Morgunblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 10. AGUST 1976
5
Um 400 manns tepptust í Þórsmörk:
„ÉG er búinn að fara hátt í 300 sinnum inn í Þórsmörk
og aldrei hef ég séð Krossá í þeim ham, sem hún var í
á sunnudaginn,“ sagði Gestur Guðfinnsson blaðamað-
ur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en
Gestur var í Þórsmörk um helgina ásamt nærri 400
manns. Fólkið ætlaði allt til byggða á sunnudagskvöld,
en vegna mikils vaxtaar í Krossá komst það ekki úr
Mörkinni fyrr en á hádegi í gær og þá með aðstoð
veghefils.
„Þessi ferð okkar átti ekki að
standa nema fram til sunnu-
dagskvölds, en heim komum við
ekki fyrr kl. 16 í dag. Það gerði
vitlaust veður aðfararnótt
sunnudagsins. I rokinu og
rigningunni fauk niður fjöldi
tjalda og á svipuðum tíma jókst
vatn í Krossá, þannig að enginn
komst úr Þórsmörk. Fólkið,
sem var í tjöldunum, en það var
flest frá íslenzkum aðalverk-
tökum, átti við nokkra vosbúð
að stríða. Reynt var að hlúa að
þvi eftir fremsta megni og var
fólk tekið inn f skála Ferða-
félagsins, en þeir sem komust
ekki inn fóru í bílana og sváfu
þar,“ sagði Gestur.
„Þegar birti,“ sagði Gestur,
„þá sást vel að ekki var viðlit að
leggja i Krossá, bæði var áin
mjög mikil og ennfremur hafði
hún grafið sig víða niður,
þannig að þótt minnkaði i
henni varð ekki yfir hana kom-
izt nema með þvi að lagfæra
verstu farartálmana með jarð-
vinnslutæki. Þess vegna gerð-
um við ráðstafanir til að fá veg-
hefil inn i Þórsmörk. Kom hann
rétt fyrir myrkur i fyrrakvöld
og hafði lagfært nokkuð á leið-
inni.
I gærmorgun var síðan haldið
af stað með veghefilinn i farar-
broddi, lagfærði hann vegar-
slóðann fyrir bílana, en stund-
um þurfti að hjálpa til, því litlir
bilar vildu festast við Krossá og
við Jökulsárlónið."
Að sögn Gests voru flestir vel
birgir af mat, en þeir sem áttu
lítið eftir matarkyns keyptu
Hátt I f jögurhundruð manns voru teppt f Langadal þar til f gær, vegna mikilla vatnavaxta f Krossá.
„Aldrei séð Krossá í þessum ham”
—segir Gestur Guðfinnsson sem hefur farið um 300 sinnum í Mörkina
hann í verzluninni i Langadal
og hefur verzlunin sjaldan eða
aldrei verið fjörugri en á
sunnudaginn.
„Að fólki leið ekki illa í
óveðrinu má vafalaust þakka
því, að flestir voru sæmilega
vel búnir, enda býr fólk sig
yfirleitt betur til ferðalaga en
áður,“ sagði Gestur.
Þá kom það fyrir á sunnudag-
inn, að dóttir annars húsvarðar-
ins í Langadal fékk mikla botn-
langabólgu og þar sem ekki var
fært yfir ána, var haft samband
við Slysavarnafélagið og það
beðið um aðstoð. Var þyrla
send í Þórsmörk og tók hún
stúlkuna á bílaplaninu fyrir
neðan Skagfjörðsskála og flutti
til Reykjavíkur.
Að lokum sagði Gestur að As-
mundur Sigurðsson bilstjóri
hjá Vestfjarðaleið væri búin að
fara mjög oft yfir Krossá og
hann segðist aldrei hafa kynnzt
ánni i þeim ham, sem hún var í
um helgina.
Laxveiðin
glæðist
LAXVEIÐIÁR á Suður- og Suð-
vesturlandi hafa f rigningunum
sfðustu daga vaxið mjög og orðið
mórauðar á lit. Hefur þetta reynzt
laxveiðimönnum erfitt og telja
þeir margir hverjir að þeir hafi
misst af mikilli veiði vegna þessa.
I þessu sambandi spurði Mbl. Þór
Guðjónsson, veiðimálast jóra,
hvort það væri rétt að lax tæki
síður f miklum vatnavöxtum. Þór
taldi ekkert sannað f þvf efni, en
vont veður hefði aðeins áhrif á
laxveiðimennina, sem þreyttust
fyrr við að standa f ánni og stunda
veiðarnar.
Svo sem kunnugt er gekk lax
fremur seint f ár i sumar og höfðu
þá margir við orð að laxveiðin
yrði léleg í ár. Upp úr miðjum júlí
hefur veiði glæðzt mjög og er útlit
fyrir ef svo heldur áfram sem
horfir að ágústmánuður verði
bezti mánuður sumarsins hvað
veiði snertir. Þór Guðjónsson
kvað svartsýnisraddir ávallt heyr-
ast næsta sumar eftir góð lax-
veiðisumur, en slikt sumar var i
fyrra. Árið 1963 gerðist sama sag-
an — laxinn gekk dræmt I sumar-
byrjun en ágúst varð sá mánuður,
sem veitti beztan fenginn. Svo
virtist sem sagan frá 1963 ætlaði
nú að endurtaka sig.
Lítil veiði
hjá loðnu-
skipunum
LlTIL sem engin loðnuveiði var
um helgina og f gær slóuðu loðnu-
skipin á miðunum. Loðnan á
svæðinu, þar sem skipin halda
sig, stendur mjög djúpt og eins er
fs á miðunum. Þau skip, sem hafa
kastað, létu næturnar fara út rétt
uppi við fsröndina, og er svæðið
sem kastað er á mjög lftið.
Frá því siðdegis á laugardag til
kl. 16 i gær tilkynntu aðeins sex
skip um afla til Loðnunefndar og
voru flest með slatta. Skipin fóru
öll til Siglufjarðar, nema eitt sem
hélt til Bolungarvíkur.
Þessi skip hafa tilkynnt um
afla: Svanur RE 60 lestir, Hilmir
SU 110 lestir, Ásgeir RE 80 lestir,
Árni Sigurður AK 80 léstir, Sig-
urður RE 90 lestir og Reykjaborg
RE 130 lestir.