Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 30

Morgunblaðið - 11.07.1976, Page 30
► ) ) I ! í t t i f \ t t ÞEGAR hljómplötuútgáfan Hljómar hf. klofnaði í frum- eindir sínar f byrjun þessa árs, stofnuðu þeir Rúnar Júlfusson og Gunnar Þórðarson eigin plötufyrirtæki og hófu þegar að vinna að þvf að fylla hið stóra skarð sem Hljómar hf. skildu eftir. Rúnar nefnir fyrirtæki sitt Gimstein, en Gunnar valdi sínu fyrirtæki nafnið Vmir. Báðir hafa þeir nú sent frá sér fyrstu tvær plöturnar: Rúnar gaf út plötu með Brim- kló og aðra með sjálfum sér, en Gunnar ýtti úr vör með Engil- bert Jensen og þremenningana Halla, Ladda og Gísla Rúnar Jónsson í farangrinum. A fundi Gunnars með frétta- mönnum fyrr í vikunni voru plata Engilberts, „ ... skyggni ágætt" og plata þremenning- anna, „Látum sem ekkert C" kynntar, svo og listamennirnir sjálfir, en raunar eru þeir allir löngu þjóðkunnir. I daglegu tali gengur Engil- bert undir nafninu Jensen og verður kallaður því nafni hér eftir. Flata hans var hljóðrituð í London undir stjórn Gunnars Þórðarsonar og auk Gunnars og Jensens leika eftirtaldir hljóm- listarmenn á plötunni: Graham' Preskett (fiðla), Simon Philips (trommur), Tómas Tómasson (bassi), Chris Parren (píanó og klarinett) og Roy Sidwell (saxófónn). „Menn hafa heyrt mig syngja á plötum Hljómanna og Lónlý blú bojs,“ sagði Jensen í sam- talí við Slagbrand, „en nú ætla ég að leyfa þeim að heyra hvað ég hef sjálfur fram að færa, einn sér. Áður en upptakan hófst hafði ég fengað 27 lög hjá hinum og þessum höfundum og valdi svo úr þeim tíu lög á plöt- una.“ Lögin eru eftir Gunnar Þórð- arson, Jóhann G. Jóhannsson, Arnar Sigurbjörnsson, Jóhann Helgason, Ólaf Þórarinsson og G. Ragnhildi Gísladóttur. Text- ar eru flestir eftir Þorsein Egg- ertsson, en Jóhann G. á tvo texta og Valtýr Þórðarson einn. Víst er, að þótt plata þeirra Halla, Ladda og Gísla heiti „Látum sem ekkert C“, þá láta hlustendur ekki sem ekkert sé á meðan þeir hlusta á plötuna, sem er stórbrotin samsuða gríns og gamans. Tónlistarefni er uppistaðan á plötunni, en á milli laga skjóta ýmsir furðu- fuglar upp kollinum, svo og NUDAGUR 10. JULI 1976 Skyggnið ágætt og við látum sem ekkertC! gamlir kunningjar, t.d. eins og Saxi læknir. Tónlistin er að mestu gömul, frá árunum 1930—1960, en Gunnar Þórðar- son útsetti hana í samræmi við þarfir þeirra félaga og stjórn- aði 6—7 manna hljómsveit í upptökum. Rétt er að taka fram, að þeir Halli og Laddi og Gísli unnu saman að gerð plötunnar sem sjálfstæðu verkefni, en ekki eru uppi neinar ráðagerðir um samruna þessara þriggja lista- manna i eitt tríó (eða lítinn kvartett); Á plötuumslaginu er svo- nefnt Millizpil og tilheyrandi Lögreglur fylgja plötunni. „Þannig fær fólk tvöfalda nýt- ingu á vörunni," sagði Laddi, „þvi að það getur ekki aðeins spilað plötuna, heldur líka umslagið." Spilið mun þó vera talsvert svekkjandi á köfl- um, enda geta svona grínkallar ekki stillt sig um að draga svo- lítið dár að neytendum. Kemur það einnig í ljós á sjálfri plöt- unni, þar sem á einum stað eru leikin tvö lög i einu og útkoman er óskiljanleg í stereó, en hægt er að bjarga þessu með því að skrúa fyrir aðra rásina og hlusta á annað lagið í einu! Fress í Fresh — „Það þýðir ekkert að reyna að tala við okkur, við erum svo heimskir," sagði Finnbogi Kjartansson glottandi þegar Slagbrandur laumaðist inn í æfingaskúr hljómsveitarinnar FRESH nú fyrir skömmu. Finnbogi er annar af tveimur nýjum meðlimum I hljómsveit- inni, — hinn er Hrólfur Gunn- arsson, en báðir léku þeir áður í hljómsveitinni Júdas eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt. Þeir Thomas Lansdown, Omar Óskarsson og Pétur „kapteinn" Krist jánsson voru fyrir í hljóm- sveitinni Fress, en við manna- skiptin var ákveðið að breyta nafni hljómsveitarinnar i Fresh. Slagbrandur tillti sér á trékassa i einu horni æfinga- skúrsins og einn meðlima Fresh spurði hvort hann væri ekki hress. (Ekki vantar húm- orinn í Slagbrand). Á æfingunni fékk Slagbrand- ur að hlusta á nokkur lög af efnisskrá hljómsveitarinnar (valin með tilviljunarúrtaki, eins og Ómar sálfræðinemi Ósk- arsson sagði) og verður ekki annað sagt en það úrtak hafi látið vel í eyrum. Sérstaka at- hygli Slagbrands vakti þó hversu samstilltir þeir félagar eru eftir svo skamman æfingar- tíma, og er hann illa svikinn ef Fresh á ekki eftir að blanda sér í slaginn meðal vinsælustu hljómsveitanna innan tíðar. 1 samtali við Frésh kom fram, að þeir félagar hafa ekki bund- ið sig við neina ákveðna tegund rokktónlistar þótt þeir hallist helst að „funkinu" svokallaða. Sagði Finnbogi að þeir mundu láta stefnuna þróast með sam- æfingunni og einbeita sér síðan að þeirri tegund sem þeir teldu sig besta i. Þá kom og fram, að þeir hafa áhuga á að fá upp- rennandi hljómsveitir til að leika með sér á böllum i stað diskóteka, sem þeir telja að eigi ekkert erindi á dansleikjum með hljómsveitum. — „Diskó- tek eru handónýt á sveitaböll- um,“ sagði Hrólfur, — „það á að gefa nýju strákunum tæki- færi“. Og með það skaust Slag- brandur út úr æfingaskúrnum, eins laumulega og hann hafði komið inn. Ljósm. RAX. GAMLI RÍÓ-flokk- urinn hefur nú skot- ið upp kollinum á ný, öllum að óvörum, með breiðskífu sem hlotið hefur nafnið „Versi af öllu“. Ólafur Þórðarson, sem nú vinnur að gerð eigin hljómplötu með frum- sömdu efni, er ekki með að þessu sinni en fjarvera hans gleym- ist um leið og platan er sett á fóninn, — svo mjög svipar henni til fyrri verka þeirra fé- laga. Allt yfirbragð er hið sama, léttleikinn er á sínum stað svo og einfaldleikinn ásamt einstakri kfmnigáfu, sem textahöfundinum Jónasi Friðrik er ein- um lagið. Hljóðritun plötunn- ar fór fram í London í mars sl. og stjórnaði Gunnar Þórðarson upptökunni en hann á einnig drjúgan þátt i hljóðfæraslætti og söng enda er hand- bragð hans mjög ein- kennandi fyrir þessa plötu. Má segja að merkið tryggi þar gæðin og efast ég um, að undirleikur hafi í annan tíma verið betri á Rió-plötu. Flest lög plötunnar eru eriend að upp- runa, misjafnlega þekkt, og þykir ýms- um kynlegt, að þeir Ríó-félagar skuli ekki semja meira sjálfir eftir öll þessi ár i skemmtibransanum. Hefur mörgu misjöfnu verió slegið fram í þessu sambandi s.s. fullyrðingum um getu- leysi þeirra félaga til tónsmíða (—Gunni Þórðar???) og skort á tónlistarhæfileikum og frumleika. Sleggju- dómar af þessu tagi eru alltaf hvimleiðir og ég held að menn ættu að athuga sínn gang vel áður en slík- um hnútum er kastað. Þar er vissuiega ástæða til að hvetja sem flesta til tónlistar- RÍO VERST AF ÖLLU 33 snún. — Fálkinn sköpunar eftir því sem kostur er. En viðleitni í þá átt má ekki verða að meinloku, — þeirri, að ekkert sé gott nema frumsamið efni. Menn geta svo enda- laust deilt um tilgang- inn eða tilgangsleysió með útgáfu plötu sem þessarar. Mér virðist þó tilgangurinn vera augljós: Hér er slegið á létta strengi og sölu- sjónarmiðið er aug- ljóst. Á blaða- mannafundi sem hald- inn var vegna útkomu plötunnar báru þessi mál mál á góma og mig minnir að Helgi Pétus- son hafi afgreitt um- ræðurnar á þá leið, „að aðalatriðið væri ánægjan sem þeir fé- lagar hefðu af sam- vinnunni og tilgangur- inn væri sá einn að gera skemmtilega plötu sem fólk hefði gaman af“. — Þeim tilgangi er náð með þessari plötu og er vissulega ánægjulegt til þess að vita, að til séu menn sem þekkja sín takmörk, vinna samkvæmt því og ná tilætluðum árangri eins og best verður á kosið. Jónas Friðrik sann- ar enn ágæti sitt við textagerð og má segja aó hann fari hér á kostum. Á sinn sér- stæða hátt tekst hon- um að bregða upp ein- faldri mynd af vett- vangi dagsins og hversdagslegu lífi manna og er myndin stundum svo raun- veruleg að líkja má við upplifun sjálfra at- burðanna sem fjallað er um. Ég er t.d. illa svikinn ef margur pip- arsveinninn kannast ekki við sjálfan sig í textanum „Verst af öllu“, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Að mínum dómi er full ástæða til að taka ofan fyrir Jónasi Friðrik og óska honum til ham- ingju. sv.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.