Morgunblaðið - 14.09.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMB^R 1976
23
Markakóngar á ferð. Ingi BJörn Albertsson, Hermann Gunnarsson og
Guðmundur Þorbjörnsson. Þeir skoruðu alls 38 mörk i 1. deildar
keppninni f sumar, af þeim 45 sem Valsmenn gerðu.
Guðjón Guðjónsson 2
Einar Gunnarsson 2
Guðni Kjartansson 1
Sigurður Björgvinsson 1
Þorsteinn Ólafsson 1
Gísli Torfason 1
Sinn stærsta sigur i íslandsmót-
inu í sumar unnu Keflvíkingar í
fyrsta leik sinum, er þeir sigruðu
FH-inga í Keflavik 6—1. Mesta
tap IBK-Iiðsins var hins vegar
1—4 tap fyrir Akurnesingur á
Akranesi.
Ólafur Júliusson hlaut flest stig
að meðaltali í einkunnagjöf Morg-
unblaðsins, 36 stig fyrir 15 leiki,
eða 2,400 að meðaltali. Sex stiga-
hæstu leikmenn Keflavíkurliðs-
ins voru eftirtaldir:
Ólafur Júliusson 36 (15)—2,400
Gísli Torfason 21 (9) 2,333
Einar Gunnarsson 37 (16)—2,312
Þorsteinn Ólafsson35 (16)—2,187
Guðni Kjartansson 30 (15)—2.000
Lúðvik Gunnarsson
21 (11)—1,909
KR
I LEIKJUM sinum í sumar notaði
KR alls 24 leikmenn, og var eina
liðið sem átti engan leikmann sem
lék alla leikina 16. Þrir KR-ingar
voru hins vegar með 15 leiki, þeir
Ottó Guðmundsson, Ólafur Ólafs-
son og Jóhann Torfason.
Alls skoruðu KR-ingar 20 mörk
í 1. deildar keppninni sl. sumar og
skiptust þau þannig milli 8 leik-
manna:
Jóhann Torfason 7
Björn Pétursson 4
Guðmundur Jóhannesson 3
Ottó Guðmundsson 2
Hálfdán örlygsson 1
Árni Guðmundsson 1
Birgir Guðjónsson 1
Guðmundur Yngvason 1
Sinn stærsta sigur í 1. deild i
sumar vann KR I fyrsta leik sín-
um í deildinni, er liðið vann Þrótt
4—1, en KR tapaði hins vegar
aðeins einum leik með tveggja
marka mun, fyrir IA 1—3.
Sá leikmaður KR-liðsins sem
fékk bezta útkomu í einkunnagjöf
blaðamanna Morgunblaðsins, var
Halldór Björnsson, sem hlaut 30
stig fyrir 12 leiki, en sex efstu
menn KR-liðsins urðu eftirtaldir:
Halldór Björnsson 30 (12)—2,500
OttóGuðmundsson37 (15)—2,466
Sigurður Indriðason
34 (14)—2,428
Magnús Guðmundsson
28 (13)—2,153
Björn Pétursson 27 (13)—2,076
Hálfdán örlygsson 27 (14)—1,928
FH
SAUTJÁN leikmenn léku með 1.
deildar liði FH i vetur, þar af
fimm leikmenn alla 16 leikina.
Það voru þeir Ömar Karlsson,
Viðar Halldórsson, Ólafur Dani-
valsson, Pálmi Sveinbjörnsson og
Helgi Ragnarsson.
FH-ingar skoruðu alls 11 mörk í
1. deildar keppninni s.l. sumar, en
fengu á sig 31 mark. Átta leik-
menn skoruðu mörkin 11 og skipt-
ust þau þannig milli þeirra:
Helgi Ragnarsson 4
Magnús Teitsson 1
Jóhann Rikharðsson 1
Leifur Helgason 1
Logi Ólafsson 1
Ólafur Danivalsson 1
Gunnar Bjarnason 1
Janus Guðlaugsson 1
Mesti sigur FH-inga i 1. deildar
keppninni I sumar var 2—0 sigur
yfir Þrótti í fyrri umferð keppn-
innar, en tvivegis töpuðu FH-
ingar leikjum með fimm marka
mun, 1—6 á móti ÍBK og 0—5 á
móti V al.
Sá FH-ingur er hlaut flest stig
að meðaltali í einkunnagjöf Morg-
unblaðsins var Ólafur Danivals-
son, eða 38 fyrir 16 leiki. Sex
hæstu leikmenn liðsins voru eftir-
taldir:
Ólafur Danivalsson38 (16)—2,375
ViðarHalldórsson 37 (16)—2,312
Janus Guðlaugsson32 (14)—2,285
Gunnar Bjarnason 25 (13)—1,923
ÓmarKarlsson 30 (16)—1,875
Andrés Kristjánsson
20 (12)—1,666
ÞRÓTTUR
ÞRÓTTUR notaði fleiri leikmenn
í lið sitt í sumar en önnur lið, eða
24 talsins, en aðeins einn leikmað-
ur, Guðmundur Gíslason, lék alla
16 leiki félagsins. Þrír leikmenn
voru svo með 14 leiki, en aðrir
færri og allmarkir með 1 eða 2
leiki.
Þróttur skoraði aðeins 10 mörk
I 1. deildarkeppninni i sumar, en
fékk á sig 39 mörk. Mörkin 10
skoruðu 8 leikmenn og skiptust
þau þannig á milli þeirra:
Þorgeir Þorgeirsson 3
Þorvaldur Þorvaldsson 1
Sverrir Brynjólfsson 1
Halldór Arason 1
Guðmundur Gfslason 1
Jóhann Hreiðarsson 1
Aðalsteinn örnólfsson 1
Leifur Harðarson 1
Jón Þorbjörnsson, markbörður
Þróttar, varð stigahæstur í eink-
unnagjöf Morgunblaðsins, hlaut
29 stig fyrir 13 leiki, en sex hæstu
leikmenn Þróttarliðsins urðu eft-
irtaldir:
Jón Þor’ojörnsson 29 (13)—2,230
Guðmundur Gislason
32 (16)—2,000
Sverrir Brynjólfsson
28 (14)—2,000
Þorvaldur Þorvaldsson
20 (1P)— 2,000
Jóhann Hreiðarsson '•
27 (14)—1,928
Halldór Bragason 15 ( 8)—1,975
LIÐ Þróttar, sem vann sig upp I aðra deild I þriðja skifti nú um helgina. Nöfn liðsmanna eru þessi:
Fremri röð frá vinstri: Njáll Eiðsson, Árni Guðjónsson, Magni Björnsson, Ágúst Þorbergsson, Magnús
Magnússon, Sigurður Friðjónsson, Viðar Sveinsson og Magnús Jónatansson þjálfari. Aftari röð frá
vinstri: Eirfkur Þ. Magnússon, Benedikt Sigurjónsson, Bjarni Jóhannsson, Einar Sigurjónsson, Björgúlf-
ur Halldórsson, Hjörtur Gfslason, Guðmundur Sólheim og Þórður Þórðarson gjaldkeri félagsins..
Ljósmynd: Trausti Traustason.
ÞRÓTTUR N í AÐRA DEILD
ÞRÓTTUR, Neskaupstað, varð ör-
uggur sigurvegari f úrslitum um
aukasætin f annarri deild næsta
ár, en það verður þriðja árið sem
liðið verður í annarri deild. Reyn-
ir, Árskógsströnd, varð f öðru sæti
og heldur þvf sæti sfnu f annarri
deild, en silfurlið þriðju deildar,
Afturelding, sem varð i þriðja
sæti, leikur áfram f þriðju deild.
Mótið á Eskifirði, sem fór fram
i bezta veðri, var vel skipulagt,
enda voru öll liðin ánægð með
framkvæmd þess. Ég tel vist að
hvergi hefðu komið svo margir
áhorfendur annars staðar, en
greiddur aðgangseyrir nam um
250 þúsundum og munar litlu að
það dugi til að greiða allan ferða-
kostnað liðanna.
Dómgæzlu önnuðust þeir Óli
Fossberg, Hjörvar Jensson og
Stefán Garðarsson og var hún f
stakasta lagi.
Þróttur — Reynir 2—0
Þróttur var sterkara liðið í bar-
áttuleik og verðskuldaði fyllilega
sigur. Fyrri hálfleikur var nokk-
uð jafn og skiptust liðin á sóknar-
lotum, en án þess að mark yrði
gert.
Strax í upphafi seinni hálfleiks
gerði Þróttur sitt fyrsta mark og
var það Bjarni Jóhannsson sem
það gerði með laglegu langskoti,
sem bezti maður Reynis, Eirfkur
náði ekki að verja. Eftir það áttu
Þróttarar nær allan leikinn og
Einar Sigurjóns innsiglaði sigur
Þróttar með þrumuskoti úr vita-
teignum eftir að Sigurður Frið-
jónsson hafði brotizt upp að enda-
mörkum og rennt á hann. Þróttar-
liðið lék þennan leik nokkuð vel
og brá fyrir góðum samleiksköfl-
um, þrátt fyrir að þrjá af fasta-
mönnum liðsins vantaði. Reynis-
menn voru fremur slakir enda
vanir grasi og nýkomnir úr sjö
tfma ferðalagi.
Keynir- Afturelding 2—0
Reynir var sterkari í afar slök-
um leik þar sem boltinn gekk
mótherja á milli, en þó tókst báð-
um Iiðunum að skapa sér hættu-
leg færi, sem nýttust mjög illa,
enda ekkert mark gert fyrr en í
seinni hálfleik, þegar Reynir fékk
hornspyrnu og Jón Gunnlaugsson
skallaði i bláhornið uppi. Siðar i
hálfleiknum gerði Gylfi Baldvins-
son annað mark Reynis og við það
sat. Lið Aftureldingar var ekki
upp á marga fiska í þessum leik
og hefur f jarvera Kristjáns Sigur-
geirssonar þjálfara og Jónasar
Þórs verið þar þung á metunum.
Þrátt fyrir sigurinn í þessum leik
voru Reynismenn slakir og verða
þeir að leika betur næsta ár ef
þeir ætla að halda sæti sínu í
annarri deild. Duncan Macdowel,
þjálfari liðsins, sagði að þetta
hefði verið erfitt í sumar, mikið
um meiðsli og ýmsa erfiðleika, en
flestir liðsmenn eru smábátasjó-
menn sem fara út snemma á
morgnana og koma seint að á
kvöldin og eiga þeir því erfitt um
vik.
Afturelding-Þróttur 0—4
Þetta var bezti leikur úrslit-
anna og voru bæði liðin heldur
betri en í fyrri leikjum sínum.
TVrri hálfleikur var fremur þóf-
kenndur, og fremur lftið um færi
enda ekkert mark gert. I seinni
hálfleik tóku Þróttarar svo leik-
inn f sínar hendur og pressuðu
stfft og sýndu þá oft skemmtileg-
ar sóknarlotur og fóru fallega upp
kantana, einnig voru horn, inn-
köst og aukaspyrnur þeirra afar
hættulegar. Fyrsta mark Þróttar
gerði Einar Sigurjónsson beint úr
horni, annað gerði Sigurður Frið-
jónsson með góðu stkoti frá vita-
teig, það þriðja gerði Árni Guð-
jónsson með skalla eftir að
Magnús Magnússon framlengdi
langt innkast frá Bjarna Jóhanns-
syni. Siðasta mark Þróttar gerði
svo Björgúifur H:lldórsson eftir
gott spii upp vinstri kantinn.
Tækifæri Aftureldingar voru fá
og meinlaus enda komst liðið litið
áfram gegn sterkri vörn Þróttar.
Beztu menn Aftureldingar i
leiknum voru Hafþór Kristjáns-
son, Jóhann Sturluson og Diðrik
Ásgeirsson en breidd liðsins er of
lítil og háir það liðinu mjög. Lið
Þróttar lék þennan leik nokkuð
vel, einkum seinni hálfleik, og
hefur þjálfari þeirra, Magnús
Jónatansson, náð góðum árangri
með liðið í sumar. H.G.
Athugasemd
VEGNA skrifa Steins Helgasonar
í Morgunblaðinu nú nýverið um
úrslitin f 4. flokki f knattspyrnu
sem fram fóru á Akranesi vill
Ungmennafélag Bolungarvfkur
taka fram eftirfarandi vegna
skrifa hans um bolvíska liðið:
Bolvikingar voru þarna með
pflur og viðurkenndu það strax
BOIT Á
KENÍABtJINN Mike Boit gerði
atlögu að heimsmetinu f 800
metra hlaupi á móti sem fram fór
f Siena á ltalfu um helgina, en
þrátt fyrir góða tilburði tókst
honum ekki. Tfmi Boit f hlaupinu
var þó mjög góður eða 1:45,95
mfn. Heimsmetið f greininni er
hins vegar 1:43,50 mfn., sett af
Kúbumanninum Álberto
fyrir Gunnari Sigurðssyni sem
sfðan rak þá úr skólanum.
En það
voru líka fleiri lið sem voru með
pflur og voru valdir að meiri
skemmdum en okkar menn, sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem ég
hef fengið frá Akranesi. Og það
þykir mér miður að okkur sé
kennt um skemmdir sem við eig-
Juantorena á Ólympfuleikunum f
Montreal.
Boit er nú á keppnisferðalagi i
Evrópu, og hefur látið hafa eftir
sér, að hann ætli ekki að láta
staðar numið, fyrr en hann hefur
bætt heimsmetið. — Ég tel mig
vera f formi til þess að slá metið
hvenær sem er, en það sem mig
skortir fyrst og fremst er meiri
keppni, sagði Boit eftir hlaupið í
Siena.
um ekki einir. Og ætti Steinn að
láta það koma fram hverjir fleiri
áttu þarna hlut að máli. Ég ætla
ekki að hylma yfir með þeim
þremur drengjum úr bolviska
liðinu sem voru valdir að hluta
þessara skemmda, sem öllum
liðsmönnum er kennt um. Þeir
taka út sfna hegningu hér heima
og eins og' áður segir óskum við
eftir því að hið rétta komi fram í
þessu máli og erum reiðubúnir að
greiða okkar hluta skemmdanna
ef hlutlaus aðili verður fenginn
til þess að meta þær.
fh. Ungmennafélags Bolungar-
víkur
Benedikt Kristjánsson, formaður.
f
Fjölmargir bandarískir frjáls-
íþróttamenn tóku þátt í mótinu á
ítalíu og má nefna að Mac
Wilkins, heimsmethafi f kringlu-
kasti sigraði örugglega f kúlu-
varpi með 18,42 metra.
Jim
Bolding sigraði I 400 metra
-grindahlaupi á 50,03 sek. og
„gamli maðurinn Willie Daven-
port í 110 metra grindahlaupi á
13,4 sek.