Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 11
MORCiUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976 11 urinn Hafþór kom með hana í gosinu og síðan hefur hún haft það notalegt í fiskasafninu, en hjá henni býr sand- hverfa. Steinbítarnir hafa sérstakt búr, en þeir eru mjög líflegir og gestrisnir þ.e. gagnvart þeim sem eru utan búrsins, en þeir leika gjarnan fyrir áhorfendur og stilla sér upp fyrir Ijósmyndara. Þeir hrygndu í vetur, en sá gangur hefur verið talsvert breytilegur hjá þeim. Um áramótin missa þeir tennurnar, en fá þær aftur á miðjum vetri. Þá eru ýmsar tegundir krossfiska i einu búrinu i sambýli við hlýra sem kom í vetur og i einu búrinu eru hrognkelsaseiði siðan í fyrravor, en þau eru orðin um 1 cm á stærð. Um tima voru þau i búri hjá koral einum sem kallaður er dauðsmannshendi, enda fór það svo að hann drap slatta af seiðunum. Þarna eru lika möttul- dýr, einsellungar á mörkum bein- fisks og lindýrs, en þeir fæða af sér með selluklofningi eins og sæfíflar. Þeir byrja sem fiskur, en svo kemur að þvi að sporðurinn fellur af og þá fellur dýrið til botns og verður eins og sæfifill, belgur með tveimur túð- um og tekur önnur túðan við fóðri, sem er svif og annað fæði, en hin túðan skilar úrgangi Grein: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Siódegisblundur hjá karfa- skinni. Ýsa var það heiilin. Þá eru einnig í safninu ufsar, vörtusmokkar, átta arma kolkrabbar, litil hrognkelsi úr netum síðan s.l, haust, en það er eins konar heimaln- ingur I safninu. aðeins um 7 cm langt og borðar úr hendi Friðriks safnvarðar. —á.j. Þetta sjávardýr byrjar feril sinn sem fiskur, síðan fellur sporður- inn af og smátt og smátt verður dýrið aðeins þessi tota með tveim- ur stútum á, — fæðu tekur það um annan og lætur frá sér úrgang um hinn. Grásleppa við hrognakökk skömmu eftir hrygningu. Nu vantar bara rauðmaga til að sprauta sæði sínu þarna yfir svo eðlilegt líf vakni. Friðrik Jesson gefur steinhitunum. en þeir þekkjasl orðið vel eftir 10 ára sambúð. Friðrik gefur skarkolanum há- degismatinn, en skarkolinn er stærstur allra kolategunda hér við land. Hann getur orðið allt að 50 ára gamail. Hrognafjöldinn er frá 50—250 þús. SÆFIFLAR OG ANNAR SJAVARCiROÐUR. Luðurnar tva>r aður en onnur tok dauðastökkið og hin fór í svelti vegna sorgar. Brosandi skata. Skatan getur orðið allt að 100 kg á þyngd og n |ifir á allt að 500 metra dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.