Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 151. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flokksþing demókrata: Varaforsetaefnið kynnt eftir útnefningu Carters New York — 13. júlí — Reuter — AP AREIÐANLEGAR heimildir á flokksþingi demókrata f New york herma, að Jimmy Carter sé búinn að taka ákvörðun um fram- bjóðanda í varaforsetaembættið. Wendell Anderson ríkisstjóri f Minnesota, sem er upprennandi innan Demókrataflokksins, sagði f sjónvarpsviðtali f dag, að vara- forsetaefnið væri ákveðið, en Carter hefði beðið sig að segja engum hver hinn útvaldi væri. Þessi yfirlýsing Andersons beindi athygli manna þegar að Walter Mondale öldungardeildar- þingmanni, sem einnig er frá Minnesota. Talið er, að Carter muni ekki skýra frá þvf hvern Fjölda- aftökur í Eþíópíu Nairobi, 13. júll. Reuter. GETACHEW hershöfðingi, sem hefur stjórnað héraðinu Erftreu við Rauðahaf með harðri hendi f 17 mánuði beið bana f skotbar- daga og 18 liðsforingjar og emb- ættismenn voru teknir af lffi fyr- ir þremur dögum, gefið að sök að hafa tekið þátt f samsæri gegn stjórninni, að þvf er tilkynnt var f Addis Ababa f dag. Stjórnin segir i yfirlýsingu að Getachew hafi svikið byltinguna og því fengið boð um að koma til Addis Ababa. Hann skaut her- mann sem afhenti honum skila- boðin á heimili hans og féll sjálf- ur þegar öryggissveitir svöruðu Framhald á bls. 18 hann hafi valið sem varaforseta- efni fyrr en hann hefur sjálfur verið útnefndur frambjóðandi flokksins f forsetakosningunum á miðvikudagskvöld. Mondale er einn þeirra, sem líklegastir hafa verið taldir til að verða varaforsetaefni demókrata, en aðrir, sem taldir hafa ver- ið standa nærri hnossinu eru til dæmis John Glenn, geim- fari og öldungadeildarþingmaður frá Ohio, Henry Jackson, Adlai Stevenson, Frank Church og Ed- mund Muskie frá Maine sem er kaþólskrar trúar. Margir telja enn, að Carter hafi valið Muskie. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa látió í ljósi þá skoóun að varafor- setaefnió þyrfti að vera kaþólskr- ar trúar, þar sem Carter sé strang- trúaður babtisti og höfði því ekki til kaþólskra kjósenda. Hins veg- ar hefur einnig verið bent á það, að Carter þurfi ekki á stuðningi kaþólskra að halda, þar sem likur bendi til að hann sigri i forseta- kosningunum án fylgis þeirra. Að frátöldum bollaleggingum um varaforsetaefnið hefur dag- skrá flokksþingsins gengið sam- kvæmt áætlun i einingu andans, öfugt við það, sem verið hefur á tveimur siðustu flokksþingum, þar sem klofningur var rikjandi. í kvöld mælti í’rank Church öldungadeildarþingmaður fyrir ályktun flokksþingsins um utan- rikismál. Hann gagnrýndi harð- lega utanrikismálastefnu núver- andi stjórnvalda og gerði harða atlögu að Henry Kissinger utan- rikisráðherra, sem hann kvað sér- lundaðan og einráðan i þessum efnum, en slíkt ætti ekki við þeg- ar um væri að ræða utanrikis- stefnu Bandarikjanna. Church lýsti því yfir, að.Demókrataflokk- urinn mundi í framtiðinni leggja áherzlu á þátttöku Bandarikja- þings í stefnumótun um utanrik- ismál. (AP-mynd). Mynd þessi var tekin þegar flokksþing demókrata var f þann veginn að hefjast f fyrradag. Þá var Jimmy Carter staddur f Americana-hótelinu f New York og fylgdist hann þaðan með setningu þingsins. r OLenn íhættu Montrcal. 13. júlf. Rcutcr. AP BARATTAN fyrir þátttöku Taiwans (Formósu) í Ölympfu- leikunum hélt áfram f dag, aðeins fjórum dögum áður en leikarnir eiga að hefjast, og reynt er að koma í veg fyrir að Afrfkurfki neiti að taka þátt f leikunum vegna þess að Nýja-Sjáland hefur náið samband við Suður-Afrfku á íþróttasviðinu. En vel fór ' á með Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Killanin lávarði, for- seta Ólympíunefndarinnar, þegar þeir sátu hlið við hlið við setningu 78. fundar nefndarinnar í dag. Fyrir aðeins tveimur dögum fór Killanin hörðum orðum um Kanadastjórn fyrir að meina leik- mönnum frá Taiwan að taka þátt i leikunum, þar sem þeir nota nafn- ið lýðveldið Kína, en búizt er við að fundurinn staðfesti þá ákvörð- un hans að láta undan kröfu Kanadastjórnar. Á fundinum i dag hvatti Killanin til eindrægni svo að leikarnir gætu farið vel fram, en bað menn að hafa hugfast að Ólympiuleikarnir væru fyrir Framhald á bls. 18 Ekkert lát á bar- dögum 1 Líbanon Utanríkisráðherrafundurinn í Kaíró árangurslaus Bcirút — 13. júlf — Rcutcr — AP HÆGRI menn sækja enn á í Lfbanon og virðist ekkert lát á bardögum. 1 dag lýstu Palestfun- arabar þvf yfir, að þorpið Dedde f nánd við Trfpólf væri f þann veg- Hvað er alltaf verið að tala um þessa konu? — segir Idi Amin um Doru Bloch Nairobi — Jcrúsalcm — SÞ — 13. júlí —■ Rcutcr — AP. „HVAÐ er alltaf verið að tala um þessa konu? Hvernig væri að spyrja lsraelsmenn?" sagði Idi Amin f ræðu, sem hann hélt f Úganda f dag. Ræðunni var út- varpað eftir að fregnir bárust af orðsendingu Breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að alvar- legar hótanir hefðu verið bornar fram við brezka þegna f úganda. Amin hefur óskað eftir þvf við brezku stjórnina að hún kalli sendiherra sinn, James Horrocks, heim frá Úganda, og í dag vfsaði hann brezkum sendiráðsritara og konu hans úr landi, og áttu þau að vera á brott þegar f dag. Þá hefur stjórn Kenya tjáð ör- yggisráði S.þ. að sfðan atburður- inn á Entebbe átti sér stað hafi hermenn Úgandastjórnar drepið hundruð Kenyamanna, sem búa f Úganda. f bréfi til ráðsins segir Kenyastjórn, að ekki sé lengur hægt að lfða Úgandastjórn þetta framferði og margháttaðar ögran- ír aðrar. Helzta dagblað í Kenya heldur þvi fram í dag, að brunnið lik Doru Bloch hafi fundizt í skógi í nágrenni Kampala daginn eftir að ísraelsmenn frelsuðu gislana á Entebbe. Staðfesting á fréttinni hefur ekki fengizt, en Úganda- ‘stjórn heldur því fram.að Dora Bloch hafi verið flutt til hinna gíslanna, og ísraelsmenn beri því ábyrgð á afdrifum hennar. Yigal Allon, utanríkisráðherra ísraels, sagði í dag, að framferði Amins gegn Doru Bloch væri villi- mennska á hæsta stigi, og bætti því við, að israelsmenn væru langrækin þjóð. Hann lýsti þvi yfir, að Bretar hefðu í höndum sannanir um að Dora Bloch hefði verið myrt með köldu blóði að undirlagi stjórnar Úganda. Idi Amin sagði i fyrrgreindri útvarpsræðu, að hann hefði ekki í hyggju að grípa til fljótfærnis- iegra aðgerða gegn Bretum, en „þegar ég hefi einu sinni tekið ákvörðun skal ykkur ekki takast að fá mig til að breyta henni. Það gæti enginn. fengi£« mig til að gera, — ekki einu sinni útsendari frá tunglinu.“ Um Doru Bloch sagði Amin m.a., að Úgandastjórn hefði eytt af rýrum bensínbirgð- um sinum til að flytja hana i sjúkrahús, og það væri ekki hægt að ætlast til þess, að hann hefði Framhald á bls. 18 inn að falla f hendur hægri manna 1 Lfbanon. Útvarpsstöð, sem er á valdi hægri manna og styður Suleiman Franjieh for- seta, greindi frá þvf, að sveitir hægri manna sæktu nú f norður- átt og væru komnar að borginni Trfpólf. Beirút-útvarpið, sem er á valdi vinstri manna, skýrði frá þvf f dag, að Sovétstjornin sé reiðu- búin til þess að koma Palestfnu- mönnum til hjálpar f Lfbanon, og var sagt.að þessi ákvörðun hefði verið tekin f samráði við Jassir Arafat.leiðtoga Palestfnumanna og Kamal Jumblatt, leiðtoga vinstri manna f Lfbanon. Stað- festing á þessari frétt hefur ekki fengizt. Bardagar halda enn áfram víða í Líbanon, og í borginni Baalek i austurhluta landsins voru harðir götubardagar i dag. Sagði fulltrúi Palestinu-araba, að þar hefðu óbreyttir borgarar komið vinstri sinnum og Palestinu-aröbum til hjálpar í viðureígninni við sýr- lenzkar hersveitir, en Sýrlending- ar neita þvi að hersveitir þeirra hafi tekið þátt í bardögunum. Að þvi er bezt er vitað eru sveitir hægri manna ekki á þessum slóð- um. Hægri sinnar segjast hafa flóttamannabúðirnar Tel Al- Zaatar á valdi sinu. Þeir segjast þó ekki vilja hertaka búðirnar að svo stöddu, þar sem slik átök muni valda gífurlegu mannfalli, heldur ætli þeir að biða uppgjaf- Framhald á bls. 18 EBE-ráðherrar ræða 200 mílur Briissel. 13. Jdlf. NTB. ÆÐSTÚ menn aðildarlanda Efnahagsbandalagsins hafa orðið ásáttir um að fela sex utanrfkisráðherrum að ræða drög að yfirlýsingu í grund- vallaratriðum um útfærslu fiskveiðilögsögu f 200 mflur á fundi ráðherranefndar EBE 20. júlf. í yfirlýsingu sem var birt að loknum fundi æðstu manna EBE sagði að þeir gerðu sér grein fyrir því starfi sem hefði verið unnið á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna en veitt því eftirtekt að aukinnar tilhneigingar gætti til útfærslu í 200 mílur án þess að beðið væri eftir niðurstöðum ráð- stefnunnar. Þeir tóku fram að þeir vildu standa vörð um réttindi fiski- manna aðildarlanda EBE. James Callagha forsætisráð- herra Breta lagði til á fundin- um að yfirlýsing um 200 mílur yrðu samþykkt en ákýeðið var að fela utanrikisráðherrunum að ræða málið fyrst. Callaghan sagði seinna að nú væri að minnsta kosti komin hreyfing á málið, sem fengi stöðugt aukna þýðingu. Hann sagði að enginn vafi væri á því að nokkur riki væru að sækja á fiskimið sem Bretar ættu að réttu lagi. Bretar vilja einnig 50 milna einkalögsögu og einnig Irar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.