Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGUST 1976 Dr. Sigurður Sigurðsson: Um berklaveiki á íslandi Lokakaflar úr yfirlitsritgerð „A aldarfjóröungsafmæli Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga árið 1963 fórust þáverandi land- lækni, sem fór einnig með starf berklayfirlæknis, þannig orð í ávarpi því, er hann flutti af þessu tilefni: „Á um það bil 30 árum hefur berkladauðinn lækkað um 99 af hundraði og er það meiri, en þó einkum hraðari árangur, en annars staðar þekkist. Skráðum berklasjúklingum hefur fækkað mjög, en þó ekki að sama skapi. Aðeins lítill hluti sjúkrarúma berklahælanna er nú notaður fyrir berklasjúklinga og á öðrum sjúkrastofnunum dveljast þeir ör- sjaldan. Nýsmitun meðal barna og unglinga er orðin fátíð, miðað við það sem áður gerðist, enda fækkar smitandi berklasjúkling- um ár frá ári. En þrátt fyrir allan þennan góða árangur tel ég mér enn sem fyrr skylt að bera fram varnaðarorð. Smitunar- og sýkingarhætta er enn fyrir hendi. Hún þarf ekki að minnka að sama skapi sem smitunaruppsprettum fækkar, þvf að jöfnum höndum eykst þá fjöldi þeirra, sem næmir eru fyrir veikinni. Hver uppspretta getur því valdið marg- földum usla á við það sem áður var. Andvaraleysi í berklavörnum þjóðarinnar gæti því haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Höfum ávallt hugfast, að berklaveikinni hefur ekki verið að fullu útrýmt, meðan einstaklingar eru til I landinu, sem smitast hafa af berklaveiki.“ 1 dag, 12 árum síðar, eru orð þessi i fullu gildi. 1 Evrópu, einkum norðan- og vestanverðri, svo og í Norður- Ameríku hefur meira eða minna skipulögð barátta gegn berkla- veiki verið háð hartnær í eina öld og borið mikinn árangur einkum á síðustu áratugum. Má þannig telja, að í dag sé útbreiðsla og tiðni sjúkdómsins hvergi minni en í þessum löndum. í öðru lagi koma svo lönd i suður- og austurhluta Evrópu svo og Austurlönd nær og önnur ara- baríki ásamt ýmsum öðrum lönd- um heims. Á myndinni hér til hliðar má sjá dánartölur af völd- um berklaveiki (allar tegundir) í Evrópulöndum miðað við 100 þús- und íbúa árið 1970. Þó að berkla- dauðinn sé eigi lengur beinn mælikvarði á útbreiðslu sjúk- dómsins, heldur miklu fremur á meðferð hans, má af myndinni ráða, að útbreiðsla veikinnar í Suður- og Austur-Evrópulöndum hlýtur að vera allveruleg og sums staðar mikil. 1 þriðja lagi er þó ástandið tví- mælalaust langverst hjá þróunar- þjóðum Asíu og Afríku, þar sem sjúkdomurinn hefur náð geysi- legri útbreiðslu á vissum land- svæðum og jafnvel í heilum lönd- um. Má þannig i stórum dráttum greina þrjú mismunandi út- breiðslustig sjúkdómsins í heiminum. Á árinu 1964 taldi sérfræði- nefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar um berklaveiki, að sjúk- dómurinn væri mikilsverðasti smitsjúkdómur veraldar. Árið 1974 áætlar sama nefnd, að um 15—20 milljónir manna séu með smitandi berklaveiki á heiminum og á sumum svæðum þróunar- landanna sé árleg tiðni sjúkdóms- ins þ.e. nýir sjúklingar 200—350 miðað við 100 þús. íbúa. Á slíkum stöðum má gera ráð fyrir, að heildarfjöldi smitandi sjúklinga Berkladauðinn í Evrópulöndum miðað við 100 þús. ibúa, 1970. sé tvöfalt hærri, þ.e. um 400—700 miðað við 100 þús. íbúa. Eftirtektarvert er, að meðal þeirra þjóða, sem bezt eru á vegi staddar í þessu efni, þ.e. Norður- og Vestur-Evrópa svo og U.S.A. og Kanada, telja ýmsir ábyrgir aðilar, að sjúkdómnum hafi verið útrýmt og láta hafa slíkt eftir sér í áhrifamiklum fjölmiðlum. Hér á landi hefur þessa því miður einnig orðið vart. Er hér um mikinn misskilning að ræða. Það mun taka marga áratugi og jafn- vel mannsaldra að útrýma berkla- veikinni. Þó að þjóðir komist á það stig, að sjúkdómurinn teljist eigi lengur heilsufarslegt vanda- mál, eins og t.d. er nú að verða hér á landi, getur verið enn langt í útrýmingu hans. Með þeim tíðu og miklu flug- samgöngum, sem nú eru um allan heim, má telja víst, að sjúkdómur- inn berist land úr landi. Hvert eitt land og þá sérstaklega þau, sem lengst hafa náð í að losa sig við hann, verða að vera við því búin að taka á móti nýrri smitun frá nýjum sjúklingum, sem dvalist hafa erlendis, smitast þar og sýkst. Htrýming smitandi sjúk- dóma sem berklaveiki tekst því aldrei til fulls fyrr en allar þjóðir heims leggjast á eitt um að fram- kvæma hana. Þeirrar stundar, að slíkt takist, getur orðið langt að bíða, en að sjálfsögðu ber að setja sér slíkt stefnumark. Það er því nauðsynlegt, að til sé áætlun um útrýmingu sjúkdóms- ins, enda hefur undanfarin ár Berklasjúklingar hefðu fyllt sjúkrahús á stærð við Landspítalann nú — þegar berklar voru í algleymingi á íslandi Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrr- um landlæknir og berklayfir- læknir, ritar ítarlega grein um berklaveiki á íslandi, í síðasta læknablað. í tilefni af því sneri Morgunblaðið sér til dr. Sigurðar og bað hann að segja lesendum aðalatriði greinarinnar. Fer frá- sögn hans hér á eftir, en auk þess birtir Morgunblaðið lokakafla rit- gerðarinnar: „Um gang berklaveikinnar á ís- landi fram til ársins 1911, er dán- arskýrslur voru lögleiddar, virðist mega álykta eftirfarandi: Fullvíst má telja, að berklaveaki hafi verið hér á landi þegar á landnámsöld. Hafa ótvíræð einkenni sjúkdóms- ins fundist í einni beinagrind, sem grafin var upp úr grafreit að Skeijastöðum í Þjórsárdal, árið 1939. Er nú talið víst, að byggð sú, er grafreitur þessi tilheyrði, hafi lagst í eyði í byrjun 12. aldar. Um útbreiðslu veikinnar þá og fram á miðja 17. öld, er þó ekkert vitað með vissu. tJr því verður vart einstakra sjúkeómstilfella og dánarlýsinga, sem benda í þá átt, að sjúkdómurinn, hafi stöðugt verið til meðal þjóðarinnar, og víst má telja, að svo hafi verið eftir 1760. Fram yfir miðja 19. öld, virðist hann hafa náð mjög lítiili út- breiðslu og gengið hægt yfir, enda þótt gera verði ráð fyrir, að hann hafi verið mun útbreiddari en í skýrslum segir og læknar greina frá. Á síðustu tveimur tugum 19. Farið yfir á með röntgen- tækin. aldarinnar fer hann að grípa um sig, aukast jafnt og þétt fram yfir aldamótin 1900. Segja má, að fyrsta skrefið til opinberra berklavarna hér á landi, hafi verið stigið með berklalögunum árið 1903. Merki- legasta ákvæði þeirra laga, var án efa skylda lækna að skrá alla berklasjúklinga, er leituðu þeirra. Að visu hafði, samkvæmt tilmælum landlæknis, skrásetn- ing berklaveikra farið fram síðan 1888, en hún mun hafa verið handahófsleg. Ennfremur, hafði rétt fyrir aldamótin síðustu (1898), svo og eftir þau (1902), fengist,styrkur úr ríkissjóði, til þýðingar og út- gáfu tveggja smárita, til þess að vekja athygli almennings á út- breiðslu berklaveikinnar, sem þá var að verða alltíð í landinu. Árið 1906 hefjast forgöngunenn Oddfellow-reglunnar hér á landi, undir forystu þáverandi land- læknis, Guðmundar Björnssonar, handa um að svonefnt Heilsu- hælisfélag yrði stofnað hér á landi. Tilgangur félagsins var að koma hið fyrsta á fót nýtizku hæli fyrir berklaveika. Var frumkvæði þessu mjög vel tekið og Vífilstaða- hælið reist. Tók það til starfa í septembermánuði 1910, og ekki var seinna vænna. Lög um dánarskýrslur, sem samþykkt voru á Alþingi árið eft- ir, og komu til framkvæmda það ár (1911), báru með sér, að það ár létust úr berklaveiki 114 manns í öllu landinu eða 134 miðað við 100 þús. Ibúa. Það sama ár, höfðu 216 nýir berklasjúklingar verið skráð- ir, eða 3,2 af hverju þúsundi Iandsmanna. Og í árslok það ár voru í öllu landinu skráðir 327 sjúklingar eða 4,8 af hverju þús- undi landsmanna. Berklaveikin var orðin algeng- ur sjúkdómur í landinu og hafði verið í örum vexti að dómi lækna síðustu þrjá áratugi. Enn vantaði þó mikið á, að hún næði þeirri útbreiðslu, er hún síðar fékk. Varnaraðgerðir höfðu verið hafnar, með stofnun Heilsuhælis- félagsins. Meðferð berklaveikra sjúklinga var hafin, svo sem bezt varð á kosið, og með henni hafnar smitunarvarnir meðal þjóðarinn- ar. Og áfram var haldið á þeirri leið. Árið 1919 var á Alþingi skipuð nefnd þriggja lækna, svonefnd berklaveikisnefnd til að gera til- lögur um á hvern hátt mætti bezt verjast veikinni og vinna bug á henni. Skilaði nefndin frumvarpi sinu, árið 1921, og var það sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.