Morgunblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976
7
Tekjuskattur/
Söluskattur
Halldór Ásgrlmsson al-
þingismaður ritar sl.
sunnudag hugleiðingu um
skattamál I dagblaðið
Tlmann. Þar kemur m.a.
fram andstaða við algjöra
niðurfellingu tekjuskatta.
Rétt þykir að þetta sjónar-
mið fái inni I stökum
steinum, þar sem gagn-
stæðu sjónarmiði hefur
áður verið léð hér rum:
„Ef tekjuskattur væri
lagður niður þyrfti að afla
annarra tekna að upphæð
10 milljarða ef rlkisbú-
skapurinn á að vera I svip-
Halldór Ásgrímsson
alþingismaður
aðri mynd og hallalaus.
Þetta samsvarar u.þ.b. 8
söluskattsstigum.
Við síðustu Ijárlagagerð
var tekjuskattur einstakl-
inga áætlaður sem hér
segir:
Tekjuskattur 10.050 millj.
-5- Barnabætur 3.300
millj.
+ Afsláttur til greiðslu út-
svars 950 millj.
millj.
Nettótekjur 5.800 millj.
Tekjur af hverju sölu-
skattsstigi var áætlað
1200—1250 millj. Ætti
þvl að vera Ijóst að 8 sölu-
skattsstig þarf tii að bæta
tekjuskattinn, ef barna-
bætur og endurgr. á úst-
vari hinna lægst launuðu
á að vera I svipaðri mynd.
Einnig er Ijóst að við
hækkun á söluskatti (eða
annarra óbeinna skatta)
úr 20% I 28% skapast
mikið þjóðfélagslegt mis-
rétti. Þeir aðilar. sem
hefðu áður engan eða
lltinn tekjuskatt greitt,
þyrftu nú að taka á sig
auknar byrðar með
hækkuðum söluskatti."
Verðbólgan er
sökudólgur
Halldór Ásgrlmsson
segir ennfremur:
„Breytingar á skatta-
lögum er höfuðforsenda
þess að meira jafnrétti rlki
við álagningu skatta. Mis-
réttið hefur lengi verið
fyrir hendi. en það hefur
magnazt með aukinni
verðbólgu.
Verðbólgan eykur mis-
réttið á þessu sviði sem
öðru. Skattfrjáls sölu-
hagnaður verður meiri
o.s.frv. Verðbólgan er því
aðalbölvaldurinn ekki
skattalögin sjálf.
Verðbólgan hefur
skapað gifurlegt misrétti I
fstenzku þjóðfélagi, sem
aðeins verður lagfært
með þvl að draga úr henni
og þeim óæskilegu áhrif-
um sem henni fylgja.
Of langt mál er að rekja
beinar tíllögur til úrbóta á
skattalöggjöf inni. Endur-
skoðun skattalaganna
hefur tekið allt of langan
tlma og smærri mál eins
og t.d. sérsköttun hjóna
hafa tafið fyrir mikilvæg-
um lagfæringum. Loforð
um ný skattalög hafa ekki
staðizt og rlkisstjórnin
verður að leggja fram
frumvarp um breytingar á
skattalögum á hausti
kcmanda."
Listrænt slys
Sá skemmtilegi og
morgunglaði útvarps-
maður, Jón Múli Árnason,
ritar af og til hugleiðingar
I Þjóðviljann. Hér á eftir
fer brot af brosum hans I
þvl blaði sl. sunnudag:
„ Og nú telja margir að
listrænt slys hafi orðið I
höfuðborginni, og velllðan
fulganna á Litlu Tjörninni
I hættu vegna gos-
brunnsins sem sendiherra
Kana gaf okkur, — og
ýmislegt bendir til að
hugarjafnvægi Sannra is-
lendinga sé úr sögunni
hvern dag, frá 10 að
morgni til miðnættis,
meðan gosið stendur.
Frægur Istendingur hefur
ákveðið að hefna sln á
New York með þvl sem
hann nefnir svo skemmti-
lega „himinmigu" og
ætlar henni stað á við-
kvæmum bletti Frelsis-
styttunnar sem Frakkar
gáfu Bandarlkjamönnum
um árið. islendingurinn
Jón Múli Árnason, hinn
morgunglaði útvarpsmað-
ur.
ætlar að gefa New York-
urum þetta með vissum
skilyrðum sem hann setur
fram I bréfi til forystu-
þjóðar Nató á íslandi. Þar
er vlða einkar smekklega
komist að orði og fyndnin
andrlk! (Þjóðvilji —
laugard. 31. júll 1976).
Ég hef alltaf verið svag
fyrir gosbrunnum og fór
að skoða „þessa sprænu"
sem er „eins og illa
gerður þverbiti I fallegt
landslag". Vatnssúlurnar
teygðu sig um 10 metra I
loft upp og glitruðu I
kvöldsólinni, — sú hæsta
I miðið og frá henni regn-
bogi sem sveif undan
norðan andvara suður að
Þorfinni karlsefni og
leystist þar I sundur yfir
Vinlandsfaranum, en
annar bogi tók við I
staðinn hjá Ambassadors-
súlunni og hélt slðan
sömu leið og svo hver af
öðrum, — allir gjörðir af
meistara höndum. Þetta
þótti mér fallegt og ætla
að fara bráðum aftur
þegar gosið verður Ijós-
flætt að neðan I kvöld-
húminu, þótt ég öfundi
auðvitað endurnar og litlu
ungana þeirra sem geta
synt þarna fram og aftur
og leikið sér I úðanum
gulum, rauðum, grænum
og bláum og látið sér llða
vel."
ÚTSALA
okkar vinsæla
sumarútsala erhafin.
\YUirnfln iTTTTi
v/Laugalæk
kjóladeild,
sími 33755
Klapparstíg 27,
kápudeild,
sími 25275.
VANTAR ÞIG VINNU
' ^ VANTAR ÞIG FÓLK 0
ÞU AUGLYSIR UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINU
Nýjasta nýtt frá Farís
Simca 1100
Nýjasta nýtt frá París SiMCA 1100 LX
Þetta er nýjasta gerðin af hinum vinsælu Simca 1100 bílum
frá Chrysler France. Allur frágangur er samkvæmt nýjustu
frönsku tískunni. Simca 1100 GLS og Simca 1100 LE til
afgreiðslu strax. Hafið samband við okkur. Sími 84366 - 84491
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36.REYKJAVÍK
Kópal línan
Sumar’76
Kópal Dyrotex
Málningin, sem hlotið hefur viðurkenningu þeirra sem reynt hafa.
Kópal Dyrotex er framleidd hjá okkur í Kópavogi. Framleiðslan er
byggð á reynslu okkar og þekkingu á íslenzkum aðstæðum. Kópal
Dyrotex er akryl málning til málunar utanhúss, — málning með
viðurkennt veðrunarþol. Hressið upp á útlitið með Kópal Dyrotex.
Kynnið yður Kópal litabókina og athugið hina mörgu fallegu liti,
sem hægt er að velja.
Veldu litina strax, og málaðu svo einn góðan veðurdag.
málninghlf