Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. AGUST 1976
5
NIÐURSTÖÐUR bú-
reikninga fyrir árið 1975
liggja nú fyrir og í sam-
tali við Ketil Hannesson,
forstöðumann Búreikn-
ingastofu landbúnaðar-
ins, kom fram að það,
sem mest einkenndi bú-
reikningana að þessu
sinni, er mjög slæm af-
koma mjólkurframleið-
enda. Samdráttur varð í
innveginni mjólk eftir
hverja árskú frá árinu
áður, sem nemur 4%, en
hins vegar jukust afurðir
sauðfjárbúanna um 5,7%
á kind. Á árinu 1975 gáfu
sauðfjárbúin hæstar f jöl-
skyldutekjur eða 1.343
þúsund krónur, en blönd-
uðu búin sýndu að meðal-
tali 1.217 þúsund kr. og
kúabúin skiluðu minnst-
um tekjum eða 1.141 þús-
undi króna.
— Á árinu 1975 færðu 180
bændur búreikninga en til úr-
vinnslu var sleppt 46 búum
vegna þess að þar kómu til tekj-
ur af öðru en landbúnaði. Af
búunum, sem þá voru eftir,
voru 45 kúabú, 43 sauðfjárbú
og blönduðu búin voru 46.
Stærð búanna er síðan metin
eftir ærgildum og er ein kýr
látin jafngilda 20 kindum. Með-
fjárbúin 419 ærgildi.
— Það hversu kúabúin koma -
illa út á árinu er fyrst og fremst
afleiðing af slæmu árferði auk
þess sem mjólkurframleiðend-
ur hafa ekki náð jafn góðum
tökum áþeim þáttum, sem
mestu valda um afurðirnar eins
og sauðfjárbændurnir. Utkom-
Niðurstöður búreikninga 1975:
Mjög slæm afkoma hjá
mjóDvui'fi’amleiðendum
— Mjólk eftir hverja kú
minnkaði um 4%, en afurðir
eftir kind jukust um 5,7%
albústærð ársins 1975 var 528 að kúabúin hefðu reynzt vera
ærgildi, en var 529 ærgildi árið stærst eða 659 ærgildi, blönd-
1974, sagði Ketill, og bætti við uðu búin 503 ærgildi og sauð-
v
an er líka ekki glæsileg, þegar á
það er litið að kúabúin eru
stærst. Þá hefur skuldaaukning
orðið verulega meiri hjá kúa-
bændum á árinu en hjá öðrum
bændum, sagði Ketill.
Meðal fjölskyldulaun af land-
búnaði á árinu 1975 og vextir af
eigin fé að viðbættum láglauna-
bótum reyndust vera 1.232 þús-
únd krónur og 'launatekjur
hjóna af annarri vinnu voru
127 þúsund krónur. Að krónu-
tölu eru þetta hærri tekjur en
árið 1974 og er hækkunin að
jafnaði 22%. Verulegar hækk-
anir urðu á framieiðslukostnaði
búvara á árinu en mest hækka
vextir og tryggingar eða um
60% frá árinu 1974 og áburður
hækkar um 50%. Meðal fram-
leiðslukostnaður á bú varð
2.360.969 krónur en meðal-
framleiðslutekjur 3.592.894
krónur. Eins og áður kom fram
voru fjölskyldulaunin á árinu
1.231.925 en vinnustundir á
fjölskyldu á árinu voru 4016
klst.
— Að jafnaði seldu bændur
afurði fyrir 3.546 þúsund krón-
ur og fengu tæpar 47 þúsund
krónur í láglaunabætur á árinu.
Af framleiðslutekjunum fóru
um það bil 66% til greiðslu á
rekstrarvörum þ.e.a.s. áburði,
kjarnfóðri, vöxtum eða öllum
öðrum kostnaði en vinnulaun-
um fjölskyldu og vöxtum af eig-
in fé. Fjölskyldulaun á hverja
klukkustund voru því 307 krón-
ur en lækkar í 224 kr. áklst. ef
reiknaðir eru 10% vextir af eig-
in fé. Verðbólgan setti mjög
svip á niðurstöður búreikninga
árið 1975 og velta búanna
hækkar um 41%. Þó hækkar
framleiðslukostnaðurinn meira
eða um 54% og munar þar
mestu um hækkun á áburði,
vöxtum og vélakostnaði, sagði
Ketill.
Að sfðustu lét Ketill þess get-
ið að afurðir eftir hverja árskú
1975 hefðu verið 3.080 lítrar en
voru 3.212 lítrar árið áður.
Kjarnfóðurnotkun á kúabúum
var nokkru minni á árinu 1975
en árið á undan en kjarnfóður á
árskú var 809 kg og 58 kg af
graskögglum og var 1974 818 kg
af kjarnfóðri og 71 kg af gras-
kögglum. Reiknaður kjötþungi
eftir kind var 18,31kg, en var
17,32 kg árið 1974.
IBUÐIRISMIÐUMIVESTURBÆ - VERÐLAUNASKIPULAG
Höfum til sölu 2ja og 5 herb. íbuðir sem við erum að byggja við
Flyðrugranda 2—6 (Meistaravelli). Verða seldar tilbúnar undir
tréverk og málningu, með sameign fullfrágenginni. Þar með talin
lóð, bílastæði, garður, leiksvæði, gufubaðstofa ofl. Verða afhentar
á næsta ári. Hér er um að ræða óvenju glæsilegar íbúðir með nýju
fyrirkomulagi í stórglæsilegu fjölbýlishúsi, 4ra hæða. T.d. mjög
stórar svalir á hæðum, skjólgóðar og vel opnar fyrir sól. Verð á 2ja
herb. íbúðum, 65,6 fm, frá kr. 6.000.000.— og 5 herb. íbúðum
125— 140fmfrá kr. 11.530.000. — .
Upplýsingar á skrifstofunni í dag frá kl. 10—5 og næstu daga
frá kl. 4—6 einnig á byggingarstað eftir samkomulagi.
BYGGINGAFÉLAGIÐ ÓSKAR
OG BRAGI SF., HJÁLMHOLTI 5, R.
Sími 85022 og á byggingarstað 1 9744.