Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976
37
fólk í
fréttum
+ Rokksöngkonan Patti Smith
efur verid nefnd drottning
rokksins og þótti standa vel
undir nafni i sjónvarpsdagskrá
sem hún kom fram í fyrir
nokkru. Þad vakti athygli hve
hún líkist Mick Jagger á svið-
inu og þvf til staðfestingar birt-
um við hér mynd af Patti f
miklum ham.
Bera meiri
virðingu
fyrir gamla
búningnum
+ Meðfyigjandi mynd er af
tveimur lögregluþjónum í
borginni Portland í Oregon í
Bandarfkjunum en þeir
skrýddust gömlum einkennis-
búningum f tilefni 200 ára af-
mælis Bandarfkjanna. Að sögn
lögregluþjónanna fannst þeim
breytingin til batnaðar þvf að
fólk virtist bera meiri virðingu
fyrir gamla búningnum.
Les eigin
dánartil-
kynningar
í blöðunum
+ Leikkonan Susan Backlinie,
sem lék hákarlafóður í mynd-
inni „Ókindin" heldur þvf fram
að hún verði fyrir ásókn eða
ofsókn einhverra. Hvað eftir
annað hefur hún mátt lesa eig-
in dánartilkynningar f blöðun-
um. Hún er nú að velta þvf
fyrir sér hvort hún eigi ekki að
hafna frekari tilboðum um leik
f kvikmyndum.
+ Tfvolfið þeirra f
Tampa f Florfda er
ekki af verri end-
anum eins og sjá
má og þetta fyrir-
bæri kalla þeir
„Slönguna" og er
ekki laust við að
um mann fari fiðr^'
ingur við það eitt
að horfa á mynd-
ina. Hér fyrr á ár-
um var Ifka Tfvolf f
Vatnsmýrinni í
Reykjavfk og þó að
það hafi ekki kom-
izt f samjöfnuð við
nafna sína erlendis
er þó víst, að þeir
sem voru börn og
unglingar á þeim
tíma eiga þaðan
margar ánægju-
legar minningar.
Hvernig væri nú að
sveitarfélög á Suð-
Veturlandi samein-
uðust um að koma
á fót slfkum
skemmtigarði þar
sem saman færu
leiktæki alls konar
og safn láðs- og lag-
ardýra?
Fagurkerar
Viö bjóöum fjölbreytt úrval
af glæsilegum ítölskum listmunum.
Fínslípaða, handmálaöa
kóbaltbláa með ekta gyllingu.
Lampar, könnur, vasar kertastjakar ofl.
Frábærir munir til gjafa og eignar.
Verð við allra hæfi.
Valhúsgögnhf.
Ármúla 4
HALLI, LADDI OG GÍSLI RÚNAR
í fyrsta sinn á hljómplötu.
LÁTUM SEM EKKERT C.
GEFUM ÝMISLEGT f SKYN.
TÖKUM ÞVf HELDUR FÁLEGA.
Djörf og spennandi plata,
með íslensku tali.
Aðalhlutverk:
Brúsi frændi, Sveinbjörn, Rassmus Bakkmann
og Arthúr J. Sívertssen.
Fæst einnig á kasettum.
Dreifingaraðili,
Fálkinn hf. Suðurlandsbraut 8 Sími 84670.