Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 17

Morgunblaðið - 14.07.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976 17 ÞEGAR lauslega var sagt frá væntanlegri frimerkja- sýningu í Þórshöfn hér í blaðinu f maí sl., gat ég þess, að Helgi Gunnlaugsson trésmiður, sem var einn sýn- enda og ætlaði á sýninguna, yrði beðinn um að greina frá henni, svo að þeir lesendur Mbl., sem áhuga hefðu á, gætu fylgzt með. Þetta hefur Helgi gert i eftirfar- andi grein og mjög rækilega. Því miður hefur dregizt að segja frá sýningunni, þar til nú, en þar er ekki við greinarhöfund að sakast. Eins og fram kemur í greininni, hlaut Helgi hæstu verðlaun sem veitt voru fyrir sýningarefni, og vita kunnugir, að hann er vel að þeim kominn. Þetta safn hans er bæði gott og sérlega vel sett upp. Dómnefndin veitti því 87 stig af 100 mögulegum, og það eitt segir í raun og veru allt, sem unnt er að segja. Vil ég nota hér tækifærið og óska Helga til hamingju með þennan verðskuldaða sigur, og undir það taka áreiðanlega allir frímerkjasafnarar landsins. J.A.J. 65.— 66. rammi: ísland, stimpl að frá 1873. Hér voru öll skild- ingafrímerki stök nema þjónustu- frfmerki og eins í pörum og blokk- um. Fyrir þetta safn hlaut Jacobsen silfurverðlaun. 67.— 68. rammi: ísland, ónot- að. Þetta var aðeins brot af hinu stórkostlega safni hans af fsl. merkjum. Fyrir það hlaut hann bronsverðlaun. Hans Júrgen Nissen frá Flens- borg í Þýzkalandi sýndi f römmum 4—8 yfirprentuð færeysk frfmerki 1919 og 1940—41 og eins margs konar stimpla Er þetta al- hliða safn með mörgum agætum bréfum, en sum þeirra eru ekki ekta notuð bréf. Fyrir safnið voru veitt bronsverðlaun. Eyðfinn Jacobsen í Þórshöfn sýndi í römmum 9—13 gott safn af nýrri færeyskum stimplum og eins mörg bréf. Fékk safniðbrons- verðlaun. Þá sýndi hann einnig f römmum 22—23 færeyskt rann- sóknarsafn, mjög áhugavert. Fékk hann diplom fyrir það. Randolf Kvalö, Noregi, átti f römmum 14—15 færeyskt stimplasafn, mest nýrri stimpla. Fékk safnið diplom. Hans Samuelsen í Þórshöfn átti f ramma 17 Færeyjar 1919. Voru þar allar gerðir klippinga á um- slogurn, einnig 2/5 aur. Þá voru Fyrsta frímerkja- sýninginí Færeyjum NORÐATLANTEX — 76 er fyrsta frfmerkjasýning, sem Færeyingar hafa haldið, og það var með nokk- urri eftirvæntingu, að ég lagði flugvél undir fót til þess að sjá hana. Við höfðum átt þess kost að sjá nokkuð af söfnum Færeyinga hér heima f fyrra, og þau voru sannarlega þess virði að skoða þau vel. Ég bjóst þvf við góðu heima hjá þeim, enda var þessi sýning haldin í tilefni 40 ára af- mælis félags þeirra, Föroya Filatelist Felag, en f því eru um 50 félagsmenn. Ég varð vissulega ekki fyrir vonbrigðum. Sýningin tók langt fram öllu þvi, sem við fslenzkir safnarar höfum gert til þessa, bæði að fjölbreytni og gæð- um. Var einróma álit allra þeirra sem sáu. að hér hefði tekízt til með miklum ágætum. Vil ég þar til nefna um 20 Dani, sem voru þarna gestir og máttu vel vera dómbærir um þetta. Héðan voru aðeins tveir gestir, og er það kannski gott miðað við fólks- fjöldal! Safnarar hefðu samt mátt vera miklu fleiri héðan. þvi að á sýningunni var margt gott og fróð- legt að sjá fyrir okkur. Ég vil nú leitast við að finna orðum mfnum stað með þv! að geta um söfn þau. er til sýnis voru, ,f fáum orðum. Verður það að mestu gert í töluröð ramma eftir skrá og þá um leið getið þeirra verðlauna, er veitt voru. Dómarará sýningunni voru: Eric V, Wowem, Ib Eichner-Larsen og Jens Chr. Christiansen, allt sér- fróðir menn f Norðurlandaf rf- merkjum. Fyrst er að geta þriggja safna, sem boðið var að sýna: I. Postverk Föroya. í anddyri voru til sýnis póstkassi úr tré, stór og þungur, en hann var hafður til þess að bera póst á baki milli byggða. En þar sem aðeins voru örfá bréf f hverri ferð, var fljótt skipt um og fengin leðurtaska. sem var meira við hæfi. Var hún einnig til sýnis. Par voru lika sýnd- ir nokkrir stjömu- og útslfpaðir stimplar, sem voru fyrst notaðir á bréfhirðingum, og enn fremur nýrri stimplar. í sal var einn rammi með sfmskeytum varðandi klippinga og yfirstimplun árið 1919 og tveir rammar með teikn- ingum, Ijósmyndum og litartillög- um af fyrstu færeysku merkjunum árið 1975. II. „Bamahjálpargrunnurin" sýndi heilarkir af hjálpar- og jóla- merkjum. III. Robert Bechsgaard frá Dan mörku sýndi f tveimur römmum heilarkir af öllum yfirprentuðum verðgildum frá 1940—41 nema 20/15 aur.. þ.á.m. þrjár arkir 20/1 aur., 1. og 2. prentun, og eina örk með ofhárri yfirprentun. Ekki má svo gleyma þvf. að hann sýndi þá einu örk, sem til er f heiminum. 2/5 aur. frá 1919 með öfugri yfirprentun á nr. 21. Þessa örk keypti hann fyrir stuttu i Bandarfkjunum, og var kaupverð- ið 75 þús. dollarar, takk! Óneitan lega var gaman að skoða gripinn. Þá er að geta um söfnin f sam- keppnisdeild. Ingvard Jacobsen, Þórshöfn. 1.— 3. rammi: Hluti af færeysku stimplasafni, sem er hið fjölbreyttasta og mjög fullkomið, enda hlaut hann fyrir bæði silfur- og heiðursverðlaun. 16. rammi: Færeyskir klipping ar frá 1919. allar gerðir, og sumt mjög fágætt. 24.—25. rammi: Færeyjar 1940—41 með margs konar af- brigðum. Er þetta mjög gott safn, enda hlaut það bronsverðlaun. þar yfirprentanir 1940—41 og „Franko Betalt". Þetta safn hlaut silfurbrons og heiðursverðlaun. Helgi Gunnlaugsson. Reykjavfk, sýndi f römmum 18—21 Færeyjar 1919 og 1940—41, bréf. „Franko Betalt" og afbrigðt. Fékk safnið gyllt silfur og heiðursverð- laun. Kai Dagfinn Nielsen frá Dan mörku sýndi mjög gott danskt safn, einkum af eldri merkjum. Voru þar mörg skildingabréf. Fékk hann fyrir silfurbrons og heiðurs- verðlaun. Þá átti hann einnig f römmum 48—49 safn græn- lenzkra frfmerkja frá 1938, stimplað, bráf og afbrigði. Fékk hann diplom fyrir það safn. Christian Timmermann frá Flensborg f Þýzkalandi sýndi f römmum 30—32 sérsafn frá Dan- mörku af „fire Rbs." 1851 — 54. Er þetta fallegasta safn að frá- gangi og útliti, sem ég hef séð. og mörg gullfalleg bréf. Þetta safn hlaut silfur- og heiðursverðlaun Poul Hansen frá Flensborg sýndi f römmum 33—35 mjög fallegt safn af dönskum póstferju- merkjum. Fékk hann diplom fyrir. Ingolvur av Reyni, Þórshöfn, sýndi dönsk tvflit merki 1870—1905, og fékk diplom fyr- ir. Thorolf Björklund, Þórshöfn sýndi f römmum 37—39 hið gull- fallega Finnlandssafn, sem hann hlaut silfurverðlaun fyrir f Rvfk 1975 og brons f Osló 1972. Nú fékk hann silfur- og heiðursverð laun fyrir. Sams konar verðlaun fékk hann fyrir safn rússneskra frfmerkja, sem notuð voru f Finn- landi 1901 — 1917/,,’en þau sýndi hann f römmum 40—41. í ramma 47 sýndi hann Helsingfors lokal- post 1866—1892. Það safn var með sömu ágætum og fyrri söfn hans og hlaut bronsverðlaun. Eivind Evensen, Noregi, átti f römmum 42—46 sérsafn frá Finnlandi með forf rfmerkjabréf- um. Þetta er stórt og glæsilegt safn, sem hann fékk fyrir gyllt silfur og heiðursverðlaun. Ole Mortensen, Þórshöfn, átti f römmum 50—52 mjög vandað rannsóknarsafn frá íslandi 1930—45, þar sem sérstök áherzla er lögð á frfmerki með fiskum og Þorfinni karlsefni. Fékk hann fyrir silfurbrons- og heiðurs verðlaun Hartvig Ingólfsson, Hafnarfirði. sýndi i römmum 53—54 tsl. lýð- veldið með nokkrum afbrigðum Fékk safnið diplom Sigurður H. Þorsteinsson, Hvammstanga. sýndi f römmum 55—56 danska stimpla á islandi frá 1870 til um 1920. þ.á m. nr. 237 á dönsku merki. Þá var eitt bréf frá 18. öld og tvö bréf frá 1860—63. Þetta safn fékk brons- og heiðursverðlaun. Þá sýndi hann í ramma 59 póstsögu Húna- vatnssýslu. Mátti af þessu safni draga lærdóm af, hvað hægt er að gera með þvi að taka fyrir afmark- að svæði. Þetta safn fékk brons- verðlaun. Jón Hallddrsson, Rvfk, sýndi f römmum 57—58 ísland. póstkort (tveir kóngar) og blokkir, ónotað. Fékk hann diplom fy'rir. Kurt Blíese, Flensborg, sýndi i rómmum 60—64 island 1873—1944, notað og ónotað, einkum aurafrfmerki 1876—1901 og flugpóst. Þetta safn er mjög vandað, enda hlaut það silf urbronsverðlaun. Trygve Madsen, Noregi, sýndi f römmum 69—73 hluta af norsku rannsóknarsafni. Fékk það brons- verðlaun. Ingolf Nielsen, Þórshöfn, sýndi f römmum 74—76 stimplasafn frá Gotlandi með póstsögu og fékk diplom fyrir. Þá átti hann einnig á sýningunni enskt rannsóknar- safn 1902—36. sem fékk brons- verðlaun. Þá sýndi hann f tveimur iömmum tegundasafn, kirkjur á frfmerkjum og jólamerki. Þetta var vel unnið safn, sem fékk dipl- om. Gert Jacobsen, Þórshöfn. sýndi f römmum 77—80 England 1952—1976, óstimplað. Þetta safn fékk diplom og heiðursverð- laun. Þá sýndi hann enn fremur frfmerki frá Mön 1958—76, ónotað. Einnig sýndi hann f römm- um 109—112 Vestur-Berlfn 1948—76, notað rannsóknar- safn. Fékk hann diplom fyrir eins og fyrir Manar-safnið. Þá átti hann á sýningunni safn frfmerkja frá Sameinuðu þjóðunum Hann sýndi einnig bráðskemmtilegt safn af bréfum til sin vfðs vegar að úr heiminum. Kallaði hann það „min post jan. apr. 1976". Hlaut það diplom. Henrik Rubeksen, Þórshöfn sýndi í römmum 81 — 84 England frá 1840. notað. Fékk hann dipl- om fyrir. H.A. Mainland, Hjaltlandi, sýndi f tveimur römmum núverandi póststimpla frá Hjaltlandi og Orkneyjum á bréfum. Fékk safnið diplom. Súni Vinther, Þórshöfn. sýndi i römmum 91 — 94, Eistland, merkilegt safn allt frá 1824 að síðustu með þýzkum og rússnesk- um merkjum. Þessi frfmerkjasaga er sorgarsaga. Safn hans hlaut silfurbrons- og heiðursverðlaun. Harry J. Rosvold, Noregi, sýndi i þremur römmum Guernsey með bréfum og póstkortum. Fékk safn- ið brons- og heiðursverðlaun. Þá sýndi hann frfmerki frá Rússlandi t einum ramma og fékk brons fyrir. F. N Hansen, Þórshöfn sýndi f römmum 98—102 frfmerki frá Póllandi og fékk diplom fyrir. G. Perdomo, Þórshöfn, sýndi f tveimur römmum Rússland, fþróttir og flugpóst. og fékk heið- ursverðlaun fyrir. Heiner Stúmer, Flensborg. sýndi f römmum 105—108 V,- Þýzkaland, stimpluð og óstimpluð merki. og eins bréf. Fékk þetta safn bronsverðlaun. Arne Olsen, Þórshöfn sýndi frf- merki frá ísrael frá 1948 og hlaut diplom fyrir. Eivind Evensen frá Noregi sýndi I fimm rommum tegundasafn: hljóð og myndir, útvarps- og sjón varpshugleiðingar. Þetta safn var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, og voru veitt bronsverðlaun fyrir það. Harry S Johansen, Þórshöfn, sýndi f einum ramma tegunda- safn: brauð handa heiminum, og fékk diplom fyrir. John Frederiksen frá Bergen í Noregi sýndi tegundasafn i þrem ur römmum: umferðaröryggi, og fékk hann diplom fyrir það Rói Hansen. Þórshöfn sýndi i einum ramma skákmerki 1947—1975 og fékk fyrir dipl om. E.B.B. Jespersen, Þórshöfn, sýndi i tveimur römmum hluta af tegundasafni sinu um sögu járn brautanna, og hlaut safnið silfur- brons- og heiðursverðlaun. Sævar Th. Johannesen, Rvfk, sýndi tegundasafn um lögreglu vfðs vegar að f tveimur römmum. Fékk hann diplom fyrir. Þá sýndi Arne Olsen i Þórshöfn i einum ramma fyrstadagsbréf viðs vegar að, og fékk hann diplom fyrir. Eddi Leyni, Þórshöfn, sýndi i fimm römmum mjög skemmtilegt og fjölbreytt safn skipsbréfa. Fékk hann diplom fyrir. Loks sýndi A. Henriksen, gamall sjómaður og hressilegur. Þórs höfn, mjög snoturt Færeyjasafn 1919—1941 með mörgum af brigðum. Fékk safn hans brons- verðlaun. Þetta safn er ekki nefnt f sýningarskrá og ekki heldur safn frá Ghana, en eigandi þess fékk diplom. í heild voru söfnin vel unnin, og tegundasöfnin voru mjög skemmtileg og sýndu mikla hug kvæmni. Umslag sýningarinnar og stimp- illinn voru teiknuð af Eiðfinn Jacobsen. Hann státar ekki af margra ára skólasetu, en hef- ur það, sem til þarf: hæfileika, smekkvisi og þekkingu. Á umslag inu er hreinleg teikning af fyrsta póstbátnum, Ruth, ásamt stimpli, ekkert klessuverk eða klúður. Stimpillinn er mjög vel gerður: efst fyrsti póststimpillinn 238 i Þórshöfn 1870, neðar núverandi póstmerki, hið elzta og nýjasta sameinað ásamt áletrun og á svo smekklegan hátt, að á betra verð- ur ekki kosið. Berum þetta saman við íslenzka 200 ára afmælis- stimpilinn og niðurstaðan um hann verður: hugmyndasnauð fá- tækt. Þessi fyrsta frimerkjasýning I Færeyjum var afrek hjá svo fá mennum hópi og frændum okkar til mikils heiðurs. Þeir voru Ifka vel að honum komnir, og vil ég að endingu færa þeim þakkir fyrir sýninguna. Helgi Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.