Morgunblaðið - 11.07.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 11.07.1976, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAqUR 10. JULÍ 1076 slóðum F erðafélagsins Sá hópur Islendinga mun vera allstór, sem hefur komið til Þórs- merkur, dvalið þar lengri eða skemmri tíma og notið hinnar stórbrotnu fegurðar, sem þar blasir hvarvetna við augum. Sá útsýnisstaður, sem flestir Þórs- merkurfarar leggja sinn metnað í að komast á er Valahnúkur, enda er naumast hægt að finna betri stað til að standa á, meðan maður áttar sig á umhverfi Þórsmerkur og nærliggjandi staða. Af Vala- hnúk sjáum við svo glöggt, hvern- ig árnar Krossá og Markarfljót renna um aurana sitt hvorum megin við Mörkina og vernda hana fyrir ágangi, sem annars hefði örugglega spillt henni og jafnvel eyðilagt þessa fögru vin, sem við öll getum verið svo stolt af. Ef við, frá Valahnúk, rennum augunum eftir farvegi Markar- fljóts, í átt til fjalla, festum við fljótlega augun á hrikalegum gljúfrum, þar sem áin spýtist fram út á slétta aurana, og ef við lítum ögn til vinstri, sjáum við einkennilegt, toppmyndað fjall, meó grasgeira, löngum og mjóum, sem nær hér um bil upp að efsta tindi. Á útsýnisskífunni á Vala- hnúk finnum við nafnið á þessu fjalli. Heitir það Einhyrningur og er það nafn vel við hæfi. Þessi tvö furðuverk skaparans hafa þegar vakið forvitni okkar, vakið löng- un til að köma á þessar slóðir og eyða þar nokkrum stundum í leit að einhverju nýju og óvæntu til að leggja i sjóð minninganna. Við ákveðum að leggja land undir fót og heimsækja þennan stað. Ekki er mögulegt að fara beint af augum, til þess er Mark- arfljót of erfiður farartálmi. Við verðum þvi að leggja lykkju á leið okkar og halda niður á þjóðveg og yfir ána á brúnni. En þegar yfir fljótið er komið er leiðin greið og auðfarin í áfangastað. Þótt flestir íslendingar þekki sögu Fljótshlíðar og hafi kynnst fegurð hennar, vita færri um hið stórbrotna landslag, sem við tek- ur, er henni sleppir, og við ætlum nú til. Við höldum austur með hlíðinni og nokkru neðan við Barkarstaði er beygt út á aurana, þar sem áin rann áður, kolmórauð og illúðleg, en hefur nú verið færð í fjötra, svo hún getur ekki eytt og spillt eins og áður var. Þegar komið er skammt austur fyrir Fijótsdal, sést Mögugil á vinstri hönd. I því eru sérkennilegar klettamyndan- ir og þar er einnig fallegur og sérkennilegur stuðlabergshellir, senj mun vera nærri horfinn vegna framburðar úrgilinu. Við höldum áfram og nú utan í Þórólfsfelli, sem er mjög skorið sundur af giljum, sem ganga alla leið niður að ánni, sem rennur fast vió fellið, mórauð og ströng. Þessi gil eru ill yfirferðar, en með tækni okkar tíma hefur leiðin ver- ið rudd, svo öllum torfærubilum er auðvelt að komast leiðar sinn- ar. Ég nefni hér Stórubrekkugil, Bólagil og Streitur, þótt fleiri séu á leið okkar meðfram fellinu. Nokkru austar en Þórólfsfell er Kanastaðagil, en við það gil mun býlið Kanastaðir hafa staðið til forna. Brátt verður Gilsá á leið ökkar með jökullit í vatni, sem hún hefur fengið frá Tindfjalla- jökli. Hún er enginn farartálmi í þetta sinn, svo við hröðum ferð okkar eftir sæmilega ruddum vegi um Hellisvelli, Fauskheiði og Fífuhvamma. Þessi nögn vekja hugsun um það, sem áður var, en ekki er til staðar nú. En þó. Með- fram Markarfljóti er að finna hraunklappir á kafla. Þar er fall- egur gróður, berjaland gott og skógarhríslur ber fyrir augu hér og þar í gilskorningum. Leifar frá liðinni tið? Austan við Fauskheiði er Tröllagjá og vestan við hana Valshamar. Þar mun fálki hafa átt hreiður fyrr á tímum og á kannski enn. Súnnanmegin Mark- arfljóts eru Hamraskógar, en þá þekkja allir Þórsmerkurfarar. Nú er stutt í áfangastað, en hann er á Einhyrningsflötum undir Einhyrningi. Þar er gott að tjalda og þar er gangnamannahús, sem Fljótshliðingar eiga. Það er gott að vita af því, ef eitthvað spillist með veður. Uppi yfir okk- ur gnæfir Einhyrningur (641 m) með sinum þverhníptu hömrum, en nú eru þeir óárennilegri en áður var að sjá frá Valahnúki. Á þessum stað stóð áður bær, sem getið er um í Njálu. Þar mun Þorkell bundinfóti hafa búið, en hann var afi Starkaðar undan Þri- hyrningi, sem atti kappi við Gunnar á Hliðarenda, sem frægt er í sögum. Nú er hér lítið að sjá af fornum minjum. Daginn eftir erum við snemma á fótum, því ætlunin er að ganga með Markarfljótsgljúfrum og kanna þau nánar. Við látum bíl- inn flytja okkur austur að kláf- ferjunni, sem er yfir Markarfljót við efri enda gljúfranna, vestan við Hattfell. Þar förum við út úr honum, sendum hann til baka en göngum eftir gljúfurbarminum n\ður með fljótinu. Sú leið mun seint gleymast þeim, sem hana fer Skammt fyrir neðan kláfinn er lítill'foss í gljúfrinu. Tekur það nú að dýpka og svipur þess allur hinn tröllslegasti til að sjá. Frá gljúfra^eggjunum blasa við aug- um ótaí tilbrigði jarðsögunnar, sem varla er á færi annarra en lærðra jarðfræðinga að lesa og skilgreina. Við getum þó greint malar og leirlög, hraunlög og þursaberg, svo eitthvað sé nefnt, auk hinna fjölmörgu, litlu og tæru fossa, sem falla beint út úr Einhyrningur og Markarfljótsgliúfur berginu og ofan í mórautt vatn Markarfljóts. Við förum hægt yfir, stönsum oft og horfum dáleidd á það, sem fyrir augun ber. En fegurst, illúð- legast og hrikalegast er gljúfrið á móts við Bjórgil í Almenningum. Ekki veit ég hversu djúpt það er þar, en standi maður á barmi þess og horfi níður er hætt við að svimagjarna sundli, því til að sjá er straumvatn Markarfljóts eins og mjór, grár strengur neðst í gljúfurbotninum. Það er orðið áliðið dags, þegar við komum aftur í tjaldstað á Ein- hyrningsflötum. Þótt leið sú, sem við höfum að baki sé ekki löng, talið í kílómetrum, hefur hún orð- ið okkur all drjúg og seinfarin. Bæði vegna hins stórfenglega út- sýnis, sem við höfum haft fyrir augum og svo vegna þess, að nyrðri gljúfurbarmurinn er all skorinn sundur af giljum og því seinfarinn. Eftir að við höfum hresst okkur og hvílt um stund, er kjörið að ganga lengra niður með fljótinu og koma til baka eftir Tröllagjá, sem mun líklega vera gamall farvegur Markarfljóts, en er fyrir löngu orðinn þurr, þótt merki eftir vatnsflauminn megi greina í börmum hennar. Ðaginn eftir er ætlunin að ganga á Einhyrning. Við hrepp- um auðvítað ágætt veður og hlökkum til að njóta þess útsýnis, sem þar er að fá. Hægast mun vera að ganga upp grasgeira þann, sem minnst er á í upphafi þessarar greinar. Þetta er auð- veld leið, en samt er best að fara með gát, því bergið er laust og nokkur hætta af lausum steinum. Af tindi Einhyrnings er fagurt útsýni. Þaðan blasir við hinn fagri jöklahringur: Tindfjallajök- ull í norðvestri, Eyjafjallajökull í suðri og Mýrdalsjökull í austri ásamt Rjúpnafelli, Stóra-Mófelli og hinni hrikalegu Entugjá. í norðaustri sést Kaldaklofsjökull og Torfajökull, Stórkonufell, Hattfell og fleiri fjöll á Emstrum. Hér er best að ljúka þessum stuttu hugleiðingum, þvi hugur- inn kýs að haldið sé í Botnsárgil, Kerið, að Einbúa og í Hitagil, en við verðum að láta það bíða betri tima. Þorgeir Jóelsson. EINANGRUNARGLER Við framleiðslu Ispan-einangrunarglers eru notaðar nýjustu fáanlegar vélar og tæki og jafnan fylgzt með nýjungum, sem fram koma erlendis viðvíkjandi gæðum og hagræðingu við framleiðsluna. □ □ □ PANTIÐ TÍMANLEGA Tvöfalt Þrefalt Höfum eigin bíl til glerflutninga A Þéttilistar B Þéttikítti C Loftræsting D Plastklossi ■, ■ •••••........................................ C ISPAN HF. FRAMLEITT Á AKUREYRI FURUVÖLLUM 5 — AKUREYRI SÍMI (96)21332 ■ EINANGRUNARGLER ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.