Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 1
171.tbl.63. árg. LAUGARDAGUR 7. ÁGUST 1976. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðbúnaður í S-Afríku Jóhannesarborg, 6. ágúst. Reuter. ÓEIRÐIR blökkumanna í Soweto mögnuðust f dag og lögreglunni í Suður-Afrfku var skipað að vera við öllu búin. Unglingar grýttu strætisvagna, bifreiðar og járn- brautalestir eða kveiktu í þeim. Lögreglumenn í bryn- vörðum bflum beittu táragasi til að dreifa hópum óeirða- seggja sem æddu um göturnar. Skothljóð heyrðust á nokkrum svæðum en lögreglan kveðst aðeins skjóta yfir höfuð óeirða- Sp rengju- hótun Róm. 6. ágúsl. AP. SPRENGJLIHÓTUN varð til þess að fresta varð í kvöld fundi öldungadeildar ftalska þingsins um traustsyfirlýs- ingu á minnihlutastjórn kristi- legra demókrata. Ókunnir ménn hringdu í kommiinistaf Inkkinn og dag- blað og sögðu að sprengjuárás yrði gerð á öldungadeildina. Engin sprengja fannst. Annar fundur var boðaður og trausts- yfirlýsingin samþykkt. Framhald á bls. 18 Stonehouse dæmdur í sjö ára fangelsi London, 6. ágúst. Reuter. JOHN Stonehouse, fyrrverandi ráðherra, sem reyndi að láta líta út fyrir, að hann hefði drukknað, og byrja nýtt líf í Ástralfu, var dæmdur f sjö ára fangelsi í dag fyrir fjársvik, þjófnað og sam- særi. Réttarhöldin hafa staðið í 68 daga f Old Bailey og Stonehouse var fundinn sekur f öllum ákæru- atriðum sem voru 14. Hann var sekur fundinn um að hafa rænt frá eigin fyrirtækjum og komið undan fjármunum til Ástralíu undir fölskum nöfnum. Sheila Buckley, fyrrverandi rit- Framhald á bls. 26 seggja og segir að aðeins tveir blökkumenn hafi fallið fyrir kúl- um hennar. Alls hafa þrír beðið bana samkvæmt opinberum töl- um og 30 særzt. Sjö hafa beðið bana samkvæmt óopinberum tölum og meðal ann- ars troðizt undir og dottið úr strætisvögnum og járnbrautar- lestum. Aðallega hefur verið ráðizt á samgöngutæki til. að neyða blökkumenn að halda kyrru fyrir heima hjá sér. En fjórir af hverj- urti fimm verkamönnum mættu til vinnu í dag þótt mikið væri um fjarvistir í gær. Um 500 stúdentar söfnuðust saman i Orlando-hverfi og reyndu að ganga til Jóhannesarborgar en lögreglan dreifði hópnum. Öttazt var að ástandið versnaði þegar verkamenn kæmu heim ur vinnu með vikulaunin. Strætisvagnaferðum til Soweto var hætt í dag vegna skemmdar- verka á strætisvögnum og verka- menn fá aðeins far að bæjarmörk- Framhald á bls. 18 Sigri hrósandi blökkumenn I bænum Katlehong I Suður-Afrfku hjá vörubil sem þeir kveiktu f og rændu úr lýsi. Sættir takast með Kenya og Uganda Nairobi, 6. ágúsl. Reuter. FULLTRÚAR frá Kenya og Ug- anda samþykktu f dag að binda enda á strfðsástandið sem ríkt Flugvélamóðurskip Rússa, Kiev, á siglingu um 160 km vestur af Suðureyjum. Myndin var tekin úr Nimrod-þotu sem brezki land- varnarráðherrann Roy Mason flaug i til að skoða skipið. hefur milli landanna síðan Isra- elsmenn réðust á Entcbbc- flugvöll og taka að nýju upp eðli- leg samskipti. En á það er lögð áherzla í sam- eiginlegri yfirlýsingu sem undir- rituð var að loknum þriggja daga viðræðum að hún sé háð sam- þykki forseta Kenya og Uganda. í yfirlýsingunni segir að sam- komulag hafi tekizt um fjögur meginatriði: # að þegar í stað verði látið af hótunum um valdbeitingu. 0 að stríðsástandi skuli Ijúka. 0 að herlið á landamærunum verði kvatt burtu. # að bæði löndin hætti að birta John Stonehouse Brottflutningi frá Tal Zaatar hætt Beirút, 6. ágúst. Reuter. AP. ALÞJÓÐA Rauði krossinn hætti í kvöld brottflutningi um 1.000 særðra frá flóttamannahúðunum Tal Zaatar þar sem bflalest sem var send inn f búðirnar til að sækja særða varð fyrir skotárás frá leyniskyttum. Rauði krossinn sagði f tilkynningu að eina lausnin á vanda fólksins í búðunum væri alger brottflutningur allra fbúanna. Talsmaður Rauða krossins sagði að deiluaðilar yrðu að skipuleggja slfkan brottflutning sem v^eri Rauða krossinum ofviða. veriö beðinn að hætta daglegum birgðaflutningum sínum með Framhald á bls. 26 fjandsamlegan áróður á prenti eða f útvarpi. Idi Amin forseti sagði seinna aó hann mundi biðja Kenyastjórn að hafa milligöngu í tilraunum til að koma samskiptum Uganda og Bretlands í eðlilegt horf. Hann kvaðst þess fullviss að Kenyatta Kenyaforseti mundi ekki bregð- ast þar sem hann væri góður vin- ur Breta og mikils virtur í Afríku. Amin sagði ennfremur að Henry Kissinger væri eini þrösk- uldurinn f vegi fyrir góðum sam- skiptum Bandarfkjanna og Ug- anda. Hann taldi að ef Kissinger segði af sér kæmust samskiptin í lag og sagði að Mobutu Zairefor- seta og William Tolbert Líberíu forseta yrði falið að miðla málum. „Uganda á marga vini f Banda- rfkjunum og hefur keypt mikið af þeim, meðal annars flugvélar," sagði hann að sögn Ugandaút- varpsins er það sagði frá fundi hans og fyrrverandi sendiherra Uganda í London, Frederick Kiiragura Isingoma. Sagt er að á fundi fulltrúa stjórna Kenya og Uganda hafi verið samþykkt sameiginleg greinargerð um skyldur hvors lands um sig samkvæmt alþjóða- lögum einkum hvað snertir bætur fyrir manntjón eða eignatjón. Framhald á bls. 18 Svissneskur bílstjóri og fjórir flóttamenn særðust í árásinni sem leyniskytturnar gerðu á bílalest- ina en líðan þeirra er ekki talin alvarleg. Umsátur hægrimanna um búðirnar hefur staðið i sex vikur og Rauði krossinn hefur flutt 408 burtu síðustu þrjá daga. Um 200 flóttamenn úr búðun- um ruddust út á knattspyrnuvöll þar sem hinir særðu voru færðir i bila Rauða krossins og grátbændu starfsmenn hans að fá að koma i með. Þrátt fyrir árásina frá leyni- skyttunum á bílana á knatt- spyrnuvellinum voru 74 fluttir burtu í dag. Skotbardagar geisuðu annars staðar i Beirút í dag og þar með virðist vopnahlé sem átti að hefj- ast í gær, hið 54. síðan borgara- stríðið hófst fyrir 16 mánuðum, dæmt til að fara út um þúfur. Sprengjur lentu 100—200 metr- um frá flugvél Rauða krossins á Beirútflugvelli sem hefur verið lokaður áætlunarflugvélum siðan f júní. Rauði krossinn hefur ekki Færeyingar í 200 mílur Frá Jogvan Arge, ÞórshOfn í Fa'revjum i gær LÖGÞING Færeyja hefur ein- róma samþykkt frumvarp land- stjórnarinnar um útfa*rslu fa>r- eysku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur eigi síóar en 1. janú- ar 1977. I umræðum Lögþingsins um frumvarpið voru skiptar skoð- anir um þann hag sem Færey- ingar hefðu af útfærslu fisk- veiðilögsögunnar en samkomu- lag um að útfærslan væri nauð- synleg vegna þróunarinnar í heiminum. Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.