Morgunblaðið - 11.07.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10, JULÍ 1976
31
íslenzki poppiðnaðurinn:
ÞÓTT vafalaust megi deila um
mikilvægi einstakra starfsgreina
innan poppiðnaðarins, þá leikur
enginn vafi á því, að mikiivægasta
framlagið, sjálft hráefnið, kemur
frá höfundum laga og texta. Án
hráefnis snúast hjól þessa iðnaðar
ekki. Raunar hefur þetta verið
staðfest af sjálfri úthlutunar-
nefnd listamannalauna, þegar
hún veitti Gunnari Þórðarsyni
fyrstum popptónlistarmanna
listamannalaun hér um árið.
Hann hlaut þessa viðurkenningu
fyrst og fremst fyrir lagasmíðar
sínar, enda mun það mat lang-
flestra, sem til þekkja, að á því
sviði hafi hann verið fremstur ís-
lenzkra popptónlistarmanna um
árabil.
Það er því við hæfi að hafa
Gunnar Þórðarson í hópi þeirra
þriggja lagasmiða, sem Slag-
brandur ræðir við í dag í fyrstu
greininni af mörgum, sem fjalla
eiga um íslenzkt popptónlistarlíf
sem atvinnugrein. Næsta sunnu-
dag verða textahöfundar svo
kynntir og þannig koll af kolli.
Auk Gunnars er einnig rætt við
þá Rúnar Júlíusson, starfsbróður
Gunnars um langt skeið, og Gylfa
Ægisson, sjómanninn söngva-
glaða. t rauninni er óþarfi að
kynna þessa menn sérstaklega,
þeir hafa verið í sviðsljósinu
meira og minna á undanförnum
árum og lög þeirra eru kunn af
hljómplötum og úr útvarpi. Gunn-
ar er nýkominn — og alkominn —
til landsins frá Englandi þar sem
hann bjó um skeið. Hyggst hann
nú stunda plötuútgáfu af krafti
undir merkinu Vmir, svo og
stunda lagasmíðar, og útsetning-
ar, undirleik á hljómplötum, upp-
tökustjórn og allt það, enda hefur
hann verið manna eftirsóttastur í
þeim störfum á undanförnum ár-
um. Rúnar er einnig hljómplötu-
útgefandi, undir merki Geim-
steinsins, auk þess sem hann sem-
ur sjálfur og syngur og leikur inn
á plötur. Gylfi Ægisson er í þann
veginn að senda frá sér aðra stóru
plötuna, en sú fyrsta hlaut feikna-
góðar viðtökur er hún kom út í
fyrra. —sh.
Gunnar, Rúnar og
GUNNAR Þórðarson hefur samið fjöl-
mörg lög á undanförnum 10—12 ár-
um, svo mörg, að hann veit ekki töl-
una, en um 120—130 lög hans hafa
verið leikin inn á plötur og er það
líklega íslandsmet á sinn hátt Hin
lögin, sem ekki hafa komizt á plötur,
eru flest gleymd; Gunnar hefur ekki
lagt neina áherzlu á að halda upp á
þau, heldur embeitt sér að þvi að
semja ný og betri lög
— Hvernig berðu þig að, þegar þú
ert að semja lög?
Ég sezt niður til að vita hvort ekki
kemur eitthvað. slæ nokkra hljóma,
oftast á gitar, en stundum á píanó, og
svo kemur það í Ijós, hvort eitthvað
verður úr þessu Það er mismunandi
blær á lögunum, eftir þvi hvort hljóð-
færið ég hef notað við samninguna
— Skrifarðu jafnharðan nóturnar að
lögunum?
Nei, ekki fyrr en ég þarf að útsetja
fyrir aðra Stundum verða til lagabútar,
hér og þar, og svo skeyti ég þá saman
eða spinn utan um þá_siðar meir Það
bjargar mér að ég hef gott minni á
þessu sviði
— Þarftu einhverjar sérstakar að-
stæður til að semja?
Nei, helzt næði
— Hvort verður til á undan, lagið
eða textinn?
Áður fyrr var það alltaf lagið, en nú
upp á siðkastið hef ég gert svolitið af
því að semja lög við texta, það er miklu
Gunnar: Nenni
ekki að gera
annað
fljótlegra Til dæmis samdi ég lag fyrir
Vilhjálm Vilhjálmsson við texta eftir
Kristján frá Djúpalæk Þá var verið að
taka upp plötu með Virhjálmi og hún
varð að miklu leyti til i stúdíóinu Núna
er ég að vinna að plötu með gömlum
islenzkum visum sem allir kunna og
hef samið lög við þær
— Semurðu mikið fyrir aðra lista-
menn?
Já, ég hef gert nokkuð af því Mörg
laganna verða til i tímapressu, þegar
skammt er i upptökur. Það er gott að
semja undir slíkri pressu og mörg laga
minna hafa orðið til þannig.
— Þú hefur einnig samið tónlist við
kvikmynd og leikrit
Já, ég samdi tónlist við leikritið
Fjölskylduna, sem Leikfélag Reykjavik-
ur flutti Mér fannst útkoman slöpp og
sé eftir þvi Þetta varð allt að vera svo
ódýrt, allt sparað, og útkoman varð
fyrir neðan allar hellur Samt hef ég
áhuga á þessu. að semja fyrir leikhús.
og gæti vel hugsað mér að gera þetta
aftur. Svo samdi ég tónlist við sjón-
varpsmyndina Grimseyjarævintýrið og
það var mjög skemmtilegt Ég fékk
lánaða sýningarvél og fékk svo filmuna
með mér heim og skoðaði hana þar í
næði og samdi tónlistina Það var
skemmtilegt
— Hvað hefur helzt haft áhrif á þig
sem lagasmið?
Það er nú þriggja minútna formið
sem mjög hefur mótað alla, tnina
vinnu Ef þú ert að spyrja um lista-
menn, þá eru þeir fjölmargir, enginn
einn sérstakur öðrum fremur
— Hefurðu kannski freistazt til að
stela stefi hér og stefi þar til að nota í
þín lög?
— Nei, ég vil ekki segja það Ég hef
kannski fengið að láni, en ekki stolið
— Liturðu á þig sem tónskáld?
— Nei, fremur lagasmið Tónskáld
er eitthvað svo hátíðlegt Þorkell Sigur-
björnsson er tónskáld, ég er lagasmið-
ur. Sá er munurinn
— Hefurðu samið texta sjáfur?
Nei, ég hef litið gert af þvi Það
liggur emhvern veginn ekki eins vel
fyrir mér.
— Þegar þú átt samvinnu við texta-
höfund, hver er það þá sem ákveður
innihald textans?
Yfirleitt er það ég Ég finn það á
laginu hvernig textinn á að vera
— Hefur textinn mikið að segja um
vinsældir lags?
Já, hiklaust
— Hvað með t d Búðardalinn Hefði
það lag orðið vinsælt með texta um allt
annað efni?
Ég veit ekki Ég held að i þvi tilviki
hafi textinn haft meira að segja en
lagið
— Semurðu lög til þess að hafa
tekjur af þvi?
Nei Ég hef bara svo gaman af
þessu Það er að segja. ég nenni ekki
að gera neitt annaðl Nei, ég er ekki að
semja til að verða ríkur
— Eru umtalsverðar tekjur af þessu?
Nei, ekki vil ég segja það Maður fær
tekjur annars vegar frá útvarpinu fyrir
höfundarréttinn og hins vegar af plötu-
sölu. Ég get nefnt sem dæmi að i fyrra
fyrir jólin fékk ég tekjurnar frá útvarp-
inu fyrir árið 1974 og það voru um
180 þús. kr Sem dæmu um tekjur af
plötu get ég nefnt að á sólóplötunni
minni, þar sem ég átti sjálfur öll lögin,
þá var ég um siðustu áramót búinn að
fá um 400 þús kr fyrir lögin, en þá
voru um 4 þús eintök seld Liklega er
það komið upp i 5 þús eintök núna
— Gætirðu bent á eitt lag sem þitt
bezta lag?
Nei. Ég hef annars ekkert hugsað út
í það þannig Ég gæti kannski bent á
einhver 10 lög sem bezt
— Finnurðu á þér, þegar þú ert að
semja lag, að það verði vinsælt?
Nei, ég hugsa ekki um lögin sem
vinsæl, heldur hvort þau séu nothæf
Ég tel mig ekki semja lög sem sölu-
maður; ef svo væri, þá myndi ég bara
semja „country'-lög
— Gætirðu hugsað þér að stunda
Gylfi: Milljón
fyrir stóru plöt-
una
eingöngu lagasmiðar og sleppa öllu
öðru?
— Já, alveg eins, ef hægt væri að
lifa af þvi
— Hvort finnst þér auðveldara að
semja lög nú, þegar þú ert hættur
dansleikjaspilamennsku. eða þá þegar
þú varst i hljómsveitum?
Það er miklu auðveldara núna Þegar
maður var búinn að spila 3 — 4 kvöld i
viku, fjóra tima i lotu. og svo kannski
skrölta í bil í tvo tima á eftir, þá langaði
mann ekki til að fara að spila og semja
kl 2 á daginn Maður var orðinn alveg
saddur af tónlist eftir fjögurra tima
spilamennsku
— o —
RÚNAR Júlíusson hóf lagasmiðarnar
fyrir 10—12 árum i samvinnu við
Gunnar Þórðarson og aðra félaga sína i
Hljómum, en semur nú'einn sér Hann
hefur alls samið 40—50 lög, sem
hafa komizt á plötur. þar af 20—30
lög aleinn
— Hvernig verða lögin til hjá þér?
Þau koma bara úr umhverfinu. bútur
hér og bútur þar
— Notarðu einhver ákveðin hljóð
færi þegar þú semur
Ég nota gitar og pianó Ég kann nú
ekki mikið á þau, en alveg nóg
— Hvað ertu lengi að semja hvert
lag?
Það getur verið allt frá 10—15
Laga-
smið-
irnir
Rúnar: Skilja
eftir mig spor
Gylfi
mínútum upp « nokkra daga. en þá er
lika samið bara litið i einu
— Semurðu texta sjálfur?
Já, siðustu árin hef ég samið textana
við min eigin lög, vil sjá um þau alveg
sjálfur, en þegar ég hef sungið erlend
lög, þá hef ég látið aðra semja textana
— Hver er það sem ákveður innihald
þeirra texta?
Ég bið yfirleitt um texta um ákveðið
efm Ég vil syngja um eitthvert efm
sem er mér hugleikið
— Hvort verður til fyrst, textinn eða
lagið, þegar þú semur sjálfur?
Það er ýmist textmn eða lagið
— Semurðu lög fyrir aðra eftir pönt
unum?
Það er nú ekki mikið um það Ég er
ekki orðinn það kunnur sem lagasmið
ur En mörg laganna verða til undir
þrýstingi vegna plötuútgáfu Þá á að
fara að taka upp plötu innan tíðar og
vantar efni Ég er kannski með mörg
lög í takmu og þá ei þrýstmgur að
Ijúka þeim
— Liturðu á þig sem tónskáld?