Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JULÍ 1976 5 Bíræfið bankarán 1 Frakklandi Nissa, Frakklandi, 20. júlí. AP. ÓVENJU bíræfið bankarán var framið I Nissa f Frakklandi um helgina þegar að minnsta kosti sex bankaræningjar grófu sér göng frá skólpræsi inn I geymslu- hólf Societe Generale bankaúti- búsins þar og höfðu á brott með sér þýfi, sem metið er á 1500—1850 milljónir króna. Talsmenn lögreglunnar segja að bersýnilega hafi ræningjarnir starfað ótruflaðir frá þvi á föstu- dagskvöld þar til snemma á mánu- dagsmorgun. Fyrst grófu þeir átta metra löng göng frá ræsinu að geymsluhólfi bankans. Rifu þeir þar múrsteinshleðslu og notuðu logsuðutæki til að komast inn i hólfið. Inni í geymslunni opnuðu þeir svo átta stór bankahólf og um 300 minni, og hirtu verðmæti, sem i þeim var. Auk þess komust þeir i næturhólf, þar sem ýmsar verzlanir höfðu komið fyrir and- virði helgarsölunnar. Tekur lang- an tíma að komast að þvi ná- kvæmlega, hve verðmætt þýfið var. Upp komst um ránið á mánu- dag, þegar opna átti bankahólfið. Stóðu dyrnar á sér, og tókst bankastarfsmönnum ekki að opna það þótt sérfræðingar væru tii kvaddir. Loks var það ráð tekió að sjóða gat á dyrnar, og kom þá i ljós hvað gerzt hafði. Höfðu þjóf- arnir skilið eftir logsuðutæki sin og annan búnað, auk þess sem skjöl og verðbréf voru þar á víð og dreif um gólfið. Gegnumlýsing hættuleg? Washington, 20. júlf. AP. SÉRFRÆÐINGAR vfða að úr Bandarfkjunum komu saman til fundar f Washington á vegum Krabbameinsstofnunarinnar bandarfsku um helgina til að ræða áhrif geislunar eða röntgen- myndatöku á krabbamein f brjósti. Voru skiptar skoðanir á fundinum, og töldu sumir að hætta bæri að nota gegnum- lýsingu til að leita krabbameins f brjósti, þar sem geislunin gæti jafnvel valdið krabbameini en aðrir töldu að neikvæð niðurstaða krabbameinsleitar með gegnum- lýsingu gæti haft góð áhrif á kon- ur, en hættan frá geislun væri svo til engin. Dr. Lester Breslow forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Kali- forníuháskóla f Los Angeles Framhald á bls. 23 Neto til Kúbu Miami, Florida, 20. júlf. AP. ÚTVARPIÐ i Havana hefur skýrt frá þvi að Agostinho Neto forseti Angóla sé væntanlegur til Kúbu í boði Fidels Castrós forsætisráð- herra. Sagði útvarpió að Neto væri væntanlegur bráðlega, en sagði ekki nánar hvenær. Vmsir opinberir starfsmenn og blaðamenn frá Angóla eru þegar komnir til Kúbu i sambandi við forsetaheimsóknina. Kúba sendi 12—14 þúsund manna herlið til Angóla í fyrra- haust til að tryggja. Neto sigur í borgarastyrjöldinni þar í landi. Hefur Castro sagt að hersveitirn- ar verði þar áfram þar til eigin her landsins hefur verið nægilega vel þjálfaður til að verja landið. Mynd þessi var tekin í Nice þegar lögreglumaður var að fara niður i skolpræsið, sem bankaræningjarnir notuðu til að komast inn í Societe Generale bankaútibúið. Minnihluta- stjórn ítala? ERFIÐLEGA gengur að mynda nýja rfkisstjórn á ttalfu, og ekki bötnuðu horfurnar f gær þegar Bettino Craxi, nýkjörinn leiðtogi sósfalistaflokksins, lýsti þvf yfir að flokkur hans tæki alls ekki þátt f þeirri rfkis- stjórn, sem kristilegir demó- kratar reyna nú að mynda und- ir forsæti Giulio Andreotti. Þessi ummæli Craxi koma heim við orðróm um að Andreotti hafi f hyggju að mynda eins flokks minnihluta- stjórn kristilegra demókrata, og að honum takist jafnvel að bræða saman rfkisstjórn sfna innan viku. Utilokað er fyrir Andreotti að mynda meiri- hlutastjórn án þátttöku sósfal- ista eða kommúnista, og með kommúnistum vilja kristilegir demókratar ekki starfa. Craxi var kjörinn leiðtogi flokksins á föstudag í fyrri viku, og er aðeins 42 ára. Tók hann við embættinu af Francesco De Martino, sem sagði af sér eftir úrslitin í þing- kosningunum i fyrra mánuði. De Martino er 68 ára, og segja fréttamenn i Róm að með kjöri Craxi hafi sósíalistar orðið fyrstir til að yngja upp flokks- forustuna eftir niðurstöður kosninganna. Bettino Craxi er frá Mílanó og náinn vinur og fylgismaður Pietro Nenni, sem var leiðtogi sósialista um 20 ára skeið að lokinni heimsstyrjöldinni sið- ari. Bettino Craxi. Háværar raddir hafa verið uppi um það i flestum flokkum ítaliu, að nauðsyn bæri til að yngja upp flokksforustuna, og leyfa „gömlu mönnunum" að hvíla sig. Kristilegir demókrat- ar stigu spor í þessa átt eftir sveitarstjórnakosningarnar i fyrra með þvi að kjósa Benigno Zaccagnini flokksleiðtoga. En Framhald á bls. 16 Myndin sem tekin var þegar Jack Ruby réð Lee Harvey Oswald bana 24. nóvember 1963. Rœddi Jack Ruby við Castro um að myrða Kermedy 1963? BANDARÍSKA dagblaðið New York'Sunday News skýrði svo frá fyrir nokkru að fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, hefði skýrt frá þvi í yfirheyrslum fyrir þingnefnd í Washington að Jack Ruby, sá er skaut Lee Har- vey Oswald, banamann Kennedys forseta, hafi rætt við Jack Ruby. Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, árið 1963 og hafi í sam- tali þeirra borið á góma að ráða Kennedy af dögum. Jack Ruby skaut sem kunnugt er Oswald tveim dögum eftir að hann var handtekinn og sakaður um að hafa myrt Kennedy. Skv. frétt blaðsins hittust Castro og Ruby aðeins 10 vikum áður en Kennedy var myrtur og var fundur þeirra í Havana á Kúbu, en þangað kom Ruby frá Mexico City. Blaðið segir að að- alerindi hans hafi verið að kom- ast í sambönd við aðila á Kúbu sem gátu hjálpað honum við smygl á eiturlyfjum til Banda- ríkjanna. Ruby rak næturklúbb í Dallas, borginni þar sem Kennedy var myrtur, og er talið að hann hafi verið í sambandi við ýmis öfl i undirheimum borgarinnar. 1 samtali Rybys og Castros segir blaðið Castro hafa sagt að Kennedy hafi reynt að koma sér fyrir kattarnef og verið gæti að hann svaraði í sömu mynt. Castro á að hafa spurt Ruby hvort hann gæti notfært sér sambönd sin í glæpaheimi Dallas og Chicago til að láta ráða Kennedy af dögum. Blaðið segir að leyniþjónustumaður- inn sem nefndin yfirheyrði hafi ekki getað svarað því hverju Ruby svaraði þessari spurn- ingu. Eins og kunnugt er hefur alls kyns sögusögnum um þátttöku Castros og Kúbumanna í morð- inu á Kennedy vaxið fiskur um hrygg undanfarna mánuði. Frá- sögn New York Sunday News hefur enn ýtt undir vangavelt ur vestan hafs um hugsanlega aðild Kúbu að morðinu. Það var 24. nóvember 1963 að Ruby skaut Lee Harvey Oswald til bana fyrir framan sjónvarps myndavélar. Urðu milljónir manna vitni að morðinu í sjón- varpi. Ruby var þegar handtek inn og síðar dæmdur til dauða fyrir verknaðinn, en þeim dómi var síðar breytt. Ruby lézt af völdum krabbameins árið 1967 Hann hélt alltaf fast við þann framburð sinn að hann væri ekki þátttakandi í samsæri og þekkti ekki Oswald áöur en hann réð honum bana. Við gerum tilveruna litríkari Notiö Kodak-filmur og þér fáið glæsilegar litmyndir frá okkur á 3 dögum. Hafið þér tekið mynd i dag? HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.