Morgunblaðið - 14.07.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1976
^ Þorsteinn Sigvaldason var á leið
^ til Þorlákshafnar
Hildur og Sigurrós voru að koma
frá Akureyri.
Fólk á förnum
vegi í rigningunni
Kjartan og Skúli voru að dytta að
netum.
EFTIR að sólin hafði haft yfirhönd-
ina í veðráttunni hér sunnanlands
f nokkra daga tók rigningin aftur
völdin og í gær var komið hið
alkunna sunnlenzka sumarveður á
nýjan leik. Af þvf tilefni tók blm.
Morgunblaðsins fólk tali og spurði
það hvernig veðrið legðist í það
o.s.frv.
,, EKKI BEIN ÚR
SJÓ AÐ HAFA”
Niðri við höfn hittum við tvo trillu-
sjómenn, sem voru að dytta að net-
unum. Þeir heita Kjartan og Skúli og
voru bara hressir yfir veðrinu, en
hins vegar höfðu þeir ekki sömu
sögu að segja af fiskiríinu ,.Það er
ekki bein úr sjó að hafa", sögðu
þeir, „forfeðurnir hafa liklega séð til
þess."
í því kom að landi trillan Sædis
RE 84 og um borð voru hjónin
Svanur og Byndís og 5 ára gamall
sonur þeirra, Tryggvi, ásamt litlum
frænda, sem heitir Valdimar.
„Við vorum nú bara að vitja um
nokkur net, sem við áttum. Þetta er
annað sumarið sem við erum að
dunda við þetta, en þetta er nú
svona mest til gamans," sagði Svan-
ur Tryggvi litli, 5 ára sonur hans,
sagðist oft fara á sjóinn, enda ætlar
hann að verða sjómaður þegar hann
verður stór. Hann var spurður hvað
þeir veiddu mest og sagði hann að
það væri „mest koli en líka ýsa".
„VERÐUR LATUR í
GÓÐA VEÐRINU"
Við Borgartúnið hittum við nokkra
byggingamenn, sem sögðust vera
að byggja fyrir Farmanna- og fiski-
mannasambandið og stæði til að
Sparisjóður vélstjóra yrði þarna til
húsa „Veðrið er ágætt," sagði einn
þeirra, Ragnar að nafni, og þá skaut
eldri maður, Svanur, inn í að hann
yrði nefnilega svo latur í góða veðr-
inu Þeir sýndu okkur hvar búið er
að koma peningaskáp sparisjóðsins
fyrir, en honum er kirfilega komið
fyrir innan 50 cm þykkra veggja og
er ekki fyrir hvern sem er að komast
að honum. „Þetta er kallað fjárhúsið
á teikningunni," sögðu þeir að slð-
ustu og sneru sér siðan aftur að
vinnu sinni.
„ VEGIRNIR
HRÆÐILEGIR"
Á tjaldstæðinu í Laugardal eru nú
um 25 tjöld og var litið lifsmark
þegar við komum þangað siðdegis i
gær Fólk hélt sig mest i tjöldunum
og dormaði í rigningunni Við geng-
um fram á ung hjón, sem lágu inni í
tjaldi og létu sér liða vel Þau sögð-
ust vera frá Austurriki og hefðu
komið hingað til að sjá eitthvað nýtt.
„Við komum hingað á sunnudag
frá New York og höfðum hugsað
okkur að leigja bíl og keyra um
landið, en eftir tvo daga sáum viðað
það yrði of dýrt fyrir okkur. Við
ætlum því að fara með rútu til
Akurey^ar og leigja okkur bíl þar í
nokkra daga og halda síðan áfram
með rútu til Egilsstaða Þaðan ætl-
um við svo að fljúga til Vestmanna-
eyja", sögðu þau
Þau sögðust ekki hafa hitt neina
landa sína, en þó væri örugglega
slangur af þeim hér þvi það væri þó
nokkur áhugi á íslandi í Austurriki
„Það eina sem er slæmt," sögðu
þau, „er að það er engar upplýsing
Hjónin Þórður og Kristfn með
soninn Björn.
Austurrísku hjónin létu rigninguna litið á sig fá og spenntu bara upp
regnhllf (Ijósm Mbl. RAX)
ar hægt að fá um landið og þær fáu,
sem við gátum grafið upp reyndust
allar rangar "
Þarna rétt hjá sátu tveir ungir
menn i bil og sögðu austurrisku
hjónin okkur að þar væru þeir búnir
að sitja mestallan daginn Viðákváð-
um því að spyrja þá hverju þetta
sætti.
„Við fórum i langa gönguferð,"
sögðu þeir, „og síðan kom þessi
úrhellisrigning svo við tókum það
ráð að koma okkur i skjól hér i
bilnum" Þetta reyndust vera Sviar,
sem hafa verið hér i viku og ferðazt
nokkuð um. Þeim likaði vistin vel,
en sögðu að vegirnir væru hræðileg-
ir.
Við litum við hjá Kristjáni Sigfús-
syni, sem er ásamt tveim öðrum
umsjónarmaður með tjaldstæðinu
„Ferðamannastraumurinn hér hef-
ur verið aðeins undir meðallagi í
sumar," sagði hann, „en þó hefur
oft verið fjölmennt hér, t.d. voru
milli 120 og 130 tjöld hér um
helgina Þetta eru að langmestu leyti
útlendingar og eru Þjóðverjar fjöl-
mennastir og síðan Norðurlanda-
búar "
Aðspurður sagði hann að yfirleitt
Framhald á bls. 18
Kristján Sigfússon, einn þriggja
umsjónarmanna tjaldstæð
isins í Laugardal.
Hjónin Svanur og Bryndís með S
soninn Tryggva og frændann J
Valdimar
Unnið við malbikun á Miklubraut.
Viðfengum Svfana út úr bílnum fyrir myndatöku.
Þeir byggja yfir peningana
mundur
f.v. Ragna, Svanur og
V-íslenzkir
bændur kynna
sér landbúnað
hér á landi
KINS og áður hefur komið
fram f fréttum er staddur hér
á landi hópur Vestur-
Islendinga. Næst komandi
fimmtudag leggja 37 bændur
og bændafólk úr þeirra hópi
upp I fimm daga kynnisferð
um Vestur- og Suðurland, þar
sem skoðuð verða bændabýli
og framleiðslufyrirtæki
bænda.
Fyrsta daginn verður farið
um Borgarfjörð og Snæfells-
nes og þátttakendur skoða
Bændaskólann á Hvanneyri og
þiggja morgunkaffi hjá for-
manni Stéttarsambands
bænda, Gunnari Guðbjartssyni
á Hjarðafelli. Farið verður fyr-
ir Jökul og þátttakendur gista
Framhald á bls. 18
UTANHUSSMALNING
Sendi í
póstkröfu
um larH allt
9 ára reynsla og ending hér á landi
Sigurður Pálsson, byggingam., Kambsveg 32
Einkaumboð á íslandi Sfmar 34472— 38414
Perma-Dri — Ken-Dri
(málning) (silicon)
OLÍUMÁLNING í SÉRFLOKKI