Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 10
MOKCUNBI.AÐIÐ. MIÐVIKUDACUK 21. JÚLI 1976
A sunnudeginum var kirkjuferð í Hallgrlmskirkju í Saurbæ.
Með norrænum
KFUM-piltum
í Vatnaskógi
ÞAÐ var mikið um að vera
hjá rúmlega eitthundrað nor-
rænum KFUM drengjum
sem sófnuðust upp í Vatna-
skóg nú fyrir siðustu helgi
Þar stendur yfir norrænt mót
KFUM-drengja og eru þeir á
aldrinum 13—19 ára. Á
dagskrá mótsins voru bæði
leikir og íþróttir og á milli er
ýmis konar Bibliufræðsla
Yfirskrift þessa móts er
..Gud har en plan med dit liv”
Guð hefur fyrirætlanir
með lif þitt, lauslega þýtt Á
morgnanna er drengjunum
safnað saman til Bibliulestr-
ar, eftir að búið er að draga
upp alla fána Norðurlanda
Séra Jónas Gíslason sér um
þessa Bibliulestra og tekur
fyrir orðín Kristilegt Félag
Ungra Manna, og á eftir er
hópnum skipt í umræðu-
hópa Þegar Bibliulestrunum
er lokið er farið í iþróttir Á
laugardagsmorgun var keppt
i nokkrum frjálsíþróttagrein-
um. 60 m hlaupi og lang-
stökki, emnig var spilaður
einn leikur i fótboltakeppni
mótsms Ekki var útséð um
það hvaða þjóð bæri sigur úr
býtum i fótboltanum þegar
blaðamaður leit upp í Vatna-
skóg, en keppnin var allhörð
Eins og fyrr segir er þetta
Norðurlandamót og eru þátt-
takendur því frá öllum Norð-
urlandaþjóðum, að undan-
skyldum Svium Flestir eru
frá Danmörku um 35, þrír
finnar komu, ellefu Norð-
menn og nokkrir Færeyingar
en íslendingarnir eru um 40
Þessi mót eru haldin árlega á
Norðurlöndum til skiptis og
hafa sótt þau allt að
400—500 drengir, en svo
fáir munu vera hér á landi i
ár vegna mikils ferðakostnað-
ar og hins að margir Norð-
menn taka þótt í miklu æsku-
lýðsmóti i Noregí íslending-
ar hafa tekið þátt í mótunum,
en nú eru liðin meíra en 10
ár siðan það var en þá fóru
um 10 drengir frá Reykjavík
til Noregs Einn þeirra, Gísli
Sigurðsson, er nú mótsstjóri
og hefur undirbúningur
mótsins hér staðið síðan í /
haust er leið, eða hátt í ar.
Beiðni kom um það frá
KFUM á Norðurlöndum að
halda mótið hér og var orðið
við þeirri ósk i ár Það er
KFUM i Reykjavik sem skipu-
leggur mótið í samstarfi við
Skógarmenn, en það varð
mjög fljótlega að ráði að
halda mótið i Vatnaskógi þar
sem góð aðstaða er þar til
iþrótta og leikja
Af viðburðum helgarinnar
á ..SAGA-leíren” eins og mót-
ið heitir, má nefna að tveir
vélhjólakappar komu í heim-
sókn og sýndu listir sínar og
vöktu mikla athygli Á
sunnudaginn voru eins konar
víkingaólympíuleikar Þá
sýndu glimumenn íþrótt sina
og reyndu bæði útlending-
arnir og íslenzku þátttakend-
urnir sig i glimunni og af
þeim útlendu var það Norð-
maður, sem stóð einna
lengst i þeim og lagði
islenzku glímumennina að
lokum Að gömlum sið tók
svo glimusveitin bænda-
glimu.
í góðu veðri á sunnudags-
morgun var gengið niður að
Saurbæ i Flvalfjarðarströnd
þar sem hlýtt var á messu,
sem fór fram á islenzku nema
hvað prédikunin var á
norsku Að öðru leyti látum
við myndirnar tala hér, en
mótinu lýkur á morgun og
fara þá þátttakendurnir er-
lendu i skoðunarferð um
Reykjavik, og á föstudag
verður ekið með þá austur
fyrir fjall
Vélhjólakappar sýndu listir sýnar á torfærumótorhjólum.
. ..og
teikningu, þar sem drengirnir
skreyttu veggi.
Kvöldvaka.
Leiðbeint var f Ijósmyndun. ..