Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 33

Morgunblaðið - 14.09.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976 33 fclk í fréttum + Faisal prins af Saudi- Arabiu á það stundum til, eins og sumir tslendingar, að bregða sér til Lundúna ( inn- kaupaferð. Nú á dogunum var hann þar staddur og vegna þess að hann er mikill áhugamaður um karate keypti hann sér ýms- an útbúnað sem að þvf lýtur — fyrir 3 milljónir krðna. + Hann Elton John lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar gleraugu eru annars veg- ar. Nú á dögunum keypti hann sér ein I Los Angeles sem eru úr platfnu og gaf fyrir þau hvorki meira né minna en 2,7 milljónir króna. + Þrír vinsælustu leikararn- ir um þessar mundir, Michael Caine, Donald Sutherland og Robert Duvall, eru nú f óða önn við upptökur á mynd sem f jall- ur um það hvernig Þjóðverjar ætluðu að ræna Winston Churchill meðan á styrjöldinni stóð. Caine leikur þýzkan ofursta f enskum herklæðum en Suther- land kemur fram f hlutverki tra, sem er á snærum Þjóð- verja. Kvenmaðurinn á mynd- inni leikur unga stúlku sem er ástfangin af Sutherland. Hún heitir raunar Jenny Agutter og er sögð geta komið hjörtum mannanna til að slá hraðar. Newman og systurnar + Hann lætur ekki árin og aldurinn á sig fá hann Paul Newman, sem nú er að verða 53ja ára. Hann gæti raunar verið faðir systranna, sem með honum eru á myndinni, en svo er þó ekki og hann hefur ekki haft neitt „saman við þær að sælda“ fyrr, enda til þess tekið hvað hann lifir eðlilegu og hamingjusömu fjölskyldulffi. Systurnar, eða Sparkle- tvfburarnir eins og þær kall- ast, hittu Newman þar sem hann var við upptöku á nýrri mynd, „Slap Shot“, og hann varð fúslega við beiðni þeirra um að vera með þeim á mynd- inni. deili eða hvernig á ferðum hans stæði. Lögreglan var þvf f standandi vandræðum og auk þess hraus henni hugur við að Grána yrði e.t.v. „mál“ inni á lögreglustöðinni, en áður en til þess kom kom eigandinn og leysti klárinn úr prfsundinni. + Það ^fkti hálfgert öng- þveiti á götum New York- borgar nú fyrir skemmstu þeg- ar grár smáhestur skeiðaði um stræti og torg, virti hvorki boð né bann og braut allar þær um- ferðarreglur sem hann mögu- lega gat. Lögreglan brá náttúrulega hart við og snaraði hestinn á gamlan og góðan máta og færði hann til yfir- heyrslu á lögreglustöðina. Þar varð heldur fátt um svör og reyndar þverskallaðist Gráni aiveg við að segja á sér nokkur Enginn kemst hjá æfingu Ef hann vill tala erlend tungumál. Æfinguna færðu hjá okkur. f Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefjast fimmtudag 23. september. Sími 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 \mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mf Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám ENSKA ÞÝZKA FRANSKA SPÁNSKA NORÐUR- LANDAMÁLIN, ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl í kennslu- stundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist í TALMÁLI. SÍÐDEGISTÍMAR — KVÖLDTÍMAR Símar 11109 og 10004 (kl. 1 — 7 e.h.) Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 f EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU LUXO vinsœll lampi fyrir skolafolk. margir litir fvrir allt að 75w pnilips argenta super lux peru PL-85 ný gerð með hálfgegn sœjum skermi sem gefur hlýja birtu fyrir allt að 60 w pnilips argenta V super peru J heimilistœki sf Hafnarstræti 3— 16555 Sætúni8 — 20455 i:::

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.