Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGUST 1976 18 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæói i boð/ | Skrifstofuhúsnæði til leigu 5 herb. 80 ferm. að stærð nálægt miðbænum. Góð bílastæði. Tilboð merkt: Skrifstofur 6155 sendist til Morgunblaðs- ins. Vantar 2ja—3ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi strax. Fyrirframgreiðsla ef óskað er Algjör reglusemi. Tvennt í heim- ili Tilboð leggist inn á afgr. Morgun- blaðsins merkt: „M — 6159" fyrir n.k. miðvikudag Gjafavöruverslun Lítil gjafavöruverslun til sölu. Tilboð merkt: Verslun — 6395 sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld 1 1. ágúst. Bílasala Til leigu er stórt og hagkvæmt húsnæði sem vegna staðsetningar og margra bíla- stæða í kring er tilvalið fyrir bilasölu. Bílasalar, sem vilja stækka við sig og nýir aðilar, sem vilja athuga þessa möguleika eru vinsamlegast beðnir að senda nöfn sin og símanúmer á afgr. Mbl. merkt: „Ódýrt húsnæði — 6338". Iðnaðarhús á Selfossi til sölu „Þórshúsið" Gagnheiði 3 er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Húsið er byggt 1973 — 1974 810 ferm. að stærð. Til- boð óskast í húsið allt eða hluta þess og sendist fyrir 1. september n.k. Guðmundi Á. Böðvarssyni Sigtúnum 7, Selfossi, sími 99-1425 og 99-1377, sem einnig gefur allar upplýsingar. Húsið er til sýnis alla virka daga hjá verkstjóra Straumnes H.F. kl. 8 — 5. V—V ....''V..V.t»' * Athugiö Vinsamlega birtið eftirfarandi smáaugtýsingu Skrifið með prentstöfum og * setjið aðeins 1 staf í hvern reit. Áríðandi er að nafn, heimili og sími fylgi. -A—* “\rv 'V-v~ . r./X AJE/Su................... ’ •Ol.XU* M/ X. .jjE.S&u /JJl-' ./. s/svt rðo.aA. , -<v 4 i A.............«... -A 4...4. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 180 J 1 360 i L 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 t 1 1 1 1 1 1 1 540 1 1 L1 1 L 1 1 1 1 1 L 1 1 1 1 1 11 1 1 1 1 I 1 1 1 720 1 L l 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 J 1 900 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 L 1 1 1 1 1080 I L l 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 L 1 I 1 1 1 1 1 1260 80 Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: HAENARFJÖRÐUR: LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Reykjavíkurvegi 64, VERZLUN NAFN: HEIMILI: .... ... _A A* A ,A—_A—A- SÍMI: .............. -A.------4....A.........A...A KJÖTMIOSTÖÐIN, Laugaiæk 2, SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Háaleitisbraut 68, KJÖTBÚO SUÐURVERS, Stigahlíð 45—47, VERZLUN HÓLAGAROUR, Lóuhólum 2—6 ÞÓROAR ÞÓROARSONAR, SLÁTURFÉLAG SUOURLANDS U urgotu '_____________ Álfheimum 74, KÓPAVOGUR Rof!53J9RKJ°R' ÁSGEIRSBÚÐ, H,allabrekku2 BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavfk. .. A.._ — mA, Am, II„„,„IIIM|A.1.. II I 11^1 I Ai I -A-_A.*... -=í — Hefðu fyllt sjúkrahús á stærð við . . . Framhald af bls. II fór með ferðaröntgentæki um strjálbýlli læknishéruð landsins og rannsakaði fólk þar. Árið 1939 voru berklavarnar- lögin enn endurskoðuð, einkum með tilliti til þessara rannsókna og breyttra viðhorfa. Þau lög eru enn i gildi. Þegar heildarrannsóknir lækn- ishéraða, sveitarfélaga eða kaup- túna, voru gerðar, hófust þær með berklaprófi á sem flestum íbúanna. Allir þeir, sem jákvæðir reyndust við prófið, voru síðar röntgenrannsakaðir. Ennfremur var slik rannsókn gerð á öllum, sem ekki höfðu verið berklapróf- aðir, eða eigi lokið þeirri rann- sókn að fullu. Þeir sem neikvæðir voru víð berklaprófið, voru hins vegar ekki röntgenrannsakaðir. í læknishéruðum, þar sem raf- magn var eigi fyrir hendi, var vélarafl bifreiðar notað til að knýja rafal og rafmagnið leitt til röntgentækisins. Væri bifreiðinni eigi komið við, var leitast við að fá skip, sem fóru með ströndinni og rannsóknir framkvæmdar um borð. Mikil áherzla var lögð á að ná helzt öllum fbúunum til rann- sóknar á tilteknu svæði. Var þátt- taka þeirra yfirleitt frá 98%—100%. Rannsóknir þessar jukust ár frá ári. Árið 1938 höfðu þær þegar náð 5—6 af hundraði landsmanna og árið 1940, 15,2%. Árið Í945 var heildarrannsókn gerð á íbúum Reykjavíkur, en þeir voru þá um 46 þús. Tók rann- sóknin til 99,32% þeirra. Við rannsókn þessa fannst 71 sjúkl- ingur með virka berklaveiki, allir áður óþekktir. Þetta ár voru á þennan hátt, rannsökuð um 41% þjóðarinnar. Á næstu árum voru sams konar rannsóknir framkvæmdar I öllum stærstu kaupstöðum landsins og yfirleitt rannsakaðir um 15—18% þjóðarinnar, ár hvert. Hélst slíkt fram undir 1960, en þá fór að draga úr rannsóknunum, þar sem sjúklingum hafði fækkað stór- lega. í rannsóknum þessum er ekki meðtalinn hinn mikli fjöldi skóla- barna, 7—13 ára, sem héfur minnst árlega verið berklaprófað- ur síðan 1935. Eftir 1945 hafa þessar rannsóknir náð til lang- flestra skólabarna landsins. Hef- ur smitunartíðnin minnkað ár frá ári. Árið 1938 var samband is- lenzkra berklasjúklinga stofnað. Það vann það afrek að koma upp vinnuhæli fyrir berklasjúklinga að Reykjalundi árið 1945. Var það tal stórbóta fyrir berklasjúklinga landsins og tryggði þeim mjög bætt vinnuskilyrði að lokinni sjúkrameðferð og öruggari bata. En um þetta leyti var berkla- veikin þegar á miklu undanhaldi í landinu. Árið 1945 var t.d. fjöldi nýskráðra sjúklinga á árinu 2,8 af þúsundi landsmanna, fjöldi skráðra í árslok 7,3 af þúsundi og dánartaian komin niður í 68 mið- að við 100 þúsund íbúa. Á árunum 1948—52, varð mikil breyting á meðferð berklasjúkra. Hin mikilvirka og sérhæfða lyfja- meðferð gegn sjúkdómnum hófst. Urðu áhrif hennar mikil, þó ekki næðu þau þegar í stað jafnt til fækkunar sjúklinga og dauðsfalla af völdum sjúkdómsins. Þannig er árið 1952, þegar öll lyfin koma til sögunnar, fjöldi nýskráðra sjúklinga á árinu, kominn niður i 1,8 miðað við þúsund Ibúa, skráð- ir í árslok 6,8 miðað við þúsund og dauðsföll af völdum sjúkdómsins 14 miðað við hundrað þúsund íbúa. Á tuttugu ára támabilinu, frá 1931—50, hafði því berkladauð- inn lækkað um liðlega 90%. Er það hraðari lækkun en skráð hef- ur verið I öðrum löndum á þessu tímabili. Árið 1945, er samgöngur við Evrópulönd hófust á ný eftir sið- ari heimsstyrjöldina var byrjað hér á framkvæmd berklabólu- setningar (BCG). En vegna hins hraðlækkandi sjúklingafjölda svo og dauðsfalla i landinu af völdum berklaveiki á árunum þar á und- an, var árið 1950 hætt við al- menna BCG bólusetningu hér hjá börnum og unglirigum, sem tíðk- uð var þá í nágrannalöndum okk- ar. Berklabólusetningin hér var upp frá því bundin við fáa starfs- hópa og nánasta umhverfi berkla- sjúklinga. Er framkvæmd þessi með svipuðum hætti enn í dag. Við lok sjöunda áratugarins hefur ástandið í berklamálefnum þjóðarinnar enn færst í betra horf. Árið 1970, er fjöldi ný- skráðra sjúklinga, 0,3 miðað við þúsund íbúa. Skráðir í árslok það ár eru 0,5 miðað við þúsund íbúa og dauðsföll af völdum sjúkdóms- ins, er eitt miðað við 100 þús. íbúa. Frá árinu 1956 hefur heild- arberkladauðinn hér á landi aldrei farið yfir fimm miðað við 100 þús. íbúa, oftast verið 2—3. Á sama ári var 0,2% sjö ára skóla- barna jákvæð við berklapróf og 1,1 % þrettán ára barna.“ — Sovézkir Framhald af bls. 13 að við þá starfsmenn sovézka sendiráðsins, sem hafa diplómatísk réttindi. Þessar upplýsingar komu fram í álitsgerð „ombudsman" þeirra Nýsjálendinga, Sir Guy Powels. í niðurstöðu skýrsl- unnar ítrekar hann mikilvægi nýsjálenzku leyniþjónustunn- ar og segir: „Því miður er það óhrekjanleg staðreynd, að þrátt fyrir slökunarstefnu í al- þjóðasamskiptum, verður þess lítt vart eða ekki, að dregið hafi úr athafnasemi KGB og leyniþjónustu sovézka hers- ins.“ — Skotinn Framhald af bls. 13 hann beðinn að snúa aftur. Varð hann við þessum tilmælum, en milli landamærastöðvanna er um kílómetra leið. Skömmu síðar heyrðu v-þýzku verðirnir skot- hvellina. Á undanförnum mánuðum hafa a-þýzkir landamæraverðir hvað eftir annað skotið að fólki við landamæri Austur- og Vestur- Þýzkalands. — Sættir Framhald af bls. 1 Ugandamenn hafa sakart Kenyamenn um art hafa tekið þátt I árás tsraelsmanna á Entebbe og sett samgöngubann á Uganda, en Kenyamenn hafa neitart báðum þessum ásökunum. Kenyamenn hafa sakart Ugandamenn um f jöldamorrt á Kenyamönnum í Ug- anda og rán á eignum Kenya- manna í Uganda. Samkvæmt yfirlýsingunni sam- þykkja Kenya og Uganda að um- ferð milli landanna vcrrti frjáls, art skuldir verði greiddar og sam- eiginleg nefnd skipurt til að kanna skuldirnar. Kenyamenn segja art Ugandamenn skuldi þeim 400 milljón pund. I yfirlýsingunni er beinlínis erta óbeinlínis gengirt að öllum þeim sjö skilyrðum sem Kenyamenn hafa sett fyrir ertlilegum sam- skiptum milli landanna. — Sprengju- hótun Framhald af bls. 1 Gert var rárt fyrir að komm- únistar sætu hjá við atkvæða- greiðsluna og traustsyfirlýs- ingin yrði samþykkt. Stjórnin fær líklega endanlega trausts- yfirlýsingu I fulltrúadeildinni á mánudag. — S-Afríka Framhald af bls. 1 unum. Járnbrautarsamgöngur eru hins vegar með eðlilegum hætti þrátt fyrir átök á nokkrum járnbrautarstöðvum í morgun. Sjónarvottar segja að 14 hafi særzt þegar lögregla hóf skothrið á járnbrautarstöð til að dreifa mannfjölda. öllum hvítum mönnum, þar á meðal blaðamönnum, hefur verið bannað að fara til Soweto. Skólar eru opnir en tómir og sjúkrahús- um hefur verið lokað. I Pretoria var staðfest að vopn- um hefði verið rænt frá lögregl- unni. Tiltölulega kyrrt er I öðrum bæjum blökkumanna en kveikt var f þremur skólum I blökku- mannabæ skammt frá Middel- burg. Yfirmaður lögreglunnar, Gert Prinsloo hershöfðingi, hefur neit- að að verða við þeirri kröfu blökkumanna að sleppt verði úr haldi nemendum sem voru hand- teknir eftir óeirðirnar í júnl að sögn Jóhannesarborgarblaðsins Star.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.