Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 15
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. AGUST 1976
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1976
15
flfargmililftfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1000,00
í lausasölu 50,
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson, ,
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100
Aðalstræti 6, simi 22480
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
Laxárdeilan
— áaðvekjaupp
gamlan draug ?
I. Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins 4 júlí s.l var
m a minnzt á Laxárdeiluna
svokölluðu og samningana um
íausn deilunnar, þar sem m.a.
er ákveðið að byggja laxastiga í
Laxá og ekki skuli virkja þar
meira en þá 6,5 megavatta
viðbótarvirkjun, sem þar var í
smíðum. Stjórn Laxárvirkjunar
iýsti yfir því að hún skuldbyndi
sig til að ráðast ekki í frekari
virkjanir nema til kæmi sam-
þykki landeigenda, en eftir
sliku samþykki hefur hvorki
verið leitað né mundi það veitt,
svo fast sem landeigendur
standa saman um að vernda
svæðið og byggja laxastigann,
eins og nú hefur verið ákveðið
samkvæmt samkomulaginu.
Verður hafizt handa um smíði
stigans á þessu ári
Fréttir hafa verið um, að
iandeigendur einhverjir ætli sér
að leggja lögbann á stigann, en
slíkar bollaleggingar eru frá-
leitar og úr lausu lofti gripnar,
eins og sumt annað, sem um
þetta mál hefur verið sagt.
Stjórn landeigendafélagsins við
Mývatn og Laxá hefur skýrt
Mbl. frá því að landeigendur
standi sem einn maður á bak
við þá fyrirætlan að samkomu-
lagið verði haldið í hvívetna.
Annað kemur ekki heldur til
greina enda liggi niðurstöður
fyrir um það að engin spjöll
verði unnin á lífríki svæðisins
hvorki með laxastiganum né
annarri mannvirkjagerð.
Þessi langa og erfiða deíla
var farsællega til lykta leidd —
og þá ekki sízt með tilliti til
þess, að fáir gerðu sér vonir
um, að hægt væri að leysa
hana, svo mikil harka sem
komst í málið Mbl. lagðist á
sve'f með þeim, sem kappkost-
uðu að leysa deiluna með þeim
hætti, sem varð — og fagnaði
lausn hennar. Skal það nú enn
ítrekað
í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi
var m.a. komizt svo að orði:
„Loks má svo geta þess að ef
ríkið sýnir ekki gott fordæmi, er
þess ekki að vænta að þegn-
arnir sjái ástæðu til að virða lög
og rétt og gerða samninga.
Laxárdeilunni er lokið, það er
vel. Unnið er að þvi að orku-
skortur verði ekki á Norðurlandi
og ættu menn senn að sjá fyrir
endann á honum. En þá er eftir
hlutur ríkisins að standa við
gerða samninga við bændur 9
Laxársvæðinu. Að því er stefnt
að gera alla Laxá laxgenga,
þannig að hún verði eigendum
sínum arðbærari en nokkru
sinni Með samningum var
ákveðið, að ríkið byggði laxa-
stiga upp á efra svæðið í ánni,
en framkvæmdir hafa ekki enn
hafizt, og því miður hefur rikið
ekki enn staðið við gerða
samninga. Er þess að vænta að
ráðamenn sjái sóma sinn í því
að ekki komi til nýrra átaka
vegna vanefnda á samningum,
enda er það ekki síður mikil-
vægt að rækta upp íslenzkar ár
en miðín umhverfis landið "
Menn skyldu fara varlega í
að efna til nýs óvinafagnaðar,
sem enginn gæti sagt fyrir um,
til hvers leiða mundi. Nú hefur
einnig verið ákveðið að leysa
orkumálin norðanlands með
öðrum hætti en stækkun Laxár-
virkjunar og er þvi mest um
vert að ná samstöðu um þá
stefnu á breiðum grundvelli, en
vekja ekki upp þann gamla
draug sem illdeilunum olli.
Landeigendur vænta þess,
ásamt náttúruverndarmönnum
að áin og umhverfi hennar njóti
friðunar i samræmi við lög frá
Alþingi frá 1974, en þar segir
m.a. að tilgangur laganna sé
,,að stuðla að verndun
Mývatns- og Laxársvæðis-
ins. ." og á landsvæðinu „er
hvers konar mannvirkjagerð og
jarðrask óheimilt, nema leyfi
Náttúruverndarráðs komi til.
Breytingar á hæð vatns-
borðs, stöðuvatna og rennsli
straumvatna eru einnig óheim-
ilar nema til verndunar og
ræktunar þeirra, enda komi til
sérstakt leyfi Náttúruverndar-
ráðs."
Stefnan um verndun svæðis-
ins var mörkuð á grundvelli
vísindalegra rannsókna, sem
gerðar voru að tilhlutan
Jóhanns Hafsteins þáverandi
ráðherra. Niðurstöður þessara
rannsókna hafa ekki allar verið
birtar að þvi er Mbl. bezt veit,
en fullyrða má, að þær vari
ótvírætt við frekari röskun á
svæðinu.
Mbl. hefur ávallt hvatt til
verndunar þessa dýrmæta
svæðis, en jafnframt lagt
áherzlu á að reynt verði að
bæta úr orkuskortinum nyrðra
með farsælum hætti og er þess
nú að vænta að fullnægjandi
lausn sé skammt undan Menn
ættu að fagna því i stað þess að
reyna að efna til nýrra illdeilna.
Sátt og samninga á að halda
hvort sem mönnum likar niður-
staðan betur eða verr. Það er
kjarni málsins.
Það vekur athygli að landeig-
endur á Laxársvæðinu hafa séð
sig knúna til að senda útvarps-
ráði kæru vegna útvarpsþáttar
um orkumál nyrðra og Laxár-
deiluna þar sem fullyrt er —
og það með réttu — að
einungis fulltrúar annars deílu-
aðila hafi komið sjónarmiðum
sínum á framfæri. Hvorki Her-
móði Guðmundssyni né sam-
herjum hans var boðið að taka
þátt í þætti þessum, þó að
málið sé viðkvæmara en venja
er hér á landi og því ástæða til
að gæta „fyllstu óhlutdrægni",
eins og segir i útvarpslögunum
og landeigendur skírskota til í
kæru sinni. í mótmælum land-
eigenda segir ennfremur
m.a.:"
„Með þessu vali sínu á þátt-
takendum, þar sem engum
fulltrúa annars deiluaðila
þeirrar viðkvæmu deilu, sem
var aðalefni þáttarins, var boð-
ið að koma fram eða nokkur
tilraun gerð til að skýra þeirra
sjónarmið, þykir stjórnandinn
hafa brotið gróflega fyrrnefnda
meginreglu Útvarpslaganna
um meðferð á slíkum
málefnum i útvarpinu."
Taka verður undir með land-
eigendum, að í svo viðkvæmu
máli sem Laxárdeilan var (en
leidd var farsællega til lykta
með samkomulagi deiluaðila
fyrir þremur árum) ætti rikisút-
varpið að fara sér hægt og gefa
a.m.k. báðum aðilum tækifæri
til að skýra sjónarmíð sín. Sér-
staka athygli vöktu ummæli
formanns stjórnar Laxárvirkjun-
ar, þegar hann sagði í niður-
lagsorðum í fyrrnefndum þætti,
að „menn koma og fara" og
hann hafi aldrei verið í neinu
vafa um það að frekari virkjanir
verði í Laxá í framtíðínni Með
tilliti til þess að formaðurinn
skrifaði, ásamt stjórn sinni,
undir samkomulagið getur slik
yfirlýsing ekki gert annað en
komið illu blóði í landeigendur,
en vonandi eru þessi ummæli
ekki meint, eins og þeir gætu
lesið úr þeim. „Menn koma og
fara" — en enginn skyldi
halda að þeim vaxi fiskur um
hrygg í framtiðinni sem draga
vilja úr náttúruvernd. Allra sízt
mun þeim fjölga i sveitum
landsins.
Fyrst talið er að núverandi
framkvæmdir í orkumálum
nyrðra geti í framtiðinni séð
Norðlendingum fyrir nægri
orku, er ástæðulaust að vera að
ýfa upp gömul sárindi. Von-
andi er það ekki ætlunin. Land-
eigendur eiga að hafa síðasta
orðið samkvæmt samkomulag-
inu Að sjálfsögðu ætlar ríkið
að standa við gerða samninga.
Það verða aðrir einnig að gera.
Náttúrufegurð svæðisins á
heimtingu á því. En þéttbýlið
nyrðra á ekki síður heimtingu á
nægri orku, ekki sizt vegna
blómlegs iðnaðar, t. a m. á
Akureyri, enda róið að því
öllum árum, eins og kunnugt
er.
„Hann var vand-
íáturáeigin verk... ”
EINS og fram hefur komið f
fréttum gaf Almenna bóka-
félagið nýlega út sjö ný bindi f
ritsafni Gunnars Gunnars-
sonar. Nýju bækurnar eru
Sælir eru einfaldir, Vargur f
véum, Jón Arason, Sálumessa,
Fimm fræknisögur, Dimmu-
fjöll og Fjandvinir.
Blaðamaður hitti að máli
Eirfk Hrein Finnbogason hjá
Almenna bókafélaginu og
spjallaði við hann um útgáfu
ritsafnsins og Gunnar sjálfan,
en Eirfkur Hrcinn var góðvinur
skáldsins.
„Útgáfa ritsafnsins hófst árið
1971 og við gerum ráð fyrir að
síðustu bindin komi út um
1978. Það er illmögulegt að
segja hversu mörg þau verða,
Gunnar var afkastamikill rit-
höfundur. Margar sögur eru
enn eftir, t.d. Fóstbræður,
Ströndin, Hvíti Kristur o.fl. auk
Ijóða og leikrita. Gunnar skrif-
aði einnig þó nokkuð af grein-
um og ritgerðum, sem verða
með í safninu."
— „Hvað um rit, sem fjalla
um skáldið, er nokkuð slíkt í
bígerð hjá ykkur?"
„Ekki verður það á næstunni.
En mér er kunnugt um, að
Sveinn Skorri Höskuldsson er
að vinna að bók um Gunnar,
þótt ég viti ekki hvenær því
mikla verki verður lokið.“
— „Veiztu þl þess að eitthvað
liggi eftir Gunnar, sem aldrei
hefur verið birt?“
„Eflaust skildi hann eitthvað
eftir, sem enginn hefur fengið
að sjá, og sonur hans, Gúnnar,
er að fara í gegnum handrit og
önnur skjöl. Annars er ég alls
ekki viss um, að það væri rétt-
látt að birta nokkuð slíkt, þótt
það fyndist. Gunnar var ákaf-
lega vandvirkur maður og
vandlátur á eigin verk, og ef
eitthvað er til, sem honum
hefur ekki þótt nægilega gott
til birtingar sjálfum, þá höfum
við ekki rétt til að breyta þeirri
ákvörðun hans.“
—„Þær bækur, sem Gunpar
skrifaði upphaflega á dönsku,
munu vera þýddar af honum
sjálfum í þessari útgáfu."
„Já, mikið rétt. Eins og ég
sagði áðan, var Gunnar ákaf-
lega vandlátur á eigin verk og
þótt honum féllu prýðilega vel
GUNNAR GUNNARSSON
þýðingarnar, fannst nonum
þær þó ekki vera með hans eig-
in tungutaki. Hann setti sér það
markmið að þýða sem mest upp
á nýtt, setti sér fyrir vissan
fjölda bóka og var við það
síðustu 10 árin að þýða. Og
hann var alveg fram á síðustu
stundu, skildi eftir hálfskrifaða
örk í ritvélinni.
Það er óhætt að segja að það
hafi verið með ólíkindum,
hversu miklu valdi hann náði á
dönskunni — en hitt var ekki
síður afrek, að endurheimta
síðan valdið yfir íslenzkunni
eins og honum tókst eftir að
hann fluttist aftur heim.“
— „Þú kynntist Gunnar vel?“
„Já, við urðum ágætir vinir.
Hann var mikill höfðingi heim
að sækja, maður mátti alls ekki
koma heim til hans án þess að
þiggja einhverjar góðgerðir.
Hann vaknaði ævinlega eld-
snemma og var tekinn til við að
vinna kl. sex á morgnana, skrif-
aði fram að hádegi hvern dag.
Eftir hádegið fór hann alltaf í
gönguferðir, reglulega á sama
tíma dags, það hefði mátt stilla
klukkuna eftir honum eins og
sagt var um þýzka heim-
spekinginn Kant. En ég hef
hann grunaðan um að hafa
haldið áfram að skrifa eftir
hádegið líka, svona síðustu
árin. E.t.v. hefur honum þótt
tfminn farinn að verða
naumur."
— „Meðal þessara ný-
útkomnu bóka er m.a. ein, sem
heitir Fimm fræknisögur.
Hvaða sögur eru það?
„Þetta er titill, sem fæstir
munu þekkja, enda er þetta
samheiti stuttra skáldsagna
sem Gunnar fann upp á ekki
löngu áður en hann lézt. I
bókinni eru sögurnar Aðventa,
Brimhenda, Blindhús, Á botni
breðans og Drengurinn. Þær
eru allar um hetjudáðir, e.t.v.
ekki það, sem allir myndu gera
mikið úr sem hetjuskap nú á
dögum. Fyrir Gunnari var hver
sá maður eða hver sú skepna
hetja, sem hjálpaði og þjónaði
öðrum. Eins og t.d. Benedikt,
Eitill og Leó i Aðventu. Sú bók
hefur líklega komið út í fleiri
eintökum en nokkur önnur
íslenzk bók. Hún kom fyrst út í
Þýzkalandi árið 1936 og ’37 í
Danmörku. Stuttu seinna var
hún gefin út I Bandaríkjunum
og seldist þar i hálfri milljón
eintaka strax.
Ég minnist þess að hafa lesið
í minningargrein eftir danskan
gagnrýnanda um Gunnar, að ný
bók frá honum hafi jafnan
verið mikill viðburður í Dan-
mörku, að hann hafi skrifað
„bestsellers" áður en hugtakið
varð til. En auðvitað var mörgu
misjafnlega vel tekið hér heima
Eirfkur Hreinn Finnbogason.
í fyrstu. T.d. Vargur i véum, sú
bók átti ekki upp á pallborðið,
hér, þótti hin versta ádeila.
Gunnar segir einhvers staðar
frá þvi, þegar Jóhann Sigur-
jónsson var að koma að heiman
til Kaupmannahafnar stuttu
eftir að Vargurinn kom út. Þá
sagði Jóhann honum, hversu
bókinni hefði verið illa tekið
hér uppi og að stúdentar hefðu
heitið því að vera niðri við
höfn, næst þegar Gunnar kæmi
heim og vera vel birgir að
grjóti.
En hann var nú tekinn í sátt
og með Fjallkirkjunni held ég
hann hljóti að hafa skrifað sig
inn í hjörtu flestra. Sú mikla
bók er ekki aðeins gífurlegur
fjársjóður merkilegra persónu-
leika, heldur er hún um leið
gagnmerk þjóðháttalýsing og
áreiðanlega í flokki öndvegis-
rita íslenzkra bókmennta. Það
er einkennilegt, að Fjallkirkjan '
kom ekki út á íslenzku fyrr en
eftir að Gunnar var fluttur
heim (1941—1943) og voru þá
liðin um 20 ár frá því að hún
kom fyrst út í Danmörku. Var
Framhald á bls. 16
Myndlist
Sumarsýmng í Norræna húsinu
Hinn 24. júlí var opnuð
kynningarsýning á verkum
þriggja íslenzkra myndlistar-
manna í sýningarsölum Norræna
hússins og stendur hún til 15.
þessa mánaðar. Er hér um að
ræða frumkvæði af hálfu fyrir-
svarsmanna hússins, formlegt
boð til listamannanna og er
hugsað til að kynna að nokkru
islenzka myndlist á aðalferða-
mannatímabilinu — og jafn-
framt þegar mest er ládeyðan í
sýningarhaldi.
Hugmyndin er mjög til fyrir-
myndar og í alla staði þakkar-
verð, en þó veldur fæð lista-
mannanna og jafnframt yfir-
bragð sýningarinnar manni
nokkrum heilabrotum. Á miðju
sumri vekur sýning slíks hóps
stórum minni athygli en t.d. á
hausti eðá vori og þá sem einka-
framtak listahóps, en víst er að
þetta er samstæður hópur og
heildaryfirbragð sýningarinnar
hefur þægileg áhrif á fagmann
og þá aðra, sem vel eru heima í
íslenzkri list. Sem kynningar1-
sýning á íslenzkri myndlist er
hún að mínu mati naumast nógu
lífleg og hefði þátttaka t.d.
tveggja málara í viðbót og eins
eða tveggja myndhöggvara og
eins grafík-listamanns aukið
kynningargildi sýningarinnar.
Sýningin spannar þannig ekki
nógu vítt svið til að vekja veru-
lega forvitni hjá útlendum gest-
um. Sama stef (þema) örvar
ekki sem skyldi til skoðunar um
hásumarið, en allir eiga þessir
listamenn það sameiginlegt að
vinna út frá slíkum forsendum í
velflestum myndum í Norræna
húsinu þótt á ólikan hátt sé. Ég
hef persónulega reynslu af því
frá skoðunarferðum mínum er-
lendis að sumarlagi á undanförn-
um árum hve fjölbreytni
sýninganna hefur skipt miklu
máli á þessum tíma árs, og
þannig eru hvers konar söfn, er
spanna margar aldir, stórum for-
vitnilegri flestum einkasýning-
um. Þetta breytist aftur þegar
fer að kólna og sækir maður þá
gjarnan meira einkasýningar
með endurnýjaðri athygli og
meiri þolinmæði gagnvart af-
mörkuðum viðhorfum.
Lítil aðsókn og takmarkaður
áhugi á sýningunni, þrátt fyrir
ræktarsemi fjölmiðla og gagn-
rýnend_a auk auglýsinga frá
húsinu, breytir því þó vitaskuld
ekki, að hér er um áhugaverða
sýningu að ræða sem er lista-
fólkinu og stjórn hússins til
sóma, en æskilegt væri ef hugað
er að framhaldi á framtakinu, að
auka aðdrátt að sýningunni með
meiri fjölbreytni og snjöllum
tiltektum er athygli vekja
Einn áhrifamikill skúlptúr
fyrir utan húsið ásamt eftir-
tektarverðum veggspjöldum
„Plakötum", og aukinni fjöl-
Snorri Sveinn Friðriksson
Ragnheiður J. Ream
Hjörleifur Sigurðsson
breytni innan húss myndavissu-
lega lífga upp sviðið
Svo vikið sé að sjálfum lista-
mönnunum virðist sem Snorri
Sveinn komi hér einna mest
á óvart fyrir ýmsar athyglis-
verðar breytingar í myndstfl.
Hann virðist vera að losa sig
við fjötra einhæfs og þröngs
myndstils í málverki og vegg-
myndagerð, til mikils hags fyr-
ir óþvingaðri og þróttmeiri
átök við viðfangsefnið. Vinnu-
brögðin minna á kol- og krítar-
teikningar hans, þótt mynd-
formið sé annað. Hér samræmir
hann yfirvegaða myndhugsun
umbúðalausum vinnubrögðum
og um leið hefur hann sigrazt á
því yfirbragði hiks og tilslökun-
ar sem stundum vildi einkenna
myndir hans. Snorri kemur
mjög sterkt fram í hinum þrem
stóru myndum á endavegg í
fremri sal og hann heldur
veggnum í fullkomnu jafnvægi.
— Sumir telja að Snorri sé að
leita fótfestu á hlutlægu sviði og
heiti þess þema er hann leggur
út af, „Þegar sól vermir jörð“ er
vissulega hlutlægs eðlis.
Málverkin eru einnig byggð
upp út frá frumformunum,
hringur og ierningur, en að
flestu öðru leyti teljast þau hug-
lægs og skynræns eðlis. Margur
málarinn er hefur hallað sér þétt
að hinu óhlutbundna um árabil
er í dag grunaður um að vinna
hlutlægt í laumi, en hvort sem
slíkar sögur eru sannar eða hið
gagnstæða þá skiptir mestu máli
að engar þvinganir séu að baki
vinnubragðanna, hvorki í formi
áróðurs fyrir einstökum stíl-
brögðum, (er áhangendur telja
hverju sinni nafla jarðar), — né
þjóðfélagslegum hentistefnum.
Að myndlistarmaðurann vinni
óhikað út frá sannfæringu sinni,
óháður markaðinum, er aðal-
atriðið, því það er til svo margt
ágætra myndlistarmanna yzt á
báðum köntum og allt þar á
milli.
Myndir Ragnheiðar J. Ream
virðast sjálfsagt einhæfar fyrir
sjón þeirra sem fara fljótt yfir
hluti. Eru þær flestar af eplum
og perum auk nokkurra stefa
þar sem einn kaffibolli, skál og
Hjörleifur Sigurðsson, Ragnheiður J. Ream og Snorri Sveinn Friðriksson.
dúkur á borði er aðalinntakið.
Ég var heldur ekki fullkomlega
sáttur við ýmsar myndanna í
fyrstu skoðunarferð minni en
geðjaðist þeim mun betur að
þeim í næstu heimsókn. Mynd-
irnar láta lltið yfir sér og það
sem-í upphafi sýndist einhæfni
er I raun og veru allmikil fjöl-
breytni I uppbyggingu mynd-
heilda og niðurröðun ávaxtanna
Hún nær furðumikið úr ein-
földum litasamsetningum, sem
hún notar á breytilegan hátt og
meðhöndlar litinn á sama hátt og
myndbygginguna. — Trúlega
sakna margir hinna svipsterku
landslagsmynda frúarinnar en
ég er þess fullviss að þettatima-
bil aga og tamningar muni hafa
heillavænleg áhrif á þróun listar
hennar. Alltof margir láta freist-
ast til að bruðla með litinn út frá
þeim fölsku forsendum, að sá sé
mestur koloristinn er flesta og
skærustu liti notar. Þetta er
þveröfugt með því að sannur
koloristi nær svipmiklum áhrif-
um með fáum litum, svipað
skáldinu sem segir mikið með
fáum vel völdum og hnitmiðuð-
um setningum, án skrauts og
prjáls. Mynd Ragnheiðar nr. I
„Okkur kaffibolli", ber einmitt
svip koloristans og er eftir-
tektarvert hve listakonan nær
hér sterkum áhrifum með ein-
faldleikann einan að 4biðarljósi.
Hér er sannarlega á ferð lista-
kona er hefur hæfileika til að
látalitina ljóma
Hjörleifur Sigurðsson keraur
hér fram ferskari og hressilegri
I lit og formum en á sýningu
sinni að Hamragörðum. Aðal
mynda hans er sem fyrr fágun
og hógværð en slíkir eiginleikar
vinna á með tímanum þótt þeir
láti litið yfir sér I fyrstu.
I þessum myndum Hjörleifs
er mikil framför frá hinum
þröngu flatamyndum er hann
málaði hér áður fyrr, Hkt og
ýmsir fleiri. Forsendur slíkra
vinnubragða brustu, sem betur
fór, fyrr en nokkurn varði þar
eð menn héldu sig á endamörk-
um fullkomnunarinnar, — og
varð það öllum til góðs er leit-
uðu fanga á ferskara og opnara
myndsviði.
Hjörleifur málar hér með
vatnslitum á japanpappír, en
slíkur pappír drekkur á sérstak-
an hátt i sig litina og útlinur
formanna verða einatt mjúkar og
formin fléttast hvert öðru án
þeirrar togsteitu sem óhjá-
kvæmilega fylgir svipuðum
vinnubrögðum á harðan pappír.
Þetta er sá pappír er fagmenn
nota mest í sambandi við tré-
ristu, tréstungu og dúkskurð og
hér kemur þvi einnig vel til
greina að mála með olíu- og
offsetlitum. Möguleikarnir eru
ótæmandi, einkum ef menn hag-
nýta sér einnig þrykktæknina
Auðsætt er að Hjörleifur er í
þessum myndum sinum á
þroskabraut en fer sér að engu
óðslega. Myndir hans virðast
ekki átakamiklar eða hrifandi en
það er þung undiralda i vinnu-
brögðum hans og myndirnar eru
verðar allrar athygli.
Meirihluta mynda á
sýningunni eru þannig sein-
teknar, svo sem hér kemur
fram, og er það helztur agnúi á
sýningunni sem sumar verk-
efni, en að öðru leyti er ég vel
sáttur við þessa sýningu og
vinnubrögð listafólksins og
hvet sem flesta að leggja leið
sínaí sali Norræna hússins.
— Þess skal að lokum getið að
i göngum á hæð eru uppdrættir
og ljósmyndir af Islenzkum torf-
bæjum gerðum af nemendum
listaskóla húsagerðar í Arósum.
Er hér um stórmerkt framtak að
ræða, sem ég hefi áður ritað um
i sambandi við sýningu i
byggingarþjónustu Arkitekta-
félags íslands. Er af þessum
myndum mikil prýði ástaðnum.
Skák
eftir JÓN
Þ. ÞÓR
Fjórða umferð
millisvæða-
mótsins í Biel
NOKKUÐ bar á stórmeistara-
jafnteflum í 4. umferð milli-
svæðamótsins i Biel og virtist
svo sem sumir stórmeistaranna
væru að sleikja sár sín eftir
hatramma baráttu í þeirri 3. I
mörgum skákum var þó barizt
til þrautar, og sumir fengu auð-
velda vinninga. Má þar nefna
Robert Byrne, sem vann peð af
Kólumbíumanningum Castró í
11. leik og þar með skákina,
þótt Castró þraukaði 30 leiki til
viðbótar. Bent Larsen er þekkt-
ur að því að semja ekki jafn-
tefli fyrr en I fulla hnefana. í 4.
umferð þæfði hann jafnteflis-
endatafl gegn Sovétmanninum
Gúlkó í 20 leiki. Ulf Andersson
varð illilega á I messunni i
skákinni sem hér fer á eftir.
Hefði hann leikið einfaldlega
24. — Dxe4 var skákin stein-
dautt jafntefli. En Ulf hefur
vafalaust verið þreyttur. Hann
sveið vinning af Castró í 113
leikjum í 2. umferð og þá skák
var enn verið að tefla um morg-
uninn, sem 4. umferð hófst.
Skákin stóð í 13 klukkustundir.
Hvftt: I. Csom
Svart: Ulf Andersson
Katalónsk byrjun
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 —
d5, 5. Rf3 — Be7, 5. Bg2 —
0—0, 6. 0—0 — c6, 7. Dc2 —
Rbd7, 8. b3 — b6, 9. Bb2 —
Bb7, 10. Rc3 — Hc8, 11. Hadl
— Hc7, 12. e4 — dxe4, 13. Rxe4
— Da8, 14. Rxf6+ — Bxf6, 15.
h4 — Hfd8, 16. Hfel — c5, 17.
Rg5 — Rf8, 18. Bxb7 — Hxb7,
19. dxc5 — Bxb2, 20. Dxb2 —
bxc5, 21. Re4 — Hxdl, 22. Hxdl
— Hd7, 23. Hxd7 — Rxd7, 24.
Dd2 — Dc6??, 25. Rxc5! og
svartur gafst upp.
I þessari umferð komst Gell-
er loks á blað, en ekki var það
fyrirhafnarlaust.
Hvftt: E. Geller
Svart: A. Lombard
Sikilevjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— e5, 6. Rdb5 — d6, 7. Bg5 —
a6, 8. Ra3 — b5, 9. Bxf6 — gxf6,
10. Rd5 — f5, 11. Bd3 — Be6,
12. 0—0 — Bg7, 13. Dh5 — f4,
14. Hfdl — 0—0, 15. c3 — Ha7,
16. Rc2 — Dc8, 17. De2 —
Bxd5, 18. exd5 — Re7, 19. a4 —
bxa4, 20. Hxa4 — Dc5, 21. De4
— f5, 22. Db4 — Dc7, 23. Da5 —
Dxa5, 24. Hxa5 — Hb8, 25. Rb4
— Hb6, 26. f3 — Kf7, 27. Hdal
— Kf6, 28. Kfl — Bf8, 29. Kf2
— Ha8, 30. Bxa6 — e4, 31. Hel
— e3+, 32. Ke2 — Rg6, 33.
Heal — Re5, 34. Bd3 — Hab8,
35. Hla4 — Be7, 36. Ha7 — Hg8,
37. g3 — fxg3, 38. hxg3 — Hxg3,
39. Bxf5 — Rc4, 40. Rd3 —
Rxb2, 41. Hf4 — Kg5, 42. Be6
— Rxd3, 43. Hf5+ — Kg6, 44.
Hxe7 — Re5, 45. Kxe3 — Hbl,
46. He8 — H3gl, 47. Hg8+ —
Kh6, 48. Hf6+ — Rg6, 49. Bf7
— Hb6, 50. f4 — Hg3+, 51. Ke4
— Ha6, 52. Kf5 og svartur gaf.
Þýzki stórmeistarinn Robert
HUbner er einn fárra, sem enn
þora að vera ærlegir sérvitring-
ar. Hann er meðal sterkustu
skákmeistara veraldar, svona
þegar hann beitir sér a.m.k. hér
sjáum við hvernig hann lék
Kúbumanninn Diaz i 4. umferð.
Hvftt: Hubner
Svart: Diaz
Forn indversk vörn
1. Rf3 — d6, 2. d4 — Bg4, 3. c4
— c6, 4. Rc3 — e6, 5. e4 — Rd7,
6. Be2 — Dc7, 7. Be3 — Rgf6, 8.
0—0 — Be7, 9. Hcl — 0—0, 10.
h3 — Bxf3, 11. Bxf3 — e5, 12.
g3 — Re8. 13. Dd2 — g6. 14.
Bg2 — Rg7. 15. f4 — Rh5, 16.
Framhald á bls 16