Morgunblaðið - 14.07.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JULl 1976
31
Netzer til
Grasshoppers
VESTUR-ÞÝZKI knattspyrnu-
maðurinn Giinther Netzer, sem að
undanförnu hefur leikið með
spánska félaginu Real Madrid
hefur nú gert samning við sviss-
neska félagið Grasshoppers og
verður h.iá því a.m.k. I eitt ár.
Þegar fréttir bárust um að Real
Madrid svildi selja Netzer fóru
fjölmörg félög þegar á stúfana og
freistuðu þess að ná samningum
við hann. Meðal þeirra voru nokk-
ur bandarísk félög sem buðu
mjög háar upphæðir í Netzer og
leit um tíma út fyrir að hann færi
vestur um ver. Þegar svo Grass-
hoppers bauð honum upphæð sem
svarar til 18 milljóna islenzkra
króna fyrir árssamning ákvað
hann að taka þvi tilboði, jafnvel
þótt Bandaríkjamennirnir 'biðu
betur.
Grasshoppers hefur verið eitt
bezta knattspyrnuliðið í Sviss
undanfarin ár og hefur hlotið
svissneska meistaratitilinn alls 16
sinnum og 13 sinnum sigrað í
svissnesku bikarkeppninni. Hins
vegar gekk liðinu fremur erfið-
lega á nýloknu keppnistímabili og
hafnaði i fjórða sæti í deildinni.
Auk þess að ráða Netzer hefur
Grasshoppers einnig skipt um
þjálfara og fengið til sín Helmut
Johannsen, sem er einn þekktasti
vestur-þýzki knattspyrnuþjálfar-
inn. Hann gerði m.a. Eintracht
Braunschweig að meistaraliði ár-
ið 1967 og í vetur tókst honum að
koma Tennis Borussias í vestur-
þýzku 1. deildina, eftir að liðið
hafði verið um árabil í 2. deild.
Fjögurra ára erfiði
var þá til einskis
— FJÖGURRA ára þjálfun hefur
farið fyrir ekki neitt, var það sem
Tanzaníumaðurinn Filbert Bayi
sagði, þegar það lá fyrir að engir
keppendur frá Tanzanfu myndu
taka þátt f Ólympíuleikunum f
Montreal, en sem kunnugt er þá
er Bayi heimsmethafi í 1500
metra hlaupi, og var álitinn mjög
sigurstranglegur á leikunum í
Montreal.
Bayi sagði jafnframt að hann
skildi og virti mótmæli stjórnar
Heimsmet
AUSTUR-ÞÝZKA stúlkan
Ruth Fuchs setti nýtt heims-
met í spjótkasti kvenna á móti
sem fram fór í Austur- Berlfn
um helgina. Kastaði hún 69,12
metra og bætti eigið heimsmet
um 1,90 metra. Bendir þetta
afrek til þess að Fuchs muni
eiga auðvelt með að verja
Olympíutitil sinn frá leikun-
um f Miinchen 1972 á
Montrealleiknum. Önnur f
spjótkastinu f Berlín varð
Jaqueline Hein-Todter sem
vann einnig frábært afrek,
kastaði 62,50 metra.
Nokkur austur-þýzk met
voru sett á móti þessu. Frank
Sieberk hljóp 110 metra
grindahlaup á 13,33 sek.,
Frank Wartenberg stökk 8,18
metra í langstökki, Urlrike
Klapeczynski setti met f 800
metra hlaupi kvenna og hljóp
á 1:57,06 mín. og Evelyn
Schlaak setti met f kringlu-
kasti kvenna, kastaði 68,70
metra.
Tanzaníu, þau að ekki yrði leyfð
þátttaka þeirra þjóða á leikunum
er hefðu haft íþróttasamskipti við
Suður-Afríku. Eigi að síður væri
það sárt að fá ekki tækifæri til
þess að keppa við Walker. Bætti
Bayi því við að ólíklegt væri að
hann hefði tækifæri til þess- að
keppa á Ölympíuleikum, þar sem
á næstu leikum myndu mótmælin
snúast gegn Bandaríkjunum,
Frakklandi eða Englandi, sem öll
hefðu íþróttasamskipti við Suður-
Afríku.
Það verður því að teljast ólík-
legt að þeir Walker og Bayi reyni
nokkru sinni með sér á hlaupa-
brautinni, þar sem Tanzaníu-
stjórn hefur bannað öllum
íþróttamönnum sínum að keppa á
mótum sem Ný-Sjálendingar eru
með í, hvaða nafni sem þau nefn-
ast. Verður það ekki fyrr en þess-
ari ákvörðun verður breytt sem
möguleikarnir skapast, og ólík-
legt er að það verði í náinni fram-
tíð.
Mótmæli Tanzaníu hafa vakið
mikla athygli og þá fyrst og
fremst vegna þess að Bayi mun
ekki keppa á leikunum. Hann er
langfremsti íþróttamaður lands-
ins og er nú sagður í betri æfingu
en nokkru sinni fyrr.
Leikjumfrestað
EKKI gaf til flugs milli Færeyja
og lslands í gær, og þvf varð að
fresta unglingalandsleikjum
þeim sem fara áttu fram í gær-
kvöldi. Að sögn Ellerts B.
Schram, formanns KSl, er áform-
að að leikirnir fari fram á laugar-
daginn.
- varpaði 22 metra á móti í París
SOVÉTMAÐURINN Aleksandr Barisjnikov í metkasti sinu í París, er hann
kastaði 22,00 metra. Einn maður hefur þó varpað mun lengra en hann. Sá er
Bandaríkjamaðurinn Brian Oldfield sem varpað hefur 22,86 metra, en það
afrek fæst ekki staðfest sem heimsmet þar sem Oldfield er atvinnumaður i
íþróttum. Barisjnikov er 2,02 metrar að hæð og vegur 1 25 kíló. Tækni hans í
kúluvarpinu þykir mjög sérstæð, þar sem hann snýr sér i hringnum líkt og
kringlukastari.
Sovétmaður krækti í
heimsmet í kúluvarpi
SOVÉTMAOURINN Alexander
Baryshnikov setti nýtt heimsmet i
kúluvarpi i landskeppni Sovétmanna
og Frakka sem fram fór i Paris um
helgina. Varpaði hann 22,00 metra
og bætti þvi eldra heimsmetið um
hvorki meira né minna en 1 5 senti-
metra, en það var í eigu Bandarikja-
mannsins Terry Albritton. Náði
Baryshnikov metkasti sínu þegar i
fyrstu umferð.
Sovétmenn sigruðu örugglega i um-
ræddri landskeppni, hlutu 128 stig
gegn 83 i karlagreinum og 8 7 gegn
47 i kvennagreinum
Frábær árangur náðist i flestum
greinum og mörg úrslit komu nokkuð á
óvart, engin þó eins og þau að Lusis
varð að sætta sig við annað sætið i
spjótkastinu. Hann kastaði 82,28
metra en sigurvegari varð landi hans
Myershov sem kastaði 83,52 metra
Af öðrum úrslitum má nefna að Guy
Drut sigraði i 1 10 metra grindahlaupi
á 13,51 sek., Arame frá Frakklandi i
200 metra hlaupi á 20,80 sek ,
Budalov og Senyukov frá Sovétríkjun-
um stukku báðir 2,22 metra í hástökki,
Gorbacheva frá Sovétrikjunum sigraði í
kringlukasti kvenna með 66,00 metra
kasti, Kazankina frá Sovétrikjunum
sigraði i 800 metra hlaupi kvenna og
var ekki langt frá heimsmeti sínu, hljóp
á 1 56,6 mín , Frakkinn Rousseau
sigraði i langstökki, stökk 8,19 metra
Anokin frá Sovétrikjunum sigraði i
800 metra hlaupi karla á 1:47,3 mín
og Lissovsku frá Sovétrikjunum sigraði
i 3000 metra hindrunarhlaupi á
8:23,4 mín.
ry*s ru /fier/J se: rr<s:
‘Écfzœtyern (<j.s/*)
't /OO /r\ b/i,*Jp/ .
t ÍOO/*1 /AWi/P/
/ t/A/r/at u*</> s r/
ET#£t <s/t r//e/ttvoop 1>/).
/ //ÁSTOKK/
OCr C~/& éC/tr/Z/ Z/S1
/ tf//Oo /n ?ioi>//c//<J r> / .
/H/>*//J/l / Jt/r\sre'/tD**n /*)2& £/? ö= jn/i
/n/////er /S///J/] &/*rr —
TÓ'z/U X/fVvx / /r>ö/TO<J/y\ G/T€///<J/r\
11y V/IU-!QN—A\ZAH!/)Sn srVJDIOS
/ 9oo /r\ //CJ/t/r///<J , ST/n /./<//> /Z//D/<I£
S/G/t* f> / í ý S /-y/DJ £t/<rt//l t/e///"€*//>/3S//JA ý
sf>\ //örpu ttt-o/te/ /tp/J/t. j/o*c//*/i> s/o
lj)j/€t //tu/jj/, /n €/*•</ o r )!>/ze~/ ru .
///./> j/o/p S/i/i sr/t/9x rret-cr ///pj/c se/>\
K’Erf/J/s <S/t€//J . a/V <//>/*.
rec//j oe í.ó'/j6 T’y/t/zi </€/*//>///> ey/J/S.
/J*>t /*/./>/* /irro/t oUjje-<j/t c€/D , /í/jo/t. r/t-
(S/te/jJ/j/ K*/\ r€uC/j/ c//o/> /*£> Jt/ýj-J.
Manning setti
fyrsta metið
BANDARÍSKA stúlkan Madelene
Manning Jackson varð fyrst til
þess að setja frjálsíþróttamet i
Montreal að þessu sinni. Á
æfingamóti sem efnt var til á
einum æfingavalla Ólympíuleik
anna hljóp Manning 1000 metra
hlaup á 2:37,3 minútum og bætti
eldra bandariska metið um 3
sekúndur. Skömmu síðar hljóp
Manning svo 400 metra Wáup á
53,1 sek.
Á umræddu æfingamóti náðist
frábær árangur i öðrum greinum
og má þar nefna að Hasley Craw-
ford frá Trinidad hljóp 100 metra
hlaup á 10,0 sek., án þess að
leggja hart að sér og Fresham frá
Bandarikjunum hljóp 400 metra
hlaup á 46,0 sek. Þá sigraði Mike
Boit i 1000 metra hlaupi á
2:19,3 min. Tókst honum ekki
ætlunarverk sitt •— að setja
heimsmet, en metið á
Bandaríkjamaðurinn Rick
Wohlnuter og er 2:13,9 mín.
Bönnuð lyf
125 tegundir lyfja eru nú komnar
á skrá þá sem kölluð er ,,svarta
skráin", en sé lyf á þeirri skrá
mega þeir sem keppa á Ólympiu-
leikunum ekki neyta þeirra. Eftir-
lit með lyfjanotkun verður mjög
strangt á leikunum, og má búast
við þvi að annar hver keppandi á
leikunum verði skoðaður. Sér
stök stofnun hefur verið sett upp
i Montreal til þess að sjá um
þessa hlið mála. Sagði forstöðu
maður hennar nýlega, að tiltölu-
lega auðvelt væri að fylgjast með
keppendum eftir að þeir væru
komnir til leikanna, en hins vegar
næstum ógjörningur að sjá hvort
þeir hefðu notað lyf til að byggja
upp likama sinn vegna æfing.w
fyrir leikana.
Paraguay
mótmælir
PARAGUAY mun ekki taka þátt í
Ólympíuleikunum i Montreal að
þessu sinni. Ástæðan eru mót-
mæli, sem ekki virðist gott að
botna i. Upphaflega voru það
mótmæli vegna þátttöku For
mósubúa, en siðan var skipt um
skoðun og ákveðið að mótmæla
einhverju öðru, sem ekki er vitað
fyrir vist hvað er. Fjórir keppend
ur frá Paraguay áttu að keppa á
leikunum og eru þeir komnir til
Montreal fyrir nokkru og bíða þar
átekta
McTear
meiddur
BANDARiSKI spretthlauparinn
McTear mun ekki geta tekið þátt
í Ólympiuleikunum i Montreal
vegna smávægilegra meiðsla sem
hann varð fyrir á æfingu fyrir
skömmu. Sæti hans i bandariska
Ólympiuliðinu tekur Johnny
Jones. 18 ára fótboltastrákur frá
New York, en hann varð fjórði i
100 metra hlaupinu á úrtöku-
mótinu i Eugene. Fjarvera
McTear veikir tvimælalaust
bandariska liðið, þar sem hann er
einn af heimsmethöfunum i 100
metra hlaupi og þykir þar að auki
mjög keppnisharður maður.
ÍSRAELSKA Ólympiulíðið i knatt-
spyrnu kom við i New York á leið
sinni til Montreal og lék þar
æfingaleik við eitt bezta knatt-
spyrnufélagið. Long Island All-
Stars. Fóru leikar svo að ísraels-
menn sigruðu 9—0. Var þetta
annar æfingaleikurinn -sem
ísraelsmenn unnu á fáum dógum;
hinn fór 5—0. þeim i vil.