Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JULl 1976
19
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hreingerningar
Hólm-bræður, sími 32118.
Steypuframkvæmdir
Steypum bílastæði og heim-
keyrslur og fl. Sími 71381
Túnþökur
Get útvegað góðar túnþökur.
Björn R. Einarsson s.
20856.
Hitamælir
Fyrir leirbrennsluofn 0
—1400 gráður með sjálf-
virkum rofa, notaður en yfir-
farinn af verksmiðju. Uppl. í
síma 53078.
2Vz tonna trilla til
sölu, með stýrishúsi og lúkar
og dýptarmæli. Upplýsingar i
síma 36460.
Rúllukragabolir
1 2 litir
Dragtin, Klapparsyíg 37
Hey til sölu
Úrvals vélbundið hey til sölu.
Upplýsingar í sima 30679.
Aftaníkerrur, dráttar-
beisli.
Sími 53094 eftir kl. 7.
Verðlistinn auglýsir
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað.
Verðlistinn, Laugarnesvegi
82, sérverzlun. Sími 31 330.
Barnastuttbuxur kr. 500.—
sumarbolir kr. 500.—
barnafrottegallar kr. 800. —
Rauðhetta, Iðnaðarmanna-
húsinu.
Viljum ráða
eldri mann til lagerstarfa, nú
þegar. Sími 53822.
Hnakkur með dýnu,
brennimerktur á spaða og
undir lafi með Þ.P., tapaðist á
leið á Hellu, líklegast i skíða-
skálanum. Finnandi vinsam-
legast hringið i s. 66460.
Keflavik — Suðurnes
Til sölu í smiðum 3ja herb.
ibúðir i Keflavík og Ytri-
Njarðvik.
Eigna- og Verðbréfasalan.
Hringbraut 90, sími 92-
3222 Keflavík.
Einbýlishús
á tveimur hæðum til sölu.
Upplýsingar i síma 97-21 92.
Keflavík
Til sölu glæsilegt einbýlis-
hús. Selst fokhelt með isettu
gleri. Teikningar á skrifstof-
unni. Upplýsingar (ekki i
sima) hjá Eigna- og Verð-
bréfasölunni, Hringbraut 90,
Keflavík.
~V^/*V..yv> vryyv"
Cortina árg. '72
óska eftir að kaupa Cortínu
árgerð 1972. Útborgun 600
þúsund. Upplýsingar í síma
52993, eftir kl. 7 á kvöldm.
UTIVISTARFERÐIR
Miðvikudagur 21. júlí
kl. 20.00.
Gönguferð um Geldinganes.
Auðveld ganga. Fararstjóri:
Valdimar Helgason. Verð kr.
600 gr. v/bilinn. Brottför frá
Umferðamiðstöðinm (að
austanverðu).
Föstudagur 23. júlí.
Kl. 08.00 Sprengisandur —
Kjölur. 6 dagar. Gist i
húsum. Fararstjóri: Haraldur
Matthiasson.
Kl. 20.00.
1. Þórsmörk.
2. Landmannalaugar —
Veiðivötn eða Eldgjá.
3. Kerlingarfjöll — Hvera-
vellir.
4. Tindfjallajökull.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
Ferðafélag íslands.
SIMAR. 11798 OG 19533.
Miðv.d. 21 /7 kl. 20
Rauðuhnúkar, kvoid-
ferð, fararstj. Einar Þ.
Guðjohnsen. Verð 600 kr.
Föstud. 23/7 kl. 20
Þórsmörk, ódýr tjaldferð í
hjarta Þórsmerkur.
Laugard 24;7.
Lakaferð, 6 dagar, verð
1 1.500 kr., fararstj. Þorleifur
Guðmundsson.
Grænlandsferð
29/7 — 5/8, fararstj. Einar
Þ. Guðjohnsen.
Útivist,
Lækjarg. 6, sími 14606.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma verður
kristniboðshúsinu Laufásveg
13 i kvöld kl. 20.30. Gísl
Arnkelsson kristniboði talar
Allir velkomnir.
Farf ugladeild
Reykjavíkur
Laugardag kl. 9. Þórsmerkur-
ferð. Verð kr. 3000. Upplýs-
ingar á skrifstofunni sími
'M950. Farfuglar
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 54. og 56. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1975 á Hafnarbrut 6, þinglýstri eign
Hjalls h.f. fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 30. júli 1976
kl. 14.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 34., 35. og 36. tbl
Lögbirtingablaðsins 1976 á m/b Stapa BA-17 með tilheyr-
andi tækjum og búnaði, þingl. eign Matvælaiðjunnar h.f.,
Bildudal, fer fram erfit kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl.,
Jóns E. Ragnarssonar hrl. o.fl. mánudaginn 26. júli 1976 og
h.efst á skrifstofu embættisins kl. 14.00, en verður siðan fram
haldið á eigninni sjálfri eftir ákvörðun uppboðsréttar.
SÝSLUMAÐURINN í BARÐASTRANDASÝSLU
1 7. JÚLÍ 1976
JÓHANNESÁRNASON
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 34., 35. og 36 tbl
Lögbirtingablaðsins 1976 á verksmiðjuhúsi á Bildudal með
tilheyrandi lóð, vélum og tækjum, þingl. eign Matvælaiðjunn-
ar h.f., fer fram eftir kröfu Vilhjálms Árnasonar hrl., Trygginga-
stofnunar rikisins o.fl.. mánudaginn 26. júli 1976 og hefst á
skrifstofu embættisins kl. 14.00, en verður siðan fram haldið
á eigninni sjálfri eftir ákvörðun uppboðsréttar.
SÝSLUMAÐURINN í BARÐASTRANDASÝSLU,
1 7. JÚLf 1976
JÓHANNESÁRNASON
Guömundur Kr.
Halldórsson tré-
smiður—
í dag verður til moldar borinn 1
einn af elstu og traustustu
borgurum þessa bæjarfélags,
Guðmundur Kr. Halldórsson tré-
smiður, Grundarstig 5. Hann
andaðist að kvöldí 9. þ.m. á 93ja
aldursári.
Guðmundur Kristján hét hann
fullu nafni. Hann var fæddur 5.
september 1883 og voru foreldrar
hans hjónin Sesselja Árnadóttir
og Halldór Sigurðsson, er bjuggu
á Litlu-Grund, síðar Bergstaða-
stræti 16. Hann var yngstur
alsystkina sinna, sem voru 6, en
hálfsystir Sesselja var yngst. Er
hún nú ein eftirlifandi af þeim
föngulega systkinahópi. Hún
giftist ung til Danmerkur og
hefur búið þar síðan.
Tólf ára að aldri missti
Guðmundur móður sina. Var hon-
um þá komið til d.valar norður í
land. 1 fyrstu átti einungis að vera
um sumardvöl að ræða, en það
breyttist og dvaldist Guðmundur
þar nyðra í nærri sjör ár. Hann
ræddi oft um þessi ár, sem hann
átti heimili við Húnaflóann
vestanverðan. Þar sem annars
staðar stóð hinn ungi sveinn úr
Reykjavik vel fyrir sínu.
Að þessum 7 árurri liðnum lá
leið Guðmundar aftur hingað til
fæðingarbæjar sins, og réðst hann
það sama ár til trésmíðanáms hjá
Erlendi Árnasyni húsasmíða-
meistara. Upp frá þeim tíma
starfaði hann að þeirri iðn meðan
heilsan og kraftar entust.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sfmonína
Guðleifsdóttir frá Borgareyrum
undir Eyjafjöllum. Spánska veik-
in, sem svo var kölluð, reyndist
Guðmundi þung í skauti. Þá
missti hann konu sina eftir 10 ára
sambúð frá 4 ungum börnum. En
á sama sólarhring og kona hans
Minning
lést úr hinni mannskæðu sótt, dó
einnig fjögurra ára sonur þeirra
af völdum sama sjúkdóms,
Sigurður að nafni, hið mesta
efnisbarn. Þarf ekki getum að því
að leiða hvílík þolraun þetta tíma-
bil var Guðmundi, ekki síst þegar
það er haft i huga að sjálfur var
hann fársjúkur af hinni illvígu
farsótt.
Siðari kona hans var Vigdis
Jónsdóttir frá Stöpum á
Vatnsnesi. Þau giftust árið 1920.
Vigdis andaðist 2. júli 1970,
þannig að farsælt hjónaband
þessara mætu hjóna varði í 50 ár.
Síðsumars árið 1912 varð
Guðmundur fyrir því slysi að
lenda i trésmiðavél með aðra
höndina með þeim afleiðingum að
sundur tók aflvöðva fjögurra
fingra. Af þeim sökum lá hann
lengi á sjúkrahúsi. Síðar það
sama sumar fékk hann illkynjaða
taugaveiki, og að henni afstaðinni
varð hann aftur að leggjast á
sjúkrahús, þar sem freistað var að
lækna hina slösuðu hönd. Það
tókst þó hvergi nærri. Olli það
örkuml honum að sjálfsögðu mikl-
um vanda i harðri lifsbaráttu
þeirra tíma, þótt sjálfur
kveinkaði hann sér ekki.
Með mikilli atorku kom hann
upp stóru og vönduðu ibúðarhúsi
að Grundarstig 5. Innan veggja í
því húsi ríkti ráðdeild, sem börn-
in voru vanin á. Með þeim
hyggindum samfara einstakri
vinnusemi húsbændanna, komst
heimilið vel af og var fært um að
miðla öðrum.
Börn Guðmundar af fyrra
hjónabandi eru i aldursröð: Guð-
leifur, Halldóra og Kristján, en af
hinu siðara Sigmar^ .Margrét og
Sesselja. Átti hann fniklu barna-
láni að fagna. Öll eru þau foreldr-
um sinum og æskuheimili til hins
mesta sóma. Einnig ólst að mestu
upp á heimilinu Guðrún Birna
Guómundsdóttir, en hún missti
foreldra sina barn aó aldri.
Guðmundur var hár maður og
beinvaxinn á ungum aldri, fríður,
sérstakt prúðmenni og traust-
vekjandi. Skapgerðin yfirveguð
og yfirlætislaus. Hann var laus
við alla áráttu í þá veru að láta á
sér bera. Hverskonar tildur og
sýndarmennska fjarri skapgerð
hans. Þeim mun sýnna var honum
að takast á við vandamál hins
daglega lífs. Hagur fjölskyldu
hans var honum allt og eitt. Hann
var trúhneigður og starfaði um
Fædd 30. júní 1911
Dáin 16. júlf 1976
Aófaranótt 16. júli s.l. andaðist
Guðrún á Landspítalanum efti.r
stutta sjúkralegu en langvarandi
veikindi.
Guðrún var elst barna þeirra
merkishjóna próf. Jóns Hjaltalins
Siguróssonar og konu hans Ragn-
heióar Grimsdóttur Thorarensen
og fæddist á Stórólfshvoli, Rang.,
30. júní 1911.
Guðrún ólst upp í föðurhúsum
ásamt systkinum sinum í Reykja-
vík og hlaut menntun sína i
langt skeið mikió að málefnum
Fríkirkjusafnaðarins ásamt
Sigurði bróður sínum.
Guðmundur hafði óvenjutraust
minni, sem hann hélt fram á
elliár. Eg er þess fullviss, að við
fráfall hans hverfur meó honum
fjölmargt, sem rik ástæða hefði
verið að skrá eftir honum. Eru
vafalaust mörgum minnisstæð út-
varpsviðtöl, sem Sveinn
Sæmundsson átti við hann fyrir
nokkrum árum. Enda þótt hann
væri þá hátt á niræðisaldri lýsti
hann þar löngu liðnum atburðum
af ótrúlegri nákvæmni.
Á blómaskeiði lífsins hafði
Guðmundur rikan áhuga á þeim
framfaramálum, sem borin voru
fram af þeim sem kallaðir hafa
verió Vormenn íslands. Milli hans
og Sigurðar trésmíðam. í Þing-
holtsstræti 7, bróður hans, var
afar náið samband. Og þeir bræð-
ur fylgdust af vakandi áhuga með
þvi gróandi þjóðlífi, sem hófst
hérlendis i byrjun þessarar aldar.
Reykvikingar þessara ára þekktu
vel mannlif til sjávar og sveita.
Bændafólk þurfti oft að leggja
leið sina í kaupstað, eins og gerist
raunar enn. En þá var ekki ekið
úr kaupstaðnum sama daginn og
komið var. Gistingar var leitað
hjá vinum og skyldmennum.
Þannig þekktu ibúar hér i
Menntaskólanum i Reykjavik, en
þaðan lauk hún stúdentsprófi árið
1929. Að loknu stúdentsprófi fór
Guðrún utan til framhaldsnáms i
ensku í Englandi og lauk þar B.A.
prófi.
Arið 1934 giftist Guðrún
Stefáni heitnum Þorvarðssyni
sendiherra og eignuðust þau 3
börn, Ragnheiði, Kristinu og Jón,
verkfræðing.
Óhætt er að fullyrða að störf
þeirra Stefáns og Guðrúnar i
þágu utanríkismála Islands hafi
verið bæði viðburðarrfk og vel
Reykjavík mætavel viðfangsefni i
sveit sem við sjó.
Guðmundur Halldórsson hefur
lokið farsælu ævistarfi, sem rík
ástæða er til að þakka, sérstak-
lega af þeim að sjálfsögðu, sem
næstir honum stóðu. En hann var
svo góður fulltrúi þess fólks, sem
gerði fyrst og fremst kröfur til
sjálfs sin og lyfti með þeim hætti
Grettistökum, að fæðingarborg
hans má vera i senn stolt og þakk-
lát fyrir lif hans, manndyggðir,
starf og mannlega reisn hans i
bliðu og stríðu.
Á siðasta skeiði ævinnar var
Guðmundur þrotinn að likams-
kröftum. En dætur hans önnuðust
hann á heimili þeirra af fágætri
alúó. Þess er áður getið að-hann
var trúrækinn maður. Kvöld
hvert í langri sjúkralegu leitaði
hann styrks í kvöldbænum, sem
hann nam ungur af ástríkri
móður. Hann fann að ævikvöldið
var komið, en hann var hugrór og
kveið ekki vökulokum.
a
Sá sem þetta ritar þakkar hjón-
unum á Grundarstig 5, en þau
voru honum um árabil sem aðrir
foreidrar. Eftir standa hugljúfar
minningar, sem geymdar eru i
þakklátum huga.
Sigurður E. Haraldsson.
unnin af þeim hjónum, sem íull-
trúar þjóðarinnar á erfiðum tím-
um, bæði í Bretlandi og í Dan-
mörku.
Eftirlifandi ættingjum votta ég
og mín fjölskylda samúð mina.
Sigríður Einarsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Þorvarðsson - Minning