Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 1

Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 1
44 SIÐUR 149. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 10. JULl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þjarmað að síðasta víginu Nairobi, 10. júlf. Reuter. IDI Amin Ugandaforseti sagði brezka sendiherranum, James Hennessy, f dag að frú Dora Bloeh, gfslinn sem týndist, hefði verið útskrifuð frá sjúkrahúsinu f Kampala daginn áður en tsraels- menn réðust á Entebbe-flugvöll, en sú frásögn stangast á við yfirlýsingu brezks fulltrúa sem kvaðst hafa hitt konuna eftir Lima, 10. júlf. Reuter. YFIRMENN hinna þriggja greina heraflans f Perú lýstu í dag yfir stuðningi við Francisco Morales Bermudez forseta vegna uppreisnar sem hefur verið gerð í æfingastöð hersins f Chorillos, 15 km frá höfuðborginni Lima. Uppreisnin ver gerð þegar for- setinn vék úr starfi yfirmanni herstöðvarinnar, Carlos Bobbio Centurion hershöfðingja, og yfir- menn heraflans lýstu sig sam- þykka brottvikningunni. Seinna var sagt að hann hefði verið hand- tekinn og uppreisnin bæld nið- ur. Liðsauki var sendur til for- setahallarinnar vegna uppreisn- arinnar og stjórnin kom til skyndifundar í höllinni. Lögregl- an dreifði hópi fólks sem safnað- ist fyrir utan höllina þrátt fyrir útgöngubann, sem var fyrirskipað 1. júlí þegar lýst var yfir neyðar- ástandi í kjölfar mótmælaaðgerða gegn sparnaðarráðstöfunum, veróhækkunum og 30% gengis- lækkun. '• Seinna gáfu yfirmenn fimm herstjórnarumdæma Perú út Reirút 10. júli AP. HERSVEITIR kristinna falang- ista f Líbanon héldu f dag áfram árásum sfnum á hafnar- borgina Enfe, en sú borg er eina svæðið í Kourahéraði, sem þeir hafa ekki á valdi sfnu. Gffurlegt mannfall hefur orðið í landinu og hafa nú um 1700 manns fallið sl. sex daga og samtals um 32 þús- und manns sfðan borgarastríðið hófst fyrir 15 mánuðum. Talsmaður Palestínumanna sakaði í dag Sýrlendinga um að hafa bætt sveit brynvagna við árásarsveitirnar við Tripoli, sem vinstri menn hafa á valdi sínu. Útvarp Palestínumanna skýrði frá þvi í morgun, að tekizt hefði að hrinda 50. árás falangista á flóttamannabúðirnar Tel al Zaatar f útjaðri Beirút. Óttast eldgos San Juan Puerto Rico 10. júlf AP. YFIRVÖLD á eyjunni Guadaloupe f Karabfska hafinu hafa flutt 25000 fbúa á brott frá svæðinu umhverfis La Soufriere- eldfjallið, sem óttazt er að fari að gjósa á hverri stundu. Rifa myndaðist i hlíðar fjallsins í fyrradag og rauk nokkur aska upp hana og eitrað gas. Varð af þessum sökum að leggja nokkra menn í sjúkrahús. Uppreisn gerð í einni stöð hersins í Perú svipaða stuðningsyfirlýsingu við forsetann og yfirmenn heraflans. Morales Bermudez forseti hef- ur verið við völd síðan i ágúst í fyrra þegar herinn gerði byltingu gegn Juan Velasco Alvarado hers- höfðingja sem hafði verið forseti frá því herinn brauzt til valda 1968. Hann hét því að halda áfram vinstribyltingu i þjóðfélagsmál- um sem herinn hefur haft að markmiði siðan hann tók völdin, en alvarlegt efnahagsástand hef- ur valdið stjórninni erfiðleikum. Stjórnmálafréttaritarar í Bei- rút segja að falangistar og Sýr- lendingar hafi hafið stórsökn undanfarna daga til þess að reyna að vinna ný svæði áður en utan- ríkisráðherrafundur Araba- bandalagsins hefs á mánudag, þar sem fjallað verður um ástandið i Líbanon. ÞÆR tóku Nauthólsvfkina snemma f gærmorgun, enda veðrið til þess annan daginn f röð. Þá var veðurstofan búin að lofa okkur svipuðu veðri f dag, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu og segir nánar frá þvf í ramma á baksfðunni. — Ljósm.: Br.H. „Ugandamenn hafa enga gfsla. lsraelsmenn tóku þá alla með valdi þegar þeir réðust inn f Uganda,“ sagði Amin. Jafnframt segja blöð i Kenya frá þvi að rúmlega 240 Kenya- menn í Uganda hafi verið myrtir siðan ísraelsmenn réðust á Ent- ebbe-flugvöll. Blöðin segja að of- sóknir gegn Kenyamönnum hafi hafizt eftir árásina og þeir sem Ugandahermenn hafi haft upp á hafi verið afklæddir, pyntaðir og skotnir til bana. Sjálfir sökuðu Ugandamenn Kenyamenn um að trufla járnbrautasamgöngur til Uganda um Kenya og sambúð landanna fer versnandi. Amin sagði þegar hann ræddi við Hennessy að Bretar búsettir í Uganda þyrftu ekkert að óttast Frú Dora Bloch. og að hann vildi að góð samskipti Bretlands og Uganda héldu áfram. Amin gaf Hennessy nákvæma skýrslu um atburðinn á Entebbe- flugvelli og bar til baka fréttir um að nokkrir flugvélarræningjanna væru enn i Uganda. Hann sagði Framhald á bls. 43 Reyna að fá lífi málalið- anna þyrmt Washington 10. júlf. Keuter. BANDARlSKI öldungadeild- arþingmaðurinn s Charles Mathias frá Maryland fór i dag áleiðis til Angóla til þess að reyna að fá forseta Angóla, Agostino Neto, til þess aö þyrma lífi bandariska málalið- ans Daniel Gearharts, en Neto staðfesti í gær dauðadóminn yfir honum og þremur öðrum brezkum málaliðum. Yfirvöld í Bandarikjunum og Bretlandi hafa skorað á Neto að milda dóminn yfir mönnunum 4, sem voru i hópi 13 málaliða, sem ákæru sættu. Hinir 9 voru dæmdir til fang- elsisvistar. Rætt um 200 mílur Esloril. Porlúgal 10. júli. Reuter. Helzta umræðuefnið á fundi NA—Atlantshafs- nefndarinnar i Portúgal i vikunni var útfærsla fisk- veiðilögsögu í 200 milur. Var skipuð nefnd, sem á að skila áliti til stjórnarinnar og til- lögum eftir að hafréttarráð- stefnunni lýkur i New York 17. september n.k. Nefndin kemur aftur saman til fund- ar i ágúst í London og verða þá tekin fyrir ýmis vanda- mál í sambandi við fiskveið- ar, eins og þorskveiðar í Bar- entshafi, en Norðmenn hafa sakað Spánverja og Portú- gala um að hafa veitt langt umfram leyfilegan kvóta þeirra. Amin ókunnugt um afdrif frú Bloch Oeirðir blossa upp í Djibouti París, 10. júlí. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 10 biðu bana og 60 særðust f óeirðum sem blossuðu upp i dag í Djibouti, höfuðborg frönsku nýlendunnar Afars og Issas við Rauðahaf sem venjulega er kölluð Djibouti. að sögn franska útvarpsins. Öeirðirnar hófust skammt frá hverfi Evrópumanna f borginni þegar fólk af Issa-ættflokknum réðst á menn af Afar- ættflokknum. Utgöngubann var fyrirskipað eftir blóðuga bardaga ættflokkamanna og lögregla er á verði á svæðinu. Kveikt var í mörgum byggingum og lögreglan varð að beita táragasi. Um 60.000 af 125.000 íbúum ný- lendunnar eru af Issa- ættflokknum og styðja andstöðu- flokk stjórnarinnar, LPAI, sem er undir forystu Hassan Ghouled Aptidon og berst fyrir því að ná völdunum frá Ali Aref Bourhan forsætisráðherra sem er af Afar- ættflokknum. Óeirðirnar hófust með árás á heimili bróóur forsæt- isráðherrans. Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.