Morgunblaðið - 11.08.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976
7
Útflutnings-
bætur á land-
búnaðarafurðir
í Tímanum í gær er
vitnað til ummæla Asgeirs
Bjarnasonar, forseta sam-
einaðs þings, og Halldórs
E. Sigurðssonar, landbún-
aðarráðherra, um útflutn
ingsbætur á landbúnaðar-
afurðir, sem þurfi endur
mats og athugunar við.
Þar eru eftirfarandi um-
mæli höfð eftir ráðherran-
um, sögð á aðalfundi
Stéttarsambands bænda:
„Eins og kunnugt er,
hefur sú regla verið notuð
s.l. 15 ár, að greiða út-
flutningsbætur á þær
landbúnaðarafurðir, sem
út hafa verið fluttar og
ekki hafa náð þvi verði,
sem skráð var hér innan-
lands. Samkvæmt lögun-
um þar um er heimild til
þess að greiða þannig
sem nemur 10% af land-
búnaðarf ramleiðslunni. Á
þeim 15 árum, sem þessi
regla hefur verið notuð,
eru 8 ár, sem þessi réttur
hefur verið notaður að
fullu, og var það samfleytt
á árunum 1965—1971,
en sjö árin hefur þessi
marki ekki veri<5 náð. Það
var sérstaklega fyrstu árin
eftir að útflutningsbætur
voru upp teknar, að þær
voru hverfandi litlar.
Á árunum 1971—'72
náðu þær ekki því að vera
10%, en gerðu það aftur á
árinu 1 974”.
Endurmat á
þessum þætti
Enn er haft eftir ráð-
herranum, orðrétt:
„Á hinu vil ég vekja
athygli, að hér er nú orðið
um verulegar fjárhæðir að
ræða. Það gerir það að
verkum, að þjóðin verður
að vega það og meta,
hvort hún getur I raun og
veru fylgt þeirri stefnu, að
láta erlendum neytendum
í té neyzluvörur á svo lágu
verði, sem raun ber vitni.
í landbúnaði sem á öðrum
sviðum, verður að meta
það, hvernig þvi fjármagni
er bezt varið, er til ráð-
stöfunar er á hverjum
tíma. Auðvitað hafa þess-
ar greiðslur áhrif á aðrar
fjárveitingar ríkissjóðs til
landbúnaðarins. Ég efast
ekki um að þetta veldur
bændum í landinu miklum
^hyggjum, og öllum þeim,
sem að landbúnaðarmál-
um vinna og vilja land-
búnaðinum vel, og þjóð-
inni í heild.
Það er þvi mitt mat, að
hjá því verði ekki komizt,
að endurmeta þennan
þátt og leita eftir nýjum
leiðum að einhverju leyti
til þess að tryggja afkomu
bændastéttarinnar, með
öðrum hætti heldur en
þarna er gert. Ég tel lika,
að þessi regla um útflutn-
ingsbætur feli i sér þá
veilu, ekki sizt þegar til
lengdar lætur, að hún
hvetji ekki til þess að leita
hinna hagkvæmustu
markaða, þegar það skjól
er fyrir hendi, að útflutn-
ingsbótakrafan til ríkis-
sjóðs er ekki að fullu not-
uð. Ég var við þeirri hugs-
un, að lita á þennan rétt
sem eign sem þurfi að
hagnýta sér að fullu. Slikt
gæti leitt til þess, að hann
glataðist.”
Þjóðviljinn
gleyminn á
gengna tíð
í leiðara Tímans i gær
er enn vikið að vinstri
stjóminni sálugu og efna
hagsaðgerðum hennar af
þvi tilefni, að Þjóðviljinn
sé gleyminn á gengna tið.
Þar segir m.a.:
„Þjóðviljinn hefur reynt
að reka þann áróður, að
mikill munur sé á stefnu
og vinnubrögðum núver-
andi ríkisstjórnar og
vinstristjórnarinnar. Fátt
eða ekkert hefur Þjóðvilj-
inn getað fært þessum
áróðri sínum til sönnunar.
Sé það nokkuð, sem Þjóð-
viljinn hefur fært fram
fullyrðingum sinum til
stuðnings, felst munurinn
helzt i þvi, að vinstri
stjórnin bjó yfirleitt við
batnandi viðskiptaárferði,
en núverandi rikisstjórn
hefur lengstum búið við
versnandi viðskiptakjör.
Þetta hefur óhjákvæmi-
lega haft áhrif á lifskjörin,
sem ekki er með neinum
rétti hægt að saka núver-
andi stjórn um.
Halldór E Sigurðsson,
landbúnaðarráðherra
Sé gerður nánari sam-
anburður i þessum efnum,
kemur m.a. eftirfarandi i
Ijós:
í efnahagsmálum hafa
báðar rikisstjórnirnar beitt
svipuðum aðferðum, þeg-
ar rekstur útflutnings-
framleiðslunnar hefur
staðið höllum fæti og því
þurft að gera sérstakar
ráðstafanir til að koma i
veg fyrir atvinnuleysi. í
þeim tilgangi felldi vinstri
stjómin gengið haustið
1972 og beitti sér fyrir
takmarkaðri kaupbind-
ingu vorið 1974. Núver-
andi rikisstjórn hefur tvi-
vegis fellt gengið i sama
skyni, sumarið 1974 og
veturinn 1975. í fyrra
skiptið viðurkenndu for-
ystumenn Alþýðubanda-
lagsins, að gengisfelling
væri nauðsynleg, en þeg
ar atkvæði voru greidd í
Seðlabankanum um siðari
gengisfellinguna greiddi
annar fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins atkvæði
með henni, en hinn sat
hjá."
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Þrjár skákir
úr 6. umferð
ROBERT Byrne bætti enn
stöðu slna I 6. umferð milli-
svæðamótsins I Biel, er hann
sigraði Israelsmanninn Liber-
zon í snoturri skák. Liberzon
náði aldrei að jafna taflið full-
komlega og þegar hann hugðist
létta á stöðu sinni með upp-
skiptum náði Byrne afgerandi
sókn:
Hvítt: R. Byrne
Svart: V. Liberzon
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— d6, 6. Bg5 — e6, 7. Dd2 — a6,
8. 0—0—0------Bd7, 9. f4 —
Be7, 10. Be2 — Dc7, 11. Bf3 —
0-0-0, 12. Rb3 — Be8, 13. Del —
Rd7, 14. Bxe7 — Rxe7, 15. Df2
— Rb6, 16. Hd3 — Bc6, 17. Rd4
— e5, 18. Rde2 — exf4, 19. Rd5
— Bxd5, 20. exd5 — Ra4, 21.
Dd4 — Dd7, 22. Rxf4 — Rf5, 23.
Da7 — Rh4?, 24. Re6! — fxe6,
25. dxe6 — Dc7, 26. Da8+ —
Db$, 27. Bxb7+ — Kc7, 28.
Dxa6 — Dxb7, 29. Dxa4 og
svartur gafst upp.
Oft er talað um, hve mikil sé
útbreiðsla skákarinnar á síð-
ustu árum og hve styrkur ungra
meistara hafi aukizt. Þetta er
rétt, en engu að síður virðast
gömlu meistararnir enn hafa í
fullu té við þá yngri. Þetta kem-
ur glöggt fram í Biel, þar sem
Vassily Smyslov, fyrrverandi
heimsmeistari, stefnir nú hröð-
um skrefum i átt til áskorenda-
keppninnar. Spurningin er
fyrst og fremst sú, hvort Smysl-
ov hafi úthald á við hina yngri
þegar líða tekur á mótið. Hér
sjáum við viðureign Smyslovs
við einn þeirra, sem gætu næst-
um verið barnabörn hans. Þetta
er dæmigerð Smyslovskák,
hann eykur yfirburði sína með
hverjum leik og þegar andstæð-
ingurinn fellur á tíma er staða
hans gjörtöpuð.
Hvftt: V. Smyslov
Svart: U. Andersson
Drottningarindversk vörn.
1. c4 — c5, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3
— b6, 4. Bg2 — Bb7, 5. 0-0 —
e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4,
8. Dxd4 — d6, 9. b3 — 0-0, 10.
Bb2 — a6, 11. Hfdl — Rc6, 12.
Df4 — Db8, 13. Rg5 — Ha7, 14.
Rce4 — Re5, 15. Rxf6+ —
Bxf6, 16. Bxb7 — Hxb7, 17. Re4
— Be7, 18. Hd2 — Rg6, 19. De3
— Hd8, 20. Hadl — b5, 21. Dc3
— f6, 22. De3 — Rf8, 23. Ba3 —
b4, 24. Bb2 — Dc7, 25. Hd3 —
Dc6, 26. Df3 — Hc7, 27. Rd2 —
Dxf3, 28. Rxf3, — Kf7, 29. a3 —
bxa3, 30. Bxa3 — Hc6, 31. Rd4
— Hb6, 32. Rc2 — Hc6, 33. c5
— e5, 34. cxd6 — Bxd6, 35. Re3
— Bxa3, 36. Hxd8 — Re6, 37.
H8d7+ — Kg6, 38. Rc4 — Bb4,
39. e3 — Rc5 og hér fór svartur
yfir tfmamörkin.
í þessari umferð vann vestur-
þýzki stórmeistarinn Húbner
einnig góðan sigur, nu, yfir
Bandarfkjamanninum Rogoff.
Hvítt: Hubner
Svart: Rogoff
Griinfeldsvörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rf3
— Bg7, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 —
d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. 0-0 —
Rb6, 8. Rc3 — Rc6, 9. e3 — e5,
10. d5 — Re7, 11. e4 — Bg4, 12.
a4 — c6, 13. a5 — Rc4, 14. Db3
— cxd5, 15. Rxd5 — Rxd5, 16.
Dxc4 — Re7, 17. Be3 — Rc6, 18.
Db5 — Dc7, 19. Hfcl — Hfc8,
20 h.3 — Be6, 21. Bfl — a6, 22.
Da4 — h6, 23. Hc3 — Dd7, 24.
Hdl — De8, 25. Bb6 — Bf6, 26.
Kg2 — Bd8, 27. Be3 — Bxa5,
28. H3cl — Kg7, 29. Rxe5 — b5,
30 Dal — Bxh3+, 31. Kxh3 —
Dxe5, 32. Hxc6 — Dh5 + , 33.
Kg2 — Hxc6, 34. b4+ — Kg8,
35. bxa5 — He8, 36. Hd5 —
Dg4, 37. Dd4 — h5, 38. Bh6 —
f6, 39. Hd7 — h4, 40. Da7 —
Dxe4, 41. Kgl — g5 og gafst
upp um leið.
Evrópumeistaramóti ungra manna í bridge lokið:
Austurríkismenn sigruðu
- Islenzka sveitin aftarlega
Frá Páli Bergssyni, Lundi.
A LAUGARDAG lauk 5.
Evrópumeastaramóti ungra
manna sem haldið var hér f
Lundi. tsland endaði f 13. sæti
af 18 þjóðum sem þátt tóku.
Samtals náði fsienzka sveitin
147 stigum af 340 mögulegum.
Sigurvegari varð Austurrfki
með 223 stig.
Annars varð röð þjóðanna
þessi:
stig.
2. Svíþjóð 222
3. Holland 212
4. Pólland 205,5
5. Noregur 203
6. Ungverjal. 197
7. England 194
8. Þýzkaland 193
9. Italía 174,5
10. Belgia 165
11. Frakkland 163
12. Portúgal 160
13. Island 147
14. l,srael 124
15. Finnland 108
16. Danmörk 104
17. Spánn 101
18. Irland 67
Árangur fslenzku sveitarinn-
ar verður að teljast nokkuð
slakur, en þó eru'þeir, hér í
Lundi a.m.k., álitnir góðir spil-
arar. Sést það bezt á því að spil,
sem þeir hafa spilað, hafa nokk-
uð oft verið birt í mótsblaði sem
gefið er hér út daglega.
Við verðlaunaafhendinguna
á laugardag var úthlutað sér-
stökum verðlaunum fyrir bezt
spilaða spilið f keppninni. Þau
hlaut Helgi Sigurðsson fyrir
spil sem hann spalaði f leiknum
gegn Dönum. Einnig hlaut Jón
Baldursson verðlaun fyrir sigur
f aukakeppni í tvímenning, en
þá spilaði hann við Gilkis frá
Israel.
Austurfsku Evrópu-
meistararnir spiluðu aðeins
fjórir alla keppnina en þeir
heita Fucik — Kadlek og
Lehrner — Stratner. Allir eru
þeir sérlega glæsilegir og geð-
þekkir menn og allir byrjuðu
þeir að spila bridge níu til
fimmtán ára gamlir.
r
Bikarkei ppni K.S.I.
í kvöld kl. 19.00 deildinni mætast toppliðin úr 1
Fram - Valur
á Laugardalsvelli (stúkan).
Allir á völlinn. Fram
r ------------------------------\
| Haustsýning
I_____FÍM 1976
Haustsýning Félags íslenskra myndlistarmanna
verður haldin að Kjarvalsstöðum 28. ágúst —
1 2. september n.k. Tekið verður á móti verkum
fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14 —19 að Kjar-
valsstöðum.
Æskilegt er að utanfélagsmenn sendi a.m.k. 5
verk til sýningarnefndar. Móttökugjald fyrir
utanfélagsmenn kr. 2000.00.
Sýningarnefnd FÍM
V_________________________ ^
jazzBaLLeCdskóLi bópu.
S
jj líkom/rcvk!
S
Dömur
athugið
★ Byrjum attur eftir sumar-Q)
frí mánudaginn 16. ágúst.QT
CT
œ
N
rr
N
★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á 7K
ö/lum a/dn. Q'
it Morgun- dag og kvö/dtimar. [_.
★ Tímar tvisvar eóa fjórum sinnum
viku.
ÍC Sturtur — Ljós-sauna — Tæki.
★ Upp/ýsingar og mnritun í síma 83 730
frá kl. 1 — 6.
V.
jazzBaLLeCCskóLi bópu
_ . Geröu svo vel
Simca 1100
GLS
SIMCA 1100 GLS er tilvalinn f jölskyIdobíll.
Traustur, öruggur og umfram allt sparneytinn.
SIMCA 1100 GLS er með fimm hurðum og með einu
handtaki má brevta honum í "station" bfl.
SIMCA 1100 GLS er til afgreiðslu nú þegar.
Hafið samband við umboðið. Sími 84366 - 84491
SIMCA
IrSkull hf.
ÁRMÚLA 36,REYKJAVÍK