Morgunblaðið - 14.09.1976, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976
Börnin 1
Bjöllubæ
efíir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
stórt borð úti á miðju gólfi og skápar og
hillur meðfram öllum veggjum nema við
gluggana, en undir einn gluggann var
sett sérstakt borð handa þeim og á það
borð var skókassinn settur.
Þegar vísindamaðurinn var farinn
heim til sín ( hann svaf auðvitað ekki á
rannsóknastofunni, þó að hann vekti oft
fram eftir nóttu) og þvottakonan var
búin að þvo, skreið Jóa Gunna upp úr
skókassanum. Bjöllustrákarnir sex eltu
mömmu sína, en bjöllustelpurnar voru
kvöldsvæfar og þægar og löngu sofnaðar.
Maggi bjöllupabbi lá líka í skókassanum
og hraut hátt. Hann var svo uppgefinn
eftir flutningana. Maggi bjöllupabbi var
lika dálítið værukær og latur.
Jóa Gunna skreið fram á borðbrúnina
og gægðist fram af henni, en Þeir Billi og
Balli, Lilli og Lalli, Buggur og Kuggur
litu stóreygðir í kringum sig. Allt málað
hvítt og svo undarlega stórt og bjart ljós i
loftinu. Það fór hrollur um þá. Það fór
líka hrollur um Jóu Gunnu, en það var af
öðrum ástæðum. Hún hafði fyrir löngu
vanist hvítu veggjunum, skrítnu tækjun-
um og bjarta ljósinu. Nei, það fór hrollur
um Jóu Gunnu, þegar henni varð litið
niður á gólfið.
— Þarna niðri barðist mamma ykkar
einu sinni við köngurló, sagði hún við
syni sína.
— Hvað er köngurló, mamma? spurði
Billi.
Hann hafði aldrei séð köngurló, en það
hafið þið sjálfsagt. Kannist þið ekki við
visuna um köngurlóna:
„Köngurló, köngurló,
vísaðu mér á berjamó,
þá skal ég gefa þér gullskó.,,
Aftur kipptist Jóa Gunna við, þegar
henni varð hugsað til köngulóarinnar.
— Það er stórt, loðið skrímsli, sem étur
litlar bjöllur, sagði hún.
— Er köngurló stærri en pabbi? spurði
Balli.
— Miklu, miklu stærri.
— Stærri en vísindamaðurinn? spurði
Billi.
— Miklu, miklu minni, svaraði mamma
þeirra.
Engin hætta er
á því, aó konan
mín geti setið
fyrir okkur
hér.
MORö'dh/
KAttlNU
te
Berti borðar ekki spaghetti
öðruvfsi en svona.
y\a*
Eg gat notað föt föður mfns,
eins hlýtur þú að geta dreng-
ur minn.
Ég læt hana fara f gegn einu
sinni enn — hún er leiðin-
leg á litinn.
|»að fara miklar sögur af því
hve Kalifornfa væri dásamleg-
ur staður. Ein þeirra er svona:
Kaliforníubúi kom að hliðum
himnarfkis og bað um inn-
göngu.
— Ilvaðan ertu? spurði
Sankli Pétur.
— Frá Los Angeles.
— Þú getur náttúrulega kom-
ið inn f.vrir, en ég býst ekki við
að þú kunnir við þig.
Hvernig eyðir þú mánaðar-
laununum þínum?
— l’m 30% fara í húsaleigu,
30% í föt, 40% í fæði og 20% í
skemmtanir.
— Ja, en þetta verður samtals
120%.
— Alveg rétt.
Litlum snáða höfðu verið
gefnir 50 aurar. Tuttugu og
fimm aura átti hann að gefa í
siifnunina f Sunnudagaskólan-
um, en fyrir afganginn mátti
hann kaup brjóstsykur.
A leiðinni f skólann hnaut
hann um steinvölu á götunni og
annar tuttugu og fimm eyring-
urinn rann ofan í niðurfall í
götunni.
Jæja, guð, svona fór nú tutt-
ugu og fimmeyringurinn þinn,
sagði drengurinn.
Prestur var að halda Ifkræðu
og komst m.a. svo að orði:
Líkið hefur verið meðlimur
þessa kirkjufélags um 15 ára
skeið.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
20
an f stól eins og til að leita sér
stuðnings. Hvers vegna var henni
svo brugðið. Hann hafði sterklega
á tilfinningunni að sú spurning,
sem brann á vörum hennar, en
hún hafði ekki stunið upp, snerist
um eltthvað annað en Helene.
— Ég veit ekki meira. Það er
ekkert áþreifanlegt. Trúið þér á
hugboð?
Kannski myndi þetta duga án
þess þó að hann misnotaði trúnað-
artraust Everest? Hann varð að
segja henni eitthvað til að hún
leyfði honum að skoða bréfin og
fengi tækifæri til að ræða meira
við hana.
— Þetta var einhvers konar til-
finning sem ég fékk. Ég fann
eltthvað ... án þess þó nokkuð
væri sagt og án þess ég sæi nokk-
uð...
Hún lagði aftur af stað til dyra
en sneri sér við og sagði:
— Hvenær viljið þér fá að sjá
þessi bréf?
Klukkan fimm fór hann til
fbúðar hennar.
— Gerið svo vel að koma inn,
sagði hún, og bauð honum inn f
stórt herbergi, sem var Iftt búið
húsgögnum. Dökkt parkett gólfið
glansaði langar leiðir, en veggirn-
ir voru hvftmálaðir. Málverk af
einhverju sem var appelsfnugult
og brúnt, persneskt veggteppi,
nokkrar innbyggðar bókahillur
og nokkrir listmunir. Þar með var
upptalið. Ahrifin voru snyrtileg
en kuldaleg og einhverra hiuta
vegna ekki þau sem haAn hafði
búizt við.
Hún hafði lagt bréfabunka á
kaffiborðið framan við sófann.
— Þessi eru frá þvf áður ...
Hún benti á tvö þykk umslög full
af bréfum. Og þessi eru þau nýj-
ustu. Þau voru f jögur.
Hann las þau gömlu á undan.
Þar voru ftarlegar lýsingar á
þvf, hvar Helene hafði verið og
hvert hún hafði farið með Walter,
hvað hann hafði sagt og gert og
hvað Jamie hafði sagt og hvað
hann hafði gert. Sannkölluð upp-
sprettulind af fróðleik um dag-
legt lff hennar. Skrifuð á mjög
persónulegan hátt.
Svo komu seinni bréffn. Þau
voru mjög stutt og ákaflega
þvinguð. t þeim stóð bókstaflega
ekki nokkur skapaður hlutur.
Hún las mikið. Hafði Linn lesið
einhverja bók? Hún var ailtaf að
lesa. Jú, hún hafði fengið nýju
bókina hennar Linn. Jamie hafði
pantað hana handa henni. Teikn-
ingarnar voru góðar ... f tveimur
bréfanna nefndi hún, að hún riði
út á hverjum degi.
Engin vfsbending um nokkurn
skapaðan hlut.
— Merkilegar andstæður, sagði
hann.
— Já, hvaða ályktun dragið þér
af þessu.
— Það er eins og hún hafi
breytzt — hún sé alger umskipt-
ingur miðað við fyrri tfð.
— Já, þannig verkar það Ifka á
mig. Linnet Emries reis upp og
gekk fram og aftur um gólfið.
— Eða eins og þið tvær hafið
alltaf misst þráðinn.
— Þá myndi hún bara sleppa
þvf að skrifa mér.
— Maður skyldi halda það. Eg
hef furðað mig á þvf hvers vegna í
ósköpunum hún væri að skrifa
mér — fyrst bréfin eru svona.
Engin hlýja, ekkert talað um
gamla daga. Eg skii þetta ekki
lengur og það veldur mér æ meiri
heilabrotum eftir þvf sem lengra
Ifður.
— Já, hugsaði Jack, það var
engu Ifkara en einhver læsi henni
fyrir...
Hún kom og settist við hlið
hans f sófanum.
— Hvað áttuð þér við með þvf,
sem þér sögðuð f morgun, að það
sé ekki allt með felldu á búgarð-
inum?
En það var nú levndarmál
þeirra Everest og hans.
— Bara að ég vissi það, sagði
hann. — Það var þess vegna, sem
ég hafði áhuga á að sjá bréfin. Eg
vonaðist til að finna einhverja
vfsbendingu f þeim. En við fyrstu
sýn kem ég ekki auga á hana.
— Þér hljótið að hafa eitthvað
meira við að stvðjast. Þér sögðuð,
að áður en ég kom til yðar hefði
þessi hugsun leitað á yður ... þér
hljótið að hafa séð eitthvað eða
heyrt eitthvað, sem þér viljið
ekki segja mér.
— Það eina sem ég get sagt
yður með fullri vissu er að Ever-
est virðist óska eftir þvf að halda
sambandinu við mig og nota
greinina sem yfirskin. Það er
áreiðanlega ekki Ifkt honum?
— Hreint ekki.
Hann baðaðrút höndunum.
— Ég vonast til að fá meira að
vita þegar ég vitja hans næst og
sýni honum greinina til að hann
leggi blessun sfna yfir hana. Ev-
erest gaf f skyn, að eitthvað væri
meira á bak við samtal okkar,
eitthvað sem hann vildi að ég
vissi. Eða kannski hann hafi von-
að að mér tækist að komast að þvf
upp á eigin spýtur.
— Þér talið f gátum.
— Ég veit það. En þér verðið að
trúa mér, þegar ég segi, að ég
kæri mig ekki um það. Ég er að
leita svars og það er meira en Iftið