Morgunblaðið - 11.08.1976, Page 12

Morgunblaðið - 11.08.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 Eirfkur Ágústsson verksmiðju- stjóri f Sfldarverksmiðjunni. sem framleidd eru í Siglufirði og er þegar flutt inn í nokkur þearra. Á vegum hreppsins er einnig unn- ið að borunum eftir köldu vatni, því mikil þörf er fyrir vatn í bæn- um, einkanlega vegna mikillar vatnsnotkunar fiskvinnslufyrir- tækjanna. Hefur verið boruð ný hola sem gaf góðan árangur og verður unnið að tengingu hennar á næstunni. Fyrirhugað er að skipta um jarðveg f nokkrum hluta gatna í þorpinu í sumar, en ráðgert er að varanlegt slitlag verði lagt á götur árið 1978 á vegum Norðurbrautar, sem eru samtök- sveitarfélaga á Norður- landi um varanlega gatnagerð. Einnig er á vegum hreppsins unn- ið að skolpræsalögnum. MIKIL VINNA Mjög mikil vinna hefur verið á Raufarhöfn það sem af er sumr- inu og skortur á vinnuafli í fisk- vinnu og við framkvæmdir í þorp- inu. Afli togara Raufarhafnarbúa, Rauðanúps ÞH, hefur verið með Ragnar Tómasson um borð f Sigurvon. Hótel Norðurljós á Raufarhöfn. Sólrún og Elfsabet, sem vinna f frystihúsinu. Atvinna og uppbygging Það var bjart yfir Raufarhöfn þegar blm. Mbl. bar þar að garði á frídegi verzlunarmanna fyrir skemmstu og sðlin skein fagurlega á Melrakkasléttuna þegar við flugum þar yfir í flugvél Flugfélags Norðurlands. Létt gola lék um vegfarendur, en þeir voru reyndar fáir á ferli utan dyra I þorpinu, því margir höfðu tekið sér frí og haldið úr bænum til að njðta helgarinnar og góða veðursins. Þeir sem heima voru stunduðu vinnu af fullum krafti í frystihúsinu eða öðrum vinnustöðum. Bátar voru á sjó og mátti sjá til þeirra í fjarlægð ef gengið var í höfðann við innsiglinguna til Raufarhafnar og börn voru að leik í fjörunni. Einstaka húsmæður höfðu látið það eftir sér að vera heima við og njóta sólarinnar utan dyra, en margar létu hvorki sólina né frídaginn á sig fá og unnu í frystihúsinu eins og endranær. og oft unnið fram á kvöld og um helgar. Þegar blm. Mbl. var á Raufarhöfn var nýbúið að taka á móti fyrstu loðnuförmum sumars- ins alls um 1100 tonnum og bræðsla var að hefjast. Nóg var fyrir allar vinnufúsar hendur að gera og auðvelt að verða sér úti um dágóðar tekjur með mikilli vinnu. Talsvert hefur verið um erlenda ferðamenn f þorpinu í sumar og hafa þeir komið á veg- um Hótel Norðurljóss og flestir farið í veiði i nærliggjandi ám. Viðar Friðgeirrsson verkstjóri í frystihúsinu sagði okkur að f hús- inu ynnu að jafnaði allt að hundr- að manns, mest húsmæður og skólafólk. Væri stundum þörf fyr- ir enn meira fólk og í vikunni áður en við vorum á Raufarhöfn hefðu komið nokkrar konur frá Þórshöfn til að hjálpa við vinnsl- una, vegna þess hve mikið hrá- efni barst þá á land. Auk togarans Helgi Ólafsson rafvirki á Rauf- arhöfn sem einnig gegnir fjöl- mörgum öðrum störfum í þorpinu og á sæti f hreppsnefnd, tók að sér að fara með okkur um þorpið og sýna bæði gamlar minjar um horfna tíð og merki þeirrar upp- byggingar og athafnasemi sem nú einkennir Raufarhöfn. í þorpinu búa nú um 500 manns og hefur farið heidur fjölgandi undanfarin ár. Allmörg ný hús eru f byggingu og að sögn Helga er áætlað að Ijúka við 8 hús á árinu. Mest er um það að fólk flytji úr eldra húsnæði f þorpinu í ný hús, en einnig mun vera um það að ræða að aðkomufólk byggi þar hús. Hreppurinn er að ljúka við bygg- ingu fjögurra leigufbúða í húsum ágætum í sumar og sama er að segja um afla handfærabáta, sem þaðan eru gerðir út. Hefur verið mikil vinna f frystihúsi Jökuls hf. Ný hús f byggingu á Raufarhöfn. RAUFARHÖFN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.