Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JULl 1976
3
99
Ekki hægt að líkja þessu
við sumarið í fyrra...”
VEÐUR var i gær hagstætt til hey-
þurrkunar um mestan hluta lands-
ins og voru bændur önnum kafnir
við heyskap. Um helgina var einn-
ig þurrkur um verulegan hluta
landsins og meðal annars á Suður-
landi, en bændur þar voru orðnir
langeygir eftir þurrki. Síðdegis í
gær fór að þykkna upp á Suður-
landi en spáð er vestlægri átt og
má gera ráð fyrir að þurrkur hald-
ist eitthvað áfram á austanverðu
landinu en vestantil má búast við
úrkomu. Morgunblaðið ræddi í
gær’við bændur og ráðunauta
búnaðarsambandsins á nokkrum
stöðum á landinu um heyskapar-
horfur og fara samtölin hér á eftir.
Bjarni Arason, ráðunautur i Borg-
arnesi sagði að þar um slóðir væri
nú komið nóg gras en heyskapur
hefði gengið stirðlega vegna þurrk-
leysis. í fyrradag var góður þurrkur
og náðu menn þá upp töluverðu af
heyjum. — Ég sé ekki að það sé
ástæða til neinnar svartsýni og
ástandið er ekki slæmt. Sennilega
eru bændur hér í sýslu búnir að ná i
hlöðu um fjórðungi af þeim heyjum,
sem þeir þurfa til vetrarins, sagði
Bjarni að lokum
KAL í TÚNUM
Á VESTFJÖRÐUM
— Grasspretta i innanverðu Djúpi
er með betra móti nú en nokkuð ber
á kalskellum i túnum hér um slóðir
og það sama gildir um Vestfirði i
heild, sagði Jón Guðjónsson,
Laugarbóli í Nauteyrarhreppi i ísa-
fjarðardjúpi í samtali við Mbl i gær
Þurrkur hefur verið lítill fram eftir
þessum mánuði en hér hefur verið
þurrkur um helgina Sláttur byrjaði
hér lítilsháttar i sl. viku og mest um
helgina en við hirðum lítið i vothey,
sagði Jón og bætti við að ekki væri
ástæða til annars en bjartsýni með-
an veður héldist skikkanlegt.
ALLIR Á KAFI
í HEYSKAP
Við ræddum við húsfreyjuna á
Staðarbakka i Miðfirði, Ásdisi
Magnúsdóttur — Hér eru ailir á
kafi í heyskap Þetta er góður dagur
og hefur bjargað miklu en hinqað til
hefur verið heldur litill þurrkur,
sagði Ásdis. Spretta i Miðfirði er að
sögn Ásdisar ágæt en eins og hún
orðaði það þá er allt undir veðrinu
komið, hvort tekst að afla nægjan-
legra og góðra heyja.
— Þetta hefur verið daufur þurrk-
ur fyrr en i dag, sagði Sigurjón
Tobiasson, bóndi i Geldingaholti í
Skagafirði, þegar við ræddum við
hann í gær og spurðum hvernig
viðraði til heyskapar.
— Hér var góður þurrkur um
miðjan mánuðinn og þá náðu menn
töluverðu, en almennt má segja að
menn séu komnir vel á veg með
heyskap og allmargir eru að Ijúka
túnaslætti Spretta er ágæt og ég
væri ekki hissa þó menn væru hálfn-
aðir með heyskapinn, sagði Sigur-
jón.
Ævar Hjartarson ráðunautur varð
fyrir svörum hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar, þegar við leituðum frétta
af heyskaparhorfum i Eyjafirði. —
Otlitið er heldur gott Hér var góður
þurrkur um helgina og ef svo verður
áfram, Ijúka margir heyskap i þess-
ari viku, sagði Ævar og tók fram að
útlit væri fyrir ágætan heyfeng.
TÚN í ÞINGEYJARSÝSLU
HAFA BRUNNIÐ VEGNA
________ÞURRKA_________
— Þurrlend tún hér í Þingeyjar-
sýslum hafa skemmst töluvert vegna
Rætt við
bændur og
ráðunauta
um heyskapar-
horfur
bruna og er ástæðan úrkomuleysi
og miklir hitar. Mest er þetta áber-
andi i Mývatnssveit og Aðaldal.
Skaðinn er vissulega mestur á þeim
túnum, sem ekki var búið að slá
áður en þau brunnu en þar sem búið
var að slá kemur þetta niður á seinni
slætti, sagði Ari Teitsson, ráðunaut-
ur hjá Búnaðarsambandi Suður-
Þingeyinga, er við ræddum við hann
i gær — Hér kom 10 daga sam-
felldur þurrkakafli en fór að rigna á
föstudagskvöldið í dag er góður
þurrkur og allir önnum kafnir við
heyskap. Heyskaparhorfur eru hins
vegar ekki nógu góðar, þvi kal er
viða i túnum i Bárðardal og Mý-
vatnssveit og spretta er ekki góð og
valda þvi kuldar i vor. Þetta er
vissulega til óþæginda og gæti orðið
til hreinna vandræða ef illa viðrar,
sagði Ari Nær allir bændur i Þing-
eyjarsýslum eru nú byrjaðir að slá
eitthvað en sumir eru skammt á veg
komnir
SPRETTA EKKI EINS
GÓÐ OG MENN ÁTTU
VON Á
— Hér rigndi ekki um helgina en
góður þurrkur fyrir hey kom ekki fyrr
en i dag, sagði Jón Atli
Gunnlaugsson, ráðunautur á
Egilsstöðum, er við ræddum við
hann i gær. — Spretta hefur ekki
verið eins góð og menn áttu von á
og koma þar til kuldar i vor.
Heyfengur ætti samt að verða i
meðallagi og jafnvel betri ef vel
viðrar áfram. Menn eru komnir vel á
veg með heyskap hér uppi á Héraði
en nokkru skemmra niðri á
fjörðunum, sagði Jón að lokum
EIGINLEGA FYRSTI
ÞURRKADAGURINN
— Þetta er eiginlega fyrsti
þurrkdagurinn i sumar, ef litið er á
meginhluta sýslunnar, sagði Egill
Jónsson á Seljavöllum i Nesjahreppi
i Austur-Skaftafellssýlu i gær, þegar
við spurðum hann hvernig viðraði til
heyskapar þar um slóðir. — Það
hefur verið heldur betri tið hjá þeim
i Lóninu, en spretta hefur alls staðar
verið góð og hér er nóg gras. Það
eru allir byrjaðir að slá, en sumir
byrjuðu samt ekki fyrr en i gær og
nú eru menn að hirða upp það sem
þeir slógu fyrir um 10 dögum en þá
gerði hann smá glennu, sagði Egill.
Hann var spurður hvort menn væru
bjartsýnir á heyskap i sumar og
sagði hann að þar yrði það veðrið,
sem réði ferðinni, en þessa stundina
ættu menn von á áframhaldandi
þurrki
STAÐAN ER
ALLTÖNNUR
— Þetta eru búnir að vera fjórir
mjög góðir dagar og á þeim hafa
menn bjargað miklu, þvi það var
hægt að slá það sem var sprottið úr
sér, sagði Sigurður Sigmunds-
son i Syðra-Lanqholti i
Hrunamannahreppi. er við ræddum
við hann i gær. — Nú er hann að
þykkna upp en menn eru að hirða
og víst er að eftir þessa daga er ekki
hægt að líkja þessu sumri við
sumarið í fyrra Grasið vantar ekki
núna og ef hann gerir þurrk ætti
heyfengur að geta orðið með
ágætum, sagði Sigurður.
Gunnar Sigurðsson i Seljatungu i
Gaulverjabæjarhreppi, sagði að
Framhald á bls. 25
Birgir Ingólfur Steinþór Guðlaugur
Héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins um helgina
í Vík í Mýrdal, á
Hellu og Flúðum
UM næstu helgi verða haldin 3
héraðsmðt Sjáifstæðisflokksins:
Vfk f Mýrdal, föstudaginn 23.
júlí kl. 21 stundvislega. Ávörp
flytja Steinþór Gestsson alþingis-
maður og Guðlaugur Gislason al-
þingismaður.
Steypustyrkt-
arjárni stolið
TVEIMUR tonnum af 20 mm
þykku steypustyrktarjárni var
stolið af geymslusvæði Gamla
kompanísins á Ártúnshöfða i s.l.
viku. Þar sem hér er ekki um
neina léttavöru að ræða, er vart
annað hugsanlegt en að þjófarnir
hafi notað vörubil við flutning á
þýfinu. Tonnið af steypustyrktar-
járninu kostar nú hátt í tvö
hundruð þúsund krónur og er
verðmæti þýfisins þvi yfir 300
þúsund krónur.
Hellu á Rangárvöllum, laugar-
daginn 24. júli kl. 21 stundvíslega.
Ávörp flytja Birgir Isl. Gunnars-
son borgarstjóri og Ingólfur Jóns-
son alþipgismaður.
Flúðum f Hrunamannahreppi,
sunnudaginn 25. júli kl. 21. stund-
vislega. Ávörp flytja Ingólfur
Jónsson alþingismaður og Stein-
þór Gestsson alþingismaður.
Skemmtiatriði á héraðsmótun-
um annast hljómsveitin Nætur-
galar ásamt óperusöngvurunum
Kristni Hallssyni og Magnúsi
Jónssyni, Jörundi og Ágústi Atla-
syni. Hljómsveitina skipa Skúli K.
Gislason, Einar Hólm, Birgir
Karlsson og Ágúst Atlason.
Efnt verður til ókeypis happ-
drættis og eru vinningar tvær
sólarlandaferðir til Kanarieyja
með Flugleiðum. Verður dregið i
happdrættinu að héraðsmótunum
loknum, þ.e. 18. ágúst n.k.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur til kl. 2
eftir miðnætti, þar sém Næturgal-
ar og Ágúst Atlason syngja og
leika fyrir dansi.
Skattskrárnar að koma út:
Nýir og brey ttir
álagningarseðlar
Rætt við Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóra
SKATTSKRAR fyrir árið 1976
eru f þann veginn að koma út
um allt land og reyndar leit sú
fyrsta dagsins Ijós f gær— f
Vestmannaeyjum. Skattskráin
f Reykjavfk verður lögð fram á
föstudaginn og á Reykjanesi
um helgina. Sfðan kemur hver
skráin á fætur annarri þar til
nfu hafa verið lagðar fram.
Landsmenn fara þvf að fá hina
árlegu álagningarseðla sfna,
sem eru breyttir frá þvf sem
verið hefur.
I tilefni af þessu hafði Morg-
unblaðið samband við Sigur-
björn Þorbjörnsson rfkisskatt-
stjóra og bað hann að gera
grein fyrir nýju álagningar-
seðlunum.
Sigurbjörn Þorbjörnsson
sagði, að núna hefði verið
ákveðið, að sameina hina hefð-
bundnu álagningarseðla, sem
hingað til hefðu verið sendir
árlega út á svipuðum tima og
skattskrár hefðu verið lagðar
fram, I Reykjavik og Seltjarnar-
nesi með gjaldheimtu- og álagn-
ingarseðli, en þetta væru einu
staðnirnir á landinu, þar sem
væri sameiginleg innheimta
þinggjalda og þeirra gjalda,
sem sveitarsjóðir innheimta.
Hann sagði, að á þessum sam-
eiginlega seðli fyrir gjaldheimt-
una væri fyrst gerð grein fyrir
greiðslustöðu við gjaldheimt-
una með hliðsjón af álögóum
gjöldum, fyrirframgreiðslu
gjalda, ákvörðuðum barnabót-
um og hluta persónuafsláttar
til greiðslu útsvars. Síðan kæmi
yfirlit um ákvarðanir barna-
bóta og hvernig þeim væri ráð-
stafað og þvi næst sundurliðun
á þeim gjöldum, sem lögð hafa
verið á viðkomandi samkvæmt
skattskrá. Þá koma ýmsar upp-
lýsingar fyrir framteljendur
um stofn á útreikningi vissra
gjalda og nýtingu persónuaf-
sláttar til greiðslu útsvars. Enn-
fremur hafa skýringar gjald-
heimtu- og skattayfirvalda ver-
ið prentaðar á seðlana til
glöggvunar fyrir framteljend-
ur.
Sigurbjörn Þorbjörnsson
sagði, að fyrir framteljendur í
öðrum innheimtuumdæmum
væri aftur á móti sendur út
sameiginlegur þinggjalda- og
álagningarseðill, sem væri frá-
brugðinn gjaldheimtuseðlinum
að því leyti að einungis kemur
fram greiðslustaða við inn-
heimtumann rikissjóðs. Þar
koma sömu uppiýsingar fram
um barnabætur. Ennfremur
séraðskilið, álögð þinggjöld
samkvæmt skattskrá og einung-
is samtala þeirra kemur fram i
greiðslustöóu við innheimtu-
mann.
Þá sagði Sigurbjörn, að hafi
skattstjóri annast álagningu út-
svara i sveitarfélaginu, þau
reiknuð og rituð i tölvu
Skýrsluvéla rikisins, þá komi
fram hvaða gjöld hafi verið
lögð á samkvæmt skattskrá til
innheimtu hjá sveitarsjóði.
Hafi svo verið gert er hægt að
ljúka dæminu á þann hátt að
fram kemur samtaia til inn-
heimtu hjá sveitarsjóði óg hægt
að gera fulla grein fyrir því
hvernig barnabótum er ráðstaf-
að.