Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 16

Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri ABalstræti 6, slmi 10100 ASalstræti 6. slmi 22480. hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 50.00 kr. eintakið. Ilok liðins árs var undirritaður í . Kaup- mannahöfn samningur milli Norðurlandanna um stofnun Norræns fjárfest- ingarbanka. Þessi samn- ingur var síðan staðfestur af þjóðþingum viðkomandi landa sl. vetur. Er forsætis- ráóherra, Geir Hallgríms- son, mælti fyrir frumvarpi til laga um staðfestingu þessa samnings, sagði hann m.a., að þetta framfaraspor ætti sér ákveðnar forsend- ur í efnahagslegu og stjórnmálalegu umhverfi Norðurlanda um þessar mundir. Forsætisráóherra benti á fjögur atriði til stuðnings þessari staöhæfingu: 1) Að um öll Norðurlönd væri nú þörf fjármagns til fram- kvæmda til þess að auka framleiðslu og útflutning, ekki sízt vegna ríkjandi að- stæóna í orkumálum og væri mjög mikilvægt, að tryggja sem hagkvæmasta fjáröflun til þeirra fram- kvæmda, 2) að einmitt um þessar mundir væri sterk- ur pólitískur vilji fyrir hendi til að hrinda í fram- kvæmd stofnun samnorr- æns fjárfestingarbanka í framhaldi af stefnuákvörð- un forsætisnefndar Norð- urlanda fyrir rúmu ári, 3) norrænn fjárfestingar- banki yrði mikilvægur hlekkur i norrænu efna- hagssamstarfi og hefði gildi sem tákn um norræna samstöðu og 4) myndi slík lánastofnun, sem yrði sam- eign Norðurlandanna fimm, og með jafn mikið stofnfé og hér um ræðir, hafa traust á alþjóðavett- vangi og gefa kost á hag- stæðari lánskjörum en ella. Forsenda lánhæfis á al- þjóðamarkaði væri þó vita- skuld sú, að lánastarfsemi bankans yrði rekin með eðlilegum vaxtakjörum og að lánsféð skilaði hæfilegri ávöxtun. Forsætisráðherra sagði og að í kjölfar þessa sam- starfs myndi samnorrænt framtak skila ríkulegri ár- angri en nást myndi, þegar hvert land leitaði lausnar út af fyrir sig. Mundi þetta ekki sízt hafa gildi fyrir Islendinga, en á fundi ráð- herranefndar Norðurlanda i Stokkhólmi, 19. júni 1975, heföi verið gerð bókun, þess efnis, að tillit skyldi tekið til sérstööu íslands, vegna einhliða atvinnulífs og fjármagnsskorts. í ljósi þessara röksemda væri full ástæða til að binda vonir við, að starfsemi bankans gæti átt mikilvægu hlut- verki að gegna í íslenzku atvinnulífi og mundi stuðla að efnahagslegum framför- um hér á landi. — Orörétt sagði forsætis- ráðherra i þessu sambandi: „Ég tel fullvíst, að norr- æn lánastofnun, sem ein- beiti sér að samnorrænum framkvæmdum og fyrir- tækjum, sé til þess fallin að hvetja til samnorræns framtaks — og að stofnun bankans geti boðið mögu- leika til hagkvæmari fjár- mögnunar en annars væri kostur, til þróunar orku- freks iðnaðar á Islandi í samvinnu við norræn fyrir- tæki. Bankinn hefur og hlutverki að gegna á öðr- um sviðum framkvæmda hér á landi.“ Ljóst er nú, að senn kem- ur til kasta hins norræna fjárfestingarbanka um framkvæmdir hér á landi. Union Carbide hefur form- lega dregið sig út úr hinu íslenzka járnblendifélagi og samið um skaðabætur til íslenzkra aðila af því til- efni. Þess i stað benda lík- ur til að norska fyrirtækið Elkem Spiegerverket axli hlut hins bandaríska fyrir- tækis í fyrirhuguðum at- vinnurekstri að Grundar- tanga í Hvalfirði. Þar með er á fót sett samnorrænt framtak um nýtingu ís- lenzkrar orku, sem fellur inn í fyrirgreiðsluramma norræna fjárfestingar- bankans. Skiptar skoðanir eru uppi um, hver eignarhluti íslendinga skuli vera í stór- iðjufyrirtækjum, þar sem erlendir aðilar ráði í senn verði hráefna til fyrirtækis og afurðaverói frá því, gegnum markaðsstöðu. Því hefur verið haldið fram að í þeim tilfellum, og þegar um verulega rekstr- aráhættu sé að ræða, sé hyggilegra að eignaraðild okkar sjálfra sé smá en ís- lenzkir hagsmunir tryggðir með orkusölu og sköttun. Hitt sýnist augljóst, að norsk-íslenzk sameign og framtak af því tagi, sem hér er í uppsiglingu, virðist í senn leysa þann hnút, sem málefni járnblendi- verksmiðju og viðkomandi virkjunar voru komin í, er bandaríska fyrirtækið dró sig til baka, og skapa kjörið viðfangsefni til fyrir- greiðslu hins norræna fjár- festingarbanka. Norræni fjárfestingarbank- inn og jámblendiverksmiðjan Veizluréttur ríkra þjóða: Ljúffengasti fiskurinn í sjón- um! Þetta er fyrirsögn á frétt með ummælum Jakobs Jakobssonar fiskifræðings um kolmunnann á ráðstefnu norðanlands. Þar skilst mér að rætt hafi verið, eins og alls stað- ar nú, um þá margvíslegu fiska, sem synda um Atlantsála og bíða þess að við veiðum þá og nýtum í staðínn fyrir þorskinn, ýsuna og síldina, sem við höfum slátrað taumlaust í sjávarhög- unum. Við lítum hýrum augum til spærlingsins, lýsunnar, kol- munnans, karfans og fleiri sjávardýra. Þarna er okkar álfaborg, sem við höfum slátrað taumlaust í sjávarhögunum. Við lítum hýrum augum til spærlingsins, lýsunnar, kol- munnans, karfans og fleiri sjávardýra. Þarna er okkar álfaborg, sem við sjáum í ger- semarnar í lífsbaslinu. Og svo kom önnur frétt undir fyrirsögninni: Brezkar hús- mæður halda tryggð við þorsk- inn. Þar er sagt frá skoðana könnun i Bretlandi, sem sýnir að erfitt verður að breyta '•"'vsluvenjum almennings, sem í sem fyrr tekur þorskinn am yfir allar aðrar fiskteg- undir. Brezkar húsmæður vilja ekki sjá annað en þorsk, ýsu og skarkola. Lætur þetta ekki kunnuglega í eyrum okkar, sem varla erum komin af ýsustig- inu, þegar sér fyrir endann á þorskinum. Fjöldi fólks kýs ennþá fremur ýsuna sina en fallegan þorsk, þó hún sé svo smá að hún er glær í gegn, segja fisksalarnir. Fáum hefur víst dottið í hug, að við ættum sjálf að borða þessa veizlurétti, sem við hyggj- umst nú kenna öðrum þjóðum að njóta. Ég minnist þess, þegar ég endur fyrir löngu var að reyna að auka hróður skreiðar- innar á vörusýningu suður í Nigeriu og sannfæra þarlenda Surti um að þeim væri fyrir beztu að kaupa þennan fina, eggjahvíturika mat. Þá spurðu þeir: — Borðið þið þetta sjálf á Islandi? Heiðarlegt svar hefði auðvitað verið: — Enginn ís- lendingur lætur sér detta í hug að leggja sér þetta til munns! En hvers vegna viljum við ekki nýjar fisktegundir. Tökum t.d. skötuselinn, einhvern mesta lúxusfisk, sem völ er á, á bragð- ið líkastur humar. Hann er svo ljótur, að ekki má láta hann sjást með haus og sporði í fisk- búðunum. bara í stykkjum, sagði einn fisksalinn við mig til skýringar. Svo er víst um fleiri fiska. P’rá því ég sem krakki dorgaði af Kveldúlfsbryggj- unni, man ég aAvið tókum með fyrirlitningu á móti þessum ófríða marhnút, sem oft beit á hjá okkur. Létum aldrei undir höfuð leggj|ast að spýta upp í stóran kjaftinn á „massadónan- um" áður en við hentum hon- um út, svo að hann kæmi ekki aftur á öngulinn. Hann var svo forljótur. Enginn hafði grun um að í útlöndum er bolurinn, þó lítill sé, talinn hunangsmat- ur, djúpsteiktur í olíu, ekki ósvipaður humar. Við höfðum raunar aldrei heyrt um humar þá. Mér skilst að fleiri fiskar séu óf ófríðir fyrir okkur, eins og t.d. steinbíturinn. En ef það er fegurðin, sem við erum að sækjást eftir í fiskbúðinni, þá ættum við líklega að spyrja um gullfiska. Ekki er þetta eintóm- ur galskapur. Við erum óneitanlega mestu gikkir. Enda löngu liðin sú tið, að við biðjum góðan guð um að gefa okkur I dag vort daglegt brauð. Við vilj- um fá það vel smurt með rækj- um og mayonnesi. Á nýlegri hljómplötu heyrum við sungna á ensku bænina, sem segir: Ó, guð viltu kaupa handa mér iita- sjónvarp?... gefa mér æðis- gengið skemmtikvöld. .. Mereedes Benz... o.s.frv. (Oh, Lord, want you buy me a coloured T.V... a night on the Town... a Mercedes Benz). Það er eins gott að sá góði guð fylg- ist vel með tizku og framförum. Ýkjur? Hendum við ekki t.d. árlega, mitt i öllu vælinu um minnkandi fisk á land dreginn, 3—4 þúsund tonnum af grá- sleppu. Nýtum aðeins utan hrognanna lítils háttar af grá- sleppunni siginni eða saltaðri. Við tölum um allar þessar ágætu fisktegundir, sem megi veiða í stað þeirra sem hlifa þarf. Hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eru hafðar uppi tilraunir með hvernig geyma megi og matbúa margar þeirra eða vinna úr þeim verðmæti. Allt fyrir erlendan markað, svo við megum eignast meiri harð- an gjaldeyri. Að minnsta kosti látum við sjálf að því liggja i blöðum og umræðu. Reynt er að gera bæði kolmunna og spærl- ing aðlaðandi til manneldis eða mjölframleiðslu. Búa til marn- ing úr flökum eða verka skreið úr kolmunna og vinna lagmetis- rétti eða súpukraft úr spærl- ingnum. Og leitast er við að finna aðferðir til að nýta allan fiskinn, gera hundamat úr lifr- inni, fóðurmjöl úr fiskslógi, eldisfiskamat úr rækjuskel og humarúrgangi og dýr meðul úr þorskgalli. Sem sagt að vinna úr og nýta það, sem annars er hent eða lítt nýtt. Afi minn, útvegsbóndi á Suðurnesjum, hafði krafist þess af sínu fólki að það borðaði nær alltaf fisk- inum, því hausar og roð væri jafn langt sótt sem hitt. Enda lét hann lífið í söltum sæ við að sækja þessi matföng. Þessi merku tilraunastörf á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins eru unnin af vísindamönnum með sérþekkingu. En á þessu sviði — að matbúa fisk og gera hann lystilegan til neyzlu, eigum við mikið lið með sérfræðiþekkingu. Allar hús- mæðurnar, sem búa yfir ára- tuga þjálfun í að gera fisk neyzluhæfan, aðlaðandi fram- reiddan og velverkandi á bragð- laukana. Hvar er allur þessi ónýtti sérfræðikraftur? ísland krefst þess að hver maður geri skyldu sína, svo maður sletti útlendum hvatningarorðum til annarrar þjóðar, þegar henni lá mest við. Eða með þjóðlegri uppörvun: — Fram, fram fylk- ing — húsmæðra! Tilraunaeld- húsin eru í hverju húsi með starfsfólki, sem hefur þekk- ingu, þjálfun og frumkvæði — í þessu afmarkaða eldhúsi — í að matreiða, sjóða, ofnsteikja eða djúpsteikja, hakka í bollur, krydda, þurrka og salta o.s.frv. Ekki gráta þorskinn, heldur safna Iiði, að fornkvenna sið. Þarna má fá mikinn og hæfan liðssafnað. Allar erum við, íslenzkar konur húsmæður, sem hafa þrifið gólf og eldað mat ómældar vinnustundir. Húsmæðraskólana og kven- félögin má gera að miðstöð her- stjórnarinnar fyrir liðinu. Þar má skipuleggja kynningar, efna til samkeppna meðal almenn- ingá og hafa uppi kröfugerðir um að þetta nýja hráefni, nýju fisktegundirnar, séu tiltækar tilraunaliðinu — eða skipu- leggja róðra eftir því, ef karl- arnir eru þungir i taumi. Nú , kemur í góðar þarfir gömul reynsla, fengin á löngum tíma á heimilinu með þeim hætti, sem Bernhard gamli Shaw orðaði svo, að ógiftri stúlku væri það fangelsi, en giftri konu vinnu- hæli. Hér má virkja aldagamla verkþekkingu og þjálfun við að gera mannamat úr soðning- unni. Sölku Völku var lífið salt- fiskur — og flestum konum í landinu er fiskurinn raunar lífið. Þarna er líka skemmtilegt verkefni. Ég gæti t.d. vel hugs- að mér að gera tilraunir með að búa til lúxusrétti á borð við kínverska hákarla-uggasúpu, sem Filippseyingar selja Japön- um fyrir gjaldeyri. Eða að reyna að djúpsteikja í heilu lagi loðnu, meðan hún er mögrust, til að nota í snarl eins og franskar kartöflur eru nýttar hér á landi. Margt mætti láta sér detta í hug. Verkþekking húsmæðra hefur farið fram hjá þjóðfélag- inu til þessa og það í heimi, sem þykist byggja svo mjög á þjálf- un og kunnáttu. Varla fer hjá því að kona, sem hefur haldið heimili í 20—30 ár og alið upp mörg börn, sé búin að laga æði margar máltíðir, hlynna viðstöðulaust að börnum og hjúkra sjúklingum i bland og skrúbba einhver ósköp. Meira að segja hefur hún haft á hendi verkstjórnina við þetta allt og þurft að sýna frumkvæði, út- sjónarsemi og fjármálavit. Er hún svo kemur á vinnumarkað- inn til að leysa af hendi þessi sömu störf, fer hún í sama launaflokk við þau sem 16 ára gömul stelpa, beint út úr skóla. Hún hefur engan pappír upp á það að hún kunni að þrífa gólf eða elda mat — og i okkar pappírsþjóðfélagi gildir bara pappírsmat á hæfnina. En húsmæður þurfa ekkert leyfi eða hæfnismat til að stunda tilraunastörf í sínu eigin eldhúsi og á sínu eigin heimilisfólki. Þegar þjóðarsómi kallar, þá eru þær ekkert vanar að telja mínútur. — Ég tala ekki um, er svona skemmtilegt viðfangsefni bíður. í sjónum er alis konar skrýtilegt dýrindis hráefni i mat — og bíður sér- fræðinganna i eldhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.