Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 Borgaralegt lýðræði — forsenda velmegunar og framf ara GUÐMUNDUR H. Garðarsson, alþm. hef- ur skrifað greinaflokk fyrir Morgunblaðið um utanrfkismál tslands með sérstöku tilliti til utanríkisvið- skipta. í greinum þess- um fjallar Guðmund- ur H. Garð- arsson um þýðingu þess fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar að rétt og sönn mynd komi fram af þróun ut- anríkismála íslands og um mikilvægi helztu markaðssvæðanna fyr- ir íslenzkt atvinnulíf og þjóðarhag. Fyrsta grein Guðmundar H. Garðarssonar birtist í Morgunblaðinu f dag og nefnist hún Borg- aralegt lýðræði — for- senda velmegunar og framfara. ERLENDIR menn er dval- izt hafa um langan tíma hérlendis láta gjarnan þau orð falla, ef þeir eru spurðir um, hvað þeim hafi þótt athyglisverðast á íslandi, að óvíða og jafnvel hvergi í heiminum búi fólk við jafn mikið frelsi og jafnræði og íslendingar gera. Okkur íslendingum finnast þetta ekki mikil né athyglisverð tíðindi. Flestir núlifandi íslend- ingar hafa í reynd búið við frelsi í skjóli borgaralegra lýðræðis- stjórnarhátta alla sina ævi. Við stofnun lýðveldisins íslands 17. júni 1944 eða fyrir rúmlega 30 árum var endanlegt frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar staðfest. Frá þeim tíma og jafnvel fyrr hafa landsmenn búið í friðsamlegu og tiltölulega vernduðu umhverfi. Það hefur gert hinni fámennu íslenzku þjóð kleift að byggja upp traust lýðræðisþjóðfélag, sem hvílir á öflugu og frjálsu atvinnu- lífi. i skjóli þessa hefur dafnað fjöiskrúðugt menningarlíf og um- talsverð list. Bylting hefur orðið i hibýlaháttum og á flestum sviðum þjóðlífsins. Eidra fólki, sem man íslenzku torfbæina og búskaparhætti i byrjun aldarinnar, finnst sem töfrasprota hafi verið lostið á hið ytra umhverfi þjóðarinnar. ÞÝÐING ATHAFNA- OG TJÁNINGAR FRELSIS Aflgjafi hinna miklu afreka ís- lenzku þjóðarínnar .var athafna- og tjáningarfrelsi, sem eru megin- forsendur borgaralegs lýðræðis. Meginþorri fólks hefur farið vel með þessi lífsgæði og notað þau sjálfum sér og þjóðinni i heild til góðs. En illu heilli er til það fólk, sem hefur misnotað frelsi hins borgaralega lýðræðis og eigi farið að samkvæmt settum lögum og reglum, né haft þann siðferðis- styrk að misnota ekkí óleiðréttar vrilur í hinu lýðræðislega stjörnarkerfi, er þjóðin býr við. Hefur það skaðleg áhrif á trú manna á hið borgaralega lýð- ræðisþjóðskipulag og gefur and- stæðingum þess byr undir báða vængi. En hvað sem því liður er það staðreynd að á grundvelli borgaralegs frelsis og lýðræðis hefur hið nýja og unga lýðveldi Íslands verið byggt upp á siðustu 30 árum. Og um margt er það fyrirmyndar rfki og I fullu sam- ræmi við vonir og iðju hins mikla fjölda heiðarlegs og góðs fólks, er landið hefur byggt. 1 skjóli athafnafrelsis reif þjóð- in sig áfram, upp úr örbirgð og fátækt fyrir tilstilli dugmikilla at- hafnamanna, er nutu stuðnings fjöldans. Tjáningarfrelsið var ómetanlegt i framfarasókninni. Það leysti úr læðingi dulda orku og frjóa og skapandi hugsun dáð- ríkrar og sjálfstæðrar þjóðar. Hið frjálsa orð og óþvingaða skoðana- myndun opnaði leiðir til betri skilnings á þvi, með hvaða hætti hagur einstaklings og þjóðar væri bezt tryggður I hinu mikla upp- byggingarstarfi íslenzks þjóð- félags. Samskipti manna hafa mótazt af gagnkvæmri virðingu fyrir rétti annarra og þvi mark- miði að vernda sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar á borgaralegum grundvelli. Ýmislegt hefur að sjálfsögðu farið aflaga og margt hefði betur mátt gera. En heildarárangurínn er góður og er með ólíkindum hvað þessari fámennu þjóð hefur tekizt að afreka á örfáum áratug- um. Bjarni Benediktsson MIKILVÆGI HEILBRIGÐRAR ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐU Sem fyrr er frá greint er tján- ingarfrelsið og frjáls skoðana- myndun meðal mikilsverðustu skilyrða þess að lýðræðisstjórnar- hættir fái notið sin I framfara- sókn þjóðarinnar. Hvernig haldið er á tjáningarfrelsinu getur ráðið úrslitum um framvindu lýðræðis- ins og þar með um frelsi og lífs- hamingju landsmanna. Heilbrigð þjóðfélagsumræða, vönduð og rökstudd gagnrýni byggð á staðreyndum og sannleik- anum samkvæmt, er lýðræðinu nauðsyn. Jákvæð umræða sem byggist á þekkingu og umburðar- lyndi styrkir það og hvetur til aukinna dáða. Heiðarlegt fólk fer' vel með tjáningarfrelsið og notar það góð- um málum til framdráttar, er stuðla að þjóðarheill. En því mið- ur er ekki öllum það gefið að kunna og vilja umgangast tján- ingarfrelsið með þeirri virðingu, sem því ber og frjálsu og sjálf- stæðu fólki sæmir. 1 mörgum til- vikum er slík misnotkun svo aug- ljós, að allur almenningur sér I gegnum blekkingarnar og varast þær hættur er lýðræðinu kann að stafa af hinum óvönduðu vinnu- brögðum. FLÓKIN OG VANDMEÐFARIN MÁL En til eru þeir málaflokkar, sem eru þess eðlis að fólk áttar sig ekki á þvl I fljótu bragði ef hafðar eru I frammi visvitandi blekking- ar eða hallað réttu máli. Einn þessara málaflokka á stjórnmála- sviðinu eru utanrlkismál. Eðli málsins samkvæmt eru þau marg- breytileg og krefjast yfirgrips- mikillar þekkingar, samfara mik- illi reynslu þeirra er um þessi mál fjalla. Utanríkismálin snerta við- kvæmustu strengina I sjálfstæðis- baráttu hverrar þjóðar og fela I sér flókin samskipti við aðrar þjóðir. Við úrlausn þeirra er ekki hægt að styðjast við uppskriftir eða einhliða kennisetningar. Og ennþá síður á þar við, að tilfinn- ingasemi eða óskhyggja varðandi stöðu sjálfstæðrar þjóðar ráði gjörðum manna og afstöðu. 1 þessum efnum er áriðandi að staðreyndir séu viðurkenndar og að breytt sé I samræmi við þann raunveruleika er við blasir. í sam- skiptum frjálsra og sjálfstæðra lýðræðisríkja eru tilbrigðin svo ótal mörg og fjölbreytileg, að þau verða aldrei leyst I eitt skipti fyr- ir öll né með sama hætti. Þar við bætast erfið og hættuleg sam- skipti við einræðisríki heimsins, sem sum hver gera kröfur til meiri réttar og áhrifa en þau eru reiðubúin að láta öðrum I té. ÞJÓÐLEGUR SÓSÍALISMI —KOMMtJNÍSKT EINRÆÐI Sérstök hætta stafar af komm- únistaríkjum heimsins og fylgi- fiskum þeirra I lýðræðisríkjum. Kommúnistaflokkar lýðræðisríkj- anna minna óhuggulega á fimmtu herdeildir fyrirstrlðsáranna, er grófu markvisst og skipulega und- an frelsi og lýðræði með öflugum stuðningi einræðisríkjanna. Var það gert undir yfirskyni þjóðlegs sósialisma og sögðust þessir und- irróðursmenn vera óháðir. Minnir þetta á ræður og yfirlýsingar á þingi kommúnista I Austur-Berlín I júlí s.l. 1 reynd aðhyllast flest öll kommúnistarlki sömu grund- vallarstefnuna i utanríkismálum. í samræmi við hina rígbundnu og ófrjálsu þjóðfélagshætti þessara ríkja, eru utanrlkismálin fast- skorðuð innan ramma þröngra og lítt sveigjanlegra pólitískra sjón- armiða. Meginmarkmiðið er að styrkja og efla stöðu kommúnista- rlkja heimsins I stöðugri baráttu og andstöðu við borgaraleg lýð- ræðisrlki. Þeir þykjast styðja svo- kallaða þjóðfrelsisheri hvar sem þá er að finna I heiminum. í flest- um tilfellum reynast þetta vera þrautþjálfaðir og vel skipulagðir hópar kommúnista, er notfæra sér erfitt ástand viðkomandi rikja til að berjast til valda. Að valda- töku lokinni setja þeir slðan á laggirnar einræðisstjórnarfar á grundvelli þjóðlegs sósíalisma og nefna það gjarnan alþýðulýð- veldi. Minna má I þessu sambandi á Kúbu, Angóla og Tanzaníu. STUÐNINGSMENN ÞJÓÐLEGS SÓSÍALISMA A ÍSLANDI Hérlendis eru nokkrir hópar manna er aðhyllast hugsjónir hins þjóðlega sósíalisma. Margt af þessu fólki var áður og er að öllum líkindum enn kommúnist- ar. í áraraðir leitaði það sinna fyrirmynda i Sovétrlkjunum og Austur-Evrópu. Margir af helztu Thor Thors menntamönnum Alþýðubanda- lagsins hafa t.d. hlotið framhalds- menntun I kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Þeir hafa sig mjög I frammi innan Alþýðu- bandalagsins og eru hugmynda- fræðingar þess I utanríkismálum. Markmið þessa fólks er að stuðla að afnámi borgaralegs lýðræðis á islandi og byggja upp I staðinn þjóðfélag á grundvelli þjóðlegs sósialisma að hætti alþýðulýð- velda Austur-Evrópu. Eins og vitað er, byggist hinn þjóðlegi sóslalismi þessara ríkja á alræði fámenns hóps kommúnista er hafa tögl og hagldir á flestum sviðum þjóðlifsins I skjóli her- valds og lögreglu. Er skammt að minnast, hvernig pólskir verka- lýðsleiðtogar voru leiknir I Pól- landi i sumar, þegar verkafólk þar I landi lagði niður vinnu til að mótmæla verðhækkunum og dýr- tið. Nokkrir tugir verkalýðsfor- ingja voru dæmdir til refsingar og fangavistar fyrir að hafa stofn- að til þessara mótmæla og fyrir það að hafa stuggað við nokkrum kommúnistaforingjum úr yfir- stétt landsins. Hérlenda fylgismenn þessara ólýðræðislegu stjórnarhátta, þar sem verkafólk er raunverulega ánauðugt og tjáningarfrelsið bannað, er sem fyrr er frá greint helzt að finna I menntamanna- stétt Alþýðubandalagsins og einn- ig á ritstjórnarskrifstofu Þjóðvilj- ans. Sumt af þessu fólki hefur stundum farið ákaflega frjálsum höndum um sannleikann. ÓVÖNDUÐ UMRÆÐAUM UTANRÍKISMÁL Á það einkanlega við um ís- lenzk utanríkismál. í gegnum ár- in hefur þetta fólk I ræðu og riti fjallað um utanríkismál þjóðar- innar með þeim hætti að háski hefði stafað af fyrir íslenzku þjóð- ina, ef það hefði fengið að ráða. Væri hægt að nefna mörg dæmi þessa. En hið alvarlegasta er, að hér er að staðið með vísvitandi hætti. Á kerfisbundinn og skipu- lagðan hátt er fjallað um hin við- kvæmu utanrlkismál, án tillits til sögulegra staðreynda eða þess umhverfis sem tslendingar búa við I samfélagi þjóðanna. Mark- mið þessarar neikvæðu iðju er að gefa fólki rangar hugmyndir um hvað hefur raunverulega og raun- hæfa þýðingu I utanríkismálum og samskiptum islands við aðrar þjóðir, sérstaklega vestrænar þjóðir. Ávirðingar þeirra eru und- irstrikaðar, en aldrei minnzt á hinar jákvæðu hliðar, né góð sam- skipti er Islendingar hafa átt eða eiga við þær. Gott dæmi þessa er hið sérstaka hatur Þjóðviljamanna á Banda- ríkjunum og Vestur-Þýzkalandi samanber greinar í blaðinu þar um á liðnum árum. í umræðum um utanríkismál ganga þessir menn yfirleitt framhjá grund- vallarstaðreyndum eða hirða ekki um að afla sér réttra og haldgóðra upplýsinga um meginefni þessara mála. i þessu sambandi mætti nefna rakalausar fullyrðingar I Þjóðviljanum á þessu sumri um það, að Islendingar hefðu orðið að ganga I Atlantshafsbandalagið árið 1949 til þess að geta leyst fisksölumál sín um og eftir árið 1947. Reynt er að óvirða minn- ingu Bjarna Benediktssonar I þessum skrifum og honum gerð upp orð og athafnir á grundvelli einhverra skrifa bandarisks sendifulltrúa, er hér mun hafa dvalizt á þeim tíma. AÐ HAFA ÞAÐ SEMSANNARA REYNIST Hið rétta og sanna I þessu máli er að á fyrsta starfsári Bjarna Benediktssonar sem utanrfkisráð- herra árið 1947 gerði Thor Thors, þáverandi sendiherra, samning við bandarísk hernámsyfirvöld I Vestur-Þýzkalandi um sölur mikils magns freðfisks. Var það liður I matvælaútvegun Vestur- veldanna til að forða þýzku þjóðinni frá hungurmorði árin 1947 og 1948. 1 framhaldi af þessum samningi var síðar gerður samningur um löndun mikils magns fsfisks I Vestur-Þýzkalandi 1948 og 1949. -— islendngar fengu mjög gott verð fyrir þessar afurðir. Hér var um gagnkvæma hagsmuni að ræða en ekki ein- hliða vanda I sölumálum Islands á þeim árum. Ummæli hins bandarfska sendi- fulltrúa eru annaðhvort röng eða byggð á algjörum misskilningi. Það er svo annað mál að I sjálfu sér skipta ummæli einhvers er- lends manns hér sáralitlu máli. Meginatriðið er, að I greinum Þjóðviljans er gengið framhjá grundvallaratriðum um þróun utanríkismála íslands og þar með utanríkisviðskipta á þessum tíma og sfðar. SJÁLFSTÆÐ OG VELHUGSUÐ STEFNA Umrædd skrif I þjóðviljanum eru svo einkennandi fyrir alla umræðu þessa blaðs og ákveðinna menntamanna Alþýðubanda- lagsins um utanríkismál Islands að tfmabært er að þessum skrif- um sé eitthvað svarað. Nauðsyn- legt er að leiða sannleika þessara mála I dagsljósið og úndirstrika mikilvægi þess að íslendingar séu þess vel meðvitandi hvar raun- verulegir hagsmunir þeirra eru I þessum efnum. Fólk þarf að hafa greinargóðar og sannar hug- myndir um þróun Islenzkrar utan- rlkisstefnu, sérstaklega á sviði utanrikisviðskipta frá stofnun lýðveldisins íslands árið 1944 eða á mesta góðæris- og framfara- skeiði þjóðarinnar. Án nokkurs vafa á hin velhugsaða, sjálfstæða og staðfasta stefna I utanríkis- málum sem mótuð var á upphafs- árum lýðveldisins I tlð Bjarna Benediktssonar, mikinn þátt I því að tryggja grundvöll þessa mikla blómaskeiðs. Mun nánar vikið að mótun íslenzkrar utanríkistefnu I næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.