Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976 3 „Er þetta þessi kolmunni?” ER þetta kolmunninn? Hvað þarf marga í matinn? Hvernig á að matreiða hann? Við vorum stödd í Fisk- búðinni Sæbjörgu vestur á Granda síðdegis ( gær og þar var svo sannarlega handagangur í öskjunni. Og ástæðan? Jú, þar var á boðstólum ókeypis kol- munni í soðið og það var einna helzt að þetta minnti mann á góðar útsölur, eins og þær gerðust beztar á sinum tíma. Svanur og Stella hlökkuðu til að bragða kolmunnann. hann, en ætli þetta verði ekki eins og með grálúðuna í gamla daga þegar ég var kokkur á sjó Þegar búið var að sjóða hana varð hún alveg eins og hráki En það er al.drei að vita Hver veit nema þetta geti orðið góður átumatur " Þarna voru hjón að ná sér í soðið Hann heitir Ármann Jónsson og hún Margrét Sigurðardóttir ,.Nei, við höfum aldrei séð þennan fisk áður,” sögðu þau ,.Við erum að hugsa um að steikja hann eins og síld," og Ármann bætti við: ,,Ætli það sé ekki bezt að ég sjái bara um matseldina í þetta sinn " ÍSLENDINGAR FASTHELDNIR ÁÝSUNA Á 7. HUNDRAÐ KILÓ Á TVEIMUR TÍMUM. ,.Á tveimur tímum hafa farið á sjöunda hundrað kíló," sagði Guð- mundur Óskarsson fiskkaupmaður hjá Sæbjörgu ,,Við hefðum þurft að smakka kolmunnann í kaffinu, til að geta sagt fólkinu hvernig hann bragðast. Hann er örugglega beztur heilsteiktur eins og murta, án þess að vita það þvi ég hef aldrei smakk- að hann." Þar með var hann þotinn, svo við snerum okkur að næsta manni, sem kvaðst heita Ásgeir Guðlaugsson „HVER VEIT NEMA ÞETTA GETI ORÐIÐ GÓÐUR ÁTUMATUR." ,.Já, ég ætla að prófa hann," sagði hann Ég er nú að hugsa um að steikja hann bara á venjulegan máta Það er spennandi að prófa Fyrir utan hittum við hjónin Svan Ágústsson og Stellu Þorvaldsdóttur ,.Jú, ég hef nú smakkað kol- munna áður," sagði Svanur ..Það er orðið langt siðan, en eftir þvi sem mig rekur minni til var hann alveg sæmilegur Annars sýnist mér þessi fiskur ekki nógu góður því hann er orðinn allt of leginn Annars er hægt Guðmundur í Sæbjörgu heldur hér á kolmunna Á myndinni sjást einnig ýsa og þorskur til saman burðar. „Þetta virðist vera góður fiskur," sagði Guðmundur. „Hann er ekki grófur og glampar vel á hann." að nýta þennan fisk á margan hátt, en hann er smár til vinnslu og fólk verður að nenna að standa í þessu Ég er að hugsa um að gera þrenns konar tilraunir. Ég ætla að steikja Framhald á bls. 30 Þessi kona náði I siðustu fiskana á Dunhaganum. Ásgeir Guðlaugsson krækir sér i soðið. Ármann Jónsson og Margrét Sigurðardóttir með kolmunna í poka Ódýru Spánarferðirnar með Ferðamiðstöðinni COSTA BLANCA - BENIDORM Brottfarardagar: 9. ágúst, 16. ágúst. 23. ágúst. 30. ágúst, 6. sept. 13. sept. s sæti pselt pselt á sæti laus. kkur sæti laus 'á sæti laus Fjölskylduafsláttur íslenzk hjúkrunarkona og barnfóstra ö' Benidorm Vikulegar ferðir í águst og sept ember. Tapið ekki af ódýrri og skemmti- legri sólarferð í sumarleyfinu. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 - Reykjavík Símar 1 1 255 — 1 2940 Odýrar Norðurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.