Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 28
u <;lysin(;asimi\n er: 22480 i0r$ilwMafoiÍfo AUGLYSINGASIMINN KR: 22480 JW»rj3unI>I«í>it» LAUGARDAGUR 7. ÁGtJST 1976. 50 ÁR — Margir eldri tslendingar muna eftir því þegar Goðafoss, annað skipið sem Eimskipafélag tsiands eignaðist, strandaði við Straumnes ( nóvembermánuði 1916. Þótt liðin séu tæp 50 ár frá þvf að skipið strandaði, stendur enn talsverður hluti af skipinu ( fjörunni undir Straumnesi og minnir á það sem gerðist. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum af stefni skipsins, en auk stefnisins sést svo til öll vélin I f jörunni og framsiglan. Ljósm.: Jón Asgeirsson. 50—60 manns í hassmálinu Ungur pilíur í gæzluvarðhald í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI var 21 árs I gamall piltur úrskuröaöur í allt aö 30 daga gæzluvarð- hald vegna hassmálsins, sem hefur verið í rannsókn aö undanförnu. Fyrir situr 19 ára piltur í gæzluvarö- haldi vegna sama máls og | hefur hann setið inni nú um nokkurt skeið. viröist þetta mál vera mjög umfangsmikið. Fjöldi manns hefur verið yfir- heyröur aö undanförnu og sagði Arnar aö þaö myndi ekki koma honum á óvart, þó aö 50—60 manns myndu viðriðnir málið áöur en yfir lýkur. Aö sögn Arnar Guömundssonar, fulltrúa viö Fíkniefnadómstólinn, Rigning- arhelgi Allt að 20% hækkun á raf- orku í smásölu IÐNAÐAKRAOUNKYTIÐ hefur heimilað eftirtöldum aðilum að hækka smásöluverð á raforku frá og með 1. ágúst s.l. Rafmagnsveit- um ríkisins um 20%, Rafveitu Akraness um 12% og Rafveitum Eyrarbakka, Selfoss, Hveragerðis og Stokkseyrar um 7,5%. kíló lögð á land og reyndust 13% eða 6.596 kg vera undirmálsfisk- ur. Alls voru því 19.559 kíló af karfa, sem reyndust vera undir- málsfiskur umfram það, sem leyfilegt er að koma með að landi. Arnmundur Bachman sagði, að fleiri kærur hefðu komið á aðra togara. Lögin, sem sjávarútvegs- ráðuneytið færi eftir, væru sér- stök að því leyti, að dómsvaldið hefði verið sett í hendur ráðu- neytisins til þess að flýta af- greiðslu mála, en áður en þessi lög hefðu verið sett, hefði mönn- um oft tekizt að koma ólöglegum afla i verð. Þetta er 12. úrskurðurinn, sem kveðinn er upp síðan lögin voru sett. S: fyrsti var kveðinn upp 4. júní s.l. og þeir 11 úrskurðir, sem kveðnir hafa verið upp þar til nú, hafa allir átt við humarbáta. Dregið hjá DAS og SÍBS í gær 1B(JÐ eftir vali á tvær og hálfa milljón króna var meðal vinninga sem dregnir voru út í 4. flokki happdrættis DAS í gær. Kom fbúðin á miða númer 8994. Opel Ascona bifreið kom á miða 47502 og bifreiðar að eigin vali fyrir eina milljón króna komu á miða númer 12433 og 56898. Vinninga- skrá DAS er birt á blaðsíðu 21. Einnig var dregið f 8. flokki Vöru- happdrættis SlBS í gær og komu hæstu vinningarnir á eftirtalin númer: 500 þúsund króna vinningar komu á miða númer 22198 og 36037. 200 þúsund króna vinning- ur kom á miða númer 68800. 100 þúsund króna vinningar komu á miða númer 12930, 22219, 32597, 55377 og 63218. Vinningaskrá SlBS er í heild birt á blaðsíðu 12. framundan LITLAR breytingar verða á veðrinu nú um helgina og suð- vestanlands má búast við auk- inni úrkomu. Er Morgunblaðið hafði samband við Veðurstof- una í gærkvöldi fengum við þær fréttir að í dag yrði senni- lega vestanstrekkingur og skúraleiðingar á vestanverðu landinu. Víðast hvar annars staðar yrði hins vegar léttskýj- að. Framan af sunnudeginum verður að líkindum rigning uin allt land, en er líður á daginn styttir upp vfðast hvar á landinu nema suðvestan- lands, þar sem reiknað er með úrkoniu annað slagið. — Andvirði aflans 737 þús. kr. — Áður búið að gera upptækan afla 11 humarbáta UNDIRMALSFISKUR að andvirði 737.884 krónur var gerður upptæk- ur úr farmi BUR-togarans Ingólfs Arnarsonar nýlega. Reyndust 2.110 kfló af ýsu og 19.559 kfló af karfa vera undirmálsfiskur umfram það sem leyfilegt er að koma með að landi. Kvað sjávarútvegsráðuneytið upp þann úrskurð að umframaflinn skyldi gerður upptækur og and- virði hans renna f sérstakan sjóð, sem varið skal f þágu fiskrannsókna og til vfsindalegs eftirlits með fiskveiðum. Þessi úrskurður var kveð- inn upp samkvæmt lögum um ólöglegan sjávarafla, sem sett voru á alþingi s.I. vor. Morgunblaðið hefur fengið staðfest að búið sé að kæra annan togara fyrir að koma með of mikinn undirmálsfisk að landi. Arnmundur Bachman fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu i gær, að alls hefðu 11 humarbátar verið kærð- ir í sumar fyrir að koma með of mikið af undirmálshumri að landi. Undirmálshumarinn hefði verið* gerður upptækur og and- virði aflans runnið til fiskrann- sókna og vísindalegs eftirlits fiskimiðanna, eins og lögin gera ráð fyrir. Andvirði upptæks hum- arafla næmi nú mörg hundruð þús. króna. Að sögn Arnmundar landaði skuttogarinn Ingólfur Arnarson 16. júlí s.l. í Reykjavík. í heildar- aflanum voru 26.380 kg af ýsu og 131.730 kíló af karfa. Við mæl- ingu kom í ljós, að 18% ýsuaflans og 18—21% karfaaflans voru undir leyfilegri lágmarksstærð samkvæmt reglugerð um lág- marksstærð fisktegunda. Arnmundur sagði, að sam- kvæmt reglugerðinni mætti að- eins 10% ýsuafla og 5% karfaafla í hverri veiðiferð vera undir leyfi- legri lágmarksstærð. , Af ýsuaflanum voru þvf 8% ólöglegur sjávarafli eða 2.110 kiló. Af karfaaflanum voru 74.120 kg. lögð upp hjá BUR, en af þeim hluta mældust 16% ólöglegur sjávarafli eða 11.859 kiló. Hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var nokkur hluti af karfanum lagður á land og reyndist 16% af honum vera undirmálsfiskur. Hjá frysti- húsinu á Kirkjusandi voru 50.740 Innbrot á 7 stöð- um í miðborginni SJÖ innbrot voru framin í fyrir- tæki í miðborginni í fyrrinótt. Ekki höfðu þjófarnir mikið þýfi upp úr krafsinu nema á einum stað, í ferðaskrifstofunni IJtsýn, þar sem þeir stálu töluverðum fjármunum. Fyrirtækin, þar sem brotizt var inn, eru SÍBS, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Krabbameinsfélag íslands, Útsýn, I. Pálmason, Pálmi Ingvarsson h.f. og Vprzlun- in Stokkurinn. Voru töluverðar skemmdir unnar á öllum þessum stöðum. Rannsóknarlögreglan var í gær- kvöldi að vinna i þessu máli og vildi ekkert segja um hve miklar upphæðir er að ræða, enda var það ekki fullkannað hjá fyrir- tækjunum. Erfiðlega gengur að ná loðnunni En nokkur skip með góðan afla LOÐNUBATUNUM hefur gengið erfiðlega að ná ioðnunni síðustu daga, hæði hefur rekfs hamlað veiðum og að auki hef- ur loðnan haldið sig mjög djúpt. Aðeins tveir bátar til- kynntu um afla í gær: Grind- víkingur með 400 tonn og Eld- borg með 140 tonn. Báðir bát- arnir héldu til Sigluf jarðar. Vitað var um marga báta sem voru komnir með góðan afia. Börkur frá Neskaupstað var t.d. Framhald á bls. 26 Noákur loðnuskipanna voru komin með góðan afla sfðast er fréttist f gærkvöldi. T.d. var Börkur kominn með hátt i fullfermi en skipið tekur 900—1000 tonn. Undirmálsfiskur gerður upp- tækur úr Ingólfi Arnarsyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.