsuðum
og töluðum, og loks kom henni
ráð í hug. Við skyldum biðja hann
Magnús Steinþórsson að gefa okk-
ur eina krónu, en það var gjaldið
fyrir okkur báðar. Ég áleit vin-
stúlku mína gengna af vitinu,
biðja að gefa sér, hún átti að vita
eins vel og ég, að það yrði dýrt
fyrirtæki ef upp kæmist. Að
sníkja jaðraði við að stela á þeim
timum.
Hvort sem þetta var rætt lengur
eða skemur, þá vildi það nú ein-
mitt þannig til að í þessu kemur
Magnús gangandi niður Hótelstíg-
inn. Þess skal getið að Magnús var
ókvæntur ungur maður er þetta
var. Ekki get ég fullyrt hvor okk-
ar bar upp erindið, en Magnús,
þessi ljúfi, hæggerði maður, tók
upp budduna, og með góðlátlegu
brosi gaf okkur það sem um var
beðið.
Eins og allir vita, er búsettir
voru í Stykkishólmi á þessum ár-
um, var mikill samgangur milli
nágranna, og kom Magnús stund-
um á heimili foreldra minna. Það
er ekki að orðlengja það að tveim-
ur dögum eftir betlið, kemur
Magnús sem oftar heim til okkar,
mig brestur orð til að lýsa þeirri
skelfingu og skömm er greip mig.
þvi ég þóttist þess fullviss að nú
væri Magnús kominn til að klaga
mig, og í raun og veru þótti mér
það maklegt. En Magnús var
meira göfugmenni en svo að hann
færi að klaga nokkurn, hann bara
brosti til mín, þessi hógværi, góði
maður.
En þessu hefi ég aldrei gleymt,
og borið í brjósti innilegt þakk-
læti til Magnúsar sfðan. Þetta at-
vik, þótt lítið sé (var stórt þá í
mínum augum) felur mikið í sér.
Fyrst nú eftir 55 ár flyt ég
Magnúsi hjartans þökk, ekki bara
fyrir krónuna, heldur miklu
meira fyrir trúnaðinn er hann
sýndi mér.
Það var aldrei meiningin að
skrifa venjuleg eftirmæli, til þess
brestur mig þekkingu á lífi og
störfum Magnúsar siðastliðin 50
ár.
Guð blessi minningu góðs
manns. f_
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUULYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
t
MAGNÚS ÁRNASON
frá Sauðárkróki
lést að Elliheimilinu Grund, fimmtudaginn 24 júní 1 976
Ásta Björnsdóttir og vandamenn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
HALLDÓR JÓN GUÐMUNDSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 júni kl 3
Ingibjörg Halldórsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson
JÚIÍUS Halldórsson, Sigríður Sigurðardóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Dóttír min
MARGRÉT GUÐRUN LÚTHERSDÓTTIR
Lundargötu 17, Akureyri
verður jarðsungin mánudaginn 28 júni kl 1 3 30 frá Akureyrarkirkju
Fyrir hönd barna hennar og annarra vandamanna
Lára Pálsdóttir.
t
Þakka sýnda hluttekningu vegnij fráfalls eiginmant^s míns,
BJÖRNS GUOMUNDSSONAR,
talkennara,
frá Næfranesi *
Fyrir hönd barna okkar og systkina hins látna
Ýrr Bertelsdóttir.