Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 Milljón fjár slátrað 1 haust? Útflutningsuppbætur áætlaðar 1700 millj. kr. í ár SAUÐFJÁRSLÁTRUN er nú al- mennt hafin f sláturhúsum lands- ins. Að sögn Jónmundar Ólafsson- ar, kjötmatsformanns hjá Fram- leiðsluráói landhúnaðarins, hafa um 50 aðilar fengið leyfi til slátr- unar og eru sláturhús á þeirra vegum 57. I.íkur eru á að fall- þungi dilka á þessu hausti verði ekki meiri en I fyrra og jafnvel heldur minni. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, er talið að fjöldi fjár, sem slátrað verður í haust, verði rétt innan við eina milljón. 1 fyrra var sótt um slátur- leyfi fyrir 1.033 þúsund fjár en hins vegar var ekki slátrað nema 962 þúsund fjár. Nú hefur verið sótt um sláturleyfi fyrir 1.044 þús- und fjár. Haustið 1975 bárust til slátur- húsanna 12.787 tonn af dilkakjöti og 1.927 tonn af ær-, hrúta- og geldfjárkjöti eða samtals 14.683 tonn. Við upphaf sláturtíðar nú í haust námu kindakjötbirgðir í landinu um 300 tonnum af dilka- kjöti og 300 tonnum af ærkjöti en á árinu voru flutt út 4.300 tonn af dilkakjöti. Að sögn Jóns R. Björnssonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins má gera ráð fyrir að það verð, sem fengizt hefur fyrir þessi 4.300 tonn af dilkakjöti Framhald á bls. 18 t sláturtfð. Ljósm. Friðþjófur. Vikingi breytt í nótaskip Byggt yfir þilfar Sigurðar N(J ER f bígerð að breyta togar- anum Vfkingi frá Akranesi í nóta- skip og ef af verður, á skipið að verða tilbúið til veiða á næstu loðnuvertfð. Akveðið er að byggt verði yfir þiljur Vfkings f leið- inni, þannig að burðargetan verði 1300 lestir af loðnu. Víkingur er Spíramálin: 4 MÁLUM AF 7 L0K- ID MEÐ DÓMSSÁTT SAKADOMUR Reykjavíkur hef- ur að undanförnu haft spframálin svonefndu til dömsmeðferðar. Þarna er f grófum dráttum um að ræða 7 mál. Fjórum þeirra er lokið með dómssátt, tvö eru til afgreiðslu hjá sakadómi og eitt er enn til umsagnar hjá ríkissak- sóknaraembættinu. Morgunblað- ið fékk þær upplýsingar hjá saka- dómi f gær, að dómssættir f mál- unum hefðu verið á bilinu 25 þúsund til 300 þúsund krónur. Með spíramálunum er átt við umfangsmikið smygl á 96% spiritus til landsins, sem komst upp um snemma árs 1975. Mál þessi voru fyrst í rannsókn í Keflavík en síðan hjá sakadómi Reykjavíkur, eða þar til Ásgeir Friðjónsson var skipaður rann- sóknardómari í þessum málum. Ásgeir afgreiddi málin til sak- sóknaraembættisins að lokinni rannsókn og það sendi sakadömi Reykjavíkur fyrstu málin til dómsmeðferðar 30. apríl s.1. Lokið er afgreiðslu fjögurra minnstu málanna með dómssátt. Tvö mál eru til afgreiðslu hjá sakadómi. 1 öðru tilfellinu er um að ræða 8 menn, en í hinu tílfell- inu 3 menn. Af þessum 11 mönn- um hefur málum 5 lokið með dómssátt en 6 menn hafa verið Framhald á bls. 18 sem kunnugt er systurskip Sig- urðar RE, en það skip hefur reynzt mjög vel á nótaveiðum sfð- ustu ár. Þegar Sigurði var breytt á sfnum tfma, var ekki byggt yfir dekkið, en allt undirbúið, þannig að það yrði fljótgert. Nú er þvf sem næst ákveðið, að byggt verði yfir þilfar Sigurðar á næstunni hjá Stálvfk f Arnarvogi og standa samningar um verkið yfir um þessar mundir. Eftir breytinguna á Sigurður að taka 1300 lestir af loðnu eða það sama og Vfkingur. Valdimar Indriðason fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar á Akranesi, sem á Víking, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að enn hefði ekki fengizt leyfi til breytinga á Víkingi, en skipið þyrfti að leggja af stað til Noregs f breytingarnar nú um mánaðamótin ef takast Saltað í Siglufirði Siglufirði 28. september REYKJABORG kom hingað f morgun með milli 50 og 60 tonn af Suðurlandsffd, sem söltuð er hjá Þormóði ramma h.f. Þetta er f fyrsta sinn f a.m.k. 10 ár, sem sfld er söltuð á Siglufirði. Sfldin þykir ekki stór á sigifírzka vfsu eða mest f kringum 29 sm að stærð. Sfldin er söltuð fyrir Siglósfld. mj. Takmarkið: Engin slysaalda í ár Óhöppin strax helm- ingi færri en í fyrra VEGFARENDUR f Reykjavík hafa sýnt það fyrstu daga vikunnar, að verulega má fækka sfysum f umferðinni ef menn bara ætla sér það. f gær urðu 6 óhöpp f umferðinni á móti 15 f fyrra og fyrstu 3 daga vikunnar, eða frá þvf Morgunblaðið og slysadeild lögreglunn- ar hófu herferð fyrir fækkun umferðarslysa f skammdeginu, hafa orðið 15 óhöpp á móti 28 sömu daga f fyrra. Hér á eftir fer skrá yfir umferðaróhöppin f gær og til samanburðar er ástandinu lýst sama dag f fyrra: ÞRIÐJIIDAOtJR 1975 Kl. 01.19 — Kkið aftan á bífreið á Suður- landsbraul. Kl. 0X.46 — Kkið aftan á hifreið á Hring- hraut. 3 bifreiðar. Kl. 09.15 — F.kið aftan á bifreiðar á Mikiuhraut. 5 bifreiðar. Kl. 10.36 — Bifreið ekur af Ármúla inn á Háaieitishr. f veg fyrir bifreið. Kl. 11.32 — Kkið aftan á hifreið á Hafn- arfjarðarvegi við Nesti. Kl. 13.03 — Kkið aftan á bifreið á Kleppsvegi. Kl. 14.32— Kkið aftan á aðra bifreið á Kleppsvegi Kl. 15.21 — Kkið aflan á hifreið á Skúla- götu. Kl. 15.36 — Bífreiðum ekið saman á (Áeirsgötu við Ríkisskip. Ljósm. Friðþjófur. Þannig getur farið þegar aðalbrautarréttur er ekki virtur. Þessi árekstur varð á mótum Frfkirkjuvegar og Skothúsvegar klukkan 17.30 f gær. Ökumaður Vauxhall-bflsins hlaut beinbrot. Kl. 15.59 — Kkið út úr innkeyrslu í veg fyrir bifreið. Kl. 16.16 — Barn lenti fyrir almenn- ingsvagni á I.önguhlíð, Nokkur meiðsli. Kl. 16.18 — Vöruhifreið lendir á mann- lausri bifreiðá Freyjugötu. Kl. 16.50 — Arekstur þar sem ökumaður ætlaði fram úr hifreið. sem beygði að innkeyrslu. Kl. 17.12 — Kkið f veg fyrir hifreið af Hallarmúla inn á Suðurlandshraut. Kl. 18.26 — Kkið mjög harkalega aftan á hifreið á llafnarfjarðarvegi austan Mikla- torgs. Farþegi f fremri bifreiðinni slasast talsvert. 1976 L'm miðnætti varð bflvelta í Breiðholti þar sem Ijósastaur lá f valnum. Ökumaður var grunaður um ölvun. Kl. 05.35 — Var piltur á vélhjóli á leið um Brautarholt. þar sem hann ók á gang- stéttarhrún og féll við það á götuna og meiddist Iftilsháttar. (irunur um ölvun. Kl. 09.33 — Var bifreið ekið aftur á hak á aðra kvrrstæða og mannlausa. Kl. 14.05 — Var ekið aftur á hak á k.vrrstæða hifreið. Kl. 14.27 — Varð mjög harður árekstur á mótum Kringlumýrarhrautar og Háa- leitisbrautar. Annarri bifreiðinni varekið á móti rauðu Ijósi. Kl. 17.30 — Varð harður árekstur á mótum Frfkirkjuvegar og Skothúsvegar. Báðir ökumenn og þrfr farþegar úr öðrum bflnum fluttir á slysadeild. Annar öku- maðurinn hlaut beinhrot. en aðrir sluppu án teljandi meiðsla. Eins og fram kemur í upp- talningunni hér að framan hafa vegfarendur sýnt að hægt er að Framhald á bfs. 18 ætti að breyta því fyrir loðnuver- tfðina. Með yfirbyggingu yfir þil- far verða Sigurður og Víkingur miklu öruggari í sjó en áður með farm, og eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, er talið að Sigurður og Vík- ingur geti flotið inn á allflesta Austfirðína með 1300 lestir af loðnu, einnig inn á höfn í Reykja- vík og Siglufirði, á aðra staði kom- ast þeir vart með fullfermi af loðnu. Hólsnes SU tekið með ólög- leg veiðarfæri Enn einn belgískur togari kærður fyrir sama brot VARÐSKIPIÐ Ægir kom í gær- morgun að trollbátnum Hólsnesi SU 42, frá Djúpavogi þar sem báturinn var á veiðum á Lóns- djúpi. Varðskipsmenn fóru um borð I bátinn og mældu möskva í fisktrolli hans. Reyndist trollið vera ólöglegt, möskvastærðin mældist 125 millimetrar en má minnst vera 135 mm. Varðskipið fór með bátinn inn til Eskif jarðar og átti að taka mál skipstjórans fyrir hjá bæjarfógetaembættinu þar f gærkvöldi. Varðskipsmenn hafa farið um borð í mörg erlend veiðiskip á undanförnum dög"um og kannað veiðarfæri þeirra. Svo sem fram hefur komið í fréttum, hefur komið í ljós að belgískir togarar hafa verið með ólögleg veiðar- færi. I gærmorgun var enn farið um borð í tvo belgíska togara und- an Suð-Austurlandi, en þessir tveir togarar voru nýkomnir á Is- landsmið. Var annar togarinn með of litla möskva í togpokan- Framhald á bls. 18 Saksóknari um litsjónvarpsmálið: Allt mælti með því að rannsóknin færi fram í Reykjavík ÞEGAR rannsókn litsjónvarps- máisins var flutt frá Keflavfk til Reykjavfkur kom fram gagnrýni á það frá rannsóknarmönnunum f Keflavfk, að rfkissaksóknari skyldi taka umrædda ákvörðun. Ríkissaksóknari, Þórður Björns- son, hefur verið erlendis að und- anförnu en hann er nú kominn heim og Mbl. spurði hann f gær hvers vegna þessi ákvörðum var tekin. Þórður Björnsson sagði: „Þetta var einungis venjuleg af- greiðsla mála hjá embættinu. Mér barst í hendur skýrsla frá lögregl- unni í Reykjavík, hið meinta brot átti að hafa verið framið í Reykja- vík, eigandi skipsins, sem getið var í skýrslunni var í Reykjavík, tollstjóraembættið er í Reykjavík og mér fannst liggja í augum uppi að rétt væri að rannsóknin færi fram í Reykjavík." Morgunblaðið hafði f gær sam- band við Þóri Oddsson aðalfufl- trúa sakadóms Reykjavíkur, en hann stjórnar þar rannsókn lit- sjónvarpsmálsins. Þórir sagði að rannsókn málsins væri í fullum gangi, gagnaöflun og yfirheyrsl- ur. Ekki kvað Þórir gott að segja um umfang málsins á þessu stigi. I Hafnarfirði er einnig unnið að rannsókn á anga þessa litsjón- varpsmáls, og sagði Þórir að góð samvinna væri milli þessara rann- sóknaraðila. Bjóst Þórir við því að sakadómur Reykjavíkur tæki við rannsókninni af Hafnarfjarðar- lögreglunni, ef í ljós kæmi að um sama mál væri að ræða. Einn mað- ur situr í gæzluvarðhaldi vegna málsins, yfirmaður á kaupskipi. Súgandafjörður: Samkomulag í deilu sjó- manna og útgeróarmanna SAMKOMULAG hefur tekizt milli sjómanna á Hnubátuni frá Súgandafirði og útgerðarmanna þar og er gert ráð fyrir, að Ifnu- bátar þaðan hefji róðra f dag eða á morgun. Á iiðrum stöðum á Vestfjörðum hefur ekkert gerzt f málum Ifnubátasjómanna og út- gerðarmanna. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að fjórir línubátar væru gerðir út frá Súgandafirði. Sam- komulagið væri fólgið í því að skiptaprósentan yrði 30% í vetur, en áður höfðu útgerðarmenn boðið 29.2%. Hér er fyrst og fremst um staðaruppbót að ræða, sagði Pétur, þessi 0.8% hækkun frá fyrra boði þýðir, miðað við venju- legt fiskirí á ársgrundvelli, það sama og ef útgerðarmaður þyrfti að ráða aðkomumann og halda honum uppi í þrjá mánuði á staðnum. Istak hf. með lægst tilboð í steypu- vinnu á Grundartanga OPNUÐ hafa verið tilboð í steypuvinnu vegna byggingar járnblendiverksmiðju á Grundartanga f Hvalfirði. Verk þetta nær til undirstaða og steinsteyptra hluta eftirtal- inna mannvirkja verk- smiðjunnar: Ofnhús, verkstæðisbygging, vöruskemma, færibönd, hrá- efnislager. Eftirfarandi tilboð bárust: Aðalbraut H/F kr. 489.459.355 Breiðholt H/F kr. 465.090.400 Istak H/F kr. 428.382.740 Miðfell H/F kr. 516.603.250 Þórisós H/F kr. 610.003.250 Áætlun ráðgjafa tslenska járn- blendifélagsins H/F var kr. 442.880.322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.