Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JULl 1976 r i LOFTLEIDIR 7S 2 n 90 2 n 88 eftir JÓN Þ. ÞÓR EINS og vænta má á skákþjóð á borð við Sovétmenn marga unga og efnilega meistara á hverjum tima. Að undanförnu hefur þó einhvern veginn orð- ið minna úr flestum hinna efnilegu Sovétmanna sem skotið hafa upp kollinum, en efni hafa staðið til. Um þessar mundir er stórmeistarinn Vitaly Czechkovsky ein skærasta stjarna Sovétmanna á skákhimninum og binda þeir miklar vonir við hann. Á milli- svæðamótinu i Manila á dögun- um stóð Czechkovsky sig með afbrigðum vel, varð í 4. sæti og lagði að velli ýmsa þekkta stór- meistara, t.d. Tékkann Hort. Öheppnistap fyrir ítalska stórmeistaranum Mariotti kom hins vegar í veg fyrir að Czechkóvsky kæmist í áskorendakeppnina.- í skák- inni, sem hér fer á eftir, á Czechkovsky í höggi við marg- faldann Bandaríkjameistara, W. Browne, og ætti þessi skák að sýna óumdeilanlega að hér er mikið efni á ferð. Hvítt: V. Czechkovsky Svart: W. Browne Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be3 — e6, (I skák þeirra Czechkovsky og Mecking í sama móti lék svartur hér 6. — e5). 7. Be2 — Rbd7, 8. g4 — h6, (8. — Rc5, 9. f3 — e5, 10. Rb3 — Be6 var ekki síðra). 9. f4! — b5, 10. g5 — hxg5, 11. hxg5 — Hh3?! (Tvíeggjaður leikur, en Browne hefur sennilega búizt við svarinu 12. Bf4). 12. Bf2! — Hxc3, (Eða 12. — Rxe4, 13. Rxe4 — Bb7, 14. Bf3 — Hxf3, 15. Dxf3 — Rc5 og gæti hvítur leikið annaðhvort 16. g6 eða 16. Rc6 og hefði betri stöðu í báðum tilvikum). 13. gxf6 (Mun sterkara en 13. bxc3 — Rxe4 og svartur hefur dágott mótspil). 13. — Hh3, (Eða 13. — Hc5, 14. Rxe6 — Dxf6, 15. Rxc5 — dxc5, 16. Dd5 og sv. frv.). 14. Rxe6! (Falleg mannsfórn, svartur má auðvitað ekki drepa á e6 vegna Bh5 og mátar). 14. — Da5+, 15. c3 (Nú hótar hvítur 16. b4 — Da3, 17. Rc7+). 15. — fxe6, 16. fxg7 — Bxg7, 17. Dxd6 — Hh6, (Ekki 17. — Hxc3, 18. Bh5+ og ef 17. — Bxc3+ þá 18. Kfl og hótar bæði 18. bxc3 og Dxe6). 18. Hgl — Bf8, (Eða 18. — Bxc3, 19. Kfl — Db4, 20. Dc6 — Dxb2, 21. Hdl og svartur má sig hvergi hræra). 19. Hg8 — Dd8, 20. 0-0-0 — De7, (Eða 20. — Dg5 + , 21. Hxg5 — Bxd6, 22. Hxd6 — Hxh2, 23. Hd2! — Hxf2, 24. Bh5+ — Hf7, 25. Hf2 og vinnur). 21. Dc6 — Hb8, 22. Ba7! (Nú vinnur hvítur lið og þar með skákina). 22. — Kf7, 23. Hg2 — Hb7, 24. Dxc8 — Hxa7, 25. Hfl — Rf6, (Ekki 25. — Hf6, 26. Bh5 mát). 26. e5 — Db7, 27. Ilxf6 + !, — Hxf6, 28. Bh5+ — Hg6, 29. Bxg6+ — Ke7, 30. Dc5+ og svartur gafst upp. (Stuðzt við skýringar I. Zaitsiev í ,,64“). Útvarp Reykjavik /MIÐMIKUDbGUR 21. júlí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson les sögu sfna „Manna litla“ (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Rena Kyriakou leikur „Piec- es Pittoresque" fyrir píanó eftir Emmanuel Chabrier / Gerard Souzay syngur lög eftir Francis Poulenc; Dalt- on Baldwin leikur með á Píanó / Bruxelles-trfóið leik- ur Tríó fyrir tréblásturs- hljóðfæri eftir Robert Darcy. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympfuleikunum í Montreal: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. Lamoureux-hljómsveitin f París leikur „Francesca da Rimini“, fantasfu fyrir hljómsveit op. 32 eftir Tsjai- kovsky; Igor Markevitch stjórnar. Sviatoslav Richter og Enska kammersveitin leika Konsert fyrir pfanó og hljómsveit op. 13 eftir Benja- min Britten; höfundurinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson segir frá norska verkalýðsskáldinu Rudolf Nielsen- fyrri þáttur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÓLDIÐ 19.35 Um veðurfar á tslandi. Markús Á. Einarsson veður- fræðingur flytur erindi. 20.00 Einsöngur f útvarpssal. Jón Vfglundsson syngur ís- lenzk og erlend lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 20.20 Sumarvaka a. Að fagnaði með fimmtu herdeild. Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur segir frá atviki úr Noregs- dvöl. b. Ljóðalestur. Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði les „Sandy Bar“ eftir Gutt- orm J. Guttormsson og „Ljóðabréf til Vestur- Islendinga" eftir Örn Arnar- son. c. Grasa-Þórunn. Rósa Gfsla- dóttir f Krossgerði les síðari hluta frásagnar af Þórunni Gfsladóttur úr sagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. d. Kórsöngur. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- sókna syngur nokkur lög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 21.30 Utvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi“ eftir Guð- mund Frfmann. Gfsli Hall- dórsson leikari byrjar lestur- inn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn“ eftir Georges Simen- on Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (15). 22.40 Djassþáttur. f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR 22. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson lýk- ur lestri sögu sinnar „Manna litla" (4). Tilkynningar kl. 9.30. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Tómas Þorvaldsson f Grindavfk— þriðji þáttur. (áður útv. f október). Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Nicanor Zabaleta og Sin- fónfuhljómsveit útvarpsins f Berlfn leika Hörpukonsert f C-dúr eftir Boieldieu; Ernst Márzendorfer stjórnar / Ffl- harmoníusveit Lundúna leik- ur „Þrjá dansa frá Bæheimi" eftir Edward Elgar; Sir Adri- an Boult stjórnar / Jascha Heifetz og RCA Victor sin- fónfuhljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 2 í d-moll op. 44 eftir Max Bruch; Izler Solomon stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tilkynningar. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympfuieikunum f Montreal: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ Á frfvaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (10). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatíminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 17.00 Tónleikar 17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson talar um norska verkalýðsskáldið Rudolf Nielsen. Sfðari þátt- ur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Nasasjón. Árni Þórar- insson og Björn Vignir Sigur- pálsson ræða við Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. 20.10 Gestir f útvarpssal. Bernhard Wilkinsson leikur á flautu og Lára Rafnsdóttir á pfanó. a. Sónata f g-moll eftir Jo- hann Sebastian Bach. b. Sónata f D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 20.35 Leikrit: „Bældar hvat- ir“ eftir Susan Glaspell. Þýð- andi: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. Leikstjóri: Helga Bach- mann. Persónur og leikendur: Henrietta Brfet Héðinsdóttir FinnbjörnBorgar Garðarsson Marfa ..................... ....Kristfn Anna Þórarinsd. 21.10 Holbergsvfta op. 40 eftir Edvard Grieg. Walter Klien leikur á píanó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrl- ingurinn" eftir Georges Simenon. Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (15). 22.40 Á sumarkvöldi. Guð- mundur Jónsson kynnir tón- list varðandi ýmsar starfs- greinar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. KL 19.35: Um veðurfar á Islandi: 66% daga á sumrin þurrir á N.- og Austurlandi en 47% á Suðurl HwA ERff" RQl HEVRR Gott sunnu- dagsefni DAGSKRÁ útvaípsins s.l. sunnudagskvöld var með áheyrilegra móti. Það er tvímælalaust til bóta að lengja tíma þáttarins, sem hingað til hefur borið heitið'„Dagskrár- stjóri i eina klukkustund“, en nú er stjórinn við völd um stund. Ólafi Jónssyni tókst vei að haida athygli hlustenda sinna vakandi, og var einkar skemmtilegt hvernig hann óf saman ljóð, laust mál og fslenzka dægurtónlist frá ýms- um tímum. Ekki var síður ánægjulegt að hlýða á Hannes H. Gissurarson í Orðabelgnum, þar sem fjallað var um George Orwell, verk hans og lífsskoðun á eftirminni- legan hátt. Þátturinn var í senn skemmtilegur og fræðandi, en siíkt útvarpsefni er því miður of sjaldgæft. Verk Orwells eru af þeim toga spunnin að þeim mætti gera enn ítarlegri skil, og er þvi hér með beint til stjórnanda þáttarins að hann útvegi sér andmælanda tii spekúlasjóna um þennan ágæta rithöfund og skáldskap lians. — Á.R. — EF veðurfar yfir sumarmánuðina er skoðað kemur í ljós að reikna má með að 66% allra daga á timabilinu júní til loka ágústs í innsveitum á Norður- og Austurlandi séu þurrir, en ekki nema 47% á Suðurlandi og af þessu má sjá að skilyrði til heyþurrkunar eru með nokkuð öðrum hætti á Suðurlandi en í öðrum lands- hlutum. Þetta kemur meðal annars fram í þættinum Um veðurfar á íslandi, sem er'á dagskrá hljóðvarpsins kl. 19:35. Það er Markús Á. Einarsson veðurfræðingur, sem þá flytur erindi um veðurfar á íslandi. — Eg ætla að íjalla nokkuð almennt um veðurfar á landinu og geta i fyrstu þeirra þátta, sem móta veðurfarið, en i því sambandi má nefna iegu landsins og það að landið er hálent en ekki láglent svo eitt- hvað sé nefnt, sagði Markús, þegar við spurðum hann um efni erindisins. — Upplýsingar um veðurfar geta í senn verið forvitnilegar og fróðlegar og ég get til gamans nefnt að það er allt að fjórfalt meiri úrkoma í Bláfjöllunum, skíðalandi Reyk- víkinga, en í Reykjavík. Við heyrum lika oft borna fram þá spurningu, hvað sé heitt í dag og þá sakar ekki að vita að mestur hiti, er mælzt hefur á íslandi, er 30,5 stig, en það var á Teigarhorni við Berufjörð í júní 1939, sagði Markús að lok- um. Markús A. Einarsson stofu tslands. veðurfræðingur störf Veður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.