Morgunblaðið - 11.08.1976, Side 27

Morgunblaðið - 11.08.1976, Side 27
MORC.UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAC.UR 11. AC.UST 1976 27 Colin Waldron undirritar samning við Manchester United, félagið sem Tommy Docherty hefur að nýju gert að stórveldi. * * ÚRSLITAKEPPNIN í 3. OG 4. FLOKKI BYRJAR Á MORGUN ISLANDSMÓTIÐ I knattspyrnu er vel á veg komið og eru úrslit þegar kunn i fimmta flokki, þar sem Vestmanneyingar báru sigur úr býtum. Annað kvöld hefst úr- slitakeppnin i 3. og 4. flokki og um aðra helgi verður leikið til úrslita I 2. flokki. Eins og segir I frétt annars staðar á siðunni eru aðeins 8 lið eftir f bikarkeppni meistaraflokks. 1 bikarkeppni 2. flokks sigraði Breiðablik, en f keppni 1. flokks er enn nokkrum leikjum ólokið og er ástæðan sú að Vikingar kærðu leik sinn gegn Ármanni og verður leikur þess- ara liða að fara fram að nýju. Úrslitakeppnin I fjórða flokki íslandsmótsins 1 knattspyrnu hefst á Akranesi annað kvöld og taka 6 lið þátt í úrslitunum. Verða það Breiðablik úr Kópavogi, Þróttur Reykjavík, Selfoss, Bol- ungarvík og lið að norðan og aust- an. Ekki er enn vatað hvaða lið komast í úrslit úr þessum lands- hlutum og sagði Hilmar Svavars- son að mjög illa gengi að fylgjast með úrslitum leikja sums staðar úti á landi og skýrslur bærust stundum alls ekki. I þriðja flokki leika til úrslita Þróttur, Reykjavík, Leiknir Reykjavík, Fram, Reykjavík, Leiknir, Fáskrúðsfirði og lið Tindastóls frá Sauðárkróki. Keppnin i þessum flokki fer fram í Reykjavík, Kópavogi og í Hafn- arfirði og hefst annað kvöld eins og I fjórða flokki. • » X,#' Jimmy Connors vann Ramirez JIMMY Connors sigraði Mexíkan- ann Raul Ramirez 7:6, 4:6 og 6:3 i úrslitaleik Volvo- tenniskeppninnar í Bandaríkjun- um á þriðjudaginn. Úrhellis- rigning gerði það að verkum að flytja varð leikinn og láta hann fara fram innanhúss, þar sem að- eins blaðamenn, dómarar og valdir gestir fengu að vera við- staddir. JTlovflunblnbtb Þeir Kristinn Björnsson og Jóhannes Guðjónsson verða i sviðsljósinu f kvöld. '-v£\ , -■»**•« - r> • •* Fjórir leikir í bikarkeppninni í kvöld: liðin í 1. deildinni mætast á áðalleikvanginum í Laugardal FJÓRIR leikir fara fram I bikar- keppni KSt i kvöld og augu flestra munu sjálfsagt beinast að viðureign Fram og Vals, en þessi lið mætast á aðalleikvanginum f Laugardal. Valur og Fram eru á toppi 1. deildarinnar og gæti leik- urinn f kvöld gefið nokkra hug- mynd um hvernig viðureign þess- ara liða f sfðustu umferð tslands- mótsins muni iykta. Hefst leikur Fram og Vals klukkan 19 og það gera reyndar hinir þrír leikirnir einnig. í Kópavogi leika Breiðablik og KR og getur þar orðið um skemmtilegan leik að ræða, því bæði þessi lað eru sterk um þessar mundir og Blikarnir t.d. ekki tap- að leik I seinni umferð tslands- mótsins. í Hafnarfirði leika FH- ingar gegn Þrótti frá Neskaup- stað og verður fróðlegt að sjá hvernig þriðju deildar liðinu gengur i baráttunni við eitt af HOD LANIÐ LEIKUR VIÐ ÞÁ ER LEIKA MEÐ SIGURJÓNI SIGURJÓN Hailbjörnsson, sá sfungi kylfingur, tók nú f þriðja skipti þátt f Islandsmótinu f golfi, eins og við skýrðum frá f sfðustu viku. En það er ekki nóg með að Sigurjón hafi verið manna iðnast- ur við þátttöku f landsmótum, heldur virðist einnig sérstök heppni fylgja þvá að vera með honum f „holli“ á golfmótum. Þannig var annar þeirra tveggja sem náði þeim árangri að slá „holu f höggi“ f landsmótinu f Grafarholti f „holIi“ með Sigur- jóni. Var þetta reyndar f fimmta skipti sem Sigurjón leikur með kylfingi sem slær „holu f höggi" og sagði okkur Konráð Bjarnason sem var mótsstjóri á Lands- mótinu f Grafarholti að sér kæmi það ekki á óvart þótt þetta væri heimsmet hjá Sigurjóni. Framarar tæpast með í útimótinu tSLANDSMÓTIÐ f handknattleik utanhúss hefst um næstu helgi og eru öll sterkustu handknattleiks- liðin skráð til keppni ámótinu. Þó er alls óvfst hvort Framarar verða með f meistaraflokki karla þar sem margir af sterkustu mönnum liðsins eru annaðhvort meiddir eða ekki f bænum. Þannig eru þeir Hannes Leifsson, Guðjón Erlendsson, Pétur Jóhannsson, Jón Árni, Árnar Guðlaugsson og knattspvrnukappinn Sigurbergur Sigsteinsson forfallaðir. Áuk þess eru nýju mennirnir f Fram, Guðmundur Sveinsson og Jens Jensson, ekki orðnir löglegir og finnst Frömurum Iftið spennandi að taka þátt f Islandsmótinu með hálfgert b-lið. liðunum f 1. deild. Fæstir munu þó spá Þrótti sigri í leiknum og er reyndar gott hjá liðinu að komast á8-iiða úrslitin. Fjórði leikurinn i bikarkeppn- inni i kvöld verður svo á Akranesi og mætast þar heimamenn og Keflvikingar. Sigruðu Skaga- menn lið Víkings í sfðustu umferð bikarkeppninnar og segir sagan að það lið sem vinnur Víkinga i bikarkeppninni vinni siðan bikar- keppnina. Þannig hefur þetta ver- ið svo undanfarin ár og spurning- in er hvort sagan endurtekur sig i ár. Keflvikingar eru núverandi bikarmeistarar og þeir ætla sér örugglega að afsanna þessa kenn- ingu, en Skagamenn sem verið hafa í úrslitum bikarkeppninnar tvö siðastliðin ár hyggja á sigur í kvöld og i keppninni loksins í þriðju tilraun. Stella Jóhannsdóttir ein sölu- kvenna FEF og formáður fjár- öflunarnefndar félagsins. Treflakaup knattspyrnuunnenda I samræmi við gengi félaganna Minnst aðsókn á 3. deild varð að leikjum Halifax Town sem fékk aðeins 57.643 áhorfendur samtals, eða meðaltali 2.506 á leik, en það iið sem tapaði flest- um áhorfendum var Preston North End sem fékk 57.458 áhorfendum færra á leiki sína á síðasta keppnistimabili heldur en áður. í 4. deild voru leikir Lincoln City bgzt sóttir, en þá sáu alls 193.230 alls eða 8.401 að meðal- tali. Lineoln haföi einnig mesta aukningu, eða 59.956. Minnst aðsókn vár hins vegar að leikj- pm Workington, en þá sáu alls 29.253 eða 1.276 að meðaltali. Það félag sem tapaði flestum áhorfendum var hins vegar Watford, en 42.583 fæpi sáu leiki þess í fyrra en árið á’ður. SÖLUFÓLK úr félagi einstæðra foreldra hefur fylgt knattspyrnu- mönnum f 1. deildinni ötullega f sumar og boðið trefla sína til kaups á flestum leikjanna. Hafa knattspyrnuunnendur tekið sölu- fólkinu afbragðs vel og sagði Jóhanna Kristjónsdóttir formað- ur FEF að svo virtist sem áhugi fylgismanna félaganna væri f samræmi við árangur knatt- spyrnumannanna inni á vellin- um. — Valsmenn hafa verið iðnastir við að kaupa af okkur trefla í sumar og þeir eru jú efstir i 1. deildinni, sagði Jóhanna i viðtali við Morgunblaðið. — Þá eru Þróttarar i neðsta sæti i trefla- kaupunum og félagið hefur hlotið fæst stig í 1. deildinni. Annars eru Akurnesingar alltaf afskap- lega duglegir við treflakaupin, i fyrra urðu þeir Islandsmeistarar og keyptu þá flesta trefla, en nú eru þeir í öðru sæti hjá okkur. Víkingar eru einnig sérlega ljúfir og eru þriðju núna, en urðu í öðru sæti I fyrra. — Um KR-ingana er það að segja að sala á KR-treflum hefur stóraukizt og staða félagsins í 1. deildinni lika batnað verulega. Ekki má gleyma Breiðabliks- mönnum, sem hafa verið mjög áfjáðir í grænu treflana og er nú svo komið málum að nú er orðið afar erfitt aó fá grænt garn, sagði Jóhanna Kristjónsdóttir að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.