Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JULl 1976 Sumartónleikar í Skálholtskirkju SKALHOLTSHATlÐIN 1976 verður haldin n.k. sunnudag 25. júlL I lengslum við hana munu í sumar verða sumartónleikar f Skálholtskirkju um helgar, og munu ýmsir þekktir listamenn flytja kunn tðnverk og einnig munu organleikarar f Skálholts- kirkju leika í hádeginu á hverj- um degi fram yfir miðjan ágúst. Tónlistarmennirnir, sem koma fram í sumartónleikunum, eru þessir: Agústa Ágústsdóttir, sópran, Manuela Wiesler, flauta, Sigurður Snorrason, klarinetta, Hafliði Hallgrímsson, cello, Helga Ingólfsdóttir, semball og Haukur Guðlaugsson, orgel. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að gefa fólki færi á að gista í skólahúsinu í Skálholti þennan „Tónlistarmaður- inn” eftir Ólöfu Pálsdóttur við Kjarvalsstaði? HUSSTJORN Kjarvalsstaða hef- ur nú til umsagnar tillögu garð- yrkjustjóra um staðsetningu höggmyndarinnar „Tónlistarmað- urinn“ eftir Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara fyrir framan höf- uðinngang Kjarvalsstaða. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri tjáði Mbl. að þessi staður hefði verið valinn í samráði við listakonuna sjálfa og borgarlögmann og væri nú beðið álits hússtjórnar Kjarvalsstaða. Fiskverð í lágmarki MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Ernst Stabel ræðismann lslands í Cuxhaven í gær og spurði hann hvort álitlegt væri fyrir íslenEk fiskiskip að koma þangað um þessar mundir með fsaðan fisk til sölu. Stabel kvað svo ekki vera. Hann sagði að mikl- ir hitar væru nú I Þýzkalandi og fiskneysla í algjöru lágmarki. Hit- inn væri yfirleitt yfir 30 stig og því fengist sáralítið verð fyrir þann afla, sem þýzk skip kæmu með að landi. — Ætli markaður- inn verði orðinn verulega góður fyrr en í lok september eða byrj- un október, sagði Stabel. AUGLÝSINGASÍMtNN ER: ^22480 J JRorflunhlabiÖ tíma, því vart hefur orðið mikils áhuga hjá fólki fyrir því að dvelj- ast þarna i ró og næði og geta þá einnig fylgzt með tónleikunum. Fyrstu tónleikarnir verða laug- ardaginn 24. júlí, og þá munu þau Ágústa Ágústsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Haukur Guð- laugsson flytja verk úr nótnahefti Önnu Magdalenu Bach. Tónleik- arnir hefjast kl. 16.00 og er að- gangur ókeypis. Síðan verða tvennir tónleikar um helgar fram til 15. ágúst, nema um verzlunar- mannahelgina, þá verða þeir þrennir. Skálholtshátíðin sjálf verður haldin sunnudaginn 25. júlí, eins og áður sagði, en nánar verður fjallað um hana í hluðinu á morg- un. Rætist úr vöruskorti „ÞAÐ var orðinn mjög bagalegur vöruskortur hjá okkur vegna langvarandi þungatakmarkana á vegum," sagði Haraldur Her- mannsson kaupfélagsstjóri Sam- vinnufélags Fljótamanna i Haga- nesvik. „Við gátum ekkert flutt að i tæpa tvo mánuði og þetta var orðið mjög slæmt fyrir þau 40—50 býli sem málið varðar, en nú er þetta að komast í eðlilegt horf, bæði hvað varninginn snert- ir og svo er hér þurrkur og menn í heyi.“ . — Mars Framhald af hls. 1 fáist skorið hvort líf leynist á Mars eða ekki, en vísindamenn hafa hingað til talið likur á að svo væri. Móðurgeimfarið — Víkingur I. — hefur nú það hlutverk að taka við myndum frá Mars-ferjunni og senda þær til jarðar, en söfnun jarðvegssýna á Mars hefst eftir átta daga. — Fangelsisdómar Framhald af bls. I menn í dráttarvélasmiðju í Ursus aðaljárnbrautarlinunni til höfuðborgarinnar og ollu því að eimreið fór út af teinún- um. Ekkert manntjón varð. Aðrir sex menn voru í gær dæmdir í 4—10 ára fangelsi í iðnaðarborginni Radom, fyrir sunnan Varsjá, fyrir aðgerðir í uppþotunum. Þótt uppþotin hafi knúið rik- isstjórnina til að lýsa því yfir að hún væri fallin frá ákvörð- un sinni um verðhækkun á matvælum, hefur nú verið til- kynnt að hún hafi i hyggju að hækka verð á nautakjöti um 35% I stað 70% verðhækkun- ar, eins og til stóð áður. Ford forseti talaði við forstöðu- menn geimleiðangursins i síma eftir að fregnin um hina vel- heppnuðu lendingu barst í dag, og óskaði þeim til hamingju með frá- bæran árangur og merkan áfanga. „Það er undravert, að á einungis einum mannsaldri skuli geim- rannsóknir hafa þróazt svo, að þær eru nú áþreifanlegur raun- veruleiki, sem er árangur sam- vinnu manna, en ekki draumar örfárra einstaklinga, eins og áður var,“ sagði forsetinn. Hann vakti um leið athygli á því, að lendingin á sér stað nákvæmlega sjö árum eftir að mannað geimfar lenti á tunglinu. James Martin, stjórnandi leið- angursins, sagði í dag, að greini- lega væru klettar í námunda við lendingarstaðinn, og hefðu þeir hæglega getað valdið skemmdum eða eyðileggingu á ferjunni, hefði hún skollið á einhverjum þeirra. Carl Sagan stjörnufræðingur, sem löngum hefur haldið því fram, að lif leyndist á reikistjörn- unni, sagðist i dag vongóður um að svo væri, enda þótt fyrstu myndir gæfu ekki vísbendingu úm slíkt. — Minnihluta- stjórn Framhald af bls. 5 úrslit þingkosninganna í júni, þar sem flokkurinn hélt fylgi sinu, styrktu stöðu eldri leið- toganna. og einn þeirra, Amin- tore Fanfani, var kjörinn for- seti öldungadeildar þingsins, en öðrum, Giulio Andreotti, fal- ið að mynda ríkisstjórn. Breytingarnar á forustu sósialistaflokksins virðast ekki hafa í för með sér neina meiri- háttar stefnubreytingu, því strax eftir að Craxi hafði tekið við forustunni lýsti hann því yfir að flokkur hans krefðist þess að mynduð yrði ríkisstjórn á breiðum grundvelli með þátt- töku kommúnista, að minnsta kosti að einhverju leyti. — EBE Framhald af bls. 1 fundirnir hæfust i New York, jafnvel að loknum ráðherrafundi, sem haldinn yrði hjá bandalaginu n.k. þriðjudag. Harin sagði enn- fremur að einkalögsaga einstakra aðildarríkja hefði ekki verið rædd á fundinum. Raunar væri fiskveiðistefna bandalagsins þeg- ar ákveðin í meginatriðum, en nokkur lögfræðileg ágreiningsat- riði væru enn óútkljáð, t.d. í sam- bandi við nýtingu hafsbotnsins. ! yfirlýsingu fundarins segir m.a., að ráðherrarnir viðurkenni í grundvallaratriðum áform aðild- arríkjanna um útfærslu í 200 míl- ur, en afstaða er ekki tekin til útfærslu annarra ríkja. Roy Hattersley, aóstoðarutan- ríkisráðherra Breta, sagði á fundi með fréttamönnum, að hann væri ekki í minnsta vafa um að samn- ingar um útfærslu tækjust innan EBE fyrir 1. október. Hann lagði um leið áherzlu á, að vegna of- veiði neyddust Bretar og fleiri þjóðir bandalagsins sennilega til þess að lýsa yfir einhliða út- færslu, ef EBE léti undir höfuð leggjast að gera viðhlítandi ráð- stafanir vegna útfærslu ríkja ut- an bandalagsins. — Burma Framhald af bls. 1 ustunni í Bankok segja hana hafa verið fyrir 10. þ.m. Ráðamennirn- ir tveir voru ekki nafngreindir. Ne Win er 65 ára gamall. Hann náði völdum eftir uppreisn gegn UnU forseta árið 1962. Siðan hef- ur Ne Win verið nánast einráður i Burma. Hann hætti formlega störfum í hernum árið 1972, en er þó enn yfirmaður hans, en herinn í Burma er afar valdamikill. Þá er Ne Win alráður i sósíalistaflokkn- um, sem er eini stjórnmálaflokk- urinn sem leyfður er i landinu. — Með ástarkveðju Framhald af bls. 12 annar glæpamaður. Venjulega stundar hann njósnir i ábata- skyni.“ Karpov nefnir í grein sinni Yan Berzin, sem hann kveður hafa stofnað KGB. í lifanda lifi gekk hann undir dulnefninu „Gamli maðurinn". Karpov harmar það, að hann skyldi hafa látizt, áður en heims- styrjöldin síðari skall á. Raunin var sú að Berzin lét lífið í hreinsunum Stalins árið 1937. Skopstælingar á vestrænum njósnasögum eru oft vel gerðar. Meðal þeirra athyglisverðustu má nefna Gene Green. The Un- touchable og Mistök njósnara 008, en hana skrifuðu N. Yelin og V. Kashayev. Hetjan i þeirri sögu er James Mond 008. í sögunni er einnig hent gam- an að ýmsu í daglegu lífi Rússa, svo sem tíðum símabilunum og húsnæðisskorti. í einu atriðinu á Mond að hafa stefnumót við nokkra landa sína í nýrri íbúð, en fer ibúðavillt vegna brengl- aðs númerakerfis, en slíkt er dæmigert i nýjum ibúðahverf- um. Lykilorð Monds er „þarf að einangra hjá ykkur dyrnar", en það orðalag nota gjarnan íhlaupamenn, sem bjóða sig fram til starfa í nýjum íbúðar- hverfum, þar sem allt er venju- lega hálfklárað, þegar íbúarnir flytjast inn. Þegar Mond tekst að forða sér hefur hann einangrað dyrn- ar með leðri og bómullarmott- um, sem draga úr hávaða, sand- borið gólf, gert við læsingar, sett handföng á skápa, tengt hreinlætistæki og þar fram eft- ir götunum. „Þegar hann fór að telja peningana, sem hann hafði unnið sér inn á heiðarleg- an hátt, rak hann i rogastanz. Vikulaun hans við hús nr. 14 voru þrisvar sinnum hærri en mánaóartekjur njósnara i hæsta launaflokki.“ Vió slíkan lestur er erfitt aó verjast brosi, en ekki er ör- grannt um, að viðbrögðin verði önnur við lestur fréttar i Izvestia 21. febrúar sl„ þar sem fjallað er um alvarlegra njósna- mál. Fréttin er svohljóðandi: „Hermálanefnd æðsta ráðs Sovétríkjanna hefur hlýtt á mál það, sem höfðað var gegn V.G. Kalnin, er ákærður var fyrir landráð. Það var staðfest, að Kalnin hafði starfað í þágu er- lendrar leyniþjónustu og hefði viðað að sér og komið á fram- færi upplýsingum, þar á meðal rikis- og hernaðarleyndarmál- um. Þegar Kalnin var handtekinn fundust I fórum hans leynileg- ar upplýsingar, sem hann hafði komizt á snoðir um og ætlað að senda hinni erlendu leyniþjón- ustu. Ennfremur fundust hjá honum leiðbeiningar um njósn- ir, dulmálsbækur og fleira, sem ætlað var til fjandsanlegra að- gerða gegn Sovétríkjunum. Glæpamaðurinn hlaut verð- skuldaðan dóm. „Þ.e.a.s. hann var skotinn. — Alvarlegt athæfi Framhald af bls. 28 Yfirdýralæknir sagði að hunda- æði fyrirfyndist í flestum löndum Evrópu nema Noregi, Sviþjóð og Bretlandi og reyndu þessi lönd að spyrna við fótunum í innflutningi hunda sem bezt þau gætu og væri algengt að hundar sem leyft væri að flytja milli landa yrðu að vera 6 mánuði í einangrunarstöð áður en þeim væri hleypt inn í landið. Hundaæði er sem kunnugt er sjúkdómur sem er stórhættulegur fólki og sagði Páll að það væri mjög alvarlegt mál að smygla hundum hingað til lands vegna þessarar hættu. Sagði hann að eigendur hunda hefðu iðulega enga hugmynd um ef hundurinn hefði sýkzt af hundaæði, því margir mánuðir liðu eftir að hundurinn hefði sýkzt þar til ein- kenni sjúkdómsins kæmu í ljós. — 25 tonn Framhald af bls. 28 yrði allur unninn I marning og yrði vinnslu vart lokið fyrr en um helgi. Alls ynnu 18 manns við tvær vélasamstæður við kol- munnavinnsluna. — Vinnsla kolmunnans gengur þokkalega miðað við að hér er um tilraunavinnslu að ræða, en mikill tími fer í að breyta stilling- um á flökunarvélunum, sem ætl- aðar voru upphaflega til að flaka síld og eins í að safna tölulegum upplýsingum. Við höfum komizt i 39% nýtingu, en meðalvinnslu- nýting er 33—34%, og átti ég ekki von á meiri nýtingu í upphafi. Að lokum sagði Már, að mjög mikil vinna væri nú í frystihúsinu I Neskaupstað, þar sem skuttogar- inn Barði hefði komið með 130 lestir af fiski i fyrradag. — Skattarnir Framhald af bls. 13 I. Skýringar á greiðslustöðu viö innhcimt'jmann ríkissjóðs: Dráttarvcxtir: Skuldi gjaldandi þinggjöld frá fyrri árum eða hafi ekki staðið i skilum með fyrirframgreiðslur á réttum gjalddögum reiknar innhéimtumaður rikissjóðs dráttarvexti eftir ákveðnum reglum af .skuld gjaldanda eins og hún er á hverjum tíma við greiðslu. Þessir dráttar- vextir birtast ekki i greiðslustöðuyfirliti. Ef um dráttarvexti er að ræða breytist því greiðslustaðan sem þeim nemur. Gjalddagar: Vangreiðsla á hluta þinggjalda veldur þvl að öll þinggjöld á gjaldárinu falla I eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekkl fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið Fjárhæð álagðra þinggjalda 1976. að frádregnum fyrirframgreiðslum sem greiddar voru á réttum gjalddögum 1976, er jafnað á fimm til- greinda gjalddaga, 1. ágúst — 1. des. Ef um eftirstöðvar er að ræða hjá gjaldanda, eða ekki hefur verið staðið i skilum með fyrirframgreiðslu á réttum gjalddögum, er öll skuldin tilgreind i gjalddaga 1. ágúst. Standi gjaldandi í skilum með vangreiddan hluta fyrir 15. ágúst á hann þó rétt á að afgangurinn skiptist á fjóra gjalddaga, 1. sept. — 1. des. Dráttarvextir bætast við skuldina og innheimtast um leið. Frádráttur kaupgreiðanda: Skylt er kaupgreiðanda að halda eftir fjárhæð af kaupi starfsmanna sem nægir til greiðslu þinggjalda þeirra. Sé gjald- anda gert að greiða dráttarvexti vegna vanskila kaupgreiðqnda á Inn- heimtufó ber kaupgreiðandl ábyrgð á greiðslu þeirra dráttarvaxta. II. Almennar skýringar: Ákvarðaðar barnabætur og ráðstöfun þeirra: Barnabætur til framfæranda barns ákvarðast sem hér segir: 37.500 kr. með fyrsta barni en 56.250 kr. með hverju barni umfram eitt. Frá heildarfjárhæð barnabóta dragast fyrlrfram útborgaðar barnabætur á tímabilinu mars—júní 1976. Að öðru leyti skal þeim ráðstafað, í fyrsta lagi til greiðslu þinggjalda, þar næst ef fjárhæð leyfir, tii greiðslu útsvars, aðstöðugjalds og sjúkratryggingar- gjalds. Séu eftirstöðvar enn fyrir hendi kcma þær til útborgunar sam- kvæmt ákveðnum reglum. I sveitarfélögum þar sem útsvar og sjúkratryggingargjald er ekkl reiknað og ritað í tölvum SKÝRR (Skýrsluvéla- rlkisins og Reykjavíkur- borgar) kemur ekki fram hvernlg barnabótunum verður endanlega ráö- stafað en sá hluti þeirra sem eftir er að ráðstafa kemur fram á mörkum sfðustu reitanna í línunni um barnabætur. Þeim hluta verður ráðstafað endanlega þegar álagning útsvara og sjúkratryggingargjalds hefur farið fram I hlutaðeigandi sveitarfélagi og skattstjórl ékvarðað útsvarstak- mörkun. Upphæðir birtast ekkl I álagnlngarreitum Útsvar og sjúkratrygglngar- gjald hafi skattstjóri ekkl annast álagningu þeirra og látið reikna þau og rlta f tölvum SKÝRR. Þar af leiðir að ekki er unnt að ákvarða hve háar upphæðir koma til grelna sem frádráttur frá þeim gjöldum sem sveitarsjóður skal innheimta. Sjúkratryggingargjald er 1% af „Tekjur tll útsvars" og ber sveltarfé- lögum að innheimta það á árlnu 1976. III. Upplýsingar fyrir framteljanda: D. (17—21) og E. (22—26) Ráðstöfun ónýtts persónuafslóttar: Ónýttum persónuafslætti er með ákveðnum takmörkunum ráðstafað tll að greiða útsvar, gjaldársins að fullu eða að hluta. Sá ónýttl persónuaf- sláttur, sem þá er enn óráðstafað, fellur niður. Til greiðslu útsvars er ráðstafað þeirri upphæð sem lægst er af þessu fernu: a) óskertrl upphsð ónýtts persónuafsláttar (A-4-neðri lína), b) skertrl upphæð ónýtts per- sónuafsláttar (D-21), c) upphæð álagðs útsvars (sjá álagnlngarreltlnn „Útsvar") og d) upphæð útsvarstakmörkunar (E-25). Hámarksfjárhæðln nefnist „Hiuti persónuafsláttar til greiðslu útsvars" og blrtlst I reit E-28 hafl útsvar verlð reiknað og ritað I tölvum SKÝRR. Hafi útsvar hlns vegar ekki verlð reiknað og ritað I tölvum SKÝRR er elgl unnt að ákvarða há- marksfjárhæð þar sem upphæð álagðs útsvars og útsvarstakmðrkunar er óþekkt að svo stöddu, en upphæðir blrtast þó I A-4-neðrl línu og D-21 þar sem þær eru óháðar útsvarsfjárhæð. D. (17—21) eða (21): Ef óskert upphæð ónýtts persónuafsláttar (A-4- neðrl lína) er Jöfn eða lægri en hámark ónýtts persónuafsláttar (D-21) blrtast engar upphæðir I D-lið þar sem óskerta upphæðln gildlr. Sé hlna vegar um að ræða skerðingu ónýtts persónuafsláttar birtist bin skerta upphæð í D-21. Stofn til skerðingar (D-19 Upphækkaðar vergar tekjur) er vergar tekjur til skatts skv. framtali (D-17) að viðbættri hækkun sem skattstjórl kann að hafa gert á vergum tekjum til skatts hjá þelm sem vlnna við eigin atylnnurekstur eöa sjáifstæða starfseml (D-18), en að frádregnum 312.50Ó kr. hjá einstaklingl og hvoru hjóna sem telja fram hvort í sínu lagl og 468.700 kr. hjá samsköttuðum hjónum. Af stofnl (D-19) reiknast 20% (D-20). Mismunur þeirrar upphæðar (D-20) og upp- hæðar persónuafsláttar (A-4-efri lína) myndar hámark ónýtts persónu- afsláttar til greiðslu útsvars (D-21). Hjá sérsköttuðum börnum er hámark á nýtingu ónýtts persónuafsláttar til greiðslu útsvars 22.500 kr. Sé ó- nýttur persónuafsléttur (A-4-neðri lína) hærrl en 22.500 kr. birtist há- marksupphæðin 22.500 kr. I reit D-21. Leiði útrelknlngur skv. reitum D-17-20 til enn frekarl skerðlngar hjá sérsköttuðu barnl þá kemur sú upphæ.ð fram I reit D-21. E. (22—25): Útsvarstakmörkun, þ. e. takmörkun á þeirrl fjárhæð álagðs útsvars sem rikissjóður tekur þátt I að greiða að fullu eða að hluta, I relt E-25, og grunntölur til útreiknings hennar I reitum E-22-24, blrt- ast því aðeins að hún sé lægrl en: a) álagt útsvar (sjá álagnlngarreltlnn „Útsvar"), b) óskert upphæð ónýtts persónuafsláttar (A-4-neðrl lína) og c) skert upphæð ónýtts persónuafsláttar (D-21). Stofn tll útsvarstak- mörkunar er „Tekjur til útsvars" (E-22 = C-13). Af stofnl útsvarstakmörk- unar reiknast sá hundraðshluti sem sýndur er í C-16. Frá þannig reikn- aðrl útsvarstakmörkun dregst: 1) Lækkun útsvarstakmörkunar (E-23) (sem er hærrl upphæð en upphæðln I C-14) og 2) Lækkun útsvara vegna fjölskyldu (E-24=C-15). Mlsmunurlnn er upphæð útsvarstakmörk- unar (E-25). E. (26): I þessum reit birtist að lokum sá hlutl persónuafsláttar sem að hámarkl gengur til greiðslu álagðs útsvars. Hámarksfjárhæðln er, elns og áður greinlr, lægsta upphæðin af þeim upphæðum sem birtast I A-4-neðrl línu, I D-21, I álagningarreitnum „Útsvar" og f E-25. Hafl útsvar ekkl verið reiknað og ritað I tölvum SKÝRR mun, elns og áður seglr, engln upphæð blrtast I þessum reit (E-26), en hins vegar blrtast upphæðir í reltunum A-4-neðri Hnu og í D-21 eftlr þvJ sem vlð á og er sú lægri þeirra hámarksfjárhæð sem tll grelna gætl komlð tll greiðslu útsvars. Endanleg niðurstaða um þann hluta persónuafsláttar, sem ganga skal tll greiðslu útsvars verður ekkl fyrlr hendl fyrr en élagning útsvara hefur farið fram f hlutaðelgandl sveltarfólagl og skatt8tjórl hefur ákvarðað útsvarstakmörkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.