Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.07.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLl 1976 23 Helgi Hálfdanarson: Svo má hvert ker fylla { Morgunblaðinu þann 9. þm. birtir Magnús Björnsson skemmtilega athuga- semd um nafnið Ker- móafoss. Þar leiðir hann nokkur rök að því, að orðliðurinn „ker“ kunni að merkja kjarr. Tilefnið er grein mín í sama blaði þann 4. þm. þar sem meðal annars er minnzt á þennan foss. Þar gat ég þess, að merking þessa hljóm- fagra nafns væri ekki tvfmælalaus. Auk ann- ars taldi ég koma til greina, að móar þeir, sem fossinn er við kenndur, drægju nafn af kistuveiði í ánni, sem einmitt er mikil laxveiðiá, svo sem kunnugt er. En „ker“ hefur frá fornu fari m.a. merkt laxakista, og laxveiði í kistur þess vegna kallazt kerafiski eða kerveið- ur (þ.e. kerveiði). í þessu greinarkorni greip ég einungis þær merkingar orðsins „ker“, sem vitað er um með vissu í íslenzku máli. Ef „ker“ væri óþekkt orð í málinu, eða ekkert samband hugsanlegt milli neinnar merkingar þess og nafnsins á foss- inum, þá lægi beint við að leita á önnur en þó nálæg mið. Og víst bæri þá vel í veiði þar sem er norska orðið „kjerr“, sem merkir kjarr. En nú er „ker“ einmitt algengt orð á fslenzku í öðrum merkingum, sem virð- ast hafa fylgt fslands byggð frá öndverðu og nægja tif skýringar á nafninu, jafnvel á fleiri en einn veg, og mætti þá þykja, sem vatn væri sótt yfir læk, ef framhjá væri geng- ið. Er þá einnig á það að Ifta, að orðið „kjarr“ virðist hafa verið algengt í ís- lenzku máli að fornu, en ekki vitað til að „ker“ hafi verið haft í þeirri merkingu, nema ef talið skyldi þetta eina Fagur- skinnu-dæmi, sem Magnús vitnar til, en Heggstad kallar „av- brigde“ (afbrigðf), enda kvað þar verá um að ræða uppskrift norsks manns eftir ís- lenzku handriti. Það fer að sjálfsögðu mjög eftir staðháttum, hvort merkingin „kjarr“ er Ifklegri en annað í nöfnunum Víðiker og Kerhólar, sem Magnús minnist á. Þar þekki ég ekki til, og Magnús ekki heldur, grunar mig. Ef þar eru t.d. tjarnir eða hólar í lfkingu við eld- vörp, þarf kannski ekki lengra að leita. Gaman væri, að kunn- ugir segðu til um það. Hitt er sjálfsagt, að ekki þarf nema eitt dæmi, þó „afbrigði- legt“ sé, til viðbótar við orð úr grannmál- um, til þess að sú merking hljóti að leita á. Magnús getur þess, að hann hafi minnzt á kjarr við mig, áður en ég hripaði fyrr nefnd- an greinarstúf, og ég hafi látið mér rök- semdir hans vel líka. Ekki væri það lfkt Magnúsi að fara rangt með þetta. En þegar ég bar síðan undir hann laxveiði-tilgátuna, féllst hann á hana samstundis, þvf þar væri „ker“ í þeirri merkingu sem er án allra tvfmæla og end- ist fullkomlega til skýringar. Nú er samt Ijóst orðið, að í hjarta sfnu hefur Magnús ekki hafnað kjarrinu. Eitt er víst: Uppá- stungan um kjarr er ekki sfður boðleg en svo margt annað, sem gott er kallað f slfkum efnum; og ekki verður hún til að spilla fegurð nafnsins. Jafnvel þó telja megi á henni nokkur vandkvæði, og fossnafnið þurfi ef tii vill ekki á henni að halda, verður hún enn til að auka þá skemmtilegu óvissu, sem ég kallaði í grein minni „margræða“ og taldi nafninu til gildis- auka. Þess vegna kann ég Magnúsi Björnssyni beztu þakkir fyrir að láta mér ekki haldast uppi að stinga tilgátu hans undir stól, jafn- vel þótt mér gangi illa að fyrirgefa honum, að ég skyldi ekki fitja upp á henni við hann að fyrra bragði. Með þeim orðum læt ég útrætt um Kermóa- foss. En gott væri að heyra hvað fræðimenn hafa hér til málanna að leggja. Það yrði áreiðanlega vel þeg- ið af almenningi, jafn- vel okkur Magnúsi Björnssyni, þó að við höfum einatt meiri trú á því, sem okkur dett- ur sjálfum í hug, en nokkru því sem aðrir hafa fyrir satt. nýlega unnið stríð út á við. Við getum ekki látið eyðileggja þjóð- félag okkar innan frá eins og nú virðist stefnt að. Forsenda allra aðgerða er þjóðfélagsleg umræða. Hugur okkar hefur verið bundinn við efnahagsmál og landhelgismál um langt skeið. Nú hljótum við að beina athygli okkar að þeim mein- semdum samfélags okkar, sem hér hafa verið gerðar að umtals- efni. Skattar á næsta leiti Senn kemur að þvf að skatt- skrár verði lagðar fram. Þær munu enn einu sinni leiða athygli að þeirri staðreynd, að verulegt og margvíslegt misrétti ríkir f skattamálum og hefurraunar gert áratugum saman. Það er fróðlegt að bera saman skatta„móral“ okkar Islendinga og sumra ann- arra þjóða. I Bandarfkjunum t.d. er það hin mesta hneisa, sem mað- ur getur orðið fyrir, ef uppvist verður um skattsvik af hans hálfu. Og viðurlög við skattsvik- um í Bandarfkjunum eru gffur- lega þung. Skattsvikum þar fylgja ekki aðeins peningaleg útgjöld heldur og fangelsisvist. Hé^r- sýn- ist það vera eins konar þjóðar- sport að svikja undan skatti. Og það er eins með skattsvikin og hinn ,,frjálsa“ gjaldeyrismarkað, sem hefur blómstrað um skeið, að öllum virðist kunnugt um þau, nema yfirvöldunum. Það er alkunna, að sá sem þarf að láta framkvæma stórviðgerð t.d. á bifreið getur átt þess kost að losna við söluskattsgreiðslu af slfkri viðgerð, lofi hann að láta þess ekki getið, að slík viðgerð hafi verið framkvæmd af viðkom- andi aðila. Þannig er ríkið ekki aðeins svikið um söluskatt, heldur og einnig um skatta af þeim tekj- urg. sem þannig eru ekki gefnar upp. öll þjóðin veit líka, að hægt er að komast að hagkvæmari kjör- um t.d. um viðhald á húsum, ef því er heitið að gefa það ekki upp til skatts. Þetta er aðeins ein hliðin á skattsvikunum. I áratugi hefur það orð legið á, að tilteknir þjóð- félagshópar sleppi léttar frá skattgreiðslum heldur en aðrir. En þrátt fyrir ýmis konar aðgerð-' ir til þess að herða eftirlit með skattaframtölum verður ekki. séð, að meiriháttar breyting hafi orðið f þessum efnum. Þetta þýðir í raun að þeir, sem ýmist telja tekj- ur sínar samvizkusamlega fram til skatts eða eiga engra kosta völ í þeim efnum, greiða skatta fyrir samborgara sína. 1 þvi felst að sjálfsögðu óviðunandi ranglæti. Tvennt veldur mestri óánægju fólks í sambandi við skattamál. I fyrsta lagi ef hin beina skattbyrði er orðin svo þung, að hún mis- bjóði réttlætiskennd fólks. í öðru lagi, ef hinum almenna skattborg- ara er ljóst, að tilteknir þjóðfé- lagshópar komast upp með það árum saman að borga ekki skatta af tekjum sínum til jafns við aðra. Á timum viðreisnarstjórnarinnar voru gerðar þannig breytingar á skattakerfinu, að enginn sann- gjarn maður gat haldið því fram, að skattbyrðin væri of þung. Fram að þeim breytingum höfðu skattamál verið i hinu mesta ólestri og landsmenn hömuðust við að skjóta tekjum undan skatti. En á þessu várð grundvallar- breyting á viðreisnarárunum. Á tímum vinstri stjói-narinnar seig á ógæfuhliðina á ný í þessum efn- um. Núverandi fjármálaráðherra hefur þegar beitt sér fyrir umtals- verðum umbótum á skattalöggjöf- inni en betur má ef duga skal. Hins vegar er alveg ljóst, að þótt stóraukið eftirlit hafi verið tekið upp í skattamálum hefur ekki enn tekizt að koma i veg fyrir víðtæk og almenn skattsvik. Það hlýtur að verða eitt megin viðfangsefni skattyfirvalda á næstu árum að komast fyrir þessi skattsvik. Vel má vera, að það verði ekki gert nema herða enn viðurlög við skattsvikum og gera þau svo þung, að hverjum og ein- um megi vera ljóst, að það geti með engu móti borgað sig að taka þá.áhættu sem skattsvikum fylgi. Virðing fyrir lögum og reglum Þess hefur gætt i vaxandi mæli hin siðari ár, að virðingin fyrir lögum og reglum hefur farið þverrandi. Hér kemur margt til. Ef löggjafarvaldið setur lög, sem augljóslega stríða gegn réttlætis- vitund almennings er hætta á ferðum, eins og t.d. ef skattbyrði er ákveðin svo þung að réttlætis- kennd fólks að þessu leyti sé mis- boðið. Með sama hætti er sjálfs- bjargarviðleitnin rik, ef stjórn- völd setja reglur, sem stríða gegn heilbrigðri skynsemi, sbr. þær reglur, sem hafa rikt í sambandi við ferðamannagjaldeyri. Það stuðlar heldur ekki að virð- ingu fyrir lögum, þegar fjölmenn almannasamtök á borð við Al- þýðusamband islands beita sér fyrir lögbrotum sbr. afstöðu ASl til bráðabirgðalaga, sem sett voru fyrir einu ári vegna verkfalls í ríkisverksmiðjum. En jafnframt hafa óróaöfl i þjóðfélaginu kerfisbundið unnið að þvi að brjóta niður virðingu fólks fyrir lögum og reglum og hefur ýmsum aðferðum verið beitt í þvi sambandi. Haldi svo fram sem horfir um glæpi, smygl, virðingarleysi fyrir lögum má augljóst vera að hætta er á ferð- um fyrir þjóðfélag okkar. Þess vegna er það nú eitt veigamesta viðfangsefni á opinberum vett- vangi sem stjórnmálamenn, fjöl- miðlar og aðrir þeir, sem afskipti hafa af opinberum málum hljóta að láta sig miklu skipta á næstu árum, að endurreisa virðingu al- mennings fyrir lögunum, að stemma stigu við þeirri glæpa- öldu, sem gengur yfir landið og komast að rótum hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.