Morgunblaðið - 14.09.1976, Page 25

Morgunblaðið - 14.09.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 25 Farþegarnir ganga frá borði á Parisarfiugvelli. ,Jjíflátsógmm vofði yflr okkur allan tímann ” Frásagnir farþega TWA-þotunnar New York — París 13. september AP — Reuter. „SKELFILEGASTA augnablik ferðarinnar var á Parísarflugvellin- um, er ræningjarnir þjöppuðu okkur öllum umhverfis sprengjurn- ar og hótuðu að sprengja okkur í loft upp,“ sagði Norreen Collins kennari frá New York, sem var meðal farþega f TWA-þotunni, sem Króatarnir 5 rændu um helgina. „Við gátum ekki vitað, að þeir voru að gabba okkur, og svona héldu þeir okkur ( hátt f klukkustund. Það var alveg hræðileg lffsreynsla. Þeir sögðust myndu drepa okkur öll ef Bandarfkjastjórn yrði ekki við kröfum þeirra. sem þeir sögðu, að væru mjög einfaldar". hreint ótrúlega kurteisir. Þeir hefðu beðið farþegana um að sýna samstarfsvilja, og sagt, að þeir þyrftu ekkert að óttast, engum myndi gert mein. Þeir vildu aðeins vekja athygli á málstað sinum. Perkins sagði, að þeir hefðu komið í farþega- klefann og spurt, hvort nokkur ætti við heilsufarsleg vandamál að striða. Perkins sagði, að far- þegarnir hefðu verið ákaflega rólegir og aldrei æórazt. Hann sagði, að er ræningjarnir hefðu tilkynnt á Gander, að þeir væru tilbúnir að sleppa einhverjum farþegum hefðu þeir spurt, hverjir ættu að fara, og hefðu þá allir verið sammála sem einn maður, að hjón með börn og Busic f flugstjórnarklefa TWA- þotunnar. Sam Edsell, 17 ára frá Mon- roe New Hampshire, sagðist hafa verið skelfingu lostinn, er ræningjarnir voru að rjála við það, sem farþegarnir héldu, að væri sprengja, sett saman úr 6 túbum af dínamiti með þráðum i rafhlöðu og hnapp til að sprengja hana. Edsell sagði, að ræningjarnir hefðu yfirleitt verið einkar þægilegir og góðir f viðmóti nema síðasta klukku- tímann á Parísarflugvelli, þeg- ar þeir hótuðu að spi >ngja vél- ina. Hann sagði, að r._aingjarn- ir hefðu alltaf verið að segja við farþegana, að þeir vildu ekki gera neinum mein, þeir vildu aðeins vekja athygli á málstað sínum. Þegar þeir hefðu mætt einhverjum f ganginum hefðu þeir beðizt afsökunar eða sagt „þakka þér fyrir“, er skelfdir farþegarnir viku fyrir þeim. ÓTRCLEGA kurteisir Sem kunnugt er var 34 far- þegum leyft að fara frá borði i Gander á Nýfundnalandi. Einn þeirra var James Perkins, 29 ára frá New York. Perkins sagði við fréttamenn i Chicago eítir að hann hafði gefið alrik- islögreglunni FBI skýrslu, að flugræningjarnir hefðu verið FlugræningjarniD áður en þeir fóru um borð f frönsku herþotuna, sem flutti þá til New York. vinstri: Mark Vlasic, Prane Psut, Petar Matav'c, Zvonko Busic og Julianne Eden Busic kona hans. konur skyldu fara, enginn orðið til þess að spretta upp og segja „ég“. MARGAR RÆNASTUNDIR Meðal farþeganna var kaþ- ólskur biskup frá Preoria í 111- inois, Edward O’Rourke, sem var á leið frá fundi í New York. Hann sagði fréttamönnum, að hann hefði I samvinnu við flug- stjórann reynt að fá ræningj- ana til að ræða málin og einnig til að fá þá til að hætta við áform sín. Hann sagðist árang- urslaust hafa reynt að sýna þeim fram á, hve siðlaust at- hæfi þeirra væri, en þeir vísað slikum tilraunum á bug. Hann sagðist einnig hafa stjórnað mörgum bænastundum með farþegunum. Biskupinn sagði, að líflátsógnun hefði hvílt yfir hverjum einasta manni allan tímann, sem þeir voru um borð i vélinni, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar á Parísarflug- velli, en þá hefðu ræningjarnir tekið „sprengjurnar” og rifið þær í sundur og sýnt þeim, að ekkert sprengjuefni væri f þeim, aðeins leir og nokkrir meinlausir rafmagnsvírar. O’Rourke sagði, að enginn um borð hefði meiðzt, en að einn maður hefði fallið f sykursýkis- dá vegna skorts á mat og vatni um borð. Sá maður var fluttur f sjúkrahús í París. Hann sagði, að skelfilegasta augnablikið hefði verið, skömmu áður en ræningjarnir gáfust upp, er þeir settu alla farþegana saman í hnapp umhverfis sprengju og sögðu, að samningaviðræður við frönsk yfirvöld gengju illa. Héldu þá margir farþeganna, að sfðasta stundin væri runnin upp. Biskupinn sagði, að sér hefði ekki virzt nokkur farþeg- anna reiðast, er ræningjarnir sýndu, að þeir hefðu aðeins ver- ið að gabba með sprengjurpar, enda allir verið svo fegnir að losna úr prfsundinni. Fólk hefði verið orðið yfir sig þreytt af svefnleysi og stöðugri tauga- spennu. EINTÓMT GABB Flugvélstjóri þotunnar, Thomas D. Sheary, lét það verða sitt fyrsta verk að hringja i eiginkonu sína, Mary Ann, f New Jersey og ræddi síðan við fréttamenn. „Þetta var allt gabb, eintómt gabb, þeir voru ekki með neitt sprenguefni eða ' Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.