Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAC.UR 14. SEPTEMBER 1976 Já, þá er frjálsræði sumars- ins lokið, eða eitthvað á þessa leið gæti hún hugsað þessi ærin, sem leidd er í dilk eiganda síns. lokað Fjárhópurinn líkisteinna mest hvítri ábreiðu með einstaka svört- um, gráum og mórauðum dilum En litunum í ábreiðunni fjölgaði skjótt og litskrúðugur klæðnaður mann- fólksinc bar islenzku sauðalitina brátt ofurliði Yngri kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja við dráttinn og ungur og snaggaralegur strákur skauzt fram hjá okkur og greip i annað hornið á vænum lambhrút og þar með var frjálsræði hrútsins úr sögunni um stund — Markið heitir vist biti aftan hægra og svo eitthvað meira, en ég man það ekki. Ég þekki bara markið, hjá bóndanum svaraði stráksi, er við báðum hann að lýsa fyrir okkur marki hrútsins Viðmælandi er Ármann Ingason, 1 3 ára Húsviking- Litskrúðugur klæðnaður mann- fólksins bar íslenzku sauða- litina ofurliði Réttarstjórinn, Haukur Jóhanns- son i Framnesi kallaði menn til að reka það, sem eftir var af fénu i gerðinu inn í almenninginn. Við- staddir brugðu skjótt við kalli réttar- stjórans og hróp og köll yfirgnæfðu jarm lamba, sem misst höfðu sjónar á mæðrum sinum Féð rann inn i almenningin og hliðum hans var V Jóhann Gunnarsson Víkingavatni. Má ekki bjóða þér snaps, góði". afurðunum leiðir aðeins til nei- kvæðrar þróunar, því þá flykkjast menn í mjólkurframleiðsluna og niðurstaðan verður offramleiðsla, sagði Jóhann að lokum ""Í Þa8 er skimað, skoðað og þuklað á eyrum. Þanrug líður réttardagurinn og fénu í almenningnum fækkar, en fjölgar að sama skapi i dilkunum. Staldraö við í Tjarnarrétt í Kelduhverfi - fyrstu réttum haustsins: ..Markiö heitir víst biti aftan hægrá ÞINGEYSKAR réttir — og fyrstu réttir haustsins voru i sjónmáli. Ferðinm var heitið í Tjarnarrétt í Kelduhverfi i Norður- Þingeyjarsýslu, en þar réttuðu Keldhverfingar fé sinu sl. föstu- dag. Fólk fór sér hægt við drátt- inn, þvi að sól skein í heiði og viðstaddir notuðu tækifærið til að rabba saman um ástand fjárins og smalamennskurnar síðustu daga Tjarnarrétt stendur við bæinn Keldunes og til réttar þar kemur fé af afréttinum milli Jökulsár á Fjöllum og Tunguheiðar. Talið er, að á þessum afrétti hafi i sumar gengið um 20 þúsund fjár, en eins og gamall Keldhverfingur orðaði það, þá er Tjarnarrétt ekki orðið svipur hjá sjón frá þvi sem áður var, því nú er rétt á öðrum hverj- um bæ, þannig að aðeins lítill hluti fjárins kemur í aðalréttirnar. Þurrkurinn hefur sett strik í reikninginn Við röltum um almenninginn, ungir sem aldnir litu til marka á fénu og spurmngar um mörk og eigendur þeirra bárust milli manna Þeir yngri sóttu i smiðju til þeirra eldri og fróðleikur um fjármark fluttist milli kynslóðanna líkt og verið hefur um aldaraðir ..Jóhann á Víkingavatni" kallaði gamall maður, sem hélt í hyrnta gimbur Við fengum siðar að vita, að sá, sem kallaði, var einn fróðasti maður sveitarinnar um mörk og að gömlum og góðum sið kallaði hann nú til eigendur að þvi fé, sem hann hafði hönd á Eigandi gimbrar- innar, Jóhann Gunnarsson á Vík- ingavatni, er lika sá bóndinn í Kelduhverfinu, sem hvað flest féð á og v.ð tókum hann tali — Afréttur okkar Keldhverfinga er frekar góður, en þegar þetta grær á stuttum tíma á vorin, verður hann ekki eins góður fram eftir hausti Það er þvi bezt fyrir okkur að fremur svalt sé fram eftir vori, en hlýtt á haustin í sumar hefur þurrkurinn sett strik í reiknmginn og féð er því ekki nema rétt i meðallagi hvað vænleika snertir — Það er einkennandi fyrir sauð- fjárræktina hér um slóðir, að mikill meirihluti ánna er tvilembdur og gemlingum er líka haldið, þannig að margir bændur eru með fleiri en tvö lömb eftir hverja flullorðna á Þetta er ágætur stofn hjá okkur, en þeir i Þistilfirðinum hafa þó betri stofn Við fáum bara ekki að sækja í hann nema að takmörkuðu leyti vegna mæðiveikmnar, þó hún hafi fundizt á báðum stöðunum Framtíð sauð- fjárræktar hér hlýtur þó að mótast af þeirri staðreynd, að afréttur okkar er nær fullsetinn — Nei, það er enginn metnaður í okkur Keldhverfingum að verða fyrstir til að rétta Göngum hér var flýtt um 3 daga, þvi við höfum síðustu haust farið illa út úr snjón- um, sem komið hafa snemma og lömbin þá lagt af Fénu hefur líka fjölgað og þetta er gert til að geta byrjað að slátra fyrr — Ég hef alltaf búið hér og á því óhægt með allan samanburð, en þetta hefur gengið vel bæði i sumar og fyrrasumar Við höfum nóg hey og höfum haft þurrk Árin milli 1 965 og '70 voru veruleg grasleys- is ár vegna kulda, en síðan hefur þetta verið ágætt. í sumar var ég með milli 1 200 og 1 300 fjár á fjalli, en ær á vetrarfóðrum voru i fyrra um 400 — Þvi er ekki að neita að margir bændur hér um slóðir hafa slátrað kúnum og sérhæft sig í sauðfjár- búskapnum Ég er einb þessara bænda, og það er min skoðun að mjólkurframleiðslan eigi að fara fram sem næst þéttbýlinu, en um þetta eru skiptar skoðanir Það hefur ekki verið reynt að skipuleggja islenzkan landbúnað með hag- kvæmni í huga, nda kæmi þá fljótt að því, að menn misstu það frjáls- ræði, sem nú fylgir búskap i sveit — Ég vildi ekki láta skikka mig til að eiga alls ekki kind ef ég byggi í grennd við þéttbýli Mér fyndist hins vegar rétt að reynt yrði að stuðla að réttri þróun í þessum málum með betri lánafyrirgreiðslu til fjósbygg- inga við þéttbýli Verðmismunum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.