Morgunblaðið - 21.07.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JULÍ 1976
Bandaríkin og A-Þýzkaland fengu
11 verðlaun af 12 í sundinu
Frá Ágústi I. Jónssyni
fréttamanni Mbl. i Montreal:
ÞAÐ VAR mikið um að vera I Olympfusundlauginni hér I
Montreal á mánudagskvöldið. Keppt var til úrslita 14 greinum og
3 voru heimsmetin, sem litu dagsins ljðs. Af 12 verðlaunum fðru
11 til hinna miklu sundþjðða, Bandarfkjanna og Austur-
Þýzkalands, 5 til Bandarfkjanna og 6 til Þjððverja. Aðeins einn
verðlaunapeningur fðr annað,
glæsilegustu fulltrúar þessara
austur-þýzka stúlkan Kornelia
John Naber.
Austur-þýzka kærustuparið
Kornelia Ender og Roland
Mathes voru eins og vænta
mátti mjög í sviðsljósinu þvf
þau kepptu bæði þetta kvöld.
Hún sigraði með yfirburðum i
100 metra skriðsundi á nýjum
heimsmetstíma 55,65 sek. en
eldra metið átti hún sjálf 55,73
sek. Sagði ungfrú Ender að
keppni lokinni, að hún hefði
verið viss um sigurinn þegar
hún stakk sér í laugina. í öðru
sæti varð austur-þýzka stúlkan
Petra Premier á 56,49 sek.,
þannig að sigur Ender hefur
verið sérlega glæsilegur. Þriðja
varð Enith Brigitha frá Hol-
landi. Bandarísku stúlkurnar
komu siðan í 4. 5. og 7. sæti og
urðu þetta mikil vonbrigði fyrir
þær, sérstaklega þó Shirley
MATHES
HÆTTIR
SUNDKONUNGURINN
austur-þýzki, Roland Mathes,
tilkynnti eftir keppnina í fyrra-
kvöld, að hann ætlaði að hætta
keppni að Ólympiuleikunum
loknum. Mathes, sem er 25 ára
gamall, hefur verið ósigrandi i
baksundi s.l. 8—9 ár, og hann
hefur unnið fern gullverðlauri,
2 í Mexíkó og 2 í Munchen.
Hann hefur átt við meiðsli að
stríða að undanförnu og ekki
getað æft sem skyldi. Hann
náði aðeins 3. sæti í 100 metra
baksundinu á mánudagskvöld.
Kærasta hans, Kornilia Ender,
stóð sig betur, krækti sér i gull-
ið í 100 metra skriðsundi.
hann féll I hlut Hollands. Og
tveggja miklu sundþjóða voru
Ender og bandarfski pilturinn
Babashoff, sem hafði gert sér
von um að ná verðlaunasæti, en
hafnaði í 5t sæti. Miklar fram-
farir hafa orðið hjá austur-
þýzku stúlkunum I sundi. Fram
að Montrealleikunum höfðu
þær aldrei unnið gull á
Ólympfuleikum, en nú eru þær
búnar að vinna þrjú fyrstu gull-
in. Þess má geta til gamans, að
tími Ender hefði dugað til silf-
urverðlauna i karlakeppninni á
Ólympíuleikunum i Helsinki
1956. Eitt lítið dæmi um fram-
farirnar í sundinu.
Roland Mathes, unnusti
Korneliu Ender, hefur verið
ósigrandi i baksundi frá árinu
1967 og er margfaldur verð-
launahafi. Hann vann tvenn
gullverðlaun á Ólympíuleikun-
um í Mexíkó árið 1968 og önnur
tvö i Miinchen 1972. En upp á
siðkastið hefur þessi 25 ára geð-
þekki sundmaður frá Austur-
Þýzkalandi orðið að þoka af
toppnum. Arftaki hans er tvít-
ugur Bandaríkjamaður, John
Naber. Hann hefur bætt sig
stöðugt í baksundinu og í 100
metra baksundi vann hann til
gullverðlauna og hafði mikla
yfirburði yfir aðra sundmenn.
Tími Naber var 55,49 sek., nýtt
heimsmet. í öðru sæti varð
landi hans, Peter Rocca, á tím-
anum 56,34 sekúndur, og
Roland Mathes krækti séi* í
bronsið á tímanum 57,22
sekúndur.
John Naber er hins vegar
ekki á þeim buxunum að hætta
keppni og aðeins hálftíma eftir
að hann hafði sett metið í bak-
sundinu var hann kominn i
startstöðu, í þetta sinn i 200
metra skriðsundi. Þar hafði
hann komizt i úrslit og þessi
fjölhæfi glæsilegi sundmaður
fékk áhorfendur sannarlega til
að skjálfa af spenningi, þegar
hann barðist hetjulegri baráttu
við landa sinn Bruce Furniss,
en hann varð að láta i minni
pokann. Og heimsmetið stóðst
ekki átökin, Furniss synti á
1,50,29 minútum, en Naber á
1,50,50. Gamla metið var
1,50,32. Þriðji varð svo Banda-
ríkjamaðurinn Jom Montgom-
ery. Það voru þvi þrír Banda-
ríkjamenn, sem stóðu á verð-
launapallinum annan daginn i
röð.
Það var þó ekki allt búið í
Ólympíulauginni þótt þessi met
hefðu verið bætt, og þremur
gullverðlaunum úthlutað. Aust-
ur-þýzku stúlkurnar áttu ^eftir
að sýna snilli sína og sigruðu
þrefalt í 200 metra flugsundi.
Fyrst varð Andre Pollack á
2,11,41 mínútum, og aldrei
þessu vant stóðst heimsmetið
átökin.
Austur-þýzka sunddrottningin gat ekki leynt geðshræringu sinni
þegar hún stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins og tók við gullverð-
launum fyrir 100 metra skriðsundið. Símamynd AP.
Keppni íslendinga á OL
KEPPNI íslenzku þátttakend-
anna á Ólympfuleikunum I
Montreal verður sem hér segir:
Frjálsar Iþróttir:
23. júlí:
Kúluvarp, undankeppni,
Hreinn Halldórsson.
100 metra hlaup, Bjarni Stef-
ánsson.
800 metra hlaup, Lilja Guð-
mundsdóttir.
24. júlí:
Kúluvarp, úrslit.
Montreal-76
Undanúrslit í 100 og 800 metra
hlaupum.
25. júlí:
Spjótkast, undankeppni, Óskar
Jakobsson.
3000 metra hindrunarhlaup,
Ágúst Ásgeirsson.
26. júlf:
Hástökk, undankeppni, Þórdís
Gísladóttir.
400 metra hlaup, Bjarni Stef-
ánsson.
28. jújí:
1500 metra hlaup, Lilja Guð-
mundsdóttir.
29. júlí:
Tugþraut, Elías Sveinsson.
Milliriðlar í 1500 metra hlaupi
kvetina.
30. júlí:
Tugþraut, seinni dagur.
Judo:
27. júlí:
Gísli Þorsteinsson keppir i létt-
þungavigt.
28. júli:
Viðar Guðjohnsen keppir í
millivigt.
Lyftingar:
25. júlí: Guðmundur Sigurðs-
Sund:
18. júlí:
100 metra skriðsund, Vilborg
Sverrisdóttir.
19. júlí:
200 og 1500 metra skriðsund,
Sigurður Olafsson.
200 metra flugsund, Þórunn Al-
freðsdóttir.
20. júlí:
400 metra skriðsund, Vilborg
Sverrisdóttir.
21. júli:
100 metra flugsund, Þórunn Al-
freðsdóttir.
22. júli:
400 metra skriðsund, Sigurður
Ólafsson.
200 metra skriðsund, Vilborg
Sverrisdóttir.
24. júlí:
100 metra skriðsund, Sigurður
Ólafsson.
AÐEINS EITT HEIMS-
MET STÚÐST ÁTOKIN
VALUR FÆR UÐSAUKA
MARGIR LEIKIR I 1.
OG 2. DEILD í KVOLD
VALSMENN hafa fengið góðan
liðsauka í handknattleiknum að
undanförnu. Hafa þrír. hand-
knattleiksmenn gengið i félag-
ið, þar af tveir nýlega. Skal
fyrstan telja Hermann Gunn-
arsson, sem áður lék í Val, en
hefur tvö síðustu ár leikið með
Leikni og jafnframt þjálfað lið-
ið. Hermann var á sínum tíma I
HANDKNATTLEIKSDEILD
Vals hefur gengið frá ráðningu
Hilmars Björnssonar sem þjálf-
ara meistaraflokks næsta
keppnistfmabil.
Hilmar fékk fyrir nokkru boð
frá sænsku liði í 2. deild um að
Myndatexti féll niður
Þau mistök urðu á forsíðu Mbl.
f gær, að texti undir mynd af
sundmönnum féll niður. Mynd-
landsliðinu í handknattleik, og
sem kunnugt er hefur hann
verið aðalmarkaskorari Vais í
knattspyrnu síðasta áratuginn.
Hinir tveir leikmennirnir eru
Jón Ástvaldsson, sem áður lék
með Ármanni, ágæt langskytta,
og ungur og upprennandi
markvörður, Hákon Arnþórs-
son. Hann lék áður með ÍR.
gerast leikmaður og þjálfari en
hann hafnaði boðinu eftir að
hafa farið utan og kynnt sér
aðstæður.
Ennfremur hafa Framarar
endurráðið Ingólf Óskarsson
þjálfara meistaraflokks næsta
in var af Bandaríkjamönnun-
um þremur að fagna sigri að
loknu 200 metra flugsundinu.
Sigurvegarinn, Mike Brunner,
er i miðið, Forreseter til vinstri
og Gregg hægra megin. Þetta
var simamynd frá AP.
Jón Ástvaldsson.
keppnistímabil og íslands- og
bikarmeistarar FH hafa endur-
ráðið Reyni Ólafsson.
Nokkur 1. deildarlið munu
byrjuð æfingar, enda islands-
mótið utanhúss framundan.
Ekki er vitað um fjölda þátt-
tökuliða en búast má við all-
góðri þátttöku. Íslandsmeistar-
ar i karlaflokki I fyrra urðu
Víkingar, en eins og kom fram í
Mbl. hefur Rósmundur Jónsson
tekið að sér þjálfun liðsins og
jafnframt lagt keppnisskóna á
hilluna.
EINN leikur fer fram f 1. deild
islandsmótsins I kvöld og ekki
færri en 4 leikir 12. deild.
Á Kópavogsvellinum keppa
Breiðablik og Vikingur i 1.
deild. Fyrri leikur liðanna fór
fram á Laugardalsvellinum og
sigraði þá Víkingur með einu
marki. Leikurinn í kvöld hefst
klukkan 20.
í 2. deild keppa KA og Völs-
ungur á Akureyrarvelli klukk-
an 20, ÍBV og Ármann i Vest-
mannaeyjum klukkan 19,
Haukar og Þór á Kaplakrika-
velli klukkan 20 og botnliðin
Reynir og Selfoss á Árskógs-
strandarvelli klukkan 19.
Leikirnir á Akureyri og i
Hafnarfirði eru ákaflega mikil-
vægir fyrir Akureyrarliðin,
sem keppa um réttinn til að
leika við falllið 1. deildar um
lausa sætið í 1. deild næsta
sumar.
BREIÐABLIK varð bikarmeist-
ari 2. flokks 1976 er þeir sigruðu
lið IBK I úrslitaleik á Melavellin-
um I gærkvöldi.
Keflvfkingar skoruðu sjálfs-
mark um miðjan fyrri hálfleik og
dugði það Blikunum tii sigurs,
þar sem fleíri mörk voru ekki
skoruð.
Leiðrétting
SU VILLA slæddistknn i frá-
sögn af leik Fram og Keflavík í
1. deild að vinstri útherji Kefl-
víkinga var sagður heita Þórir
Sigfússon. Það rétta er að hann
heitir Þórður Karlsson. Eru
hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
ÞRJU LIÐ ENDURRAÐA ÞJALFARA